Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 33 Menning Páskabarokk Tónleikar voru haldnir í Gerðar- safni, Listasafni Kópavogs, á laugar- daginn var. Þau Sverrir Guðjónsson kontratenór, Martial Nardeau og Guðrún Birgisdóttir ílautuleikarar, Anna Magnúsdóttir semballeikari og Páll Hannesson bassaleikari, sem lék reyndar á violone, komu þar fram og léku barokktónlist. Tónleikarnir hófust á Aríu eftir Tónlist Áskell Másson Johann Sebastian Bach, úr kantötu hans, BWV 53, „Schlage doch, ge- wúnschte Stunde" (slá þú, stundin langþráða). Sverrir söng aríuna ágætlega um leið og hann sló á tvær crotales og meðleikurinn var allur hinn þokkalegasti, þótt óneitanlega fyndist undirrituðum að betur hefði farið á því að vera með hljóðfæri í sellóregistri, t.d. gömbu, í stað violone, í fylgiröddinni. Wilhelm Friedmann Bach, elsti sonur J. S. Bachs, átti næsta verk tónleikanna, Sónötu nr. 4 í F-dúr fyrir tvær flautur. Þetta er þriggja þátta verk, sem ber sérstæðum tónsmíðastíl höfundar- ins oft ágætt vitni. Tæknilega er verkið ögrandi fyrir flytjenduma, kannski einkum síðasti þátturinn sem er leifturhratt presto. Þau Guð- rún og Martial léku verkið tæplega af nægilegri einbeitingu enda þótt presto-ið hefði bætt þar nokkuð úr, en það var einkar nettilega flutt. Hin fallega aría Hándels úr óper- unni Rinaldo, „Laschia ch’io pi- anga“, hljómaði næst og hér fór Sverrir á kostum með ágætum með- leikurum sínum og skilaði fögrum og tilfinningaríkum flutningi. Tríó sónata J.S. Bachs, BWV 1039, í G-dúr fyrir tvær flautur og fylgi- rödd, kom næst og var það verk allt flutt af nákvæmni og þokka, og á köflum mjög fallega. Aría Esuri- entes úr Magnificati sama höfundar endaði tónleikana. Arían var flutt af festu, en einnig af næmi, einkum af Sverri, og var það ágætur loka- punktur þessara páskabarokkstónleika. Sverrir Guðjónsson kontratenór var meðal þeirra listamanna sem komu fram á tónleikunum í Gerð- arsafni um páskana. Blásarakvintett Reykjavíkur kom fram ásamt Ninu Margréti Grímsdóttur píanóleikara á tón- leikum í Borgarleikhúsinu sl. þriðjudagskvöld. Efnisskráin var þannig samsett að fyrst og síðast komu Kvintettar Beethovens og Mozarts fyrir óbó, klarinett, fagott, horn og píanó í Es-dúr, en á milli tvö verk franskra höfunda, þeirra Francaix og Milhaud. Kvintett Beethovens, í Es-dúr, óp. 16, sem einnig er til í umritun höfundarins fyrir pianókvartett, er þriggja þátta tónsmíð sem hefst á hægum inngangi. Verkið er nokk- uð klassískt að yfirbragði, enda samið á fvrri hluta tónsmíðaferils meistarans. Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt Nínu Margréti, lék verkið af stakri fágun og yfirvegun. Tónn Nínu er sérlega fal- legur og fmgerður og virðist eiga vel saman við tón kvintettsins. Tveim stórum skermum hafði verið komið fyrir á sviðinu aftan við hljóðfæraleikarana og bætti það hljómburðinn mjög fram í sal. L’heure du berger eftir Jean Fran- caix kom næst en það verk er mjög kómískt og ýkt í stíl, enda slegið þar upp þrem myndum í tónum af tilburðum manna á kvennafari. Verkið er engu að síður mjög glæsilega skrifað fyrir hljóðfærin og uppfullt af fingerðum, frönsk- um sjarma. Flytjendurnir fóru á kostum í þessu verki, bæði hvað túlkun og tækni áhrærir, og skil- uðu hreint frábærum flutningi og jafnframt bráðskemmtilegum. Hitt franska verkið, La Cheminée du roi René, óp. 205 eftir Darius Milhaud, er í sjö þáttum, vel skrif- að og fíngert eins og verk Francaix, en hógværara í stíl og lék kvintettinn verkið af öryggi. Lokaverk tónleikanna, Kvintett Mozarts 1 Es-dúr, KV 452, var einnig fallega mótað og fágað í tón hjá flytjendunum og mjög vel flutt á heildina þrátt fyrir að stöku nótur týndust í píanóröddinni er á verkið leið. Þetta voru góðir tónleikar. Tónlist Áskell Másson Alþjóðlegur dagur Parkinsonsamtakanna Þann 11. apríl, fæðingardag dr. James Parkinsons, hafa Samtök Parkinsonsjúkra á Norðurlöndum og í Evrópu valið sem dag samtak- anna. Parkisonsamtökin á fslandi voru stofnuð 3. desember 1983. UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirtöld- um fasteignum á Akranesi verö- ur haldið á þeim sjálfum sem __________hér segir:_______ Merkigerði 6, neðri hæð. Gerðarþoli Marivic Espiritu, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður, Byggingarsjóð- ur ríkisins og Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins, mánudaginn 15. apr- il 1996 kl. 11.00,_________ Skagabraut 24, neðri hæð. Gerðarþol- ar Hans Þorsteinsson og Helga Þóris- dóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður og Lífeyrissjóður sjó- manna, mánudaginn 15. apríl 1996 kl. 13.00. Einsöngvarapróf í Norrænahúsinu Tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 11. apr- 0 kl. 20.30. Tónleikarnir eru síðari hluti einsöngvaraprófs Margrétar Sigurlaugar Stefánsdóttur, sóprans, frá skólanum. Aðgangseyrir er 300 kr. Elskulegur ástvinur minn og faðir okkar Sveinn Björnsson sfórkaupmaður lést að morgni páskadags. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 12. apríl kl. 13.30 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Sjúkrahús Akraness. Rannveig Böðvarsson Kristín Sveinsdóttir Björn Sveinsson Guðbjörg Sveinsdóttir Ólafía Sveinsdóttir Ingvar Sveinsson tengdabörn og barnabörn Vallarbraut 1, 01.03., eignarhluti Svandísar Helgadóttur. Gerðarþoli Svandís Helgadóttir, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn- is, mánudaginn 15. apríl 1996 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI 568-8000 STÓRA SVIÐ KL. 20.00: KVÁSARVALSINN eftir Jónas Árnason Leikstjóri: Inga Bjarnason, Leikmynd og búningar: Steinþór Sigurðsson. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikhljóð: Baldur Már Arngrímsson. Aðstoðarleikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Sýningarstjóri: Jón S. Þórðarson. Leikendur: Guðrún Ásmundsdóttir, Jóhanna Jónas, Margrét Ólafsdóttír, Rúrik Haraldsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir og fl. Frumsýn. föd. 12/4, fáein sæti laus, 2. sýn. sud. 14/4, grá kort gilda, 3. sýn. mið. 17/4, rauð kort gilda. HIÐ LIÓSA MAN eftir íslandsklukku Halldórs Laxness í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur 8. sýn. laud. 20/4, fáein sæti laus, brún kort gilda, 9. sýn. föd. 26/4, bleik kort gilda. ÍSLENSKA MAFÍAN eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson. Fös. 19/4, fáein sæti laus, Id. 27/4, Sýningum fer fækkandi. Stóra sviðið kl. 14.00 LÍNA LANGSOKKUR effir Astrid Lindgren Sud.14/4, sud. 21/4, Einungis 3 sýn. eftir. VIÐ BORGUM EKKI, VIÐ BORGUM EKKI eftir Dario Fo Laud. 13/4, fid. 18/4. Þú kaupir einn miða, færð tvo! Samstarfsverkefni við Leikfélag Reykjavikur: Alheimsleikhúsið sýnir á Litla sviði kl. 20.00: KONUR SKELFA toilet-drama eftir Hlín Agnarsdóttur. Fid. 11/4, fáein sæti laus, fös. 12/4, kl. 20.30 uppselt, id. 13/4, örfá sæti laus, mid. 17/4, fid. 18/4, föd. 19/4, fáein sæti laus, Id. 20/4, fáein sæti laus. Barflugurnar sýna á Leynibarnum. BAR PAR eftir Jim Cartwright Fös. 12/4, uppselt, Id. 13/4, kl. 20.30, örfá sæti laus, ld.13/4, kl. 23.00, fid. 18/4, fáein sæti laus, föd. 19/4, kl. 23.00. Fyrir börnin: Línu-bolir og Linupúsluspii. Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20, nema mánudaga frá kl. 13-17, auk þess er tekið á móti miðapöntunum í síma 568-8000 alla virka daga. Greiðslukortaþjónusta. Gjafakortin okkar - frábær tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús Faxnúmer 568-0383. ÍSLENSKA ÓPERAN L^=j|il' Sími 551-1475 Tónleikar fyrir tvö píanó Þriðjudaginn 16. apríl kl. 20.30 leika píanóleikararnir Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson á tónleikum á vegum Styrktarfélags íslenku óperunnar. Miðaverð 1.200 kr. Fyrir styrktarfélaga 1.000 kr. Miðasalan opnuð kl. 13.00 á tónleikadag. Sími 551-1475. ÞJÓDLEIKHIÍSIÐ STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00: TRÖLLAKIRKJA eftir Ólaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur. 9. sýn. föd. 12/4, sud. 14/4, Id. 20/4, föd. 26/4. PREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson f kvöld, nokkur sæti laus, Id. 13/4, uppselt, fid. 18/4, nokkur sæti laus, föd. 19/4, uppselt, fid. 25/4, nokkur sæti laus, Id. 27/4, uppselt. KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner Ld. 13/4 kl. 14.00, uppselt, sud. 14/4 kl. 14.00., örfá sæti laus, Id. 20/4, kl. 14.00, uppselt, sud. 21/4, ki. 14.00, nokkur sæti laus, sud. 21/4, kl. 17.00, nokkur sæti laus., fid. 25/4, sumard. fyrsti kl. 14.00, Id. 27/4, kl. 14.00, sud. 28/4, kl. 14.00. LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30. KIRIUUGARÐSKLÚBBURINN eftir ívan Menchell Föd. 12/4, uppselt, sud. 14/4, uppseit, Id. 20/4, sud. 21/4, mvd. 24/4, föd. 26/4, sud. 28/4. Gjafakort í leikhús - sígila og skemmtileg gjöf! Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00 virka daga. Greiðslukorfaþjónusta. Fax: 561 1200 SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200 SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204 VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ! sýnir í Tjarnarbíói sakamálaleikinn PÁSKAHRET eftir Árna Hjartarson, leikstjóri Hávar Sigurjónsson. 4. sýn. föd. 12. apríl, 5. sýn. fid. 18. apríl., 6. sýn. iau. 20. apríl, 7. sýn. mið. 24. apríl. Sýningar hefjast kl. 20.30. Miðasala opnuð kl. 19.00 sýningardaga. Miðasölusími 5512525, símsvari alian sólarhringinn. Tónleíkar í minningu Jonna í Hamborg og fyrstu íslensku djasstónleikanna verða haldnir í íslensku óperunni - Gamla bíól - í kvöld kl. 21.00. Hljómsvpitina skipa: Björn R. Einarsson, Arni Elfar, Guðmundur R. Einarsson, Agnar Már Magnússon, Veigar Margeirsson, Tómas R. Einarsson og danski klarinettusniHingurinn Jorgen Svare. Miðasala í íslensku óperunni frá kl. 15. Tilkymúngar Félag kennara á eftirlaunum verður í dag, 11. apríl, í Kennara- húsinu við Laufásveg. Sönghópur- inn mætir kl. 15.00. Leshringurinn verður kl. 16.30. Allir félagar vel- komnir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.