Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.1996, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 1. APRÍL 1996 31 Húsið við Hvanneyrarbraut 11, eina húsið byggt af einstaklingum á Sigló á síðasta ári. DV-mynd Örn Sigluijörður: Einstaklingar hvatt- ir til húsbygginga DV, njótum: Bæjarstjórn Siglufjarðar hefur ákveðið að fella niður svokallað A- gatnagerðargjald til þeirra sem hefia nýbyggingar á íbúðarhúsnæði á Siglufirði. Gjaldið miðast við stærð húsa og getur lækkað kostnað hjá húshyggjanda um 260 þúsund krónur á 160 fermetra húsi. Samþykktin gildir til 1. maí 1998 eða út yfirstandandi kjörtímabil sveitarstjórnar. Einnig er í gildi samþykkt þess efnis að ekki þurfi að greiða fasteignaskatt af íbúðar- húsnæði fyrstu tvö árin eftir að það er fokhelt. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar bæjartæknifræðings vilja bæjaryfir- völd með þessu örva einstaklinga til húsbygginga. Nánast ekkert hefur verið hyggt af íbúðarhúsnæði í bæn- um undanfarin ár nema í félagslega húsnæðiskerfinu. Á síðasta ári var brotið blað þeg- ar ung hjón byggðu sér einbýlishús ásamt búskúr. Þau nutu niðurfell- ingar A-gjaldsins og þykir bæjar- stjórn sanngjarnt að aðrir hljóti sömu fyrirgreiðslu. Að sögn Sigurðar er nokkuð um óbyggðar lóðir í bænum en nú er einkum litið á eyrina sem bygging- arsvæði meðan nýtt hættumat vegna snjóflóða liggur ekki fyrir. -ÖÞ Eitt verkefna nemanda á sýningunni. DV-mynd JS ÖxarQöröur: Þemavika í Lundarskóla DV, Kelduhverfi: Skólastarf í Lundi hér í Öxarfirði hefur verið með óhefðbundnum hætti síðustu vikuna - þemavika, sem fékk nafnið Samvinna enda gekk samstarfið vel. Unnið var í fjórum hópum eða eins og bekkjaskipan er í skólanum. Lundur er sveitaskóli með rúmlega 40 nemendum og er þess vegna þó nokkur samkennsla. Fyrsta til fjórða bekk er kennt saman, þá 5.-7. og 8.-9. en 10. bekkur nýtur forrétt- inda að vera að mestu kennt sér enda stefna þeir nemendur á sam- ræmd próf. 10. bekkur var með listasýningu sem kölluð var Rykmaur og sett var upp í heimavist skólans. Ekki skorti þar hugmyndaflugið i tjáningu nem- enda undir stjóm kennara sinna. 8. og 9. bekkur byggði eyju og þar var fjallgarður úr pappamassa - og á eyjunni bjó Jesús og rak bama- heimili. Saminn var söngur fyrir eyjuna. Nemendur 5.-7. bekkjar voru með tvær eyjar. Undirstaðan var úr gifsi og hús úr kubbum. Þar var einnig hægt að fræðast um goð og ásatrú. Yngstu nemendurnir bjuggu til fingrabrúður, saumuðu á þær kjólá og bjuggu til leiksvið því leikþáttiu' var saminn fyrir brúðumar. Þá gáfu nemendur út skólablað og seldu. -JS Góð fermingarjyjöf sem lefjffurgrunn að fursœlum fjúrhuff Öndvefjisbréfi Öndvegisbréf em verðbréfasjóður sem fjárfestir eingöngu í ríkis- tryggðum verðbréfiim, s.s. spariskírteinum. Öndvegisbréf hafa gefið 7,77% raunávöxtun á ári sl. 5 ár. Islandsbréfi Helstu kostir íslandsbréfa eru stöðugleild í ávöxtun, góð eignadreifing og hagstæð innlausnarkjör. Islandsbréf henta vel ungu fólki, sem getur þurft að nýta peningana með stuttum fyrirvara t.d. vegna skólagöngu. Islenski íslenski fjársjóðurinn er hlutabréfasjóður sem fjárfestir í íslenskum fjársjóðurinn: fyrirtækjum. Islenski fjársjóðurinn er spennandi kostur fyrir ungt fólk sem vill stíga fyrstu skrefin til fjárfestingar í íslensku atvinnulífi. Þú færð bréfið afhent í fallegri möppu. i^ Lattdsbréfstyrkja jjr jafningjafr&öslu gegn vímuefnaneyslti j Hafðu samband við ráðgjafa Landsbréfa eða umboðsmenn í öllum útibúum Landsbankans. , LANDSBREF HF. yffiefyhx- - ^hx-fihh*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.