Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 9. MAI1996 £ags nn Deilur hafa spunnist um skýrslu starfshóps um endurskoðun á útvarpslögum og er RÚV aðal- deiluefnið. Drakúla til að endurskipuleggja Blóðbankann „Næsta skref verður sennilega að fá Drakúla markgreifa og fjöl- skyldu hans til að endurskipu- leggja Blóðbankann. Ögmundur Jónasson, í Tímanum. Metnaðurinn í erlendu efni „Ekki er mikill fengur í því að styrkja stöðu sjónvarpsstöðvar á auglýsingamarkaði sem hefur naumast annan metnað en sýna erlent textað efni og selja auglýs- ingar." Tómas I. Olrich, i' Morgunblaoinu. Ummæli Gamla munstrið „Þetta gamla munstur, eitt stykki frystihús og einn ísfisks- togari er orðið afar sjaldgæft." Arnar Sigurmundsson, íTímanum. Fætur ofan jarðar „Ég tylli vart fæti á jörð." Krislján Jóhannsson, í Morgunblaðinu. Með mikilli æfingu er hægt að ná mikilli fimni i' skrift. Smáskrift og kynjaskrift Alfred McEwan er maður sem náði því einstaka afreki árið 1926 að skrifa Faðirvorið með demantsoddi á glerflöt sem var 0,04x0,02 mm að stærð. Fleiri hefur tekist að skrifa ótrúlega smátt letur. 24 janúar 1968 sýndi Frederick C. Watts frá Felming- ham í Norfolk ljósmyndurum færni sína þegar hann skrifaði Faðirvorið 34 sinnum, 9452 stafi á flöt sem var 21,33x19,03 mm að stærð. Þetta gerði hann án sjón- glers eða annars tækjabúnaðar. Þá er afrek Jugalchandra Kundu frá Indlandi ekki siðra þegar honum tókst að skrifa ljóð, 437 rittákn á eitt einasta hrísgrjón. Hann gerði þetta í Bandarikj- unum 10. júlí 1989. Að lokum má geta Japanans Tsutomu Ishii frá Tokyo sem tókst að skrifa Tokyo Japan á mannshár í apríl 1983. Blessuð veröldin Afrek í kynjaskrift Það er sjálfsagt hægt að deila um hvað er mesta afrekið í kynjaskrift en þremur mann- eskjum hefur tekist ótrúlegt af- rek, það er að skrifa óundirbúið læsUegt letur í spegilskrift aftur á bak og á hvolfi með bundið fyr- ir augu og skrifað með báðum höndum samtímis. Þessar mann- eskjur eru Caroly Webb frá Ástr- alíu, Judy Hall frá Bandaríkjun- um og Robert Gray frá Kanada. Áfram sunnanátt í dag verður áfram sunnanátt á landinu, allhvöss sums staðar sunn- an- og vestanlands í fyrstu en hæg- ari í óðrum landshlutum. I nótt gengur sunnan- og suðvestanáttin að mestu niður og í fyrramálið verð- Veðrið í dag ur komin suðvestan- og vestangola um mestallt land. Sunnan- og vest- anlands verður í dag rigning fram eftir degi og skúrir í nótt en annars staðar verður úrkomulitið. Hiti 6 til 11 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss eða hvöss sunnanátt með rigningu í fyrstu en hægari sunnan og skúrir síðdegis. Suðvestan- og vestankaldi og smáskúrir í nótt en að mestu úrkomulaust í fyrramálið. Hiti 7 til 9 stig. Sólarlag i Reykjavík: 22.19 Sólarupprás á morgun: 4.28 Síðdegisfióð í Reykjavík: 23.30 Árdegisflóð á morgun: 12.07 Veðrió kl 6 i morgun: Akureyri alskýjaó 10 Akurnes alskýjaö 7 Bergsstaóir rigning 9 Bolungarvík rign. síö.kls. 10 Egilsstaöir hálfskýjaö 9 Keflavikurflugv. rigning og súld 8 Kirkjubkl. rigning 8 Raufarhófn skýjað 7 Reykjavík rigning 9 Stórhöföi rigning og súld 8 Helsinki skýjaö 8 Kaupmannah. skýjað 7 Ósló léttskýjað 5 Stokkhólmur skýjaó 6 Þórshöfn léttskýjað 4 Amsterdam léttskýjaó 7 Barcelona þokumóða 15 Chicago alskýjaó 9 Frankfurt alskýjað 9 Glasgow skýjaö 6 Hamborg skýjað 7 London skýjað 6 Los Angeles heióskírt 17 Lúxemborg skýjað 6 París léttskýjaö 5 Róm rigning 15 Mallorca léttskýjaó 14 New York alskýjað 10 Nice Nuuk alskýjaó -2 Orlando léttskýjaó 22 Vin rign. á síö.kls. 15 Washington súld 14 Winnipeg alskýjaö -0 Jóhann Öra Héðinsson ráðgjaíi: Námskeið fyrir vímuefnaneytendur „Við höfum báðir mikla reynslu af ráðgjöf enda starfað í mörg ár á vegum SÁÁ og vildum reyna fyrir okkur sjálfír á þessum vettvangi og því varð úr að við stofnuðum Ráðgjafarþjónustuna og opnuðum um mánaðamótin febrúar og mars. Við höfum ekki verið að auglýsa starfsemina enn sem kom- ið er, unnið að undirbúningi og tekið á móti þeim sem til okkar hafa leitað," segir Jóhann Örn Héðinsson ráðgjafi sem stofnaði ásamt félaga sínum; Birgi Kjart- anssyni, Ráðgjafarþjónustu Jó- hanns og Birgis og eru þeir til húsa að Flatahrauni 29 í Hafn- arfirði. Maður dagsins Þeir félagar eiga langt starf að baki sem ráðgjafar, Jóhann Örn sem ráðgjafi, landsbyggðarfulltrúi og dagskrárstjóri hjá SÁÁ í um fimmtán ár og Birgir sem ráðgjafi og dagskársrjóri hjá SÁÁ og eínnig ráðgjafi hjá íslensku með- ferðarstöðinni bæöi hér heima og erlendis. Birgir hefur einnig starf- aö að málefnum fanga sem for- maður Verndar og var um skeið Jóhann Orn Héðinsson. forstöðumaður í Víðinesi. Jóhann sagði að þeir mundu bjóða upp á einkaviðtöl, námskeið og stuðningshópa: „Við munum ekki einskorða okkur við áfengis- og vímuefnaneytendur heldur einnig bjóða spilafíklum og átfíkl- um aðstoð okkar." Jóhann sagði aðspurður að viðtökur hefðu verið góðar: „Fólk hefur leitað til okkar þótt við hófum ekki farið enn út í að auglýsa en við munum ekki einskorða okkur við Reykjavíkur- svæðið í framtíðinni, heldur er ætlun okkar að sinna landsbyggð- inni en starf landsbyggðarfuJltrúa hefur að mestu legið niðri hjá SÁÁ frá 1993 þegar ég hætti að gegna því starfi. Þá munum við einnig veita aðstoð okkar í fyrirtækjum, aðstoða skóla í fræðslu og vera fé- lagasamtökum til aðstoðar í ein- stökum málum og veita upplýsing- ar." Þegar Jóhann yar spurður hvort þeir nytu einhyerra opínberra styrkja og nvort þeir væru fyrstir til að fara út í svona starfsemi á eigin vegum sagði hann það ekki vera: „Við rekum þetta alveg einir og óstuddir og við erum ekki fyrst- ir, það hafa tveir aðilar á undan okkur rekið svona ráðgjöf." Jó- hann er fjölskyldumaður og á tvö börn. Hann á mörg áhugamál sem hann sagði erfitt að gera upp á milli: „Ég er mikill jeppakarl og hef gaman af að fara á hálendið á jeppum. Þá á ég einnig mótorhjól sem ég þeysist á og einnig er veiði- mennska mjög skemmtilegt sport. Myndgátan -EfboR EVÞÓ'r- Tengir mál Myndgátan hér að ofan lýsir nafhorði Rúrik Haraldsson leikur einn af dvalargestunum á elliheimilinu. Kvásar- valsinn í kvöld verður á vegum Leikfé- lags Reykjavíkur sýning í Borg- arleikhúsinu á Kvásarvalsinum eftir Jónas Árnason. Frumgerð verksins var flutt af Skagaleik- flokknum á Akranesi sl. vetur og lék þá Jónas eitt aðalhlutverkið Iþróttir sjálfur. Afrakstur þeirrar upp- setningar er svo leikritið eins og það birtist í dag. Sögusvið Kvásarvalsins er elliheimili á íslandi. Þangað fá þeir einir aðgang sem eitthvað eru í andanum farnir að bila og helst ósjálfbjarga af þeim sökum. Söguhetjur leikritsins eru tvær konur og einn karl um sjötugt en öll hafa þau gert sér upp tilskil- in veikindi til að komast þangað. Inga Bjarnason leikstýrir Kvásarvalsinum. Með aðalhlut- verkin fara Guðrún Ásmunds- dóttir, Margrét Ólafsdóttir og Rúrik Haraldsson en með smærri hlutverk fara Jóhanna Jónas, Sigurður Karlsson, Sofíía Jakobsdóttir og fleiri. Bridge Þeir sem hafa gaman af spila- þrautum ættu aðeins að skoða hendi vesturs og norðurs 1 upphafi. Þeir verða siðan að serja sig í spor vesturs í vörninni gegn sex hjörtum suðurs.- Vestur spilar út tígulás í upphafi sem sagnhafi trompar. Hann tekur hjartakóng, spilar hjarta á ás (austur setur hjartasexu og hjartadrottningu) og trompar síð- ari tígulinn úr blindum. Nú tekur sagnhafi spaðaás og kóng, spilar spaða á drottningu og trompar spaða, en austur fylgir lit allan tím- ann. í þessari stöðu spilar sagnhafi lágu laufi úr blindum: * D954 VÁ982 * 98 * 953 106 3 ÁDG75 KG1062 N * G873 » D6 * K106432 * D 4 AK2 •» KG10754 ? — * Á874 Suður Vestur Nöröur Austur 1» 2G 3» 4> 6* p/h Það ætti í sjálfu sér ekki að vera erfitt að setja laufkónginn. Ef vestur setur annað spil, þá stendur sagn- hafi samninginn. Austur festist inni á drottningu og verður að spila tígli í tvöfalda eyðu. Það hefur í raun enga áhættu í för með sér að setja kónginn, því það kostar aldrei samninginn. Ef sagnhafi á ÁD í litn- um, er vestur hvort eð er endaspil- aður. Stökk suðurs virðist vera nokkuð- hart, sérstaklega í þessari legu. En suður var óheppinn, því ef norður hefði til dæmis átt 3-2 í láglitunum í stað 2-3, hefði slemman verið borðlögð. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.