Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 3 Fréttir Roksala á húsnæöisbréfum: 1.650 milljónir seldust upp á fjórum dögum - vísbending um vaxtalækkun, segir VÍB Sala á öðrum áfanga húsnæðis- bréfa Byggingarsjóðs verkamanna hófst 1. apríl sl. Stefnt var að því að selja skuldabréf að andvirði 1.500 milljóna króna en viðtökur fjárfesta urðu það góðar að 1.650 milijónir seldust upp á fjórum dögum. Sölu bréfanna er því lokið en Verðbréfa- markaður íslandsbanka, VÍB, sá um hana fyrir Húsnæðisstofnun. I kjöl- far sölunnar hefur VÍB hafið við- skiptavakt með húsnæðisbréf á Verðbréfaþingi. Stærstu kaupendur bréfanna voru stofnanafjárfestar, einkum líf- eyrissjóðir. Um var að ræða löng skuldabréf með árlegum afborgun- um, annars vegar til 24 ára og hins vegar til 42 ára. Ávöxtun bréfanna samsvaraði vöxtum húsbréfa á eftir- markaði. VÍB sá einnig um sölu fyrsta áfanga bréfanna en frá áramótum hafa verið seldir rúmir 3 milljarðar í húsnæðisbréfum. Húsnæðisstofn- un lét fara fram útboð á meðal verð- bréfafyrirtækjanna um sölu bréf- anna og var VÍB með lægsta tilboð í báðum tilvikum. Með þessum tveimur áföngum húsnæðisbréfa hefur tekist að fjármagna félagslega húsnæðiskerfið fyrir fyrri hluta þessa árs en alls var reiknað með 5 milljörðum á árinu öllu í útgáfu húsnæðisbréfa. Erum í lausu lofti - segir Arthur Morthens Við, 23 starfsmenn fræðsluskrif- stofu Reykjavíkur sem erum ríkis- starfsmenn, erum í lausu lofti. Við erum með uppsagnarbréf í höndun- um og hefur verið sagt að einhver okkar verði hugsanlega endurráðin. Málið virðist alfarið vera í höndum Gerðar Óskarsdóttur, nýráðins for- stöðumanns fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Hún hefur sagt okkur að við höfum engan forgang tO starfa í Fræöslumiðstöðinni og verðum að sækja um auglýstar stöð- ur þar eins og aðrir." Þetta eru orð Arthurs Morthens, fulltrúa á fræðsluskrifstofu Reykja- víkur. Hann segist mjög undrandi á Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, Eiríki Jónssyni, formanni Kennarasambandsins, og Birgi Birni Siguxjónssyni, framkvæmda- stjóra BHM, og öðrum fulltrúum ríkisstarfsmanna. Þeir hafi fengið mál starfsmannanna tO meðferðar fyrir tæpum tveimur mánuðum en ekkert komið út úr því. „Við höfum því í raun bara verið skOin eftir og það sýnist mér vera staðfest í sam- þykkt skólamálaráðs Reykjavíkur í gær“ segir Arthur Morthens. -SÁ Lækkun á vöxt- um ríkisvíxla Seðlabankinn lækkaði í gær ávöxtun í viðskiptum bankans með ríkisvíxla á Verðbréfaþingi íslands um 0,75%. Hliðstæð lækkun varð á ávöxtun í tilboðum bankans í þá tvo flokka ríkisbréfa sem eru á gjald- daga á þessu ári og bankinn er við- skiptavaki fyrir. I tOkynningu frá Seðlabankanum segir að lækkunina megi' rekja til þróunarinnar á gjaldeyris- og pen- ingamörkuðum að undanfórnu sem birtist m.a. í bættri gjaldeyrisstöðu bankans og lækkun markaðsverð- bréfaeignar hans. -bjb „Þetta eru löng skuldabréf þannig að maður skyldi ætla að þetta væri einhver vísbending um vaxtalækk- un. Fjárfestirnar virðast leggja sig fram við að tryggja sér löng bréf. Ég get verið sammála þeim í ■ þessu mati. Daginn eftir að sölunni lauk lækkaði húsbréfakrafan um tvo punkta," sagði Ásgeir Þórðarson hjá VÍB við DV, aðspurður hvað olli góðum viðbrögðum fjárfesta. -bjb Jmiuycjy' J'Jai/t aá /j’jri-i ú sjú/j'xurp /íjyfjdbiifjd í i/jivu/j/ii. Þú mmB Innbyggt 'Sfnintemet. tenging! _ Fjarstýríng til að skipta um sjónvarpsrásir og lög í geisladrifinu Skipbolti 21 • Sími 51/ 5111 Heimastðan: bttp.llwww. apple. is PowerMacintosh 5200 hann hefur' ijtplvunni. Órgjörvi: PowerPC 603 RISC . _ Tiftíðni: 75 megarið Vinnsíuminni: 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM rkf Harðdiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Hátalarar: Innbyggðirtvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15“ MultiScan Diskadrif: 3,5“ les Mac og Pc -diska Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Kostaöi áður með þessum búnaði: 210.000 kr. stgr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.