Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 7 Fréttir Þetta er sko ekkert hundalíf, glugginn opinn og loftið leikur um kroppinn. Hundar eru þefnæmir með afbrigðum og það skyidi þó aldrei vera að þeir séu farnir að finna lyktina af sumrinu. „Skyldi Ijósmyndarinn vera ánægður með prófílinn?" DV-mynd BG Evrópuráðsnefnd gegn pyntingum: Séra Jón Bjarman endurkjörinn Séra Jón Bjarman, sjúkrahús- prestur og fyrrverandi fangaprest- ur, hefur verið endurkjörinn í sér- staka nefnd á vegum Evrópuráðsins til varnar gegn pyntingum og ómannúðlegri og niðurlægjandi meðferð eða refsingu. Aðildarríki Evrópuráðsins, 30 að tölu, tilnefna þrjá einstaklinga í nefndina og síð- an kýs Evrópuráðið einn úr þeim hópi, þó ekki sem fulltrúa viðkom- andi ríkis heldur sem sjálfstæðan einstakling. Jón var endurkjörinn í nefndina til næstu fjögurra ára en varamenn hans hér á landi eru Mar- grét Heinreksdóttir og Guðrún Agn- arsdóttir. Jón sagði í samtali við DV að nefhdin kæmi saman fjórum sinn- um á ári. Þess utan færu nefndar- menn í eftirlitsferðir tU aðildarríkj- anna að skoða stofnanir sem vista fólk sem svipt hefur verið frelsi sínu, s.s. fangelsi, lögreglustöðvar, geðsjúkrahús og unglingahæli. Ná- kvæmum skýrslum væri skUað tU viðkomandi stjórnvalda í kjölfar slíkra ferða. Það væri síðan í verka- hring stjórnvalda að gera skýrslurn- ar opinberar. Skýrsla af þessu tagi hefur komið út um ástandið á Islandi. Þar var fundið að ýmsu sem Jón sagði að hafi verið bætt i flestum tUvikum en að sjálfsögðu mætti ávaUt gera betur. Lára Margrét Ragnarsdóttir þing- maður er formaður íslandsdeUdar Evrópuráðsins. Hún sagði við DV að sér hefði ekki komið á óvart að Evrópuráðið hefði endurkosið Jón. Hann hefði staðið sig mjög vel í nefndinni. -bjb Borgarrað vill viðræð- ur við Landsvirkjun Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tUlögu frá borgarstjóra um að óska eftir formlegum viðræð- um við Landsvirkjun um raforku- vinnslu á Nesjavöllum í framhaldi af nýlegum óformlegum viðræðum mUli veitustofnana borgarinnar og Landsvirkjunar um málið. Vegna undirbúnings að gerð þriggja ára fjárhagsáætlunar borg- arinnar og fyrirtækja hennar telur borgarstjóri brýnt að Reykjavíkur- borg geti haft sem besta yfirsýn yfir verklegar framkvæmdir á því tíma- bUi, m.a. hjá veitustofnunum borg- arinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks i borg- arráði lögðu fram bókun við af- greiðslu tillögu borgarstjóra. í henni segir að nú þegar séu starf- andi tvær nefndir með fuUtrúum borgarinnar í viðræðum um skipu- lag orkumála og hlutverk Lands- virkjunar. Nú eigi að setja á stofn þriðju nefndina tU að ræða um raf- orkuvirkjun á NesjavöUum. Sjálf- stæðismenn telja mjög mikilvægt að þessar nefndir leiti samráðs um stefnumarkandi aðgeröir í orkumál- um. -SÁ íslendingar Ari Sigvaldason, DV, Kaupmannahöfn: íslendingar eru fyrirferðarmestir í þeim sístækkandi hópi fólks sem dönsk yfirvöld senda aftur tU síns heima gegn vUja sínum vegna þess sendir heim að viðkomandi geta ekki séð fyrir sér sjálfir. Eru þrír útlendingar af ýmsum þjóðemum sendir heim á degi hverjum. Þeir hafa þá verið á atvinnuleysisbótum um lengri tíma og eru yfirleitt skuldum vafðir. Húnaflói: Loðna tekur fyrir línuveiðar DV, Hólmavik: „Það hefur aUtaf verið þokkaleg- ur afli og oft góður undanfarið en nú hefur orðið vart loðnu í Húnaflóa svo hætt er við að fljótlega taki að mestu fyrir afla á línuna á svæðinu," sagði Ingólfur Andrés- son, útgerðarmaður og bóndi á Bæ á Selströnd, sem stundað hefur línu- veiðar í vetur. Er nú að skipta um veiðiskap og hefja grásleppuveiðar eins og flestir eigendur minni báta sem leyfi hafa fyrir þann veiðiskap. Það sem skyggir á að þessu sinni er að nokkurs hafíss hefur orðið vart á hluta af veiðislóðinni vegna langvarandi vestanáttar sem fært hefur talsverðan ís tU austurs að landinu. Ingólfur segir að aðeins norðaustlæg átt næstu daga ásamt hlýjum sjó geti komið i veg fyrir að hafísinn verði tU óþæginda fyrir veiðimenn og aðra sjófarendur næstu vikunnar. -GF Ingólfur skipstjóri á báti sínum. DV-mynd GF Enn fær Björk verðlaun DV, Akranesi: Björk Guðmundsdóttir og unnusti hennar Goldie fengu fyrstu verðlaun á alþjóðlegri keppni í dansmúsik á dögunum. Fengu hvort um sig verðlaun sem besta söngkon- an og besti söngvarinn við athöfn í Forum Kentish Town í Lundúnum. Sérstök dómnefnd færði þeim verð- launin og auk þess fengu M People verðlaun fyrir dansatriði, Leftfield fyrir geisladisk og Shaggy fyrir reggietónlist. -DÓ Módel: Brynjar og Guðrún Edda, sigurvegarar í unglingakeppni módel 79. Útsölustaðir Reykjavík: Frísport, Laugavegi 6 Sportkringlan, Kringlunni Útih'f, Glæsibæ íþróttabúðin, Borgartúni 20 Hafnarfjörður: Fjölsport, Miðbæ Kópavogur: Sportbúð Kópavogs Keflavík: K-Sport Selfoss: Sportbær Akureyri: Sportver, Glerárgötu Egilsstaðir: Táp og fjör ísafjörður: Sporthlaðan Sauðárkrókur: Heilsurækt Húsavík: Skóbúð Húsavíkur Akranes: Akrasport Borgames: Borgarsport Flúðir: Sportvömr Hella: Apótek Hvolsvöllur: Apótek Ólafsvík: Versl. Vík Djúpivogur: BH-búðin Vestmannaeyjar: Smart Ath. Óvlst er að allar tegundir táist á hverjum útsölustað á birtingartíma auglýsingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.