Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarfornnaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýs i ngastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. Þriðja stóra dagblaðið Talsverð tíðindi eru að verða á dagblaðamarkaði hér- lendis með sameiningu tveggja dagblaða, Tímans og Dags. Um hríð hafa tvö dagblöð, Morgunblaðið og DV, haft yfirburðastöðu á dagblaðamarkaðnum og raun ein haft útbreiðslu og öflug dreiflngarkerfi um land allt. Dagleg sala þeirra hefur numið tugþúsundum eintaka meðan sala Tímans, Dags og Alþýðublaðsins hefur verið til muna minni. Útgefendur Tímans og Dags telja að svigrúm sé á mark- aðnum fyrir eitt stórt dagblað i viðbót og því stendur sam- eining þessara blaða fyrir dyrum. Það blað mun verða byggt á grunni gamalgróinna dagblaða. Höfuðstöðvar blaðsins verða á Akureyri en öflug fréttastofa verður einnig í Reykjavík þar sem nú er ritstjóm Tímans, auk fréttasveitar um land allt. Dagur-Tíminn skal hið nýja blað heita. Það verður frjálst og óháð og mun leggja mikla áherslu á að sinna málefnum landsbyggðarinnar. Með stofnun hins nýja blaðs er ljóst að endanlega • verða slitin flokkstengsl Framsóknarflokksins og Tím- ans. Þetta er rökrétt ákvörðun enda tími flokkspólitískra dagblaða löngu liðinn. Dagur haföi einnig rofið flokks- tengsl við Framsóknarflokkinn. Stofnun Dagblaðsins fyrir tæpu 21 ári, frjáls og óháðs dagblaðs, og öflugur stuðningur ahnennings sýndi vilja fólksins. Menn voru löngu orðnir þreyttir á flokksstýrðum fréttum og mál- flutningi. Eftir sameiningu Dagblaðsins og Vísis hefur hinu frjálsa og óháða merki verið haldið hátt á lofti. Hið nýja sameinaða dagblað verður keppinautur DV og ekki síður Morgunblaðsins þar sem það verður morg- unblað. DV er vel imdir þá samkeppni búið. Segja má að tæknileg bylting hafi orðið á blaðinu undanfarið ár með heilsíðuumbroti, bættu útliti og mjög aukinni litvæð- ingu. Þá hafa efnislegar breytingar orðið á þessum tíma, meðal annars með bættu Helgarblaði, nýjum efnisþátt- um eins og Tilverunni og Tippfréttum og nú síðast auk- inni umfiöllun um kvikmyndir á laugardögum og Fjör- kálfinum, tólf síðna blaðauka á föstudögum með miklu afþreyingarefni, tónlist, dagskrárefni og myndbandaum- fiöllun. Það er skynsamleg ákvörðun að sameina dagblöðin Tímann og Dag. Hvorugt þeirra hefur verið nógu öflugt til þess að ná til fiöldans. Gert er ráð fyrir því að blaðið komi í upphafi út í 14 þúsund eintökum. Stefnt er að því að koma blaðinu í um tuttugu þúsund eintaka sölu á tiltölu- lega skömmum tíma. Staða slíks blaðs, með meginstyrk á landsbyggðinni, er allt önnur en Tímans og Dags í dag. Sameining Dagblaðsins og Vísis árið 1981 gekk vel. Þar voru sameinuð tvö blöð sem átt höfðu í harðri sam- keppni. Útkoman varð öflugur og útbreiddur fiölmiðill, blað sem er til muna betur í stakk búið að þjóna lesend- um sínum um land allt. Markmið Dags-Tímans er hið sama, að bæta þjónustuna við núverandi áskrifendur og aðra lesendur. Nýja blaðið leggur áherslu á sterka stöðu á lands- byggðinni og byggir þar á grunni Dags og Tímans. Dags- prent á Akureyri mun gefa Dag-Tímann út en Frjáls fiöl- miðlun, sem gefur DV út, hefur keypt meirihlutann í Dagsprenti. Ekki er ætlunin að hafa neinn ritstjórnarlegan samrekstur við DV og samkeppni verð- ur á milli blaðanna. Staða DV á landsbyggðmni er sterk og fréttaritara- kerfi blaðsins um allt land öflugt. DV mun því eftir sem áður þjóna lesendum af kostgæfni. Jónas Haraldsson Minni hraði, færri slys, minni hávaði og mengun Kjallarinn Margrét Sæ- mundsdóttir formaöur Umferöar- nefndar Reykjavíkur meö leyfilegan há- markshraða 30 km. Þessi hverfi verða til- raunahverfi þar sem prófaðar verða ýmsar aðferðir til þess að ná þeim áhrifum að gera yfirbragð hverfanna vistvænna. Hverfln verða afmörkuð með skiltum og breyttu yfir- borði. Ávinningur íbúa sem búa í slíkum hverfum verður fyrst og fremst meira um- ferðaröryggi, sérstak- lega fyrir gangandi fólk, minni hávaði, minni loftmengun og betra umhverfi. Umferðamefnd Reykja- víkur hefúr staðið fyrir „Þaö er því til mikils aö vinna aö minnka umferöarhraöa í íbúöa- hverfum í Reykjavík og árangurs- rík leiö til aukins umferöarörygg- is. Borgaryfírvöld vænta góös af samvinnu viö íbúa borgarinnar.u Um árabil hefur leyfilegur hámarks- hraði í nokkrum hverfum í Reykja- vík verið 30 km á klst. í lögreglusam- þykkt Reykjavíkur frá 1989 er getið um eftirtalin hverfl: Svæðið sem af- markast af Suður- götu, Hringbraut, Ánanaustum, Mýr- argötu, Grófinni og Aðalstræti. Ákvæð- ið gildir ekki um Túngötu og Hofs- vallagötu norðan Hringbrautar. Á svæðinu sem af- markast af Snorra- braut, Laugavegi, Bankastræti, Lækj- argötu, Fríkirkju- vegi, Sóleyjargötu og Hringbraut skal hámarkshraði vera 30 km á klst. í Suð- urhlíðum, þ.m.t. milli Bústaðavegar og Sléttuvegar, skai hámarkshraði vera 30 km á klst. Miðað við hug- myndir manna í dag um 30 km hverfi vantar nokkuð á aö umferð- arhraði sé 30 km á klst. á öllum of- angreindum svæðum. Sum hverf- in eru einfaldlega of stór og illa af- mörkuð. Aðeins í þeim 30 km hverfum þar sem götur eru stuttar og þröngar hefur ökuhraði ekki verið ásættanlegur. Borgaryfir- völd hafa að undanförnu gert nokkrar úrbætur á hluta af „eldri 30 km hverfum", t.d. voru sett gangbrautarljós á Sóleyjargötu haustið 1995 til þess að auðvelda aðgengi að Hljómskálagarði. Á Laufásvegi var gert hringtorg með gangbrautum á fjóra vegu. Gatnamót Laufásvegar og Baróns- stigs og Bergstaðastrætis og Bar- ónsstígs verða afmörkuð með hliði og upphækkun á þessu ári. Megin- tilgangur hliðanna er að vekja at- hygli vegfarandans á því að verið sé að aka inn í rólegt íbúðahverfi. Gert er ráð fyrir að á næstu árum verði fleiri úrbætur gerðar á þeim 30 km svæðum þar sem ekki hefur tekist að fá ökumenn til þess að aka í samræmi við leyfilegan há- markshraða. Tilraunahverfi í Lækjahverfi og Hlíöum í ágústmánuði nk. verður lokið við endurgerð Lækjahverfis sem 30 km svæðis. Hverfíð afmarkast annars vegar af Sundlaugavegi, Laugamesvegi, Dalbraut og Sæ- braut. Leyfilegur hámarkshraði verður einnig 30 km á klst. í Hlíða- hverfi sem afmarkast af Miklu- braut, Skógarhlíð og Lönguhlíð. Hluti af Hamrahlið verður einnig kynningarfundum í tilraunahverf- unum og gefið út upplýsingabæk- ling um það sem fyrirhugað er að gera í hverfunum. íbúar í Hlíða- hverfi og Lækjahverfi hafa sýnt málinu töluverðan áhuga og sam- vinna við foreldrafélög og skólana á svæðunum er til fyrirmyndar. Þar sem eitt af markmiðum þess- ara nýju svæða er að stuðla að feg- urra umhverfi skiptir miklu máli að íbúar taki þátt í tilrauninni og leggi sitt af mörkum til þess að fegra umhverfi sitt og ganga vel um það. Reynsla erlendra þjóða Yfirleitt hefur endurgerð hverfa erlendis þannig að leyfilegur há- markshraði verði 30 km á klst. reynst vel. Sumir hafa farið þá leið að setja eingöngu upp skilti en það hefur ekki gefið góða raun. í langflestum tilfellum þar sem hverfin hafa verið afmörkuð með hliðum og hraðahindrandi aðgerð- ir gerðar hefur dregið úr slysa- hættu. í Þýskalandi, þar sem 30 km hverfi eru algeng, fækkaði umferð- arslysum og óhöppum í umferð töluvert, eða frá 10-60%. Eigna- tjóns-óhöppum, þar sem enginn meiðist, fækkaði minnst. Þetta bendir til að ekið sé hægar og ár- vekni og einbeiting hjá ökumönn- um hafi aukist. Reynslan erlendis sýnir einnig allt 3 dB, eða 50% minni hávaði og 10-20% minni loftmengun er í hverfum þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 km á klst. Hraður akstur (og margir bílar) er ein meginástæða hávaða frá umferð sem mikið er kvartað undan. Það er því til mikils að vinna að minnka umferðarhraða í íbúða- hverfum í Reykjavík og árangurs- rík leið til aukins umferðarörygg- is. Borgaryfirvöld vænta góðs af samvinnu við íbúa borgarinnar í umferðarmálum og biðja um stuðning ykkar við að bæta um- ferðarmenninguna í borginni. Við eigum öll samleið. Margrét Sæmundsdóttir Nýtt hringtorg með gangbrautum á fjóra vegu á Laufásvegi. - Þar er ekið inn i rólegt íbúðahverfi. Skoðanir annarra Bíll umfram allt „Kvartað er yfir verði á matvælum og lyfjum og ýmsu þvi sem til nauðþurfta má telja. En lítið er kvartað yfir bílverði, nema helst því að ríkið taki óhóflega mikið til sín af innflutningsgjöldum...Hvað skyldi mikill hluti hinna óviðráðanlegu heimilis- skulda stafa af því að hvert heimili þarf að reka einn eða fleiri bíla. Hér eins og víðar hefur bíllinn algjör- an forgang og heldur dragast menn stórskuldugir gegnum lífið eða jafnvel gjaldþrota en að losa sig við eins fjátfrekt gaman og einkabílinn." Úr forystugrein Tímans 23. júlí. Bætum stöðu okkar „Við íslendingar getum dregið lærdóm af þeim at- hugasemdum sem skýrsla um samkeppnishæfni þjóða gerir...íslenskur vinnumarkaður fær sæmileg- an vitnisburð og koma þættir á borð við almenna verkkunnáttu og gott atvinnuástand hvað sterkast út. Þrátt fyrir það erum við ekki nema í miðjum hópi á þessu sviði, aðallega sökum tíðra vinnudeilna og ónógrar símenntunar...Með gagngerri endurskoð- un á skattkerfinu, minni áhrifum ríkisins á fjár- málamarkaði og atvinnustarfsemi má bæta stöðu okkar í alþjóðlegum samanburöi." Guðni Niels Aðalsteinsson í Mbl. 23. júlí. Vinstrimenn í smáríkinu „Auðvitað þarf íslensk vinstrihreyfing að taka af- stöðu til afgerandi mála sem snerta íslenska framtíð. Með nokkur skýr almenn markmið að leiðarljósi um hagkvæmni og réttlæti í íslensku þjóðfélagi og áherslur um nýsköpun 1 atvinnulíf, menntun og betri ráðstöfun framleiðsluþátta er kominn nægjan- legur rammi fyrir sameiningu vinstrimanna í þessu smáríki sem við búum í.“ Hákon Gunnarsson í Alþbl. 23. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.