Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 5 DV Silfursjóðurinn: Kæra Mið- húsahjóna tekin fyrir í dag Kæra hjónanna í Miðhúsum á hendur ráðamönnum Þjóðminja- safhsins og VUhjálms Arnar VU- hjálmssonar, starfsmanns þess, vegna silfursjóðsins fræga, verð- ur tekin fyrir í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hlynur Halldórsson, silfur- smiður í Miðhúsum, vUdi ekki ræða málið neitt í gær sökum þess á hve viðkvæmu stigi það er. Þarna er um að ræða bæði meiðyrðamál og skaðabótamál vegna meintra aðdróttana að hjónunum í Miðhúsum í tengsl- um við silfursjóðinn. -S.dór Heræfingar við íslandsstrendur DV, Suðurnesjum: „Þetta er ekki endanlega ákveðið en ef af heimsókninni verður er um að ræða hluta her- æfmgar Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafinu, einkum við strendur Skotlands, í haust og mun bera nafnið Norðurljós. Það verða hér 3-5 skip á veg- um flotadeildar Atlantshafs- bandalagsins og stefnt að því að þau komi til Reykjavikur. Það er verið að kanna legumöguleika og fleira í því sambandi," sagði Hannes Heimisson, staðgengill skrifstofustjóra á varnarmál- skrifstofunni, í samtali við DV. Eitt af þeim skipum sem koma hingað til lands er mjög stórt bandarískt skip, 200 metra langt, og verður notað sem fljótandi stjórnstöð. Það nýtist í margs konar aðgerðir og hefúr verið notað sem móðurstöð fyrir þyrlusveitir. Þá koma einnig tundarspillar og freigátur í heimsókn. „Þetta er árleg æfing og ekki stór I sniðum. Varnarliðsstöðin á Keflavíkurflugvelli er í sam- hæfingu við undirbúning æflng- arinnar," sagði Hannes. -ÆMK Fréttir Smábátasjómenn ekki á eitt sáttir um samkomulagið við sjávarútvegsráðherra: Að hræra línu og færi í graut er rugl - segir Eövald Eðvaldsson, formaður Bárunnar, félags smábátaeigenda í Hafnarfirði „Það er ekki rétt að almenn ánægja ríki raeð samkomulag Landssambands smábátaeigenda við sjávarútvegsráðherra. Sannleik- urinn er sá að sl. haust var uppkast að samkomulaginu fellt í tvígang og í bæði skiptin með yfirgnæfandi meirihluta og það hefur ekki nokk- ur skapaður hlutur breyst síðan þá,“ segir Sigurgeir Jónsson smá- bátasjómaður. „Það eru margar hliðar á þessum málum. Til dæmis hreinlega báðu um það bil 108 af um 400 smábáta- sjómönnum um kvóta í skoðana- könnun sem gerð var innan Lands- sambandsins. Þá er það ljóst að hreint engin sátt er um að hræra saman í einn graut bátum sem veiða á línu og á handfæri. Lína og handfæri eru sitt hvor hluturinn og að flokka það saman er algert rugl og hefur alltaf verið,“ segir Eðvald Eðvaldsson, smábátasjómaður og formaður Bylgjunnar, félags smá- bátaeigenda í Hafnarflrði. Þeir Eð- varð og Sigurgeir eru alls ekki á því að sátt ríki innan raða smábátaeig- enda um samkomulag Landssam- bandsins og sjávarútvegsráðherra sem lagt hefur verið fram á alþingi til afgreiðslu. Aflaaukningin hjá línubát- unum Eðvald telur að línubátar, sem yfirleitt eru stórir og öflugir bátar, eigi ekki heima innan kerfis smá- báta. „Það eru þeir sem hafa valdið allri aflaaukningunni. í janúar voru haldnir fundir í smábátafélögunum í kringum allt landið. Alls staðar var ályktað um það að aðskilja línu og handfæri og alls staðar með miklum meirihluta en stjórn Lands- sambandsins, eða öllu heldur for- maðurinn, vill hafa þessa grautar- skál áfram og vill hafa línu og hand- færi í sama potti, sem er bara rugl. Svo þegar skert er, er skert jafnt yfir alla línuna og skerðingará- kvæðin eru áfram inni í nýja sam- komulaginu," segir Eðvarð. Smábátaútgerð er einyrkjarekst- ur þar sem eigandi vinnur sjálfur við hann. Þegar hann hættir hefur það sýnt sig að rekstrareiningin hverfur. Sigurgeir Jónsson segir að það framsal aflaheimilda sem sam- kvæmt samkomulaginu við ráð- herra sé leyft til annarra smábáta- eigenda innan Landssambandsins sé einnig umdeilt. Sumir telji að það muni ganga eftir en aðrir, þar á meðal hann sjálfur, telji að þar sem kvótinn sé eign þjóðarinnar gangi það ekki upp að selja annarra eign. „Ég tel það óeðlilegt að menn geti selt annarra eigur. Smábátasjómenn í þrælkun Þá hefur að sögn Sigurgeirs kom- ið á daginn að með því að sameina aflaheimildir og úrelda báta muni það gerast að fiskverkendur og stærri aðilar kaupi veiðiheimildirn- ar og láti síðan sjómennina á bátun- um róa áfram á þeim upp á eitt- hvert smáræði. Engir samningar séu til um kjör á þessum bátum og hvorki Sjómannasambandið né FFSÍ komið nálægt samningum um þetta. „Ég og fleiri sjáum ekki að hag- fræðilegar forsendur séu til þess að í landinu verði í gangi tvö kvóta- kerfi. Þess vegna muni þetta ein- faldlega ganga inn í kvótakerfið sem fyrir er og með þetta er megn óá- nægja," segir Sigurgeir. -SÁ i meö klakavél þurnkarum af tvöföldum arne na rennandi vatm reykjavík iaugaveg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.