Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 23. MAÍ 1996 Fréttir Maður sem falsaði nöfn fólks á skuldabréf fyrir á aðra milljón króna: Dæmdur í fangelsi fyrir verðbréfasvik í bílaviðskiptum Hjörtur Líndal Guðnason, 32 ára Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa falsað þrjú skuldabréf að andvirði á aðra milljón króna og notað þau til að kaupa þrjá bíla seint á síðasta ári. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir innbrot í hús við Goðatún í Garðabæ þar sem hann stal veruleg- um verðmætum af íbúum. í október síðastliðnum notaði Hjörtur skuldabréf upp á 440 þús- und krónur til að kaupa bíl á bíla- sölunni Bilfangi í Borgartúni. Áður hafði hann falsaði á það nöfn sjálf- skuldarábyrgðarmanna og vitund- arvotts. Þegar þeir fengu síðan til- kynningar frá SPRON um að þeir væru ábyrgðarmenn komst hins vegar upp um hin folsku bilavið- skipti. Þann 24. nóvember keypti Hjört- ur annan bíl og seldi þá Hafnfirð- ingi skuldabréf að andvirði 300 þús- und krónur. Ákærði hafði faisað bréfið með því að rita á það nöfn ákveðins útgefanda, tvö nöfn sjálf- skuldarábyrgðarmanna sem hvergi komu nærri og síðan tveggja vit- undarvotta. í þriðja málinu keypti Hjörtur bíl á Hellu af manni frá Þykkvabæ. Hann greiddi með 400 þúsund króna skuldabréfi og falsaði á það nöfn ábyrgðarmanna og vitundarvotta á sama hátt og áður. í málinu var ákæröi jafnframt dæmdur fyrir að hafa brotist inn á efri hæð húss í Garðabæ. Þar hafði hann á brott með sér 201 geisladisk, myndbandstökuvél, linsur á mynda- vélar, leifturljós, sjónauka, fatnað og fleira. Samkvæmt upplýsingum DV ligg- ur ekki fyrir að þeir sem lentu í því að nöfn þeirra voru fölsuð á skulda- bréf hafl orðið fyrir tjóni. 300 þús- und króna skaðabótakrafa var lögö fram vegna viðskiptanna við fram- angreindan Hafnfirðing. Henni var hins vegar vísað frá dómi þar sem „tjónþolinn" hafði fengið umrædda bifreið í hendur eftir að krafan var lögö fram. -Ótt Dalvík: Enn kosið um áfengisútsölu DV, Akureyri: Þegar Dalvíkingar ganga að kjörborðinu í lok næsta mán- aðar til að kjósa nýjan forseta íslands munu þeir einnig geta greitt atkvæði um hvort þeir vilja að opnuð verði áfengis- útsala í bænum. Tilskildum fjölda undir- skrifta þeirra sem vilja áfeng- isútsölu í bænum var skilað inn og verður nú kosið í þriðja skipti um það hvort þess verður farið á leit við ÁTVR að opnuð verði áfengis- verslun í bænum. Slík tillaga hefur tvívegis verið felld og Dalvíkingar hafa sótt „sopann sinn“ til Akureyrar. -gk Flöskuskeyti níu ár frá Bandaríkjunum Ótrúleg vegalengd - segir finnandinn, Tryggvi Gunnarsson „Ég fann flöskuskeytið á Meðal- landsfjöru og bréfið var svo snjáð að ég ætlaði varla að geta lesið það,“ sagði Tryggvi Gunnarsson sem margir kannast við frá því að hann spilaði fótbolta hjá ÍR. Tryggvi fann glerflöskuna sem bréfið var í er hann tók þátt í leit að neyðarsendi við Kirkjubæjarklaust- ur með Slysavarnafélaginu. Myrkur var þá skollið á svo það má teljast mikil tilviljun að flaskan fannst. „Flöskuskeytið sendi stúlka í Norður-Karólínu fyrir 9 árum og er það hreint ótrúlegt hversu langa vegalengd það hefur borist. Hún er nú orðin 23 ára gömul, er atvinnu- sjóskíöakona og hefur unnið marga titla á því sviði.“ Tryggvi skrifaði bréf til stúlkunnar og skýrði frá því hvar og hvenær skeytið fannst. Svar barst frá stúlkunni stuttu seinna og sagðist hún hafa verið búin að gleyma því að hafa sent flösku- skeytið en munað eftir því eins og það hefði gerst í gær er hún fékk bréfið. „Hún bað mig svo að hafa sam- band ef ég kæmi til Bandaríkjanna. Hún og fjölskylda hennar reka sjó- skíðaskóla svo það er aldrei að vita nema ég fari í heimsókn og læri á sjóskíði ef ég verð staddur þarna nálægt," sagði hinn heppni finn- andi. -SF - Tryggvi Gunnarsson finnur flöskuna í Meðallandsljöru viö Kirtgubaejarklaustur í april 1996. iftk April Coble hendir floskunm i sjoinn viö strönd Core Blanks í Noröur- Karólínu áriö 1987. ... , ov Dagfari Þakka ykkur fyrir stundina Það var púað á Pál Pétursson fé- lagsmálaráðherra í fyrradag. Al- þýðusambandsmenn streymdu á Austurvöll í tíu rútum til þess að hitta forseta Alþingis. Forsetinn tók á móti mótmælum gegn frumvarpi ríkisstjómarinnar um stéttarfélög og vinnudeilur. Ólafur Garðar tók komumönnum vel, svo sem vænta mátti, og lofaði að koma mótmælun- um til skila við þingheim. Fulltrúum alþýðu þótti þó ekki nóg að gert og særðu því fram á þinghúströppurnar óvininn sjálfan holdi klæddan, Pál Pétursson, fé- lagsmálaráðherra og bónda á Höllustöðum. Páll var einmitt minntur á uppruna sinn og sjálf- sagt minnast einhverjir þess að Páll þótti heldur til vinstri í Fram- sókn áður en hann gekk í eina sæng með Davíð Oddssyni. Alþýðusambandsforsetinn sagði fulltrúa alþýðunnar mætta á Aust- urvöll til þess að reyna að koma í veg fyrir meiri háttar slys. Forseti þings ASÍ bætti um betur og sagði fulltrúana fimm hundruð hafa 60 þúsund manns á bak við sig og sá massi væri algerlega einhuga í málinu. Það mætti Höllustaða- bóndi vita. Páll bóndi og ráðherra er kjark- maður og mætti því andskotum sínum á Austurvelli. Hann glotti framan í fulltrúa alþýðunnar en sagði ekki orð. „Ætlarðu ekkert að segja?“ hrópaði alþýðufulltrúi að glottandi fulltrúa valdsins. Ráð- herra hafði þá sýnt á sér fararsniö og ætlaði aftur inn í mjúkan valda- stól þingsins. Það var þá sem bóndinn og ráð- herrann sneri sér aftur að fulltrú- um alþýðunnar. Þessir fulltrúar hafa í margar vikur ausið fúkyrð- unum yfír ráðherrann og púuðu auk þess á hann þar sem hann stóð andspænis þeim. Menn vildu ræðu og svör ráðherrans og þeir fengu ræðu. Hún var svo stutt að hún verður endurflutt hér. Hún var svo sérstök að hún verður að varðveit- ast. Innhaldið var ekki neitt en flutningur og látbragð svo sem best gerist hjá atvinnuleikara. Sigurinn var ráðherrans því fulltrúar alþýð- unnar máttu ekki mæla. í raun var ræðan því alger snilld. Ræðan var orðrétt svona: „Það er mér sérstök ánægja að hitta ykkur og ég vildi gjarnan að þið væruð meira sammála mér heldur en þið eruð. En úr því að svo er ekki þá verður bara að hafa það. Ég lít svo á að þiö vinnið mikil- vægt starf og ég árna samtökum ykkar allra heilla og vænti góðs samstarfs við þau í framtíðinni. Þakka ykkur fyrir stundina." Svo mörg voru þau orð. Alþýðu- fulltrúarnir hafa ólmast vikum saman. Félagsmálaráðherrann er sagður vera að höggva að rótum verkalýðshreyfingarinnar. Sjálfu ASÍ-þinginu var frestað svo menn kæmust í tíu rútum til mótmæla á Austurvelli. Það sem upp úr því hafðist var glott félagsmálaráð- herrans frá Höllustöðum, sérstök ánægja hans að hitta liðið og ástar- þakkir fyrir stundina. Það vantaði ekkert nema „í guðs friði“. Höllustaðabóndinn er þéttur á velli og þéttur í lund. Tíu þéttskip- aðar rútur höfðu ekkert í hann. Því var það um leið og tímamótaræðu ráðherrans lauk að þingfulltrúar á ASÍ-þingi sneru aftur til Kópavogs- fundar. Ráðherrann hafði þakkað þeim fyrir stundina. Ráðherrann vissi sem var að honum var óhætt að senda þing- fulltrúum tóninn. Þótt þeir létu svo að þeir hefðu sextíu þúsund manns á bak við sig hafði Höllustaðabóndi tromp uppi i erminni. Gallup sjálf- ur hafði kannað málið aö ósk ráð- herra. Þar kom í ljós að meirihluti alþýðunnar vildi auka völd al- mennra félagsmanna á kostnað stjórna verkalýðsfélaga og trúnað- armannaráða. Alþýðan var sem sagt hundóánægð með fyrirkomu- lag kjarasamninga og stjómendur verkalýðsfélaganna. Og hverjir eru þeir? Jú, einmitt fulltrúarnir fimm hundruð sem særðu Pál út á þing- húströppumar. Það var því von að ráðherra glotti fyrir ræöu, á meðan á henni stóð og eftir hana. Hann er að breyta lögunum gegn vilja verka- lýðsforystunnar en telur sig hafa stuðning alþýðunnar. Hann leyfði sér því að flytja hina mögnuöu ræðu undir stanslausu púi meintra alþýðufulltrúa. Við þökkum líka fyrir stundina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.