Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 Fréttir Póstur og sími meö lík í lestinni inn í samkeppnisumhverfi EES: Um 10 milljarða króna lífeyrisskuldbindingar - arðgreiðslur sem áttu að grynna á þessu teknar í annað, segir póst- og símamálastjóri Eftir eitt og hálft ár eða 1. janúar 1998 verður allur fjarskiptamarkað- ur á Evrópska efnahagssvæðinu frjáls. Ríkisstjórnin hefur þegar samþykkt að breyta Pósti og síma í hlutafélag til að fyrirtækið geti bet- ur tekist á við nýtt rekstra- rumhverfi og samkeppni. En taki hið nýja hlutafélag í arf bæði eignir og skuldir, eins og vera ber, mun það erfa 9,5 miUjarða lífeyrisskuld- bindingar vegna starfsmanna P&S og gera þannig að engu stóran hluta eigin fjár fyrirtækisins. Lík í lestinni Póstur og sími, eins og önnur rik- isfyrirtæki og stofnanir, er því með lík í lestinni. Forsvarsmenn stofn- unarinnar telja að arðgreiðslur und- anfarinna ára i rikissjóð hafi að hluta verið hugsaðar tO þess að grynna á þessum skuldbindingum. Ríkissjóður hefur hins vegcir ekki notað arðgreiðslurnar til þess. Milljarða lífeyris- skuldbindingar Skuldbindingar lífeyrissjóðs rík- isstarfsmanna skipta mUljörðúm króna og fara vaxandi og nær sjóð- urinn sjálfur rétt að rísa undir um 20% þeirra að því sem talið er. Þar sem ríkið baktryggir sjóðinn vofir yfir að 80% skuldbindinganna falli á ríkissjóð. Höfuðástæður þessa eru bæði þær að lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna hafa til þessa verið mun betri en á hinum al- menna vinnumarkaði og svo hitt að fé sjóðsins hefur ekki verið ávaxtað sem skyldi; bæði hefur það verið lánað tií sjóðfélaga á lágum vöxtum í gegnum árin, sem og til ríkissjóðs sjálfs. Til að leysa úr þessum vanda er helst til umræðu hjá stjórnvöldum að velta skuldbindingunum yfir á Samsett DV-mynd/SJ rikisstofnanirnar og þær látnar bera áfallnar lífeyrissjóðsskuldbind- ingar sem á vantar til greiðslu. Hver á að borga? Heildarskuldbindingar Pósts og síma vegna lífeyris starfsmanna sinna eru nú eitthvað í kringum 9-11 milljarðar. „Ég er ekki viss um hvort eða að hve miklu leyti P&S er þess valdandi að þetta vantar upp á þessar greiðslur í framtíðinni og hve mikla ábyrgð hann ber á þeim,“ segir Ólafur Tómasson, póst- og símamálastjóri. Ólafur telur ekki sjálfgefið að flytja þessar skuldbindingar yfir á Póst og síma. Undanfarin ár hafi stofnunin borgað til ríkissjóðs upp í þær í formi arðs og lengi vel hafi verið talað um að arðgreiðslumar væru vegna framtíðarskuldbind- inga. Þessar greiðslur nemi nú orð- ið fjórum milljörðum. „Þær mættu nú ganga að minnsta kosti eitthvað upp í þetta,“segir Ólafur. Greiðslurnar hafa numið frá 500-1200 milljónum á ári án þess að lífeyrisskuldbindingarnar hafi lækkað nokkuð heldur þvert á móti vaxið stöðugt ár frá ári. Með þessu áframhaldi segir Kristján Indriða- son, aðstoðarframkvæmdastjóri hagdeildar Pósts og síma, að hægt sé að sýna fram á með einfoldum út- reikningum hve langan tíma það taki fyrir P&S að verða gjaldþrota með sama áframhaldi. Á móti komi hins vegar að í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu stofnunarinnar sé gert ráð fyrir því að fram fari endurmat á eignum P&S sem skili einhverju upp í þetta. Engu að síður stefni í mjög alvar- legt ástand ef ríkissjóður og ríkis- fyrirtækin eigi að vera ábyrg fyrir skuldbindingunum eins og þær leggja sig. Éta upp stóran hluta eigin fjár P&S „Ef færa á allar áfallnar lífeyris- skuldbindingar starfsmanna P&S á stofnunina fara þær langt með það að eyða eigin fé hennar," segir Kristján. Hann segir að reyndar sé ætlunin samkvæmt frumvarpi ríkis- stjómarinnar að endurmeta eignir P&S sem að líkindum myndi leiða til hækkunar á núverandi mati. Slíkt mat myndi líklega taka að nokkru mið af framtíðartekjum fyr- irtækisins. En lífeyrisskuldbinding- in er framtíðarskuldbinding og kemur til gjalda í áföngum og hvaða áhrif hefur slík skuldbinding á stöðu fyrirtækisins eftir einkavæð- inguna? Önnur bókhaldsstaða og verri „Eins og efnahagsreikningurinn er í dag færi þessi skuldbindinga- færsla mjög illa með bókhaldslega stöðu P&S og það yrði fjári erfitt að skýra svo mikla breytingu fyrir er- lendum viðskiptavinum og núver- andi og hugsanlegum lánardrottn- um,“ segir Kristján. „Þegar arðgreiðslur P&S í ríkis- sjóð byrjuðu vom þær að hluta til réttlættar með því að verið væri að ná niður þessari uppsöfnuðu skuld- bindingu lífeyrissjóðsins. Við töld- um þá að eyrnamerkja mætti ein- hvern hluta arðgreiðslnanna sem greiðslu upp í þessa skuldbindingu. í dag vilja stjórnvöld ekki kannast við þetta þó að það komi skýrt fram í t.d. þingræðum formanns fjárveitinga- nefndar á þeim tíma, sem var Sig- hvatur Björgvinsson. Síðan hefur stofnunin greitt á fimmta milljarð framreiknað til núvirðis. Við höfum því talið að við höfum lagt nokkurt í þetta púkk,“ segir Kristján. -SÁ Dagfari Frambjóðendum fækkar og fjölgar Þar kom að því. Davíð forsætis- ráðherra er hættur við að gefa kost á sér til forsetaframboðs. Ekki vegna þess að ekki var skorað á hann. Þvert á móti. Það var orðið óþægilegt hve margir skoruðu á hann. Davíð segir sjálfur svo frá að í fyrstu hafi það ekki verið margir sem vildu hann í forsetaframboð. Fjölmargir komu að máli við hann og löttu hann til framboðs. Þeir vildu hafa hann áfram sem for- mann og forsætisráðherra. Meðan þessu fór fram lét Davíð í þaö skína að hann færi í framboð. Ekki með því að segjast ætla í framboð heldur með því að segja ekkert um það hvort hann ætlaði í framboð. Þannig fara menn í framboð og þannig skildi þjóðin Davíð og allir biðu í ofvæni eftir því að Davíð kvæði upp úr. Það kom ládeyða og leiði í forsetaumræðuna og tvær konur, nuddari og fyrrverandi alla- ballaformaður lýstu yfir framboð- um, sjálfsagt af þvi að þessi fjögur gerðu sér ekki grein fyrir því að forsetamálin stóðu og féllu með því hvort Davíð færi í framboð. Svona getur fólk verið utangátta. í margar vikur og mánuði gekk hvorki né rak af því Davíð gaf sig ekki upp af því að það voru svo margir sem löttu hann til fram- boðs. En svo kom að því, segir Davíð, að fólk fór að taka hann tali eða senda honum línu þar sem margs konar fólk, sem hann hélt að væru vinir sínir, var að hvetja hann tU framboðs. Það var þá sem hann hætti við framboð. Það var allt í lagi með framboðshugleiðingar Davíðs meðan vinir hans og fylgis- menn vUdu hann ekki í framboð en þegar þeir fór að láta á því bera að þeir vUdu hann í framboö þá vildi hann ekki í framboð. Davíð lætur ekki plata sig. Hann sá í gegnum þessa vini sína. Þeir vildu losna við hann. Og maður lætur ekki sparka sér meðan mað- ur er formaður og forsætisráð- herra. Og nú var líka fjandinn laus og vandinn mikill. Ef Davíð fer ekki í framboð, þá hver? Nú er fullyrt í fréttum að þing- flokkur sjálfstæðismanna sé að sameinast um að styðja Friðrik varaformann í forsetaframboð. Ef formaðurinn fer ekki í framboð þá skal varaformaðurinn í framboð. Sem er hið besta mál því þar slá sjálfstæðismenn tvær flugur í einu höggi. Fyrst það að koma sjálfstæð- ismanni á Bessastaði og svo í öðru lagi að losna við Friðrik. í raun- inni er löngu kominn tími á að losna við Friörik og hvað er þá betra en að senda hann á Álftanes- ið þar sem hann er ekki fyrir nein- um í Flokknum? Flokksmenn vilja halda í formanninn en þeim er al- veg sama um varaformanninn. Þetta eru skUaboðin til Friðriks varaformanns. En eins og jafnan áður er enn þá til býsna margt fólk sem skUur ekki að það verður enginn forseti nema Flokkurinn standi aö fram- boðinu. Flóðgáttir hafa opnast og nú spretta aUir þeir fram meðal þjóð- arinnar sem einhvern tímann í vet- ur hafa verið orðaðir við framboð og þeir eru lausir við ógnunina frá Davíð og segjast vera að hugsa um framboð af því að margir séu að hvetja þá til framboðs. Ólíkt sem sagt því sem Davíð brást við með því að hætta við framboö þegar hvatningin færðist í aukana. Hann vissi hvað klukkan sló. Hinir sem nú huga að framboði eftir að Davíð fer ekki í framboð misskilja hvatn- inguna og halda að fólk vilji þá í framboð með því að hvetja þá í framboð. AUt er þetta til bóta. Þjóðin á nóg af forsetaframbjóðendum, þökk sé Davíð forsætisráðherra sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér af því þeim fór fjölgandi sem vildu að hann gæfi kost á sér. Nú fer þeim fjölgandi sem gefa kost á sér en gátu ekki gefið kost á sér fyrr en Davíð hafði ekki gefið kost á sér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.