Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 22
42 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Afmæli 111 hamingju með afmælið 23. maí 90 ára Ragnhildur Ketilsdóttir, Lagarási 2a, Egilsstöðum. 85 ára Margrét Ingvarsdóttir, Hraunbæ 88, Reykjavik. 80 ára Margrét Jóhannesdóttir, Freyjugötu 19, ReyKjavík. 75 ára Matthildur Guðhrandsdóttir, Iivergabakka 4, Reykjavík. Jón Benediktsson, Höfnum, Skagahreppi. Einar Hallgrímsson, Urðum, Svarfaðardalshreppi. 70 ára Björn Mekkinósson, Guðrúnargötu 9, Reykjavík. Auður Stefánsdóttir, Sæviðarsundi 86, Reykjavík. Gísli Þorkelsson, Torfufelli 36, Reykjavík. Guðmundur Þorgrimsson, Baldursbrekku 19, Húsavík. 60 ára______________ íris Ástmundsdóttir, Hátúni 10, Reykjavík. Lilja Viktorsdóttir, Gimli, Garöabæ. Elsie Sigurðardóttir (á afmæli 25.5.), Skeiðarvogi 17, Reykjavík. Eiginmaöur hennar er Leifúr Jensson. Þau taka á móti gest- um,í Eélagsheimilinu að Ármúla 40 fóstudaginn 24. maí frá kl. 18 til 21. 50 ára Ingólfur Hrólfsson, Bjarkargund 31, Akranesi. Elínborg Guðmundsdóttir, Djúpadal, Akrahreppi. Jón A. Snæland, Miðgarði 18, Keflavík. Sigriður K. Bjamadóttir, Breiðvangi 9, Hafnarfirði. Þórjiallur Sigurðsson, Ránargötu 33, Reykjavík. Ásgeir Kristinsson, Seljabraut 72, Reykjavík. 40 ára Hilmar Knútsson, Blómsturvöllum 2, Grindavík. Sigurður Bjarnason, Klettabrekku, Hornafjaröarbæ. Halldóra Hjartardóttir, Seljalandi, V-EyjafjaUahreppi. Guöríður S. Sigurðardóttir, Dalalandi 10, Reykjavík. Guömundur Rúnar Vífllsson, Holtabrún 16, Bolungarvík. Stefán Kristján Alexandersson, Skagfirðingabraut 37, Sauðárkróki. Kjartan Ragnars Kjartan Ragnars, hæstaréttarlög- maöur og fyrrv. sendifulltrúi, Ból- staðarhlíð 15, Reykjavík, er áttræð- ur í dag. Starfsferill Kjartan fæddist á Akureyri og ólst þar upp og í Bárðardal. Hann lauk stúdentsprófí frá MA 1936, lög- fræðiprófi frá HÍ 1942 en hrl.-rétt- indi öðlaðist hann 1958. Kjartan stundaði nám á vegum S.Þ. 1949 og 1955 og á vegum Nató 1958 og 1959. Hann hefur setið ráðstefnur á veg- um Institut International des Sci- ences Administratives i Lissabon 1949, í Belgíu 1952 og í Haag 1954. Hann hlaut fyrstu verðlaun í alþjóð- legri ritgerðasamkeppni S.Þ. 1955 og dvaldist um skeið í aðalstöðvum S.Þ. í boði samtakanna. Kjartan var aðstoðarmaður í íjár- málaráðuneytinu 1942^44, fulltrúi þar 1944-56, fulltrúi í utanríkisráðu- neytinu 1956-60, fyrsti sendiráðsrit- ari við sendiráð íslands í Stokk- hólmi 1960-65 og í Osló 1965-70, var fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1970-72, deildarstjóri þar 1972-83 og sendifulltrúi í utanríkisþjónustunni 1983-85 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Þá stundaði Kjartan málflutningsstörf í Reykjavík með- an hann var búsettur þar. Kjartan sat í stjóm Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins og lífeyrissjóðs barnakennara 1946-61 og var skipaður áheyrnar- fulltrúi í Afríkustofnun sem Norðurlönd stofnuðu til vegna aðstoðar við þró- unarlönd Afríku. Kjartan er riddari sænsku Norðstjörnuorð- unnar frá 1957, riddari fyrsta stigs norsku St. Olavsorðunnar frá 1970 og riddari íslensku Fálkaorð- unnar frá 1975. Fiölskylda Kjartan kvæntist 19.10. 1941 Ólaf- íu Þorgrímsdóttur, f. 10.12. 1916, húsmóður, en hún er dóttir Þor- gríms Sigurðssonar, skipstjóra í Reykjavík, og konu hans, Guðrúnar Jónsdóttur húsmóður. Börn Kjartans og Ólaflu eru Ás- laug, f. 23.4. 1943, blaðamaður í Reykjavík, var gift Magnúsi Þórðar- syni, sem er látinn, starfsmanni Nató-skrifstofunnar á íslandi, og eignuðust þau tvo syni, Andrés og Kjartan. Þau skildu; Bergljót, f. 14.6. 1944, listmálari í Reykjavík en nú við framhaldsnám í London. Dóttir hennar er Katrín; Hildur, f. 15.7. 1947, húsfreyja í Reykja- vík og ritstjóri hjá út- gáfufyrirtækinu Fróða, var gift Knud Pilgaard Thomasen, kennara í Danmörku, og er sonur þeirra Atli. Þau skildu og er seinni maður hennar Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og blaða- maður; Kjartan, f. 27.9. 1949, hrl. i Reykjavík, kvæntur Ragnhildi Guð- mundsdóttur kennara og eru synir þeirra Kári, Hákon og Kjartan, en Loga og Ingibjörgu átti Kjartan fyrir hjúskap; Ragna, f. 26.1. 1958, hjúkrunarfræðingur í Reykja- vík, var gift Lars Dahl arkitekt. Þau skildu og eru börn þeirra Kristín og Stefán Ari. Systkini Kjartans: Egill Ragnars, f. 1902, látinn; Þuríður Einarson, f. 1903, látin; Sverrir Ragnars, f. 1906; Valgerður Ragnars, f. 1908, látin; Ól- afur Ragnars, f. 1909, látinn, faðir Gunnars Ragnars, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags Akur- eyringa; Jón Ragnars, f. 1910, látinn; Ásgrímur Ragnars, f. 1913, látinn; Guðrún Ragnars, f. 1917, móðir Sunnu Borg leikkonu; Ragna Ragn- ars, f. 1918; Ólafúr, f. 1904, dó í bernsku. Foreldrar Kjartans voru Ragnar Friðrik Ólafsson, f. 25.11. 1871, d. 14.9. 1928, stórkaupmaður og ræðis- maður á Akureyri, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, f. 11.1. 1880, d. 29.4. 1973, húsmóðir. Ætt Ragnar var sonur Ólafs, gestgjafa á Skagaströnd og Akureyri, Jóns- sonar. Móðir Ragnars var Valgerð- ur Narfadóttir, hreppstjóra á Kóngs- bakka í Helgafellssveit, Þorleifsson- ar. Guðrún var dóttir Jóns Á. John- sen, sýslumanns á Eskifirði, bróður Þóru, móður Ásmundar Guðmunds- sonar biskups. Jón var sonur Ás- mundar, prófasts í Odda, Jónssonar, og Guðrúnar Þorgrímsdóttur, syst- ur Gríms Thomsens. Móðir Guðrún- ar Jónsdóttur var Kristrún, systir Guðnýjar, langömmu Jónasar Haralz. Kristrún var dóttir Hall- gríms, prófasts á Hólmum við Reyð- arfjörð, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Hallgrímur á Hólmum var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættar- innar, Þorsteinssonar. Kjartan verður að heiman á af- mælisdaginn. Kjartan Ragnars. Guðmundur H. Sigurðsson Guðmundur Helgi Sigurðsson, fyrrverandi bóndi og síðar starfs- maður hjá Ríkisskip og Odda hf., Urðargötu 7, Patreksfirði, verður áttræður á morgun, föstudaginn 24. maí. Starfsferill Guðmundur er fæddur að Kirkju- bóli í Arnarfirði og ólst þar upp til 12 ára aldurs en fluttist þá ásamt föður sinum að Innri Litluhlíð á Barðaströnd. Guðmundur og eiginkona hans, Ólafía, hófu búskap að' Innri Litlu- hlíð árið 1939 en fluttust 1952 að Brekkuvöllum á Barðaströnd. Árið 1979 hættu þau búskap á Brekku- völlum og fluttust til Patreksfjarðar. Þar starfaði Guðmundur hjá Ríkisskip og síðar hjá Odda hf. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 14.10. 1939 Ólafiu Sigur- rósu Einarsdóttur, af Barðaströnd. Foreldrar hennar: Einar Ebenez- ersson, f. 13.5.1879, d. 1.7. 1952, og Guðríður Ás- geirsdóttir, f. 20.1. 1883, d. 24.2. 1961. Börn Guðmundar og Ólafíu: Sverrir, f. 13.5. 1939, d. 15.11. 1977, hann var kvæntur Elínu Magnúsdóttur, f. 29.9. 19 Guðmundur Helgi Sigurösson. 1; Grétar Jón, f. 23.4. 1941, kvæntur Önnu Jónu Ámadóttur, f. 31.1. 1947; Brynhildur Nanna, f. 29.6. 1944, gift Jóni Erni Gissurarsyni, f. 23.9. 1939; Guðríður, f. 11.9. 1946, gift Hrafni Guð- mundssyni, f. 28.5. 1946; Sigfríður María, f. 6.8. 1949, gift Birgi Ingólfs- syni, f. 10.3. 1943; Bjarg- hildur Fanney, f. 23.1. 1955; Arney Huld, f. 16.6. 1961, gift Jóhannesi Kon- ráð Jóhannessyni, f. 6.4. 1948. Barnabörn Guð- mundar og Ólafíu eru tuttugu og tvö og bama- barnabörnin eru nítján. Systkini Guðmundar: Guðrún Árný Sigurðardóttir, f. 21.6. 1908, d. 12.2.1994; Jónfríður Sumarlína Guð- rún Enesa Sigurðardóttir, f. 29.9. 1910, d. 1936; Guðmunda Ingveldur Sigurðardóttir, f. 21.6. 1912, d. 25.11. 1992; Sigríður Jóna Sabína Sigurð- ardóttir, f. 5. 12. 1913; Jón Marías Sigurðsson, f. 3.11.1917, d. 19.5.1920. Foreldrar Guðmundar: Sigurður Halldór Jónsson, f. 12.10.1878, d. 1.5. 1947, og Jóna Margrét Jónsdóttir, f.5.4. 1879, d. 17.11. 1917. Guðmundur og Ólafía taka á móti gestum í Félagsheimili Patreksfjarð- ar frá kl. 13 til 18 á morgun, föstu- daginn 24. maí. Andlát Þórarinn Þórarinsson 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Íþróttasíma DV til að heyra nýjustu úrslitin í fótbolta, handbolta og körfubolta. þar er einnig að finna úrslit í NBA deildinni og í enska, ítalska og þýska boltanum. IÞmmksím 9 0 4-5 0 0 0 Þórarinn Þórarinsson, fyrrver- andi ritstjóri, Hofsvallagötu 57, Reykjavík, lést 13. maí. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 23.maí, kl. 15. Starfsferill Þórarinn var fæddur 19.9. 1914 í Ólafsvík og ólst þar upp og síðar að Kötluholti í Fróðárhreppi. Hann fór í Samvinnuskólann í Reykjavík 1931 og lauk þaðan prófi árið 1933. Þórarinn var blaðamaður á Tím- anum 1933-36, ritstjóri Nýja dag- blaðsins 1936-38 og ritstjóri Tímans 1938- 1984. Hann var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Reykja- vík árið 1959 og sat á þingi í nítján ár, samhliða ritstjórnarstörfum. Þórarinn var formaður Sambands ungra framsóknamanna 1938-44, í stjórn fiskimálasjóðs 1947-53 og út- varpsráði 1953-71 og aftur frá 1975, þá sem formaður þess. Hann var kosinn í kosningalaganefnd 1954, í endurskoðunarnefnd laga um þing- sköp Alþingis 1966 og skipaður í þingmannanefnd 1972 til að endur- skoða tekjuöflunarkerfi ríkisins en Þórarinn var formaður nefndarinn- ar. Hann var á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973-75 og í undirbúningsnefnd hennar. Þórar- inn, sem varð formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1971, sat á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna 1954-58, 1960, 1967, 1968 og 1973. Þórarinn skrifaði fjöl- margar blaðagreinar og þá skrifaði hann einnig sögu Framsóknarflokksins, Sókn og sigrar (spannar tímabilið 1916-1976), sem kom út í þriggja binda rit- röð. Árið 1992 kom út bók- in Svo varstu búinn til bardaga en hún hafði að geyma ýmsar greinar eftir Þórarin. Hann sat í fjölda nefnda á vegum Framsókn- arflokksins og var um ára- bil sérfræðingur flokksins í utanríkismálum. Þórarinn var handhafi blaða- mannaskírteinis númer 1. Fjölskylda , Þórarinn kvæntist 3.9. 1943 Ragn- ( heiði Vigfúsdóttur Þormar, f. 19.4. 1920. Foreldrar hennar: Vigfús Þormar, hreppstjóri í Geitagerði í Fljótsdal, og kona hans, Helga Þor- valdsdóttir frá Ánabrekku í Mýra- sýslu. Börn Þórarins og Ragnheiðar: Helga, f. 3.11. 1943, sagnfræðingur, gift Sigurði Steinþórssyni, jarðfræð- ingi og prófessor við Háskóla ís- lands, þau eru búsett í Reykjavík og eiga tvö börn; Þórarinn, f. 20.10. 1949, sölumaður hjá Olíufélaginu, kvænt- ur Guðríði Pétursdóttur kennara, þau eru búsett í Reykjavík, Þórarinn var áður kvæntur Hrafnhildi Baldursdótt- ur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn, þau eru: Ragnheiður Hrefna, f. 15.3. 1953, þroskaþjálfi, gift Tómasi Þorkelssyni rafeinda- virkja, þau eru búsett í Reykjavík og eiga eitt barn. Foreldrar Þórarins: Þór- arinn Þórðarson, f. 10.6. 1886, d. 10.2. 1914 í óveðri á vetrar- vertíð, sjómaður í Ólafsvík og for- maður á fiskibáti þegar hann fórst með skipshöfn sinni, og kona hans, Kristjana Magnúsdóttir, f. 14.11. 1884 á Suðumesjum, d. 14.9.1968, frá Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Kristjana giftist síðar Bjarna Sigurðssyni, bónda að Kötlu- holti í Fróðárhreppi. Þórarinn Þórarins son. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.