Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1996, Blaðsíða 8
Utlönd MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 Stuttar fréttir dv Flugslysiö viö Long Island: Misvisandi fregnir um orsök slyssins Enn er ekki hægt aö segja um með vissu hvað grandaði flugvélinni úti fyrir ströndum Long Island á fimmtudaginn. Misvísandi upplýs- ingar af rannsókn málsins berast nú til gölmiðla. Flestir telja enn að um sprengju hafi verið að ræða og það vakti því athygli þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann gæti ekki staðfest fregnir um að sprengjuleifar hefðu fundist á braki vélarinnar. „Það eru efnaleifar á flakinu sem búið er að rannsaka en samkvæmt þeim skýrslum sem ég hef fengið, og ég fæ skýrslur reglulega, get ég ekki sagt að sönnunargögn sýni enn fram á orsök slyssins," sagði Bill Clinton í gær. Talsmaður Hvíta hússins tók í sama streng. „Við höfum ekki enn þá fundið efnaleifar sem bent hafa til að um sprengju hafi verið að ræða. Rann- sóknir sýna engar leifar af sprengju.“ Rannsóknarmenn og fjölmiðlar virðast samt enn ganga út frá því að um hryðjuverk hafi verið að ræða. James Kallstrom, sem sér um rann- sóknina fyrir hönd alríkislögregl- unnar, sagði í gærkvöld að hann úti- lokaði ekkert. „Ég hélt að ég hefði tekið það skýrt fram í gærkvöld að við rann- sökum þetta eins og um sprengju eða eldflaugarárás hafi verið að ræða. Við höfum sönnunargögn sem benda i þá átt,“ sagði Kallstrom. Fregnir um að kafarar hefðu fundið allt að hundrað lík til viðbótar í braki vél- arinnar voru bornar til baka í gær- Hér má sjá eiginkonu manns sem fórst í flugi PWA 800 við Long Isiand bíða eftir upplýsingum um orsök slyssins. kvöld. „Við höfum ekki fundið nein lik sem ekki hefur verið komið i land,“ sagði talsmaður björgunarmanna. Þessar misvísandi fréttir af gangi mála hafa enn aukið á angist ætt- ingja og vina þeirra sem fórust i slysinu. Tvær fjölskyldur hafa þegar ráðið lögfræðinga sem unnu að skaðabótamáli fyrir fjölskyldur fórn- arlamba Lockerbie-slyssins árið 1988. „Fólkið spyr hver réttur þess sé og hvers vegna það fái engin svör,“ seg- ir Lee Kreindler, einn lögmannana. í dag munu kafarar svo rannsaka brak úr vélinni sem fannst nýlega. Einnig verður mikil áhersla lögð á að finna svörtu kassana tvo sem innihalda upplýsingar um flug vélar- innar. MORE O'FERRALL B 8 46 Auglýsingaskilti, með mynd af þremur nöktum konum sem hylja geirvörtur sínar með töppum af Perrier-vatnsflöskum, hefur hér verið atað málningu. Kven- réttindasamtök í Evrópu hótuðu víðtækum aðgerðum gegn framleiðanda Perrier hætti hann ekki við auglýsingaherferðina. Sögðu konurnar auglýsinguna bera vott um karlrembu og kvenfyrirlitningu. Peir hjá Perrier gáfu eftir og tilkynntu í gær að hætt yrði við auglýsingaherferðina sem átti að vara til júlíloka. Símamynd Reuter Blaðafulltrúi Díönu hættur Blaðafulltrúi Díönu, prinsessu af Wales, sagði starfi sínu lausu í gær. Jane Atkinson, 48 ára og þriggja barna móðir, tilkynnti um uppsögn sína í handskrifuðu bréfi til Díönu. Metur Díana stöðuna svo að ekki sé lengur þörf fyrir blaðafulltrúa. Uppsögnin hefur ýtt undir getgát- ur þess efnis að konumar hafi rifist vegna ákvörðunar Díönu um að hætta stuðningi við 100 góðgerðar- samtök. Sú ákvörðun var gagnrýnd í breskum fjölmiðlum sem sögðu Dí- önu einfaldlega hafa farið í fýlu yfir að hafa tapað sæmdarheitinu Yðar konunglega hátign. Reuter Árangursríkur fundur Arafats með Levy: Fundurinn kom friðar- viðræðunum af stað Friðarferlinu í Miðausturlöndum var komið á sporið á ný eftir fund Davids Levys, utanríkisráðherra ísraels, og Yassers Arafats, forseta Palestínu, á Gazasvæðinu í gær. Er þetta i fyrsta sinn sem ráðherra úr nýrri harðlínustjórn í ísrael hittir Arafat að máli. Einn af ráðherrum Arafats sagði að á fundinum, sem stóð í hálfan Til sölu við Álftamýri Mikiö endurnýjuö og falleg íbúö í nýmáluöu fjölbýlishúsi. Parket á stofu, flísal. baöherb., tvö svefnherbergi. Verö 6,5 millj., áhv. 3.450 þ. í hagst. langtímaláni. Fyrstur kemur............. Ársalir ehf. - Fasteignasala Lágmúla 5-108 Reykjavík 553 4200 - 852 0667 - 567 1325 David Levy, utanríkisráöherra Isra- els, á blaðamannafundi eftir fund sinn meö Yasser Arafat. Símamynd Reuter annan tíma, hefði verið gerð alvar- leg tilraun til að koma friðarviðræð- unum aftur af stað. Friðarviðræður ísraela og araba strönduðu þegar Benjamin Netanya- hu bar sigurorð af Simoni Peres í kosningunum í lok maí og síðan hafa arabar verið mjög uggandi um framhaldið. Ástæða þess var að Net- anyahu virtist ekki vilja hitta Ara- fat, sem átt hefur ótal fundi með Peres og forvera hans, Itzhak Rabin, auk þess sem Netanyahu hafnaði þeirri meginstefnu í friðarferlinu sl. fimm ár að skila hernumdu landi í skiptum fyrir frið. Eftir fundinn með Arafat sagði Levy að þeir hefðu ákveðið nánar um samskipti sín og ramma um ferkara starf að friði. Arafat sagði þá félaga hafa ákveðið að framtíðar- samskipti myndu eiga sér stað á öll- um stjómunarstigum. Embættismaður úr sveit Arafats sagði að meinnirnir hefðu strax náð mjög vel saman á fundinum. Reuter Tilraunabann Þrýstingur eykst nú á Kínverja að samþykkja málamiðlunarsam- komulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Major breytir John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, hefur fært nokkra ráðherra til í starfi eftir að tveir ráðherrar sögðu af sér. Svangur maður flýr Bóndi frá Norður-Kóreu flýði suður yfir landamærin nýlega til þess að forðast hungurdauða. Herða eftirlit Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að herða refsiað- gerðir gegn íran og Libíu. Blaðamaður boðflenna Blaðamaður frá New York Post var handtekinn fyrir að þykjast vera frændi eins fómarlamba PWA flúgslyssins. Þetta gerði hann til að geta verið innan um sorgbitnu fjölskyldur og skrifað fréttir um harm þeirra. Vissu um hættu Evrópusambandið vissi um það þegar i byrjun júní að kúa- riða gæti sýkt sauðfé. Heimta bann Bandarískir framleiðendur kindakjöts hafa heimtað að bann- að verði að flytja inn allt erlent kindakjöt eftir fregnir um riðu- veiki í Evrópu. Klein rekinn Newsweek hefur vikið Joe Klein, sem skrifaði bók um kosning- abaráttu Bills Clintons, tíma- bundið frá störfum. Spurningar hafa vaknað um trúverðugleika Kleins, sem er stjórnmálaskýr- andi, eftir að hann neitaði alltaf statt og stöðugt að hafa skrifað bókina. 100 ára rithöfundur Brasilískur rithöfundur, sem er nær hundrað ára og enn er gefinn út, komst í heimsmetabók Guinness nýlega sem elsti Brasil- íumaðurinn sem skrifað hefur bók. Viðurkennir morð Heimilislaus maður viður- kenndi í gær að hafa nauðgað og myrt þrettán ára breska stúlku á farfuglaheimili i Frakklandi á fimmtudaginn. Finna póst Leitarmenn á slysstað við Long Island i Bandaríkjunum fundu yfir þúsund kíló af pósti i flaki flugvélarinnar í gær. Hermaður deyr Hermaður Nato lést I bilslysi í Bosníu í gær. Norömenn hjálpa Búrúndí Norðmenn hafa aukið að- stoð sína við Búrúndí og Rú- anda og eru nú helstu styrktar- aðilar land- anna. Alnæmislyf virka vel Blanda af alnæmislyfjum hefur gefið mjög góða raun í prófunum að undanförnu. Þetta kom fram hjá lyfjafyrirtækinu. Hvetja til friðar Helsti flokkur kaþólikka á Norður-írlandi hvatti í gær mót- mælendur til að hætta mótmæla- aðgerðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.