Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 13
MIÐVKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996
13
Niðurgreidd stóriðja
Greiða tekjur Landsvirkjunar af raforkusölu til ÍSALs þann hluta Búrfells-
virkjana sem telja má aö ÍSAL noti? spyr greinarhöfundur m.a.
Gnmsamlega
mikil samstaða
virðist ríkja um
áformaðar virkj-
anaframkvæmdir.
Engin efnis- leg og
rökstudd umræða
á sér stað um kosti
og galla, verð og
hagkvæmni. Ein-
ungis sagt að
skjóta þurfi fleiri
stoðum undir ís-
lenskt efhahagslíf.
En má slíkt verða
á kostnað innlends
atvinnulífs og
neyslu heimilanna
með óbeinni skatt-
lagningu í formi
hás raforkuverðs
vegna einokunar-
aðstöðu Lands-
virkjunar?
Fram hefur komið að Reykja-
víkurhorg getur boðið atvinnulífi
sínu og íbúum raforku á helmingi
lægra verði en nú er. Hvaða áhrif
hefði slíkt á hag fyrirtækja og
kaupmátt heimilanna? Er ekki
reykvískt atvinnulíf og núverandi
neyslumynstur mun meira vinnu-
aflskrefjandi en orku- og áliðnað-
ur?
Þá er spurning hvort skynsam-
legt sé við yfir 4% hagvöxt að ráð-
ast í miklar orku- og álfram-
kvæmdir með mikilli erlendri
skuldasöfnun. Er ekki ástæða til
að minnast hagstjómarmistaka ár-
anna 1986 og 1987 þegar allt fór hér
úr böndum og mörg ár tók að færa
til betri vegar.
Orkusala til ISALs
Hafa tekjur Landsvirkj-
unar af raforkusölu til
ÍSALs greitt þann hluta
Búrfellsvirkjana sem
telja má að notist af
ÍSAL? í eftirfarandi út-
reikningum er gert ráð
fyrir að raunvextir og
arðsemiskrafa Lands-
virkjunar í viðskiptum
við ÍSAL séu 3%, 4% og
5%. Þá er gert ráð fyrir
að stofnkostnaður þeirra
mannvirkja sem notast
til framleiðslu á raforku
til ÍSALs sé 13 1/2 millj-
arður króna á verðlagi
ársins 1994 eða aðeins
rúmlega 1/10 af óafskrif-
uðu heildarverðmæti
Landsvirkjunar sem
hún metur á 129 millj-
arða króna. ÍSAL kaupir
hins vegar í kringum 1/3 af raf-
orku hennar. Eflaust mætti því
hækka stofnkostnaðinn allnokkuð
sem gerði eftirfarandi niðurstöður
enn óhagstæðari.
En niðurstöðurnar eru þessar:
Við 3% raunvexti og arðsemis-
kröfu hefur ÍSAL greitt á aldar-
fjórðungi um
þrjá fjórðu hluta
þeirra orkufram-
kvæmda sem
ráðist var í
vegna raforku-
sölunnar til
þessa. Við 4%
arðsemiskröfu
hefur það greitt
rúmlega tvo
fimmtu hluta
orkumannvirkj-
anna og við 5%
ekki neitt.
Af þessu má ráða
að tekjur Landsvirkjunar af raf-
orkusölu til ÍSALs hafa ekki að
fullu staðið undir þeim raforku-
mannvirkjum sem ÍSAL notar
heldur aðrar tekjur Landsvirkjun-
ar, s.s. tekjur af almenningsraf-
veitum og ekki hvað síst tekjur
eða hagnaður af mjög hagstæðri
raunvaxtaþróun á erlendum lán-
um á áttunda áratugnum. Á þeim
tímum voru raunvextir mjög lágir
en þeir tímar eru nú löngu liðnir.
Fortíðarvandi
framtíðarinnar
Við sjáum að ekki er sjálfgefið
að stóriðja sé framtíðaratvinnu-
vegur að svo stöddu. Og ef raunin
er sú að um niðurgreiöslu á raf-
orku sé að ræða til stóriðju þá
bera einhverjir þann skatt, til
dæmis heimilin í formi minni
neyslu og atvinnulífið í formi dýr-
ari aðfanga.
Framtíðarlífskjör kalla á að
þessi mál séu skoðuð mjög gaum-
gæfilega til að forðast hugsanleg
mistök. Enginn tapar á því að
sýna fyrirhyggju. Þögnin, feluleik-
urinn með orkuverð og hugsunar-
hátturinn þetta reddast einhvem
veginn á ekki við í þjóðfélaginu í
dag. Við verðum að halda vel á
okkar spilum ef fylgja á öðrum
þjóðum eftir í lífsgæðum. Sjálfsagt
er að metnaðarfull stofhun á borð
við Ríkisendurskoðun fari einnig
ofan í saumana á þessum málum.
Framkvæmdaglöð einokunarstofn-
un með skattlagningarvald er hins
vegar ekki einni treystandi til að
miðla réttum upplýsingum.
Jóhann Rúnar Björgvinsson
Kjallarinn
Jóhann Rúnar
Björgvinsson
hagfræöingur
„Við sjáum að ekki er sjálfgefíð
að stóriðja sé framtíðaratvinnu-
vegur að svo stöddu. Og ef raun-
in er sú að um niðurgreiðslu á
raforku sé að ræða til stóriðju þá
bera einhverjir þann skatt...“
Leitið og þér munuð finna
Eg er stundum að býsnast yfir
þeirri áráttu í samtímanum að
menn rembast við að troða öllum
málefnum mannfólksins inn í
heldur einföld reikningsdæmi.
Áráttan er hvimleið vegna þess að
menn geta svo auðveldlega fengið
hvað sem þeim sýnist út úr slíkum
dæmum: leitið og þér munuð
finna.
Það er til dæmis alltaf verið að
tala um það að langlífi fólksins sé
að sliga samfélögin. Vegna mikilla
útgjalda til eftirlauna og heilsu-
gæslu aldraðra sem tiltölulega fáir
skattgreiðendur þurfa að rísa und-
ir. Og það má hæglega reikna það
út að besta ráðið til að rétta við
ríkisfjármálin í velferðarríkjum
og létta skattbyrði sé að stytta ell-
ina. Það þykir vissulega of gróft
enn sem komið er að hrinda afa og
ömmu fram af ætternisstapa en
það er hægt að þoka þeim í áttina
þangað samt með laumulegum
hætti.
Óhóf borgar sig.
í þessum efnum gerist margt
skondið. í Bretlandi t.d. hefur
mjög verið lagt að fólki að það taki
þá peninga sem það á í lífeyris-
sjóði og kaupi sér ellilífeyri hjá
einhverju einkafyrirtæki um leið
og það hættir störfum. Um leið
geta menn látið meta heilsu sína
og lífslfkur. Og
þá borgar sig vel
að vera feitur,
reykja og drekka
mikið, hafa háan
blóðþrýsting,
skorpulifur og
fleira þesslegt -
það fólk fær
bestu ársgreiðsl-
urnar af ellilíf-
eyri sínum.
Vegna þess að
þetta fólk lifir að
líkindum mun
skemur en þeir bjánar sem hafa
stundað hófsemi, líkamsrækt og
étið hollan mat. Það er dýrara að
reka þeirra elli og því skulu þeir
fá mun minna fé sér til framfærslu
en þeir hóflausu og heilsutæpu.
Til dæmis getur heilbrigð kona
um sextugt sem ekki reykir búist
við að fá 9.800 pund á ári út á
hundrað þúsund punda ellilífeyri
sem hún hefur keypt sér. En jafn-
gamall karlmaður sem hefur orðið
fyrir hjartaáfalli eða
er talinn í áhættu-
hópi vegna hjarta-
sjúkdóma, hann fengi
af sama ellilífeyri 13
þúsund pund í árs-
greiðslur. Reykjandi
manneskja fengi
12.000 pund.
Mætti vel halda
því fram að hér sé
mönnum refsað fyrir
fornar dyggðir en
launað fyrir syndir
sinar. En markaður-
inn veit sínu viti,
dæmið er ósköp rök-
rétt frá arðssemis-
sjónarmiði trygging-
arfyrirtækjanna og
því fer sem fer.
Kannski erum við á leið inn í
skipulag ellimála sem býður upp á
tvo kosti: að lifa stutt og flott eða
lengi og við kröpp kjör?
Dæminu snúiö við.
En síðan má taka ellireiknings-
dæmið og snúa því við með jafn-
góðri talnaleikfimi.
Til dæmis með því að líta ekki á
ellina sem kostnaðarauka fyrir
samfélagið heldur sem veigamikið
og atvinnuskapandi framlag til
hagsældar. Frá þvi sjónarmiði er
sá sem styttir ellina óvinur hag-
vaxtarins og þar með sjálfra fram-
faranna.
Ellin skapar í því dæmi geysi-
mörg störf við hjúkr-
un, aðhlynningu og
skriffinnsku. Hún
dregur á eftir sér ekki
aðeins heimilishjúkr-
unarfólk og hjúkrun-
arfólk, fjölgar ekki að-
eins læknisverkum,
ræstingarfólki, apó-
tekurum og sáliræð-
ingum. Hún skapar
ellimálafulltrúa og
heldur uppi ellimála-
ráðstefnum fyrir lög-
fræðinga, félagsfræð-
inga og öldrunarsjúk-
dómafræðinga, einnig
útvarpsþáttum fyrir
aldraða, leikstarf-
semi, hannyröa-
kennslu, jóga, nuddi
og fótsnyrtingu. Listinn yfir allar
afleiðingar ellinnar fyrir vinnu-
markað og atvinnustig gæti lengst
eins lengi og hver kærir sig um.
En ef meðalaldur fólks styttist
svo um munar, eins og gerst hefur
við harkalega upptöku markaðs-
kerfis í Rússlandi, þá er voðinn
vís. Stofnunum er lokað og þær
skreppa saman. Atvinnuleysi rýk-
ur upp. Hagvöxturinn lyppast nið-
ur og verður ekki upp vakinn aft-
ur nema kannski að sett sé fútt í
herinn eða önnur slík umsvif sem
eru verulega dýr og áhættusöm.
Styttið ellina. Lengið ellina.
Leitið og þér munuð finna.
Ámi Bergmann
„Það þykir vissulega of gróft enn
sem komið er að hrinda afa og
ömmu fram af ætternisstapa en
það er hægt að þoka þeim í áttina
þangað samt með laumulegum
hætti.u
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Með og
á móti
A5 veiöa og sleppa svo
Lítið um
stórlaxa
„Við byrj-
uðum með
þetta núna í
sumar í Vatns-
dalsá og er
þetta eina áin á
landinu þar
sem þetta hefur
verið tekið
upp. Ástæðan
fyrir þessu er ,el&r
, f. . r Vatnsdalsa asamt
SÚ aö am hefur Gestl Ámasynl.
gefið eftir í
veiði og þeir sem koma um mitt
sumar taka eftir því að lítið er
um stórlaxa en þeir ganga yfir-
leitt fyrr á vorin. Þá er hins veg-
ar spúnninn og maðkurinn not-
aður og þeir stóru þannig teknir.
Svo koma smálaxagöngur í júlí
og mikið hefur verið gengið í
þær. Ein hugmyndin á bak við
þessa veiöi er því aö menn ættu
möguleika á aö fá stórlaxa.
Einnig er það stór þáttur að
reyna að vernda ána sjálfa og
halda stórrnn löxum i ánni til að
hrygna. Þetta skaðar ekkert fisk-
inn. Þegar hann er dreginn á
land er hreistrið mjög viðkvæmt
og því er háfur ekki leyfður held-
ur er hann tekinn með höndun-
um. Svo er hann settur í sérsmíð-
aðan kassa og þar er flugan tek-
in úr og hann mældur. Það fer
vel um hann þar. Síðan skjótum
við í fiskinn merki svo hann
þekkist veiðist hann aftur. Áður
en laxinum er svo sleppt er hon-
um strokið á kviðnum. Það getur
tekið um fimm mínútur að koma
honum í gang aftur. Ef hins veg-
ar öngullinn eða annað nær að
skaða fiskinn á einhvem hátt er
hann drepinn og vanir veiði-
menn sjá það strax hvort fiskin-
um hefur orðið meint af. Það er
þó ekkert sem bannar að drepa
eitthvað af fiski. Sumir drepa til
dæmis fyrsta eða stærsta lax-
inn.“
Sýndar-
mennska
„Ég sá þetta
fyrst í Hítará
fyrir mörgum
árum er en-
skir herra-
menn veiddu á
mjög litlar
flugur og voru
ekki með agn- ouðiaugur Borg-
mann laxvel&iá-
hugama&ur.
ald á önglin-
um. Það er
miklu siðaðra. Það sem hér um
ræðir era veiðar með agnaldi
sem þarf að losa úr fiskinum.
Mér finnst þetta sýndarmennska
á háu stigi. Vilji menn ekki
drepa laxinn og sleppa honum
eiga þeir að gera það agnalds-
laust og hafa þá bara skemmtun-
ina af því að sefja í laxinn og
hafa hann á í einhvem tima eöa
þá einfaldlega að veiöa færri
laxa. Hreistrið er viðkvæmt og
við löndunina er alltaf hætta á að
það skemmist svo fiskurinn fær
hreisturveiki og deyr. Og svo era
það nú rökin fyrir þessari veiði.
Ef þetta er gert til að komast hjá
því að drepa eitthvað hljóta þess-
ir veiðimenn að neita að borða
fiskinn. Ef þetta er verndunar-
sjónarmið, þ.e. að vernda stofn-
inn í ánni, væri miklu nær að
líta til lcixveiði i sjó og leggja
Orra Vigfússyni lið og sjá til þess
að laxinn sé ekki hirtur upp úr
sjónum. Laxveiði í ám er ekki
áhættuatriði með tilliti til lax-
stofnsins. Á íslandi er öll ræktun
hins vegar í lagi. Af hverju er þá
þetta fólk að þessu? Ef það er
bara skemmtunarinnar vegna þá
á þetta ekki að fara fram nema
án agnalds." -saa