Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 20
32
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
Sviðsljós
Hleruðu símann
Leikstjórinn Roman Polanski
hefur alla tíö verið umdeildur og
oft þurft að þola ágengni annarra
vegna sérstöðu sinnar. Dagblaðið
Diario á Spáni sagði frá því að
spænsk yfirvöld hefðu hlerað sím-
ann hjá Polanski um tveggja mán-
aða skeiö árið 1992 þegar hann bjó
á eyjunni Ibiza.
Yfirvöld grunuðu hann um að
veita hryðjusamtökum Baska lið
en eftir samfellda vakt í þessa tvo
mánuði voru þeir sannfærðir um
að Polanski væri á engan hátt
tengdur samtökunum. Þaö var
spænska þjóðvarðliðið sem fyrir-
skipaði þessar hleranir en Spán-
verjar eru þekktir fyrir að láta lít-
ið hindra sig í að klekkja á sam-
tökum Baska.
Nóg af tilboðum
Leikarinn Robert De Niro hefur
aldrei þurft að kvarta undan
skorti á verkefnum og hann hefur
að jafnaði úr fjölda kvikmyndatil-
boða að moða.
Nýkomin er á markað spennu-
myndin The Fan með honum í
aðalhlutverkinu en hún hefur
fengið æði misjafna dóma. Robert
De Niro fékk rúmar 500 milljónir
króna fyrir það hlutverk en nú
hefur hann fengið annað freist-
andi tilboð. Fyrir hlutverk sitt í
háðsádeilunni Legalese eru hon-
um boðnar 600 milljónir króna.
Talið er líklegt að De Niro taki
boðinu.
Söguleg kvikmynd
um Rollmgana
- aldrei áður komið fyrir almenningssjónir
Aðdáendur Rolling Stones eru
himinlifandi yfir því að væntanleg
er á markaðinn kvikmynd um
hljómsveitina. Telja verður að sýn-
ing hennar sé söguleg þvi að hún
var tekin árið 1968, stuttu eftir að
Rolling Stones settu eina af betri
plötum sinum á markað, Beggars
Banquet.
Myndin hefur aldrei komið fyrir
almenningssjónir en verður sýnd á
New York kvikmyndahátíðinni dag-
ana 12. og 13. október. Ekki er búið
að ákveða hvort myndinni verður
dreift til sýninga í kvikmyndahús.
Ástæða þess að hún hefur aldrei
verið sýnd á almennum markaði er
sú að meðlimir sveitarinnar náðu
ekki samkomulagi um sýningu
myndarinnar við Allen Klein, fyrr-
um umboðsmann sveitarinnar, fyrr
en nú. Klein átti sýningarréttinn og
stutt er>síðan gengið var frá mynd-
inni til sýningar. Kvikmyndin heit-
ir The Rolling Stones Rock and Roll
Circus.
Fjölmargir aðrir frægir tónlistar-
menn koma einnig fram í mynd-
inni, meðal annars John Lennon
heitinn, Eric Clapton og hljómsveit-
in Who. Meðal þeirra sem sjást í
myndinni er Brian Jones, gitarleik-
ari Rolling Stones, sem lést skömmu
eftir töku myndarinnar vegna mis-
neyslu eiturlyfja.
í myndinni eru flutt ein 6 lög
Rolling Stones, Jumpin Jack Flash,
Sympathy for the Devil, You Can’t
Always Get What You Want, Parac-
hute Woman, No Expectations og
Salt of the Earth.
Myndin um Rolling Stones hefur aldrei komiö fram fyrir almenningssjónir en
veröur sýnd á New York kvikmyndahátíöinni dagana 12. og 13. október.
Margrét Þórhildur Danadrottning og eiginmaöur hennar, Henrik prins, eru nú stödd í sumarleyfi í höll sinni í bænum Caix í suðvesturhluta Frakklands. Hund-
ar þeirra hjóna fengu aö fljóta með í sumarleyfiö. Símamynd Reuter
1
\ \ / '
isi m i ! 7 J f . r / " A 1 'i/
g|H ' •
AUKABLAÐ UM
Miðvikudaginn 28. ágúst
mun aukablað um skóla og
námskeið fylgja DV.
°G
lilfj
Kynntir verða þeir möguleikar sem í boði
eru varðandi alls kyns námskeið, skóla og
endurmenntun. Viðtöl við fólk sem er að
vinna að áhugaverðum málum og sagt
frá félagskap þessu tengdu.
Umsjón efnis hefur Ingibjörg Óðinsdóttir,
blaðamaður, sími: 550 5815
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að aug-
lýsa í þessu aukablaði eru vinsamlega beðnir
að hafa samband við Selmu Rut
í síma 550-5720 á auglýsingadeild DV.
Vinsamlega athugið að síðasti skilafrestur
auglýsinga er fimmtudagurinn 22. ágúst.
i" Auglýsingar
Sími 550 5000, bréfasími 550 5727. •
Alsæl
í móður-
hlutverkinu
Lelkkonan Michelle
Pfeiffer, sem áður var
óþreytandi við að leika
í kvikmyndum, lætur
nú móðurhlutverkið
ganga fyrir. Pfeiffer,
sem er 39 ára gömul,
ættleiddi stúlkuna
Claudiu Rose fyrir
nokkrum árum, rétt
áður en hún kynntist
núverandi eiginmanni
sínum, framleiðandan-
um David Kelly. Stuttu
síðar varð hún ófrísk
að syninum John
Henry og því er nóg að
gera við að ala upp tvö
ungböm.
Pfeiffer tók sér
nokkurt hlé frá störf-
um til að sinna móður-
hlutverkinu en lék fyr-
ir stuttu í myndinni
Dangerous Minds.
Hætt er við að ekki sjá-
ist mikið af henni á
hvíta tjaldinu í nán-
ustu framtíð vegna
anna við uppeldið en
að sögn kunnugra er
hún alsæl í því hlut- Michelle Pfeiffer á leiðinni í sumarfrí meö ættleiddri
verki. dóttur sinni, Claudiu Rose.