Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
Spurningin
Hefur þú farið í lax?
Gyða Eyjólfsdóttir, á leið í nám:
Já, í Álftá í Borgarfirði.
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
fréttamaður: Nei, aldrei.
Ingveldur G.
Norðurá.
lafsdóttir: Já, í
Skúli Þorkelsson tæknifræðing-
ur: Nei, aldrei. Ég hef engan áhuga
á veiðimennsku.
Þórdís Þórisdóttir tryggingaráð-
gjafi: Nei, aldrei. Bíð eftir boði.
Vigfús Halldórsson bygginga-
fræðingur: Nei.
Lesendur
Þjóðin hefur valið
sér nýjan þjóðsöng
„Þjóðsöngur þarf að vera þannig að öll þjóðin eigi auðvelt með að syngja
hann“, segir bréfritari m.a.
Sigurður Jónsson skrifar:
Annað slagið kemur upp sú um-
ræða að þjóðsöngur okkar íslend-
inga, þ.e. lofsöngur sá sem þeir
Matthías Jochumsson (ljóð) og
Sveinbjörn Sveinbjörnsson (lag)
sömdu í tilefni 1000 ára afmælis ís-
landsbyggðar árið 1874, sé að þvi
leyti óheppilegur sem þjóðsöngur að
mjög fáir geta sungið hann. - Þjóð-
söngur þarf að vera þannig að þjóð-
in öll eigi auðvelt með að syngja
hann.
Mér sýnist hins vegar löngu orð-
ið ljóst að þjóðin sjálf hefur valið
sér nýjan þjóðsöng. Þar á ég við lag
hins ástsæla tónskálds, Sigvalda S.
Kaldalóns (1881-1946), ísland ögrum
skorið. Textann samdi Eggert Ólafs-
son næstum tveimur öldum áður en
Sigvaldi samdi lagið. Það mun í
fyrsta sinn hafa verið sungið við
kirkjuathöfn í Flatey 27. janúar 1927
en Sigvaldi var þá læknir þar. -
Árið áður höfðu Flateyingar minnst
þess að tvö hundruð ár voru liðin
frá fæðingu Eggerts.
Til marks um þann sess sem lag-
ið ísland ögrum skorið hefur öðlast
má nefna að þegar mikill mann-
fjöldi hyllti nýkjörinn forseta, Ólaf
Ragnar Grímsson, úti á Seltjamar-
nesi, þá sungu tveir kórar, barna-
kór og Fóstbræður. Og báðir kór-
arnir sungu ísland ögrum skorið.
Tók ég eftir því að ungur drengur,
sem nærri mér stóð í mannþyrping-
unni, sagði: Það er búið að syngja
þjóðsönginn tvisvar! - Þar held ég
að drenghokki þessi hafi skynjað
það sem sífellt fleirum er að verða
ljóst.
í lok brautskráningar kandídata
frá Háskóla íslands 17. júní sl. risu
viðstaddir úr sætum og sungu ís-
land ögrum skorið. Það hefði verið
óhugsandi að láta sér detta í hug að
hafa Ó, Guð vors lands sem fjölda-
söng.
Mín tillaga er því sú að lag Sig-
valda S. Kaldalóns verði opinþer-
lega viðurkennt sem nýr þjóðsöngur
íslendinga. Þjóðin sjálf hefur valið
þetta lag við hinn viðeigandi texta
Eggerts Ólafssonar. Ó, Guð vors
lands mun eftir sem áður halda
gildi sínu sem lofsöngur við hátíð-
leg tækifæri en þjóðsönginn verður
að vera hægt að syngja. Þjóðin hef-
ur valið sér nýjan þjóðsöng, ekki
síður en nýjan forseta. Vel færi á
því að það yrði formlega staðfest
hinn 27. janúar nk. þegar 70 ár
verða liðin frá því að ísland ögrum
skorið var fyrst flutt.
Byggingarsjóður verkamanna
- lögverndaður þjófnaður?
Sigurður Ólafsson skrifar:
I DV miðvikudaginn 17. júli sl.
skrifar Hildur Jakoþsdóttir í les-
endadálkinn um „Dánarbúið og
skattheimtuna" eins og segir í fyrir-
sögninni. - En þar var hún að lýsa
eftirmálum þess að gamall maður
hafði átt skuldlausa íbúð í blokk
Byggingarsjóðs verkamanna á
kaupverði 7,4 milljónir króna. Að
honum látnum leysti Byggingar-
sjóður verkamanna íbúðina til sín á
verðinu 3,4 milijónir!
Síðan kemur til skjalanna rukk-
un frá Gjaldheimtunni um að dán-
arbúið skuldi frá „fyrri árum“ upp
á nokkra tugi þúsunda króna þótt
dánarbúið hafi verið skuldlaust og
löglega frá öllu gengið til ríkis og
Gjaldheimtu. - Þetta var kært til
skattanefnar, yfirskattanefndar og
síðast skattstjóra, en allir vísuðu frá
sér og engin gat tekið ákvörðun. Að
síðustu fór Gjaldheimtan fram á
nauðungarsölu á éign sonar gamla
mannsins vegna þessarar skuldar.
Og þegar bréfið er skrifað, segir
Hildur í lesendabréfinu, hafði Gjald-
heimtan ekki svarað bréfi um
beiðni um frestun á nauðungarsöl-
unni.
Svona mál, að Byggingarsjóður
verkamanna leysi til sín íbúð á
svipuðu verði og Hildur greinir frá,
er ekki einsdæmi. En „lögverndað-
ur þjófnaður" er það engu að síður.
- Ef mig rangminnir ekki féll
einmitt dómur í svipuðu máli í maí-
mánuði sl. Þá gekk dómur í máli
konu einnar sem átti íbúð i Bygg-
ingarsjóði verkamanna. Voru kon-
unni dæmdar háar bætur svo
spurning er hvernig fyrri málum af
þessu tagi hefur reitt af. Fjölmiðlar
mættu gjarnan grafa þetta mál upp
og birta almenningi til fróðleiks.
Pungum út fyrir pillunum
Magnús Jónsson skrifar:
Það eru ekki ný tíðindi að stór
hópur íslendinga er geðsjúkur. Ég
hygg þó að flestir sem bera þann
sjúkdóm séu undir einhvers konar
eftirliti, annaðhvort á sjúkrahúsum
eða þá í heimahúsum og aðstand-
endur sjái til þess að viðkomandi
fái sín lyf reglulega. Málið er nefni-
lega einfalt. Það er hægt að halda í
við þennan sjúkdóm ótrúlega lengi
með sifellt betri og nákvæmari lyfj-
um, þannig að ekki komi til veru-
legra eftirkasta. - En allt á slíkt að
vera undir eftirliti.
Hins vegar er stór hópur fólks
sem er ekki haldinn eiginlegri geð-
veiki heldur hefur áunnið sér og
þjónusta
allan sólarhringir
sima
rríilli kl. 14 og 16
5000
Við pungum út fyrir eitrinu handa dópistunum, segir bréfritari.
tamið neyslu deyfi- og annarra
sterkra efna sem verða vanabind-
andi og gera þessa einstaklinga
óhæfa til að vera innan um heil-
brigt fólk. - Þessi hópur virðist
„sækja“ sér deyfilyf til lækna eða
hjúkrunarfólks innan heilbrigðis-
kerfisins. Og fá bærilega afgreiðslu,
takk!
Fíkniefnavandinn hér á landi
væri mun minni ef ekki væru innan
heilbrigðiskerfisins margir sem
ganga erinda dópista og gefa út lyf-
seðla á eitrið. Ólöglegur innflutn-
ingur dóps og eiturefna er eflaust
talsverður en hann er ekki orsök
þess hálfs annars milljarðs sem rík-
ið greiðir fyrir geðlyf og vanabind-
andi dóp. Á þessu þarf að taka. - En
þangað til pungum við út fyrir pillu-
átinu fyrir dópista sem ekki eiga
ekki skilið neina aðra úrlausn en þá
að dópið sé tekið af þeim.
Allt vegna
áfengisneyslu
G.K.P. hringdi:
Það er ekkert eðilegt hvernig
við Islendingar erum sifellt að
klúðra málunum vegna ofneyslu
áfengis. Eftir hverja helgi koma
fréttir í röðum í öllum fjölmiðl-
um um ákeyrslur, ofurhraðakst-
ur, fullar fangageymslur og jafn-
vel dauðsfoll af völdum áfengis-
ins. Mér er næst að halda að hér
verði að setja á fót námskeið sem
kenna íslendingum að fara með
áfengi. Þetta er jú bara eins og
hver önnur vörutegund sem
menn kunna bara ekki að nota.
Þáttur Marðar
og Hannesar
Elín skrifar:
Mér finnst þáttur þeirra Marð-
ar Árnasonar og Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar ekki
svipur hjá sjón frá þvi sem hann
var lengi vel. Þeir bjóða að vísu
til sín einum gesti sem á - að því
mér skilst - að sitja fyrir svörum
en það eru aðeins Mörður og
Hannes sem kankast þarna á í
eins konar hanaati. Þeir láta
móðan mása svo ógurlega að
hvorki skilst það sem þeir segja
né stendur þátturinn undir
nafni. Mörður er að vísu ívið ill-
skeyttari og harðfylgnari að ná
orðinu. En í heildina gengur
þetta ekki lengur upp hjá þeim.
Ólyktin
á Akranesi
Hulda hringdi:
Við erum oröin ansi leið á að
þurfa að hafa lyktina af síldar-
bræðslunni yfir okkur á góðviðr-
is- og logndögum eins og voru í
síðustu viku. Ég ætlaði að
hengja út þvott á snúrurnar en
lét það ógert vegna fýlunnar í
loftinu. Ég veit að hér er um
verðmæti að tefla þar sem síldar-
bræðslan er og talað hefur verið
um að bæta úr þessu en það hef-
ur ekki tekist til þessa. Allir
vona að ekki þurfi að líða langur
tími þar til ólyktin hér á Skag-
anum er úr sögunni.
Fljótsdalsvirkjun
enn inni
í myndinni?
Hallgrímur skrifar:
Þegar ég las fréttina í DV á
mánudaginn fyrir viku þar sem
þess var getið að Fljótsdalsvirkj-
un væri enn inni í myndinni gat
ég ekki að mér gert að segja við
sjálfan mig: Já, er það, er hún
enn í myndinni? Svo lengi höf-
um við Austfirðingar mátt bíða
eftir að Fljótsdalsvirkjun yrði
næsti valkostur vegna fyrirhug-
aðra stóriðjuframkvæmda, og
ekkert orðið úr, að ég trúi engu
fyrr en framkvæmdir hefjast. -
En ennþá er þetta ekkert um-
fram orðin „sennilegt“ og „lík-
legt“.
Niðurlag
vantaði á bréf
I lesendabréfi í DV sl. mánu-
dag um þjóðarhagsveifluna vant-
aði síðasta kaflann og birtist
hann nú orðréttur: Er einhver
ástæða til að draga úr staðreynd-
unum í íslenskum efnahagsmál-
um? Eins og t.d. því að engar lík-
ur eru á að fiskverð hækki í allri
erlendu samkeppninni. - Að eng-
ar forsendur eru fyrir áfram-
haldandi vinnu í fiskvinnslu
með viðvarandi hallarekstur. -
Að verðbólga hér er líklega mun
meiri en skráð er opinberlega. -
Að verö á vörum og þjónustu fer
síhækkandi. - Að erlendar lán-
tökur hins opinbera eru óstöðv-
andi eins og dæmin sanna. - Að
íslenskir fjármagnsmarkaðir og
eigendaskipti að hlutabréfum
hafa hér akkúrat ekkert að segja.
- Að þjóðarhagsveiflan liggur
niður á við en ekki upp á við og
hefur gert lengi.