Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 9 Utlönd Öryggisgæsla í molum í Atlanta: Vopnaður maður komst inn á leikvanginn - þar sem Bill Clinton var meöal áhorfenda Yfírmaður öryggismála í Atlanta viðurkenndi í gær að öryggisgæsla hefði farið verulega úrskeiðis við opnunarathöfn Ólýmpíuleikanna. Fimmtíu og fimm ára gamall mað- ur, Roland Atkins, komst þá vopn- aður inn á öryggissvæði, dulbúinn sem vörður. Bill Clinton, forseti Bandarikjanna, var við opnunarat- höfnina ásamt fjölda annarra þjóð- arleiðtoga en búið var að handtaka manninn áður en forsetinn kom á staðinn. Maðurinn, sem bar á sér skamm- byssu og mikið af skotfærum, komst fram hjá öryggisvörðum með því að sannfæra þá um að hann væri sjálf- ur vörður. Hann var kominn inn á svæðið um klukkutíma áður en at- höfnin átti að hefjast en þá voru eft- irlitsmenn ekki enn þá búnir að setja upp málmleitartæki við inn- ganginn. „Ef hann hefði komið klukku- stund seinna hefði þetta ekki gerst. Þetta var spurning um tímasetn- ingu, sagði Dick Yarborough, sam- skiptafulltrúi leikanna. Atkins, sem er á sakaskrá fyrir ýmsa smáglæpi, var handtekinn af lögreglumanni sem fannst hann grunsamlegur. Hann spurði hann nokkurra spurninga og kallaði leyniþjónustumenn til. „Það eina sem ég get sagt er að þetta var fyrsta kvöldið. Við erum orðnir miklu betri núna,“ sagði Dick Yarborough og varði þá ákvörðun að gera atvikið ekki opin- bert fyrr. „Viö litum svo á að málinu væri lokið,“ sagði Yarborough. Þetta atvik er aðeins það seinasta í röð mistaka og lélegrar skipulagn- ingar sem einkennt hafa Ólympíu- leikana. Flutningar á keppendum, blaðamönnum og áhorfendum hafa verið í molum og tölvkerfi leikanna hafa verið mjög óáreiðanleg. Erlend- ir blaðamenn eru nú þegar farnir að kalla þetta „Ólympíuleika mistak- anna“. Reuter Taíland: Búddamunk- ur nauðgaði japönskum túrista Lögregla í Taílandi hefur hand- tekið fyrrum búddamunk fyrir að nauöga og ræna japanskan túrista. Maðurinn, sem hætti sem munkur fyrir þremur dögum, var handtek- inn eftir að 16 ára japönsk stúlka hafði kært nauðgunina til lögreglu. Sagði stúlkan að maðurinn hefði tælt sig til að skoða Wat Tamkha- opoon hofið og síðan veist að sér. Lögregla segir að maðurinn, sem er 18 ára, sé fíkniefnaneytandi og hafi viðurkennt að hafa ætlað að ræna stúlkuna svo hann ætti fyrir fikniefnum. Stúlkan prísar sig sæla því búddamunkur rændi og myrti 23 ára breska stúlku í sama hofi í fyrra. Sá var dæmdur til dauða en fékk síðar lífstíðarfangelsi. Reuter Eldingu laust niður í garöveislu Elísabetar Tvær miðaldra konur, sem sóttu garðveislu Elísabetar drottn- ingar á flötum Buckinghamhallar í gær, rotuðust þegar eldingu laust niður í garðinn. Konurnar voru í hópi 8 þúsimd gesta og fengu strax meðferð viö losti. Sjúkraliði sem kom á vettvang sagði að eldingu hefði aldrei áður lostið niður i Buckinghamhöll svo vitað væri. Hann og starfsfélagar hans þyrftu í mesta lagi að annast konur sem hefðu fengið hælsæri eða blöðrur eftir að hafa tiplað á hælaháum skóm um hallarlóðina. Lögregluþjónn á staðnum bar kon- unum kveðju Elísabetar drottn- ingar og óskir um góðan bata. Annars staöar í London uröu 10 ítalskir nemendur í skólaferðalagi að fara í sjúkrahús eftir að eld- ingu laust niður við bakka Thames-ár. Reuter DÚNDUR-ÚTSALA DIRNAR: Skiphohi 19 Grensósvegi 11 Skni: 552 9800 Smb5886886 AUK/D ÚRVAl - BETRA VERÐ / Söngvarinn Michael Jackson leit inn á barnaspítala í heimsókn sinni til Ungverjalands í gær og dreiföi þar leikföng- um meöal barnanna. í heimsókninni til Ungverjalands, sem farin er til aö kynna væntanlega tónleikaferö, hitti Jackson sex ára dreng sem var bjargað frá dauða í lifraraðgerð í fyrra. Hann á Jackson líf sitt að launa því söngvar- inn fjármagnaöi aðgeröina. Símamynd Reuter Forsætisráðherra Japans krefst aðgerða: LCiTCsiiw Stulka og eldri kona látnar vegna matareitrunarinnar Matareitrunarfaraldurinn í Jap- an hélt áfram að herja á fólk í Jap- an í gær og tók óvænta stefnu þegar 10 ára skólastúlka og 85 ára gömul kona létust eftir stutta sjúkrahús- vist. Þúsundir hafa sýkst af vei- runni sem veldur eitruninni. Ryut- aro Hashimoto forsætisráðherra er sleginn yfir ráðaleysi yfirvalda gagnvart faraldrinum. Kallaði hann formann japönsku læknasamtak- anna á sinn fund og krafðist að- gerða. Stúlkan og konan eru fyrstu fóm- arlömb faraldursins sem hófst í bog- inni Sakai 11. júlí. Þá veiktust þús- undir skólabama eftir að hafa neytt skólamáltíða. Alls hafa 11 látist úr matareitrun í Japan það sem af er sumri en heilbrigðisyfirvöld áætla að hátt í 10 þúsund manns hafi sýkst. Einkennin eru mikill niður- gangur, uppköst og hiti og hætta er á nýmaskemmdum. í gærkvöld vom um 600 manns á sjúkrahúsi vegna eitrunarinnar, þar af 70 í lífshættu. Um 6.400 böm hafa sýkst í faraldrinum sem hófst í Sakai. Reuter 9 0 4 - 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV til að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó ♦ UmÓsíMi 9 0 4 - 5 0 0 0 Tekið er við smáauglýsingum til kl. 22 í kvöld núna! Smáauglýsingar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.