Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 Afmæli Finnlaugur Pétur Snorrason Finnlaugur Pétur Snorrason, Árskógum 6, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Finnlaugur fæddist á Syðri- Bægisá í Öxnadal og ólst þar upp. Hann stundaði nám, m.a. í Lauga- skóla í Reykjadal, vann við bú foreldra sinna, m.a. við bygging- ar, og var mjólkurbílstjóri í Öxna- dal og Glæsibæjarhreppi. Finnlaugur flutti til Selfoss 1945 og vann þar við húsbyggingar og bílayfirbyggingar. Hann keypti jörðina Arnarstaði í Hraungerðis- hreppi 1952 og hóf þar búskap 1953. Fyrstu árin stundaði hann hefðbundinn kúa- og fjárbúskap en seinni búskaparárin varð kart- öflurækt hans aðalbúgrein en annar búskapur dróst saman. Á vetuma vann Finnlaugur m.a. hjá Trésmiðju KÁ á Selfossi. Hann fór í Iðnskólann á Selfossi og tók sveinspróf í húsasmiði 1964. Finnlaugur lét af búskap 1970 og gerðist húsvörður í Grænmet- isverslun landbúnaðarins en þar starfaði hann til ársins 1982. Á þeim tíma fann hann upp nýja gerð flokkunarvéla fyrir kartöflur og smíðaði um tuttugu slikar. Eftir að Finnlaugur hætti störf- um kom hann sér upp litlu tré- smíðaverkstæði þar sem hann framleiddi ýmsa samlímda og rennda muni svo sem borðlampa, skálar, klukkur og fleira. Hefur hann unnið allt fram að þessu við smíði þessara muna og m.a. hald- ið sýningar á munum sínum og er hann þekktur víða um land af listilega gerðum smíðisgripum sínum. Fjölskylda Finnlaugur kvæntist 5.5. 1945 Hermínu Sigurðardóttur, f. 13.11. 1923, húsmóður. Hún er dóttir Ágústu Rósu Jósepsdóttur hús- móður og Sigurðar Jónatanssonar verkamanns. Börn Finnlaugs og Hermínu eru Helgi, f. 16.5. 1946 d. 12.1. 1988, söðlasmiður á Selfossi og eru böm hans Þuríður, Gunnlaugur, Finnlaugur Pétur og Sigurlaug auk þess sem hann átti dótturina Hermínu íris með eftirlifandi eig- inkonu sinni, Ragnhildi Bene- diktsdóttur, og gekk syni hennar, Hallgrími Geir, í föðurstað; Gunn- ar, f. 3.6. 1947, mjólkurverkfræð- ingur í Svíþjóð en starfar nú í Sádi-Arabíu og er sonur hans Freyr, en með eiginkonu sinni, Gunillu Stjernfeldt, á hann soninn Jóhannes Gunnar og hefur auk þess gengið dóttur Gunillu, Eriku, í föðurstað; Þorfinnur, f. 25.9. 1948, bílasali í Reykjavík og er dóttir hans Þórlaug, auk þess á hann soninn Einar Árna með eig- inkonu sinni, Sofiiu Guðmunds- dóttur, og hefur gengið börnum Soffiu í fóðurstað en þau eru Kristín, Pétur og Hermann Bauer og Guðný Rut Óladóttir; Þórlaug, f. 25.9 1950, húsmóðir í Danmörku en sonur hennar er Finnlaugur Pétur Gestsson og eiginmaður Kai Toft; Hulda, f. 4.4. 1953, sérkenn- ari á Akureyri og eru börn henn- ar Tryggvi, d.16.5.93, Erna, Jó- hannes Pétur, Helgi og Einar; Snorri, f. 21.2.1960, framkvæmda- stjóri á Álftanesi og eru dætur hans Linda Björk og Helga Dögg og eiginkona Sigríður Birgisdótt- ir; Ágústa Rósa, f. 28.10. 1962, bankastarfsmaður í Reykjavík en sonur hennar er Ingvar Andri og auk þess á hún soninn Valtý Má með sambýlismanni sínum, Há- koni Valtýssyni. Systkin Finnlaugs Péturs eru Guðlaug, saumakona í Reykjavík; Hulda, fyrrv. húsmóðir í Dagverð- artungu í Hörgárdal en maður hennar er Páll Ólafsson; Steinn, bóndi á Syðri-Bægisá í Öxnadal en kona hans er Hulda Aðal- steinsdóttir; Halldóra, húsmóðir í Stóra-Dunhaga í Hörgárdal en maður hennar er Arnsteinn Stef- ánsson. Foreldrar Finnlaugs voru Snorri Þórðarson frá Hnjúki í Skíðadal, bóndi á Syðri-Bægisá í Finnlaugur Pétur Snorrason. Öxnadal, og Þórlaug Þorfinnsdótt- ir frá Hrísum í Svarfaðardal, hús- móðir á Syðri- Bægisá. Föðurforeldrar Finnlaugs voru Þórður Jónsson, bóndi á Hnjúki í Skíðadal, og Halldóra Jónsdóttir frá Hólárkoti í Skíðadal. Finnlaugur og Hermína verða að heiman í dag. Skarphéðinn Guðmundsson Skarphéðinn Guðmundsson kennari, Laugavegi 24, Siglufirði, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Skarphéðinn fæddist að Nef- stöðum í Fljótum i Skagafirði en flutti á fyrsta árinu til Siglufjarð- ar og ólst þar upp. Hann lauk sveinsprófi í húsasmíði 1967, varð húsasmíðameistari 1970 og lauk réttindanámi í kennslu frá KHÍ 1982. Skarphéðinn starfaði á síldar- plani á unglingsárunum og síðan við smíðar. Hann átti og rak, ásamt nokkrum öðrum, bygging- arfyrirtækið Tréverk hf. í nokkur ár. Skarphéðinn hefur kennt við Grunnskólann á Siglufirði frá 1979 að undanskildu árinu 1983 en þá var hann framleiðslustjóri hjá Húseiningum hf. á Siglufirði. Skarphéðinn hefur verið í bæj- arstjórn Siglufjarðar frá 1986 og situr nú í bæjarráði. Hann hefur setið í ýmsum nefndum fyrir Framsóknarflokkinn á Siglufirði og situr í miðstjórn flokksins, hef- ur starfað með Lionsh'reyfingunni frá 1972 og er núverandi formaður Lionsklúbbs Siglufjarðar, sat í stjórn Stangveiðifélags Siglufjarð- ar 1975-96 og starfar í ýmsum öðr- um félögum. Fjölskylda Skarphéðinn kvæntist 4.11.1967 Margréti Hallgrímsdóttur, f. 31.12. 1945, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Hallgríms Jónssonar, f. 1903, d. 1990, vörubílstjóra, og Jak- obínu Sigurjónsdóttur, f. 1910, d. 1985, húsmóður. Böm Skarphéðins og Margrétar eru Guðmundur Þór, f. 1966, vél- stjóri á Sigli SI en kona hans er Kristín Kristjánsdóttir og eiga þau tvo syni, Skarphéðin og Júlí- us Rúnar; Ami Gunnar, f. 1966, vélstjóri hjá Hitaveitu Siglufjarð- ar en kona hans er Gíslína Sal- mannsdóttir og eiga þau tvo syni, Salmann Héðin og Ástþór; Hall- grímur Smári, f. 1979, nemi við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Systkin Skarphéðins eru Jó- hannes Gunnar Guðmundsson, Stefanía Sigríður Guðmundsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Foreldrar Skarphéðins; Guð- mundur Antonsson, f. 23.7. 1915, og Ámý Jóhannsdóttir, f. 31.12. 1921, d. 13.3. 1996. Skarphéðinn er að heiman Skarphéðinn Guðmundsson. Tll hamingju með afmælið 11. apríl 90 ára Sigurbjörg Magnúsdóttir, Hjúkrunarheimilinu Eir við Gagn- veg, Reykjavík. 85 ára Bernódus Finnbogason, Laugarnestanga 60, Reykjavík. Einar Draupnir Hálfdánsson, Melbæ 35, Reykjavik. Sigrún Aspelund, Starfsmannahúsi 10 við Vífils- staði, Garðabæ. Ólöf J. Guðmundsdóttir, Laugalæk 15, Reykjavik. Guðjón Ágústsson, Ástúni 2, Kópavogi. 80 ára 40 ára Guðmundur Guðmundsson, Silfurgötu 7, ísafiröi. 75 ára Lilja Guðjónsdóttir, Urðarholti 1, Mosfellsbæ. 70 ára Fríða Pétursdóttir, Miðstræti 11, Bolungarvík. Kristín M. Möller, Kvisthaga 4, Reykjavík. Atli H. Eliasson, Hvassaleiti 11, Reykjavík. Bjöm Gústafsson, Sandabraut 13, Akranesi. Ásthildur Þórhallsdóttir, Dalsgeröi 5a, Akureyri. 60 ára Sveinn Guðnason, Háteigi 5, Keflavík. Kristjana ísleifsdóttir, Þrúðvangi 31n, Hellu. 50 ára Ólína G. Melsted, Kirkjuteigi 1, Keflavík. Anna Sigríður Halldórsdóttir, Kringlumýri 1, Akureyri. Stefán Jónsson, Haugum 1, Skriðdalshreppi. Sigrún Baldursdóttir, Lundarbrekku 10, Kópavogi. Benedikt Skúlason, Kirkjuholti, Biskupstungnahreppi. Helga Sigmundsdóttir, Sundstræti 22, ísafirði. Jón Guömundsson, Túngötu 33, Eyrarbakka. Kristín Hafsteinsdóttir, Smiðjuvegi 13, Kópavogi. Áslaug Maríasdóttir, Jörundarholti 28, Akranesi. Pétur Hjaltested, Norðurbraut 39, Haiharfirði. Ottó Karl Eldar, Fomhaga 17, Reykjavík. Birna Þórðardóttir, Faxabraut 39c, Keflavík. Anna Ósk Völundardóttir, Lækjarási 13, Reykjavík. Guðni Þór Amórsson, húsgagnameistari, Fífuseli 14, Reykjavík. Eiginkona hans er Rósa Grétars- dóttir ritari. Þau taka á móti gestum á heimli sínu laugardaginn 13.4. kl. 16.45. Askell Jónsson Áskell Jónsson, Þingvallastræti 34, Akureyri, varð áttatíu og fimm ára á föstudaginn langa. Starfsferill Áskell fæddist á Mýri í Bárðar- dal. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugum 1931-32 og við Tónlistarskólann í Reykjavík 1940-42. Áskell var söngkennari og ráðs- maður heimavistar við Héraðs- skólann að Reykjum i Hrútafirði 1934-39, stundaði sambærileg störf við Héraðsskólann á Laugum 1939-40, var stundakennari í söng við Samvinnuskólann 1940-42 og síðan söngkennari við Gagnfræða- skóla Akureyrar frá 1943 og jafn- framt húsvörður þar frá 1944 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Áskell var auk þess stunda- kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, stjórnandi Lúðrasveitar Akureyrar í eitt og hálft ár, annar söngstjóri Kantötukórs Akureyrar á söngmóti í Stokkhólmi 1950, org- anisti í Lögmannshlíðarkirkju frá 1946 og formaður Kirkjukórasam- hands Eyjafjarðarprófastsdæmis frá stofnun 1950. Fjölskylda Áskell kvæntist 11.6. 1944 Sigur- björgu Hlöðversdóttur, f. 8.5. 1922. Hún er dóttir Hlöðvers Lúðvíks- sonar og Rósu Eiríksdóttur. Börn Áskels og Sigurbjargar eru Jón Hlöðver Áskelsson, f. 4.6. 1945, tónlistarmaður og tónlistar- kennari, kvæntur Sæbjörgu Jóns- dóttur; Freyr Áskelsson, f. 20.9. 1946, rafvirki en sambýliskona hans er Friðbjörg Hallgrímsdóttir; Rósa Áskelsdóttir, f. 22.7. 1948, meinatæknir í Ósló en maður hennar er Hogne Steinbakk; Aðal- Askell Jónsson. björg Áskelsdóttir, f. 20.11. 1950, nemi en maður hennar er Gísli Már Ólafsson; Hörður Áskelsson, f. 22.11. 1953, organisti, kvæntur Ingu Rós Ingólfsdóttur; Gunnhild- ur Áskelsdóttir, f. 5.9. 1955, starfs- kona á barnaheimili í Ósló, gift Knut Jarbo; Lúðvík Áskelsson, f. 21.2. 1961, blikksmiður. Áskell átti átta systkin en á nú þrjú á lífi. Foreldrar Áskels voru Jón Karlsson, bóndi á Mýri, og Aðal- björg Jónsdóttir húsfreyja. Sigursteinn Jósefsson Sigursteinn Jósefsson, hifvéla- virki og sölumaður, Fögrubrekku 33, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Sigursteinn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá Iðnskólanum í Reykjavík og bifvélavirkjaprófi 1971. Sigursteinn hefur unnið við bílaviðgerðir frá 1966, fyrst hjá Díselvélum er síðar varð Gunnar Ásgeirsson, þá hjá Velti hf. og loks hjá Brimborg frá 1988 þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Sigurstéinn kvæntist 7.4. 1966 Ólöfu Heiðu Hilmarsdóttur, f. 30.12. 1948, húsmóður. Hún er dóttir Hilmars Guðmundssonar, járnsmiðs á Seltjarnarnesi, og Sig- rúnar Ólafsdóttur skrifstofustjóra. Böm Sigursteins og Ólafar Heiðu eru Hilmar Rúnar Sigur- steinsson, f. 10.10.1965, bifvéla- virki i Reykjavík, og eru synir hans Sigursteinn Sverrir og ívar Andri; Sigrún Kristin Sigursteins- dóttir, f. 27.3. 1971, skrifstofumað- ur, búsett í Kópavogi, í sambúð með Jóhanni Ólafi Benjamínssyni; Arndís Birta Sigursteinsdóttir, f. 30.5. 1983. Systkini Sigursteins eru Amór Jósefsson, f. 5.11.1944, verslunar- maður í Reykjavík; Reynir Jósefs- son, f. 7.3. 1948, verkamaður í Sigursteinn Jósefsson. Reykjavík; Ólafur Jósefsson, f. 5.7. 1950, gullsmiður í Reykjavík; Arn- dís Jósefsdóttir, f. 6.1.1952, versl- unarmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigursteins: Jósef Jón Sigurðsson, f. 18.12. 1918, nú lát- inn, og Kristín Guðbrandsdóttir, f. 14.5.1922, húsmóðir í Reykjavík. Sigursteinn er að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.