Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 24
44 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 .W Hver á aö veiða hvað er og verð- ur deilumál hér á landi. Hagsmunapot nokkurra manna Fiskveiðistjórnun er engin á íslandi, aðeins hagsmunapot nokkurra manna, sem hafa fiski- ráðuneytið í hendi sér.“ Önundur Ásgeirsson, í DV. Leiðinlegir rokkarar „Ekkert er leiðinlegra en að hlusta á rokkara í leðurfötum tala um það að þeir séu orðnir streit." Bubbi Morthens, í Alþýðublaðinu. Ummæli Að kaupa köttinn í sekknum „Það sæmir ekki í lýðræðis- ríki að kosningar tO forseta lýð- veldisins séu eins og leikur sem kenndur er við „að kaupa kött- inn í sekknum“.“ Jón Baidvin Hannibalsson, f yfirlýsingu sem hann gaf út. Stútar stéttarfélögum „Það væri gaman að heyra í félagsmálaráðherra. Ef hann er ekki svo upptekinn við að stúta stéttarfélögum að hann geti ekki veitt viðtöl." Friðrik Sigurðsson, hjá Þroskahjálp, í Alþýðublaðinu. Sendiboðinn hálshöggvinn í stað þess að taka niðurstöð- unni karlmannlega, þá fór verkalýðsforustan þá leið að hálshöggva sendiboðann." Garri, í Tfmanum, um könnun meðal launþega. Mikill trjágróður er í Öskjuhlíð- inni sem skoðuð verður í kvöld. Skógargöngur í höfuðborginni Fyrsti skógargöngudagurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í kvöld og er hann einn af tólf göngudögum sem efnt verður til í sumar þar sem almenningi er gefinn kostur á að kynnast skóg- lendi í og við þéttbýlið. Skógar- göngum er ætlað að koma til móts við þá mörgu sem vilja kynna sér hvað skógurinn hefur upp á að bjóða. Þessar göngur eru á vegum skógræktarfélaga sem vilja auka þekkingu al- mennings á skógum og fá fleiri til að koma og njóta fræðslu og Útivist hollrar hreyfingar ásamt því að kynnast fjölbreytni skóganna. Staðkunnugir munu vísa veg- inn og staldra við á ákveðnum stöðum. Þeir segja sögu skógar- reitanna, frá lifinu í skóginum, trjánum og hvernig þau vaxa. í fyrstu göngunni í kvöld verður farið frá Aðalstræti og elsta tré borgarinnar skoðað og síðan um Þingholtin og Öskjuhlíðina. Þetta eru um þrir til fimm kíló- metrar í göngu. Veðrið í dag: Smáskúrir á víð og dreif Skammt vestur af Skotlandi er nærri kyrrstæð 997 millíbara lægð. Norður af Jan Mayen er 1028 millí- bara hæð. Veðrið í dag í dag verður norðaustlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Allra austast á landinu verður þokusúld eða rigning með köflum en annars verða smáskúrir á víð og dreif. Hiti verður á bilinu 3 til 14 stig, hlýjast í innsveitum suðvestanlands en kald- ast við ströndina norðaustan til. Á höfuðborgarsvæðinu verður breytileg eða norðaustlæg átt, gola eða kaldi. Skýjað að mestu og hætt við smáskúrum, einkum síðdegis. Hiti 6 til 12 stig. Sólarlag í Reykja- vík: 23.01 Sólarupprás á morgun: 3.47 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.42 Árdegisflóð á morgun: 10.09 4° ao 50— r. JIP 6°^. V":W W = • Veðrið kl. 6 í morgun Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjaö 5 Akurnes skúr á siö.kls. 8 Bergsstaöir skýjaö 4 Bolungarvík léttskýjað 4 Egilsstaöir alskýjað 4 Keflavíkurflugv. lágþokublettir 6 Kirkjubkl. skýjað 7 Raufarhöfn þokumóða 4 Reykjavík þoka 6 Stórhöfði þokumóöa 7 Helsinki léttskýjaö 11 Kaupmannah. skýjaó 9 Ósló alskýjað 6 Stokkhólmur heióskírt 11 Þórshöfn alskýjaó 7 Amsterdam rigning og súld 11 Barcelona léttskýjað Chicago heiðskírt 172 Frankfurt rign. á sið.klst. 12 Glasgou) skúr á síð.klst. 9 Hamborg rigning 10 London skýjaó 12 Los Angeles léttskýjað 15 Lúxemborg rigning og súld 10 Madríd heiðskírt 11 París skýjað 13 Róm Valencia heiðskírt 14 New York heiöskírt 18 Nuuk skýjaó 3 Vin skýjaó 9 Washington heiðskírt 19 Winnipeg alskýjað 8 Arnar Már Ólafsson golfkennari: Þetta er sjóarastarf „Þetta leggst afskaplega vel í mig, ég hef stefnt að því í nokkurn tíma að komast að sem golfkenn- ari erlendis, hef langað að prófa eitthvað nýtt og hafði þess vegna leitað fyrir mér úti. Þegar þetta til- boð kom ákvað ég að slá tÖ,“ segir Arnar Már Ólafsson, sem hefur verið ráðinn golfkennari hjá golf- klúbbnum Bruchsal, sem er í Svartaskógi, náiægt Karlsruhe. „Ég er mjög ánægður með að fara til Þýskalands, golfið er á mikilii uppleið þar og þetta er spennandi verkefni. Golfklúbburinn er að- eins tveggja ára gamall og hefur 400 meðlimi, en takmarkið er að Maður dagsins ná inn 650 meðlimum á sem styst- um tíma og þess vegna yantaði þá kennara." Amar Már var spurður hvort það að kenna Þjóðverjum golf yrðu mikil viðbrigði frá því að kenna íslendingum sömu íþrótt. „Þetta er náttúrlega sami hlutur- inn, en aðalviðbrigðin verða þó að ég verð að langmestu leyti að kenna byrjendum, en hér heima hef ég um leið og ég er að kenna Arnar Már Ólafsson. byrjendum verið með ísla.ids- meistara og toppspilara í þjálfun. Þá verða viðbrigði fyrir mig að þurfa að tala þýskuna sem ég er nánast byrjandi í enn sem komið er.“ Arnar Már Ólafsson hefur verið golfkennari í átta ár og allan þann tíma hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er fyrsti íslend- ingurinn sem öðlast réttindi úr skóla til að kenna golf. Mikill upp- gangur hefur verið í golfinu hér á landi og sagði Arnar Már að um leið og golfurum fjölgaði þá væri aukning í kennarastéttinni og væru nú starfandi hér á landi fimm kennarar sem hefðu réttindi. En saknar hann þess ekki að geta ekki sjálfur keppt lengur? „Nei, það get ég ekki sagt. Það gengur ekki að vera að kenna og alltaf að hugsa um það að fá ekki að keppa, þá yrði maður fljótt hundleiður á starfinu.“ Arnar Már sagði að starf golf- kennarans væri skorpustarf: „Þetta er nokkurs konar sjóara- starf, vertíðin er á sumrin og svo taka við dauðir mánuðir. Úti er þetta öðruvísi, golftímabiliö er átta mánuðir og það þýðir að ver- ið er að kenna stöðugt í átta mán- uði.“ Arnar Már fer einn út i fyrstu en fjölskyldan fylgir honum eftir tvo mánuði. Um það hvort hann ætti einhver önnur áhugamál en golfið sagði hann: „Ég hef mikinn áhuga á söng og syng í blönduðum kvartett sem heitir Nota bene. Okkar lína í söngnum er leikhús- línan og störfum við aðallega á veturna. Þá fékk ég í gjöf frá bræðrum mínum veiðistöng, en ég held að veiðin verði að bíða ein- hvern tíma.“ Eiginkona Arnars Más er Helga Lárusdóttir og eiga þau eina dóttur, Ástrósu. -HK Myndgátan Lausn a gatu nr. 1518: Hitaskúr EYþoR.— Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi DV Boltinn af stað í 1. deildinni í kvöld hefst fótboltinn fyrir al- vöru þegar fram fer fyrsta um- ferðin í 1. deildinni í knattspyrnu. Verða leiknir sex leikir. íslands- meistarar ÍA hefja titOvörnina á heimavelli og taka á móti Stjörn- unni. í Keflavik leika heimamenn í ÍBK gegn KR, sem eina ferðina enn er spáð íslandsmeistaratitlin- um. í Kópavogi leika UBK og Fylkir, Leiftur á Ólafsfirði fær Vestmannaeyinga í heimsókn og á Hlíðarenda leika Valsmenn gegn Grindvíkingum. Allir leik- irnir hefjast kl. 20.00 og er þeim . lýst á öldum ljósvakans. íþróttir Einn leikur er í kvöld í 1. deild kvenna, Stjarnan í Garðabæ leik- ur á heimavelli við Aftureldingu úr Mosfellsbæ og hefst leikurinn kl. 20.00. Einnig verða í kvöld fimm leikir í Mjólkurbikarkeppn- inni. Keppni í forriðli á Evrópu- meistaramótinu í körfubolta held- ur áfram í kvöld í Laugardalshöll- inni og nú er það landslið Kýpur sem íslendingar etja kappi við. Leikurinn hefst kl. 20.00. Hlj óðinnsetning Um síðustu helgi opnaði Gunnar Andrésson sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82. Um er að ræða hljóðinnsetningu sem byggir á setningum og sam- Sýningar talsbrotum sem Gunnar hefur „hlerað“ víðs vegar að úr um- hverfinu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00 og lýkur henni næstkomandi sunnudag. Bridge Einn af frægustu spilum heims frá því á árum áður, Waldemar Von Zedwitz, er í aðalhlutverki í spili dagsins. Hann sat í suðursætinu og ákvað að berjast upp á fimmta sagn- stig yfir fjórum spöðum austurs. Spilið kom fyrir í sveitakeppnisleik og úrslit leiksins ultu á niðurstöð- unni í þessu spili, sem var síðasta spilið í leiknum. Sagnir gengu þannig, suður gjafari og allir á hættu: V Á83 ♦ K1098764 4 853 * DG632 N 4 K10854 V 642 V A V K 4- 53 4- D2 * K42 S * ÁD1097 ♦ Á97 * DG10975 ♦ AG * G6 Suður Vestur Norður Austur 1* pass 2-f 24 pass 3* 4» 4* 5» pass pass Dobl p/h Zedwitz bjóst ekki við því að verða feitur af því að verjast fjórum spöðum, en spilið er reyndar einn niður og hefði tryggt sigurinn í leiknum. Útspil vesturs var spaða- þristur og Von Zedwitz lagðist und- ir feld. Spilafélagi hans, Edward Hymes, þoldi ekki spennuna og yf- irgaf spilasalinn. Þegar hann sá spilið á sýningartöflu, vældi hann og var sannfærður um að leikurinn myndi tapast. „Zedwitz finnur aldrei réttu leiðina," var það eina sem hann gat sagt. Fimmtán mínút- um síðar virtist Zedwitz vakna af dvalanum, tók slaginn á spaðaásinn heima og spilaði hjarta á ásinn. Hann áætlaði að ef vestur hefði haldið á hjartakóngnum, hefði hann doblað 5 hjörtu til refsingar. Næsta skref var að taka tvo hæstu í tígli og þegar drottningin féll hjá austri, var hjartadrottningin tekin, hjarta spil- að á áttuna og tapslögum í laufi og spaða hent í frítíglana. Fimm hjörtu dobluð með tveimur yfirslögum var betri niðurstaða en 4 spaðar doblað- ir. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.