Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.05.1996, Blaðsíða 28
3P ||^ Vinningstölur miðvikudaginn 22.5/96 1 4^13X18X19] 20Y36Y42 6 (26 44 & Vlnnlngar Fjöldl vlnninga Vinningsupphxð l.taft 1 44.470.000 2. 5aft'l rJa0 554.310 Í.Safí 2 105.610 4.taft ,175 1.920 í. 3ofíl ►630 220 45.710.1 30 1.240,130 Wnningstölur 22.5/96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. Ba55Ö 5555 Herra Ólafur Skúlason biskup svarar spurningum DV: Reyni áfram að gegna emb- ætti biskups - viðurkennir þó að trúnaðarbrot spilli fyrir störfum sínum ASI-þingið: Ný miðstjórn kjörin í gærkvöld Ný miðstjórn Alþýðusambands íslands var kjörin í gærkvöld en hana skipa: Björn Grétar Sveinsson, formað- ur VMSl, Björn Snæbjörnsson, for- maður Einingar, Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverka- fólks, Guðrún Kr. Óladóttir, frá Sókn, Halldór Björnsson, formaður Dagsbrúnar, Hansína Á. Stefáns- dóttir, Verslunarmannafélagi Ár- nessýslu, Jóhanna E. Vilhjálmsdótt- ir, frá VR, Karitas Pálsdóttir, frá Baldri á ísafirði, Kristján Gunnars- son, formaður Verkamanna- og sjó- mannafélags Keflavíkur, Örn Frið- riksson, formaður Félags járniðnað- armanna, Pétur A. Maak, frá VR, Ragna Bergmann, formaður Fram- ' sóknar, Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambandsins, Sigurður Ingvarsson, formaður Alþýðusam- bands Austurlands, Sólveig Har- aldsdóttir, frá VH, Valdimar Guð- mannsson, Verkalýðsfélagi A-Hún- vetninga, og Þórður Ólafsson, Verkalýðsfélaginu Boðanum, Þor- lákshöfn. -S.dór Meintur brennuvargur: Sannanir vantar . Engar sannanir eru fyrir því að maður sem grunaður er um fjölda íkveikja í ruslatunnum og gámum undanfarna mánuði sé sekur um verknaðina. í fyrrinótt var kveikt í á þremur stöðum í miðbæ Reykjavíkur og maðurinn handtekinn eftir það. Hann var yfirheyrður af rannsókn- arlögreglu í gær en síðan sleppt síð- degis. Maðurinn neitar öllum sakar- giftum og ekki þykja nægilegar sannanir fyrir sekt hans til að halda honum föngnum. Vitni sáu til manns kveikja í við Tjamargötu í fyrrinótt en ekki tókst að sýna fram á að það væri hinn grunaði. íkveikjurnar í fyrrinótt teljast því óupplýst mál, að sögn - Helga Daníelssonar hjá RLR. -GK Eyðing Kolbeinseyjar: Ekkert verður gert í sumar - segir samgönguráðherra „Það er gífurlegt verk að laga Kol- beinsey. Það hafa ekki verið gerðar neinar áætlanir um að fara norður í sumar og laga hana,“ sagði Halldór Blöndal í samtali við DV í morgun. Kolbeinsey er mikilvægur grunn- línupunktur en hún minnkar stöðugt vegna ágangs sjávar. Nú hefur um þriðjungur hennar sokkið ~4 sæ. -SF „Auðvitað spillir allt svona fyr- ir en ég mun reyna áfram aö gegna embætti biskups," svarar Ólafur Skúlason biskup spurningu DV um hvort niðurstaða þriggja málsmetandi aðila innan þjóð- kirkjunnar um að hann hafi brot- ið trúnað gagnvart Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og séra Flóka Krist- inssyni dragi ekki úr möguleikum hans á að gegna embætti sínu. Biskup sendi í vetur til fjölmiðla upplýsingar um fund Sigrúnar og séra Flóka í Langholtskirkju í jan- úar. DV spurði biskup einnig hvort hann teldi sig geta setið áfram í embætti biskups þegar þessir þrír aðilar, þ.e. siðanefnd Prestafélags- ins, séra Bolli Gústavsson, settur biskup, og stjórn Prestafé- lagsins, hefðu allir komist að þeirri nið- urstöðu að hann hefði brotið trúnað í starfi og að brotið væri alvarlegt. „Já, ég get setið áfram sem bisk- up og þeir málsmetandi aðilar sem þú nefnir hafa allir komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé tilefhi til að aðhafast meira í málinu," svaraði Ólafur. Þorsteinn Pálsson kirkjumála- ráðherra hefur lýst því yfir að hann hyggist ekki aðhafast meira í þessu máli sem varðar trúnaðar- brot biskups og biskup hefur sjálf- ur beðið presta landsins afsökun- ar á broti sínu. Enn bíður afgreiðslu hjá ríkis- saksóknara kæra biskups á hend- ur Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur vegna þess að þær saka hann um tilraun- ir til nauðgunar. Var Rannsóknar- lögreglu ríkisins falið að rannsaka tilurð og sannleiksgildi þeirra ásakana og er rannsókn löngu lok- ið. DV hefur ekki tekist á fá upp- lýsingar hjá saksóknara um hvað málinu líður hjá honum. -GK Miklar skemmdir urðu á bílskúr við Lækjarfit í Garðabæ eftir hádegið f gær. Bfll var í skúrnum en hann náð- ist út. Slökkvilið frá Hafnarfirði og Reykjavík komu á staðinn og var eldurinn slökktur á skömmum tíma. DV-mynd S íshúsfélagið og Frosti hf.: Rætt um sameiningu Forráðamenn íshúsfélags ísfirð- inga og Frosta hf. í Súðavík ætla að láta kanna hagkvæmni sameiningar félaganna. Sjá forráðamenn mögu- leika í hagræðingu veiða og samnýt- ingu kvóta. „Fjárfestar hafa sýnt áhuga varð- andi alla kosti sem kynnu að vera uppi um svona nútímalegt sjávarút- vegsfyrirtæki á þessu svæði,“ segir Magnús Reynir Guðmundsson, stjórnarformaður íshúsfélagsins. „Það er enginn kostur núna í stöð- unni hér fyrir vestan fyrir fjár- festa.“ -IBS Færeyingar í heimsókn: Hjálpar að vita af slíkum vinum DV, Flateyri: „Það var okkur mikið gleðiefni og hjálp þegar við fregnuðum það að Færeyingar ætluðu aftur, eftir að þeir höfðu svo myndarlega stutt við Súðvíkinga, að efna vilja sinn og vinskap og safna peningum fyrir þá sem um sárt áttu um að binda eftir snjóflóðið mikla nú í haust. Það hjálpar mikið að vita af slíkum vin- um,“ sagði Kristján J. Jóhannesson er hann ávarpaði morgunverðar- fund með opinberum gestum frá Færeyjum í gær. Edmund Johanssen, lögmaður Færeyja, Sámal Petur í Grund, sam- gönguráðherra eyjanna og fleiri góðir gestir frá Færeyjum sóttu Flateyri heim í gær í fylgd Halldórs Blöndals samgönguráðherra. Fær- eyingar söfnuðu liðlega 27 milljónir íslenskra króna sem ákveðið hefur verið, að verja til byggingar nýs leikskóla á staðnum. -GS Kristján Jóhannesson sveitarstjóri og Magnea Guðmundsdóttir oddviti sýna lögmanni Færeyja, Edmund Joensen, rústirnar eftir gjöreyðingarmátt snjóflóðsins, er hann heimsótti Flateyri í gær. DV-mynd Guðm. Sig. FUNDU fEIR ÞÁ EKKI ELDSPYTURNAR? Veðrið á morgun: Síðdegisskúr- ir suðvestan- lands Horfur eru á norðlægri átt, golu eða kalda. Austan til á landinu verða skúrir. Annars verður yfirleitt léttskýjað en þó er hætt við síðdegisskúrum suðvestan til. Hitinn verður 4 til 14 stig og hlýjast suðvestanlands. Veðrið í dag er á bls. 44 brother tölvu- límmiða- f5* prentari \ i Nýbýlavegi 28 - Sími 554*4443 Móttaka á rafgeymum móttökugjald 12 kr/ kg HRINGRÁS HF. ENDURVINNSLA Í Í í i i i i i i i i í í í í í í í í í í í í í í í í í I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.