Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.1996, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 1996 13 Andleg fátækt Seint verður skrifuð saga and- legrar fátæktar á íslandi, þó henn- ar sé þörf okkur til viðvörunar og hvatningar. Svo við hefjum flug frá stagli um réttan málstað og trú. Afleiðingar hvors tveggja eru sá leiði siður að skíta á sig í lok hvers máls, snúa við blaðinu, þeg- ar í óefni stefnir, og segjast hafa hvergi nærri komið, verið á öræf- um að huga að rollum meðan læt- in voru niðri í byggð. Frá tanntöku til eilimæði Einn þáttur í andlegri fátækt er hugmyndin um skiptingu alls í gott og illt sem er komin frá kristninni. Fyrir daga hennar voru menn drengilegir eða ódrengilegir og máttu aldrei vera kvenlegir frá tanntöku til elli- mæði. Góða stúlkan kom aftur á móti ekki fyrr en með trú á Maríu mey, en gæska hennar náði há- marki hér með sölu á dönskum sleikipotum sem leiddi til smákökubaksturs. Samkvæmt kristinni trú voru kristnir menn góðir, heiðingjarnir vondir, einkum gyðingar sem krossfestu Jesú. Líka voru til menn ljótir á hörund með svarta sál, eins og negrar í Afríku sem átu breska trúboða. Kínverjar svæfðu þá með ópíum og notuðu krossana í matarprjóna. Lausnin var: Alræði guðs á jörð. Öreigar bestir Með nútímanum færðist kristna flokkunarkerfið og hugsjónin yfir á ópíumsneydd trúarbrögð sem boðuðu paradís á jörðu. Kommún- istum þótti ríkir verstir, en skömminni skárri en negrar. Þeir átu bara matinn frá alþýðunni. Aftur á móti voru öreigar bestir. Lausnin var: Alræði öreiganna. Aftur á móti upphófu rikir hús- bóndann og litu á fátæklinga sem letingja. Hjá útgerðarmönnum var æðsta dyggð að mæta tímanlega i róður. í sveitum var húsbónda- hollustan best. En hvergi máttu menn girnast dætur kaupmanns- ins. Þær voru fyrir mikla mark- aðskarla sem sameinuðu dugnað og kirkjusókn og skutu í sjóði til að venja villimenn af mannáti. Lausn þeirra var: Alræði mark- aðsbúskapar. Alræði kvenna Svo kom kvennahreyfingin. Hún skildi vötnin sundur og vins- Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur aði úr og sameinaði það besta úr ofangreindum stefnum og skoðun- um: konan var góð, karlmenn vondir. Þessi óbilandi sannfæring hefur að leiðarljósi hagsýna hús- móður sem hefur óbifandi trú á lögmáli innkaupatöskunnar. Lausnin var: Alræði kvenna. Allar þessar stefnur eiga sína píslarvotta og helgisagnir. Sú síð- asta er þessi: Einstæð móðir, mik- il hetja, fór i Bónus, keypti mjólk og mat. Hún kom heim, fékk sér kaffisopa og mjólkurdreitil. Mjólk- in var súr og kjötfarsið úldið. Kon- an hringdi bálreið í Stígamót. Mál- ið var rannsakað og niðurstaða fengin: Karlmaður hafði gengið fram hjá innkaupatöskunni, svo mjólkin draflaði og kjötið úldnaði. Andlegri fátækt lýkur á ýldu og drafla. Guðbergur Bergsson „Konan hringdi bálreið í Stígamót. Málið var rannsakað og niðurstaða fengin: Karl- maður hafði gengið fram hjá innkaupa- töskunni, svo mjólkin draflaði og kjötið úldnaði.“ Obifandi trú á lögmáli innkaupatöskunnar. Undir jákvæðum formerkjum jafnaðar Fyrir dyrum stendur, og ekki í fyrsta sinn, endurskoðun laga um almannatryggingar, en ærið hægt fer sú endurskoðun af stað, en vonandi þá að vel verði til vandað, ef og þegar sú vinna fer í gang af fullri alvöru. í tengslum við EES- samninginn á sínum tíma þótti brýna nauðsyn til bera að skipta þágildandi almannatryggingalög- gjöf í tvennt þar sem til komu þá einnig lög um félagslega aðstoð, en þar er að finna nú fjölmarga bóta- flokka sem verulegu máli skipta fyrir lífeyrisþega. Öryrkjabandalag íslands varaði þá mjög hér við og benti m.a. á það að í vitund fólks væru trygginga- mál og félagsleg aðstoð sitt hvað og þróunin gæti orðið sú að fólki þætti réttur þess til bótaflokka fé- lagslegrar aðstoðar ekki eins sjálf- gefinn og bótaflokka almanna- trygginga. Sértæk neyðaraðstoð I umræðu dagsins er nú stund- um farið að draga hér skýr mörk á milli og jafnvel farið að tala um bótaflokka félagslegrar aðstoðar sem eitthvað sem sveitarfélög ættu að annast. Það vill þá gleym- ast að allir bótaílokkar laganna um félagslega aðstoð nú komu á Kjallarinn Helgi Seljan félagsmálafulltrúi ÖBÍ sínum tíma inn í löggjöfina um al- mannatryggingar sem eðlilegur og órjúfandi þáttur tryggingakerfis- ins, jafngildir hinum sem þar eru eftir tvískiptinguna. Þar eiga þeir að sjálfsögðu heima og eiga að vera hluti tryggingakerfisins þar til einhver formbreyting verður þar á með nýrri endurskoðaðri löggjöf. Viðbótaraðstoð sveitarfélaganna, oft einstök og sértæk, er allt annars eðlis og á áfram að verða. Rétt er hins vegar að vekja athygli á sam- spili þessa þar sem sértæk neyðar- aðstoð sveitarfélags er gefin upp sem annað á launaseðli til viðkom- andi, reiknuð sem tekjur sem koma síðan til skerðingar bótum trygging- anna, sem aftur getur valdið því að viðkomandi verður á ný að leita á náðir sveitarfélagsins með aðstoð, til þess einfaldlega að skrimta. Jafnvel það fólk sem á stofnun- um dvelur og hefur vasapening- ana eina, það fær á sig skerðingu þeirra, ef aðstoð sveitarfélags hef- ur veriö fengin, þó um einstakt neyðartilvik hafi verið að ræða. Allir bótaflokkar Margs er að gæta, ef endurskoða á tryggingakerfið, einfalda það og skapa enn meiri jöfnuð innan þess en þó er nú. Öryrkjabandalag Is- lands mun freista þess að leggja fram skýrar tillögur inn í þá end- urskoðun, en leggur á það ofur- áherslu að allir bótaflokkar séu í samhengi skoðaðir, jafnt þeir sem eru eftir tvískiptinguna innan al- mannatryggingalaganna sem og hinir sem nú falla undir lögin um félagslega aðstoð. En fjármagnið er auðvitað frumforsendan. End- urskoðun tryggingakerfisins getur aldrei farið fram undir formerkj- um skerðinga og samdráttar, a.m.k. getur Öryrkjabandalag ís- lands ekki gengið undir slíkt jarð- armen, svo vel sem þar á bæ er vitað um hin kröppu kjör allt of margra lífeyrisþega. En endur- skoðun undir jákvæðum formerkj- um jafnaðar er brýn og hana ber að framkvæma. Helgi Seljan „Jafnvel það fólk sem á stofnunum dvelur og hefur vasapeninga eina, það fær á sig skerðingu þeirra, ef aðstoð sveitarfélags hefur verið fengin, þó um einstakt neyð- artilvik hafi verið að ræða.“ Með og á móti Er sýnt of mikið af íþróttaefni á sjónvarpsstöðvunum? Mjög gott „Þetta er mjög gott eins og það er orð- ið. Að vísu hef- ur orðið tölu- verð aukning upp á síðkastið vegna sam- keppninnar en ___________ það er bara af Gunnar Þór Hall- hinu góöa. dórsson, prent- NÚ er farið smiður og íþrótta- . . . . ahugamaöur. að syna fra fleiri íþróttagreinum en áður og má t.d. nefna íshokkí í því sam- bandi og eins hnefaleika en fyrir þeim virðist vera mjög mikill áhugi. Þá fá golfáhugamenn eins og ég að sjá meira af þeirri íþrótt en áður og eins er nú farið að sýna frá enn fleiri knattspyrnu- leikjum. Þá má nefna að landsbyggðin hefur ekki síöur notið góðs af beinum íþróttaútsendingum eins og t.d. frá úrslitakeppninni í handbolta. Stuðningsmenn KA gátu þannig auðveldlegg fylgst með sinum mönnum í barátt- unni við Val og i þessu sam- hengi má einnig nefna að yfir- leitt er uppselt á þessa leiki og margir þurfa frá að hverfa. Þá er gott að Sjónvarpið sé til staðar. Þessar útsendingar eru iðu- lega styrktar af fyrirtækjum en það hefur verið venjan að gagn- rýnin snúist um það að verið sé að nota skattpeninga almenn- ings. Nú er þessu öðruvísi farið. Þeir sem eru á móti þessu íþróttaefni hafa'líka oft kvartað yfir því aö þær dragist á langinn og seinki öðrum dagskrárliðum, t.d. fréttum. Slíkt kemur sjaldan fyrir og á það má benda að það eru nú stanslausir fréttatímar í fjölmiðlunurn allan daginn. Þess vegna á enginn að þurfa að missa af fréttum." Til háborinnar skammar „Mér finnst vera ailt of mikið af iþróttaefni á sjónvarpsstöðv- unum og þá á ég sérstaklega við þessar beinu útsend- ingar. Mér finnst vera ein- um of langt gengið þegar þetta Sigríður Magnús- dóttlr, húsmóðlr og sjúkraliðl. er farið aö vera á besta tímanum, eins og hef- ur t.d. verið í Ríkissjónvarpinu. Ég hef ekki rannsakað það en ég held að það sé minnihluti þjóðarinnar sem hefur áhuga á þessu efni. Það er örugglega ekki meirihluti landsmanna sem ligg- ur yfir þessu. Það eru aðallega karlmenn sem horfa á íþróttirn- ar, t.d. fótboltann. Mér finnst það ekki sniðugur tími að vera alltaf með beinar út- sendingar á laugardagseftirmið- dögum. Fiölskyldufaðirinn er kannski með algjöra bakteriu og sinnir ekki bömunum og fjöl- skyldunni fyrir bragðið. Það er nú einu sinni bara um helgarnar sem fólk á frí. Oft riðla þessir kappleikir allri dagskránni þegar fram- lengja þarf suma leiki. Þetta er mjög bagalegt fyrir marga sem eru að bíða eftir tilteknum þátt- um eða myndum sem hafa verið auglýstar á ákveðnum tímum. Þaö virðist heldur enginn tími vera þessum mönnum heilagur. Ég myndi nú gjarna vilja sjá það bannað að sýna þetta á fóstudag- inn langa eins og nú var gert. Það var alveg til háborinnar skammar.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.