Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Side 28
Alla laugardaga Vertu mðhúinfn) vumingif 13) (16) (28) KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 Helgarblað DV: í stríði við ríkið í Helgarblaði DV á morgun kenn- ir ýmissa grasa að venju. Opnuvið- talið er við Gunnar Inga Gunnars- son heimilislækni en hann hefur að undanfomu staðið í stríði við hið opinbera fyrir hönd samninga- nefndar heilsugæslulækna. Rætt er við mannfræðinginn Evu Krosnowski, sem segist vera á leið í fjöldagröf í Bosníu, og Boga Agnars- son þyrluflugmann en hann hefur starfað hjá hollensku fyrirtæki í Ní- geríu auk ýmissa fastra liða. -GHS Þróunarsjóður: Lít á þetta sem skattlagningu Gjöld útgerðarinnar í landinu til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins verða innheimt þegar nýtt fiskveiðiár hefst þann 12. september nk. Gjaldið er 1.000 krónur á hvert þorskígildistonn og verði það ekki greitt er hægt að svipta skip veiðileyfum. Alls verða innheimt- ar um 800 milljónir á nýju fiskveiðiári. „Menn hafa verið missáttir við þá stefnu sem í þessu felst og fundist far- ið ilia með fjármunma. Það orkar mjög tvímælis hvort notkun þessara ijármuna í að eyða og sökkva skipum og fækka þeim þannig hafi verið rétt- lætanleg í því Ijósi að sjávarútvegur- inn er upp fyrir haus í verkefnum," segir Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Þórs- hafhar, í samtali við DV. Gunnar Tómasson, framkvæmda- stjóra hjá Þorbimi í Grindavík kvaðst alltaf hafa verið andsnúinn innheimtu af þessu tagi. „Ég lít frekar á þetta sem skatflagningu en annað. Þeir geta beitt harkalegum innheimtuaðferðum við að innheimta þetta, en ætli til þess komi, ætli menn greiði þennan skatt ekki eins og aðra skatta.“ -SÁ CÁ NÚ AÐ FARA A£> 5KATTLEGGJA SÆGREIFANA? Fulltrúaráðsfundur Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði: Jóhann Bergþórsson heldur sig til hlés - kom fram í bréfi til fundarins - nefnd til að forða klofningi flokksins „Á fundinum í gærkvöld las Ingvar Viktorsson upp bréf frá Jóhanni Bergþórssyni um að hann myndi halda sig til hlés á næstunni til að auðvelda félögum sinum í meirihlutasamstarfmu að starfa,“ sagði Guðmundur Ámi Stefánsson í samtali við DV í morgun. Á fulltrúaráðsfundinum var kjörin nefnd sem á að endurskoða núverandi meirihlutasamstarf krata við Jóhann G. Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson. Hún á einnig að fara yfir innri málefhi flokksins og tengsl bæjarfulltrú- anna við almenning í Hafnarfirði. Mikili hiti var í mönnum fyrir fundinn og þung undiralda á hon- um. Til stóð að bera fram tillögu um að slíta núverandi meirihluta- samstarfi. Óttuðust margir að ef sú tillaga kæmi fram yrði klofn- ingur í röðum krata í Hafharfirði. Samkomulagið um nefiidarskipun- ina bjargaði því að til mikilla átka og síðan klofiiings kæmi. „Það má vel segja að þarna sé um sáttatillögu að ræða og hún setur málin í ákveðinn farveg. Ég tel einnig aö flokkurinn í Hafnar- firði hafi unnið sigur með henni því um hana var einhugur á fund- inum. Ég tel einnig að með skipun nefndarinnar sé umræðan um meirhlutasamstarfið komið í rétt- an lýðræðislegan farveg," sagði Guðmundur Ámi. Guðmundur var kjörinn í nefnd- ina og er sagður vera þar odda- maður ásamt fimm bæjarfulltrú- um flokksins og formönnum þríggja Alþýðuflokksfélaga í Hafn- arfirði. „Ég tel að þessi nefndarskipun sé sú tillaga sem við andstæðingar núverandi meirihlutasamstarfs vorum með. Nefndin á að endur- skoða meirihlutasamstarfið," sagði Sverrir Ólafsson, stjómar- maður í Alþýðuflokksfélagi Hafn- arfjarðar. Hann hafði boðað til- lögu á fundinum um að meiri- hlutasamstarfinu yrði slitiö. Enn ér hiti í mönnum vegna þessa máls. DV hefur heimildir fyrir því að Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar hafi áhuga á því að láta fara fram skoðanakönnun í bænum um það hvort núverandi meirihlutasamstarfi skuli haldið áfram. -S.dór Undirfataverslunin Eg og þú var með tískusýningu á Astro í gær og eins og sjá má á þessari mynd hafði karlpening- urinn mikinn áhuga á því sem verið var að sýna. Hvort þeir hafa verið að leita að einhverju handa elskunni sinni skal ósagt látið en svo mikið er víst að þeir létu ekkert fram hjá sér fara. DV-mynd Pjetur Læknadeilan: Engin hreyfing „Það hefur ekkert gerst og ég merki enga hreyfingu í okkar mál- um. Ég trúi hins vegar ekki öðru en að menn fari að vakna upp við að við óbreytt ástand verður ekki unað. Boltinn er hinum megin við borðið," sagði Gunnar Ingi Gunn- arsson, formaður samninganefndar heilsugæslulækna, við DV í morg- un. Fundur verður hjá sáttasemjara í dag klukkan eitt. Katrín Fjeldsted, formaður Félags heimilislækna, fundaði með fjár- málaráðherra og formanni Lækna- félags íslands í gærmorgun. Hún sagði við DV í gær að sá fundur hefði verið árangursríkur. -sv/-S.dór Bílvelta við Galtalæk Bíll fór margar veltur við Galta- læk í fyrradag og var þyrla Land- helgisgæslunnar kölluð til að sækja bílstjórann. Flogið var með hann á Sjúkrahús Reykjavíkur. Meiðsl hans voru talin minni en haldið var í fyrstu. -sv Veðrið á morgun: Hægviðri um allt land Á morgun verður hægviðri um allt land en víða skýjað, einkum þó norðan- og norðaust- anlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Frumsýnum nýjan Nissan Terrano II ‘97 Verð frá kr. 2.254.000.- • Ingvar Helgason hf. Strvarhöfda 2 •**£*«*•**# Simi 525 8000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.