Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 28
SBSNOIBII-ASTÖÐ
533-1000
Stjórnarkreppa í Hafnarfirði:
Margir kratar vilja
traustara samstarf
- segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins
„Það getur ýmislegt gerst varð-
andi meirihlutasamstarfið í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar í kjölfar
þessa dóms. Menn vilja taka sér
nokkra daga til að skoða stöðuna
áður en lengra er haldið, kannski
svona viku til tíu daga. Sjálfur er
ég þeirrar skoðunar að við eigum
að staldra við og skoða málið vel.
Einnig tel ég að flokkurinn verði
að skerpa ásýnd sína betur en
hann hefur gert hér í Hafnarfirði.
Ég verð var við það hjá hjá kröt-
um hér í bænum að þeim er illa
við þetta mál, þykir tjaldað til
einnar nætur með þessu samstarfi
og vill breytingu yfir í traustara
samstarf. Þess vegna er aldrei að
vita hvað gerist á næstu dögum,“
sagði Guðmundur Árni Stefáns-
son, alþingismaður og kratafor-
ingi í Hafnarfirði, um stöðuna í
meirihlutasamstarfinu eftir dóm-
inn yfir Jóhanni Bergþórssyni.
Samkvæmt heimildum DV er
það skoðun margra krata í Hafn-
arfirði að flokkurinn eigi að hætta
samstarfinu við þá Jóhann Berg-
þórsson og Ellert Borgar Þorvalds-
son nú eftir að dómurinn yfir Jó-
hanni er fallinn. Þeir segja að
enda þótt Alþýðuflokkurinn eigi
hér engan hlut að máli sé hætta á
að hinn almenni kjósandi muni
tengja hann við þetta mál ef sam-
starfinu verður haldið áfram.
DV hefur einnig heimildir fyrir
því að Tryggvi Harðarson, bæjar-
fulltrúi krata i Hafharfirði, vilji
taka upp meirihlutasamstarf við
Alþýðubandalagið. Fleiri úr bæj-
armálaflokki krata eru sama sinn-
is. Hins vegar mun Ingvar Vikt-
orsson bæjarstjóri vilja halda sam-
satarfinu áfram við tvímenning-
ana út kjörtímabilið. Ekki náðist í
Ingvar sem er erlendis um þessar
mundir.
„Ég held að það hafi allir kratar
í Hafnarfirði, nema bæjarstjórnar-
fulltrúamir, talað við okkur og
látið í ljós óskir um að A-flokkarn-
ir taki upp meirihlutasamstarf í
bæjarstjóm. Ég veit auðvitað ekki
hvað forystan gerir en ef marka
má hvernig þekktir kratar hér í
bænum tala kæmi mér ekki á
óvart að viö okkur yrði talað,“
sagði Magnús J. Árnason, fyrrum
bæjarstjóri og foringi Alþýðu-
bandalagsins í Hafnarfirði, i sam-
tali við DV í morgun.
-S.dór
Stríðsástand að skapast í Mjölnisholtinu:
Veðrið á morgun:
Kaldi eða
stinningskaldi
Á morgun verður suðvestan
kaldi eða stinningskaldi. Skúrir
sunnan- og vestanlands en
þurrt og bjart annars staðar.
Veðrið í dag er á bls. 44.
5
5
5
Grjóthrunið:
Eins og í
Indiana
Jones
- segir Friðfinnur
„Þetta var eftir á að hyggja eins
og í Indiana Jones bíómyndinni. Ég
sá bara hnullunginn koma í áttina
til mín og ég reyndi að hlaupa und-
an honum. Þessi rúllaði þó hraðar
en sá í myndinni og ég komst ekki
nema tvo metra þegar ég datt og
bjargið rúllaði yfir lappirnar á
mér,“ segir Friðfinnur Elísson,
starfsmaður í Hvalfjarðargöngun-
um, sem slapp með skrámur og mar
eftir að um 700 kílóa steinn losnaði
úr stafni ganganna og valt yfir fæt-
j. ur hans í gær.
Starfsmenn voru nýbúnir að
sprengja og voru að losa um laust
grjót þegar Friðfinnur heyrði
skruðningana þegar bjargið hrundi
af stað.
„Það var hrikalegt að sjá steininn
koma en ég get með engu mót skýrt
hvernig ég slapp svona vel,“ sagði
Friðfinnur við DV í morgun. -sv
Sjúkrahús Reykjavíkur:
Ákvarðanir
á morgun
„Framkvæmdastjórn kynnti á
stjórnarfundi í gær spamaðartillög-
ur sínar sem stjórnin hafði falið
henni að móta til að bregðast við
fjárhagsstöðunni. Stjórnin ræddi þá
tillögur ítarlega en það voru engar
ákvarðanir teknar. Ég á von á því
að öllu óbreyttu að ákvarðanir verði
teknar á stjórnarfundi á morgun. Ég
vil ekki ræða tillögumar á þessu
stigi málsins, það er ekki tíma-
bært,“ sagði Kristín Ólafsdóttir,
stjórnarfomaður Sjúkrahúss
Reykjavíkur, við DV í morgun. -RR
Stríösástand er aö skapast viö fíkniefnabæliö í Mjölnisholti. I gær réöst karl-
maöur á tvo lögreglumenn á vakt og slóst viö þá. Áöur haföi þeim veriö ógn-
aö meö hafnaboltakylfum og flöskum. Hér stendur lögreglumaöur við útidyr
hússins. DV-mynd GVA
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ1996
Réðst að lög-
reglumönnum
og slóst við þá
- ógnað með kylfum og flöskum
Óhætt er að segja að stríðsástand
sé að skapast við vakt lögreglunnar
við fikniefnabælið í Mjölnisholti. í
fyrrakvöld var lögreglunni ógnað
með hafnaboltakylfum og með því
að henda að henni tómum flöskum.
f gær keyrði svo um þverbak þegar
maður kom hlaupandi út úr húsin
og réðst að tveimur lögreglumönn-
um sem voru að leita á ungri
stúlku. Sjónarvottur segir að annar
lögreglumaðurinn hafi verið sleginn
í götuna.
„Maðurinn hefur ítrekað truflað
lögreglumennina við störf þeirra og
til þess að koma honum frá þurftu
þeir að fljúgast á við hann. Þeir
náðu að yfirbuga manninn og koma
honum í járn. Hann situr inni
núna,“ segir Kristleifur Guðbjörns-
son, varðstjóri lögreglunnar í
Reykjavík, skömmu eftir átökin í
gær. Kristleifur segir að stúlkan
hafi einnig verið tekin, henni hafi
verið sleppt skömmu síðar en ekki
hafi verið um aðrar handtökur að
ræða. Nokkur viðbúnaður var við
Mjölnisholtið eftir þennan atburð
og með sanni má segja að hálfgert
stríðsástand sé ríkjandi á staðnum.
„Það er nú svo að ef menn ætla
sér að koma í veg fyrir hluti eins og
fíkniefnavandann þá þarf eitthvað
að gera. Við reynum að trufla starf-
semina eins og við getum,“ segir
Kristleifur og bætir við aðspurður
að ekki sé hægt að útiloka að lög-
reglumönnum sé hætta búin við
störf sin.
„Ég á ekkert frekar von á harka-
legri aðgerðum því þetta hlýtur að
fara að verða búið, a.m.k. að því er
varðar þennan stað. Þarna hafa þó
verið miklu fleiri en bara þeir sem
búið hafa í þessu húsi og vissulega
mun þetta fólk finna sér annan stað.
Þetta er stanslaus bardagi," segir
Kristleifur Guðbjörnsson. -sv
'PÁ BYRJAR GAMLI
HAFNARFJARPAR-
BRANDARINN Á NÝ!
Tvöfakfur
I. vsnnmgm I
. Ifm
til mikils að vinn° 4
*•> - ----- -
Vinningstölur
23.7/96
FJjJI
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
Ertu búinn aö panta?
dagar
til Þjóöhátíðar
FLUGLEIÐIR
Innanlandssími 50 - 50 - 200
„Engin
uppgjöf"
„Það er nákvæmlega ekkert
fiskirí, alger ördeyða, því við erum
kannski aö fá 300 til 500 kíló af
þorski á tíu klukkutímum. Þetta er
hrikalegt en það er samt engin upp-
gjöf í mönnum. Það er enginn á leið
heim vegna þessa,“ segir Þór Þórar-
insson, stýrimaður á Örfirisey, í
samtali við DV. Skipið er statt í
Smugunni. „Það er auðvitað spurn-
ing hvort vitlegra væri að biða
heima við bryggju og koma hingað
þegar glæðist. Maður eyðir þá ekki
olíu á meðan," segir hann. -sv