Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Fréttir Þorsteinn boðar tæknibyltingu í landhelgisgæslu: Sýnum Dönum þá kurteisi að tilkynna skipatökur - segir Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- og dómsmálaráðherra - Deilan við Dani vegna Kol- beinseyjar kom heldur óvænt upp á dögunum. Munt þú láta færa dönsk skip til hafnar veiði þau á þessu umdeilda svæði? „Já, það verður gert, en við mun: um sýna Dönum þá kurteisi að til- kynna það áður. Ég tel það eðlilegan hátt í samskiptum þjóða sem hafa átt jafn mikla og langa samleið og Danmörk og ísland.“____________ - Er það þá vegna hins marg- umrædda embættismannasam- komulags frá 1988, þar sem gert er ráð fyrir viðvörun fari skip inn fyrir mörkin?____ „í því samkomulagi er út frá því gengið. Okkur þykir það hins vegar eðlilegur máti, burtséð frá þvi hvort um það hefur verið gert óformlegt samkomulag eða ekki."__________ - Það heflir vakið athygli varð- andi þetta embættismannasam- komulag íslendinga og Dana frá 1988 að ráðherrar frá þeim tíma muna ekki eftir því og kannast ekki við neitt samkomulag. Þú manst aftur á móti eftir þvi og segist hafa rætt það í ríkisstjórn 1993 vegna landhelgisbrota fær- eyskra togara. Hvemig stendur á þessu?_________________________ „Mitt minni tekur bara til þess tíma sem ég hef haft afskipti af mál- in, sem var síðar. Við vorum að vísu ekki með neitt skjal um þetta í höndunum, en fengum upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu um að menn hefðu sammælst um að hafa þennan hátt á að láta hvorir aðra vita ef taka ætti skip. Eftir umfjöll- un um máliö í ríkisstjórninni 1992 var ráðuneytisstjórum í utanríkis- ráðuneytinu, dómsmálaráðuneytinu og sjávarutvegsráðuneytinu falið að skoða stöðuna. Og út frá því ræddi ég málið í ríkisstjórninni."___ - Þú segist hafa fengið upplýs- ingamar frá utanríkisráðuneyt- inu 1993. Þáverandi utanríkis- ráðherra segist aldrei hafa heyrt á málið minnst. Hvemig getur það verið?__________________ „Úm það get ég auðvitað ekki sagt. Það getur verið rétt hjá hon- um. Það er heldur ekkert óeðlilegt að menn muni ekki alla hluti úr erilsömu starfi."________ _ - Stöndum við frammi fyrir þeirri hættu, eftir að hafréttar- sáttmálinn hefur tekið gildi, að Kolbeinsey verði ekki viður- kennd sem viðmiðunarpunktur landhelginnar?__________________ „Við höfum litið svo á að það sé í samræmi við hafréttarsáttmálann, sem reyndar er genginn í gildi, að styðjast við grunnlínupunkt eins og Kolbeinsey. Við teljum að hún sé ekki svo fjarri landi að það teldist vera í ósamræmi við gildandi haf- réttarreglur. Þau lög sem Alþingi setti um þetta á sínum tíma eru á þessu byggð og við höfum ekki séð neinar forsendur fyrir því að víkja frá því.“ _________________ - Hvað finnsf þér um þá hug- mynd Gunnars G. Schram pró- fessors að sleppa miðlínu á þessu svæði og flytja landhelgislínuna bara út í 200 sjómílur á þeirri forsendu að minni hagsmunir víki fyrir meiri? „Það er vissulega rétt að auðlind- ir sjávarins á þessu svæði eru ekki nýttar frá austurströnd Grænlands. En Alþingi komst að þeirri niður- stöðu á sínum tíma að landhelgin á þessu svæði skyldi ákveðin með miðlínu og ég treysti því að sú ákvörðun hafi verið á skynsemi byggð. Mér skilst hins vegar að ef við færðum þama út í 200 mílur værum við komnir upp á Græn- landsjökul svo að með einhverjum hætti þyrfti að laga tillögima að landafræðinni. En þessi hugmynd hefur ekki verið rædd sérstaklega.“ - Kolbeinsey er auðvitað gríð- arlega mikilvæg fyrir okkur sem viðmiðunarpunktur landhelginn- ar. Hvað ert þú tilbúinn að leggja til að við fómum miklum fjár- munum til að koma í veg fyrir að eyjan hverfi?_________________ „Það liggur ekkert fyrir um það hvað á að gera til þess að verja eyj- una. Samgönguráðuneytið skipaði nefnd sem er að vinna í því máli og hún er enn að störfum. Þegar niður- stöður hennar liggja fyrir sjá menn betur hvað blasir við í þessu efni. Þaö hafa verið áraskipti að því hve mikil veiði hefur verið á þessu svæði en auðvitað eru alltaf miklir hagsmunir tengdir veiðisvæði eins og þessu. Menn verða svo að meta það hvað þeir vilja kosta miklu til að verja Kolbeinsey þegar nefndin hefur lokið störfum."_________ - Þeirri hugmynd hefur verið velt upp að þeir sem eru handhaf- ar aflakvótans verði látnir kosta vamir Kolbeinseyjar. Hvað segir Yfirheyrsla: Sigurdór Sigurdórsson þú um það? _____________________ „Eg sé ekki ástæðu til að hlanda því inn í þessa umræðu og reyndar allt of snemmt að fara að velta því fyrir sér. Landhelgin er auk þess yf- irráðaréttur íslensku þjóðarinnar allrar." Ber oröið lítið í milli - Snúum okkur að öðm máli sem hefur lengi verið til um- ræðu, Smuguveiðunum. Er hægt að halda þessum veiðum áfram án þess að ná einhverju sam- komulagi við Norðmenn um veið- ar i Barentshafinu?_____________ „Við höfum lagt á það áherslu frá upphafi að við værum reiðubúnir til að semja um veiðar á þessu svæði enda þótt viðræður um veið- arnar hafi ekki leitt til niðurstöðu. Segja má að það hafi ekki verið mik- ill munur á milli okkar og Norð- manna eftir síðustu fundi en þó nægjanlegur til þess að ekki tókst að brúa bilið. Menn nálguðust mjög ásíðustu fundunum."__________ - Samningurinn við Norðmenn og Grænlendinga um loðnuna rennur út eftir eitt og hálft ár. Er ástæða til að taka jafn mikið til- lit til Norðmanna og verið hefur í fjósi framkomu þeirra í okkar garð og að loðnan virðist horfin af Jan Mayen-svæðinu?_____ „Norðmenn hafa haft rétt til að veiða hér við land samkvæmt samn- ingnum. Sá réttur hefur að vísu ver- ið takmarkaður þannig að þeir mega ekki veiða sunnan 64. gráðu eftir 15. febrúar, þegar loðnan er verðmætust. Þeir hafa verið óá- nægðir með það. En það er allt of snemmt að segja neitt til um það hvernig við högum viðræðum um hugsanlega endurnýjun þess samn- ings. Við eigum eftir að öðlast meiri reynslu af þessum samningi. Auk þess þurfum við að sjá hvemig sam- skipti landanna þróast á næstu misserum. Loðnan er þeirrar nátt- úru að maður getur ekki séð það fyrir fram hvernig hún hagar sér. Það er aldrei að vita á hvað svæðum hún heldur sig frá ári til árs. Þess vegna er, út frá langtímasjónarmið- um, skynsamlegt að tryggja gagn- kvæman veiðirétt." Skil óánægjuna - í dag var sett hafnbann á rússnesku togarana sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg. Það er mjög umdeilt því menn segja að verslun og þjónusta við rúss- nesku skipin sé svo mikil hér á landi að miklir hagsmunir séu í húfi. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni?_____________________ „Ut af fyrir sig skil ég vel að menn verji sína hagsmuni. Við vilj- um mjög gjarnan eiga viðskipti við þessi rússnesku skip og veita þeim þjónustu. En hér er um það að ræða að vega meiri hagsmuni og minni. Framtíðarhagsmunir okkar eru þeir að það sé skynsamleg stjórnun á veiðunum á Reykjaneshrygg. Það þarf að knýja Rússa til að undir- gangast þær reglur sem settar hafa verið um veiðarnar. Það getur tekið tíma og kostað nokkur átök. Hafn- bannið er einn þáttur í okkar bar- áttu fyrir því að gera sjóræningja- skipunum erfiðara um vik að stunda þessar veiðar. Þetta er engin geðþóttaákvörðun því það er skylda samkvæmt íslenskum lögum að setja hafnbann á skip sem eru að veiða úr fiskistofnum sem ágrein- ingur er um.“ Miklar breytingar rvændum - Víkjum að Landhelgisgæsl- unni. Fjármunir hennar hafa ver- ið skornir niður og því er haldið fram að skip hennar séu of lítil og of gömul og í raun sé nýja þyrlan eina almennilega tækið sem hún á. Hverju svarar þú þessari gagnrýni? ____________ „Það hefur orðið gríðarleg endur- nýjun í flugvélakosti Landhelgis- gæslunnar með tilkomu stóru þyrl- unnar. Hún kemur að notum bæði við björgunar- og gæslustörf eins og sýndi sig þegar hún var send til að kanna svæðið út frá Kolbeinsey. Skip gæslunnar eru að vísu komin nokkuð til ára sinna en eru samt mjög góð skip sem hefur verið vel viðhaldið. Það eru miklar breyting- ar að eiga sér stað um þessar mund- ir sem við þurfum að fylgjast vel með. Með vaxandi úthafsveiði reyn- ir meira á landhelgislínuna. Við þurfum á næstu árum að taka meiri þátt í eftirliti utan landhelginnar, eins og á Reykjaneshrygg. Á móti þessu kemur að það eru að opnast nýir möguleikar með fjareftirliti. Landhelgisgæsla getur á margan hátt orðið mun auðveldari og ein- faldari með því að nota sjálfvirkan staðsetningarbúnað. Þetta mun ryðja sér til rúms alveg á næstu árum og gjörbreyta aðferðum við gæsluna. Eftir sem áður þurfum við bæði flugvélar og skip til þess að fylgja eftir því valdi sem við þurfum að sýna og beita eftir atvikum á þessum svæðum. En allar þessar breyttu aðstæður kalla á það að menn meti upp á nýtt' hvers konar skip og flugvélar við þurfum að hafa. Það erum við einmitt að gera núna. Það er starfandi nefnd sem á að meta það hvers konar skipakost- ur sé hentugastur fyrir gæsluna í náinni framtíð við þessar nýju að- stæður. Við erum líka að huga að ýmsum þáttum í rekstri flugvél- anna. Þar er verið að kanna hvort hægt sé að ná fram meiri hagræð- ingu í rekstri þeirra. Öll þessi vinna er í gangi um þessar mundir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.