Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1996 11 Fréttir Sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum á laugardaginn: Nær D-listinn meirihluta? Kosningabaráttan fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar í hinu nýja sveitarfélagi á norðanverðum Vest- fjörðum hefur, að áliti þeirra sem til þekkja, verið róleg og ekki tekist á um hitamál. Það sem menn velta helst fyrir sér er hvort Sjálfstæðis- fiokkurinn nái meirihluta. Gengið verður til kosninga á laugardaginn, 11. maí, og kosnir ell- efu sveitarstjórnarmenn. Einnig verður samhliða kosning- unum skoðanakönnun meðal kjós- enda um nafn á sveitarfélagið. Val- ið stendur milli Fimm nafna. Þau eru Arnarbyggð, Eyrarbyggð, Fjarðabyggð, ísafjarðarbyggð og ísa- fjarðarbær. Kunnugir telja að ann- aðhvort ísafjarðarbyggð eða ísa- fjarðarbær verði ofan á.' Það er síð- an hlutverk hinnar nýju sveitar- stjórnar, sem kosin verður, að ákveða endanlega hvaða nafn verð- ur fyrir valinu. f Fimm listar verða í boði, A-listi Alþýðuflokks, B-listi Framsóknar- flokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, E- listi Funklistans og F-listi Óháðra, Kvennalista og Alþýðubandalags. F-listinn er kosningabandalag sem varð til í hræringum í vetur um sameiginlegt framboð þar sem meiningin var að smeinast gegn Sjálfstæðisflokknum. Framsókn og Alþýðuflokkur hættu síðan þessu samstarfi og að auki kom fram nýr listi, Funklistinn, sem er að lang- mestu leyti skipaður nemum. -ÞK Efstu menn framboðslista i sameinuðu sveitarfélagi á norðanverðum Vestfjörðum A-listi: 1. Sigurður R. Ólafsson. 2. Björn E. Hafberg. 3. J. Andrés Guðmundsson. 4. Jón Arnar Gestsson. 5. Karitas Pálsdóttir. 6. Gróa Stefánsdóttir. 7. Jóhann Bjarnason. 8. Guðjón S. Brjánsson. 9. Jóna Símonía Bjarnadóttir. 10. Þorsteinn Guðbjartsson. 11. JóhanrrSímonarson. B-listi: 1. Kristinn Jón Jónsson. 2. Bergþóra Annasdóttir. 3. Jón Reynir Sigurvinsson. 4. Ásvaldur Magnússon. 5. Inga Ólafsdóttir. 6. Jón Reynir Sigurðsson. 7. Þorvaldur H. Þórðarson. 8. Sigurður Hafberg. 9. Jón Skúlason. 10. Svanlaug Guðnadóttir. 11. Ellas Oddsson. D-listi: 1. Þorsteinn Jóhannesson. 2. Magnea Guðmundsdóttir. 3. Jónas Ólafsson. 4. Halldór Jónsson. 5. Kolbrún Halldórsdóttir. 6. Öðinn Gestsson. 7. Pétur H.R. Sigurðsson. 8. Ragnheiður Hakonardóttir. 9. Björgvin A. Björgvinsson. 10. Steinþór Bjarnl Kristjánssoh. 11. Signý Björk Rósantsdóttm E-listi: 1. Hilmar Magnússon. 2. Kristinn Hermannsson. 3. Kristján Freyr Halldórsson. 4. Torfi Jóhannsson. 5. Sigurður Gunnarsson. 6. Gunnar örn Gunnarsson. 7. Magnús Gunnlaugsson. 8. Þór Pétursson. 9. Sigurður Páll Ólafsson. 10. Birna Málfríður Guðmunds- dóttir. 11. Bjarnveig Magnúsdóttir. F-listi: 1. Smári Haraldsson. 2. Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir. 3. Bergur Torfason. 4. Lflja Rafney Magnúsdóttir. 5. Björn Björnsson. SrGuðrún Á. Stefánsdóttir. 7. Bryndís G. Friðgeirsdóttir. 8. Jónína Emilsdóttir. 9. Björn Birkisson. 10. Sæmundur Þorvaldsson, 11. Sigríður Bragadóttir. A-listinn: Atvinnumálin lykilmál „Atvinnumálin eru lykilmál og vegna þess að þetta er víðlendasta' sveitarfélagið á landinu er nauðsyn- legt að sveitarstjórnin h.afi yfirsýn yfir svæðið. Fjárhagsstaðan verður að vera ljós. Síðan þarf að ákveða hvert þjónustustigið verður og þar eru allir málaflokkar jafn mikilvæg- ir," sagði Sigurður R. Ólafsson, for- maður Sjómannafélags ísfirðinga, efsti maður A-lista Alþýðuflokks. „Almennt hefur verið deyfð yfir kosningabaráttunni. Af því að við erum einir að kjósa núna hafa fjölm- iðlar ekki æst málið upp eins og þeg- ar kosið er alls staðar á landinu. Það eina sem vitað er um úrslit er að ellefu menn verða kosnir. Við stefnum á að halda tveimur mönn- um eins og við höfum haft á ísafirði en við höfum ekki verið með sér- Sigurður R. Ólafsson, efsti maður A- lista. framboð annars staðar þannig að við getum ekki miðað við fyrri kosningar. Ég hef ekki trú á að Sjálfstæðisflokkurinn nái meiri- hluta. Framboð menntaskólanem- anna er hið besta mál og ungling- arnir eru að fara að taka á sig ábyrgð." -ÞK B-listinn: Ekkert óviðkomandi „Okkur framsóknarmönnum er ekkert óviðkomandi því að keðjan er ekki sterkari en veikasti hlekkur- inn. Við leggjum mikla áherslu á skólamál, umhverfis- og skipulags- mál og fjármál - stjórnsýsluna," sagði Kristinn Jón Jónsson rekstr- arstjóri, efsti maður B-lista Fram- sóknarflokksins. „Þetta hefur verið fremur frið- samleg og hljóðlát kosningabarátta en að sjálfsögðu eru áherslurnar misjafnar. Við verðum ekki varir við annað en jákvætt viðhorf til okkar skoðana og stefhumála og erum bjartsýnir. Það er ekki gott að segja um hvernig kosningarnar fara fyrr en Kristinn Jón Jónsson, efsti maður B-lista. búið er að telja upp úr kjörkössun- um en við ætlum okkur tvo menn inn, þrjá kannski. Ég hef ekki trú á að Sjálfstæðis- flokkurinn nái meirihluta." -ÞK D-listinn: Oll togstreita lögðaf „Við leggjum áherslu á að þessi sameining byggðarlaganna eða sveitarfélaganna takist með þeim hætti að öll togstreita verði lögð af og menn snúi bökum saman við að vinna að uppbyggingu," sagði Þor- steinn Jóhannesson yfirlæknir sem skipar efsta sætið á D-lista Sjálf- stæðisflokksins. „Þetta teljum við vera meginverk- efni næstu bæjarstjórnar. Við ætl- um með þessu að styrkja og treysta byggðina og gerum það með því að gefa öllum íbúum svæðisins kost á sömu þjónustu, félagslegri þjónustu og annarri þjónustu. Við teljum að fólk sé aö gera sér betur og betur grein fyrir því að eini raunhæfi kosturinn, til að sjá hvað í boði er, sé sá að kjósa Sjálf- É <^áí 1^^ ,-,.:':.:;.,- ;.;-;,¦¦;;. Þorsteinn Jóhannesson, efsti mað- ur D-lista. DV-mynd HK stæðisflokkinn. Hann á hugsanlega möguleika á að fá meirihluta, hinir flokkarnir þurfa að bræða sig sam- an um stefnuskrá. Ég vona að niðurstaðan úr kosn- ingunum verði hreinn meirihluti." -ÞK E-listinn: Viljum meira fjör „Við erum að berjast fyrir skemmtilegra og betra mannlífi í þessu nýja sveitarfélagi, meira fjöri. Við erum með ýmsar hugmyndir í þeim efnum, ein er sú að stofna stuðmiðstöð," sagði Hilmar Magn- ússon nemi, sem skipar efsta sæti E- lista Funklistans. „Svo viljum við breytingar á lög- reglusamþykktinni á þann veg að hafa skemmtistaði opna lengur en nú er en þeir eru opnir til klukkan þrjú á nóttunni. Einnig viljum við gera meira fyrir unga fólkið sem er undir átján ára aldri. Það getur hvergi verið nema á götunum, allir staðir eru með vínveitingaleyfi. Við erum bjartsýnir á að fá fylgi, frá unga fólkinu náttúrlega og öðr- Hilmar Magnússon, efsti maöur E- lista. DV-mynd HK um sem eru óánægðir. Við gerum okkur vonir um einn eða tvo menn inn en ég tel að enginn flokkur nái meirihluta." -ÞK F-listinn: Höfuðáhersla á mahneskjuna „Við leggjum höfuðáherslu á manneskjuna, við höfum átt í varn- arbaráttu hérna og fólki hefur fækk- að. Við höfum verið að velta því fyr- ir okkur hvað veldur þessu. Það sýnir sig að þó að næg atvinna sé fækkar fólki samt. Það þarf að hjálpa fólki til að lifa lífi sem hefur tUgang og ýta almennt undir bjart- sýni," sagði Smári Haraldsson, framhaldsskólakennari og bæjar- fulltrúi, efsti maður á F-lista Óháðra, Kvennalista og Alþýðu- bandalags. „Við berjumst fyrir framtíð okkar byggðar. Atvinnumál, sámgöngu- mál, og skólamálin alveg sérstak- lega, eru stór mál. Við finnum að við hófum meðbyr og ég er bjartsýnn, fólk vill að við tökum höndum saman og leggjum flokkadrætti til hliðar. Ég trúi því ekki að Sjálfstæðis- Smári Haraldsson, efsti maður F- lista. DV-mynd HK flokkurinn fái meirihluta. Funklist- inn kemur dálítið'skemmtilega inn í þetta og tekur auðvitað frá öllum. Framsókn virðist vera miklu neðar en ég reiknaði með og það hafa ver- ið erfiðleikar hjá Alþýðuflokknum. Við á F-listanum stefnum að því að fá fjóra menn." -ÞK ibernci þvottavélar tauþurrkarar uppþvottavélar IBERNA ER NYTT VANDAÐ OG ODYRT VORUMERKI FRA FONIX LBI-2518TXÞvottavél * ryðfrítt stál í tromlu og kari *18 þvottakerfi fyrir allt tau * stiglaus hitastilling * sparnaðarrofi f/lítið taumagn * vinduhraði 800 sn./mín. * stillanlegur vinduhraði 800/400 sn. * rofi til að aftengja vindingu * orkunotkun 1,2 kwh á 60°C kerfi * HxBxD = 85x60x52 cm Verðlistaverð kr. 50.650,- NÚ Á KYNNINGARVERÐI AÐEINS 44.990,-stgr. LBI-2515TÞvottavél I LBI-218T Þvottavél I ABI-25 Þurrkari 500 sn. vinding 16 þvottakerfi frjálst hitaval sparnaðarrofi HxBxD = 85x60x52 cm (Réttverð44.150,-) 800/400 sn. vinding 12 þvottakerfi frjálst hitaval sparnaðarrofi HxBxD = 85x40x60 cm (Rétt verð 55.960,-) 2,5 m barki fylgir tímarofi 1 -130 mín. 2 snúningsáttir taumagn 4,5-5,0 kg. HxBxD = 85x60x52 crh (Réttverð 29.100,-) TILBOÐ 34.990,- stgr. TILBOÐ 49.990,- stgr. TILBOÐ 25.990,- stgr. LSI-56VV Uppþvottavél tekur 12 manna borðbúnað stillanleg hæð á efri körfu — 5 þvottakerfi, sparnaðarkerff I hitaval 65755°C 5 vatnstenging: kalt eða heitt HxBxD = 85x60x60 cm (Réttverð 51.590,-) ' TILBOÐ aðeins 46.990,- stgr. IBERNA BONUS Smá-raftæki að eigin vali kr. 3000,- við kaup á IBERNA tæki gegn framvísun þessa miða FRÍ HEIMSENDING - FJARLÆGJUM GAMLATÆKIÐ ÁN GREIÐSLU iberno SS£ JFÖniX VONDUÐ VEL A VÆGU VERÐI HÁTÚNI6A REYKJAVfK SfMI 552 4420 "twtwwtzwz; #staðgreiðslu- og greiðslukortaafsláttur og stighækkandi birtingarafsláttur ¦SB- ,i^ »^ mi Snná- auglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.