Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Blaðsíða 8
22 um helgina
FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 DV
Hlaupið á afmæli borgarinnar:
„Ég er bjartsýnn fram í fingur-
góma núna. Veðurfræðingarnir spá
sæmilegu veðri og það geri ég líka,“
segir Knútur Óskarsson, formaður
Reykjavíkur maraþonsins. Hlaupið
fer fram á afmælisdegi Reykjavíkur-
borgar, sunnudaginn 18. ágúst, og
mun það vera 12. maraþon Reykja-
vikurborgar. Þetta er orðinn fastur
liður í viðburðum sumarsins í
Reykjavík og útlendingar hafa sýnt
hlaupinu mikinn áhuga.
„Já, það er eftirsóknarvert að
taka þátt. Fyrstu verðlaun fyrir
maraþonið eru vegleg og útlending-
ar sækjast eftir þeim eins og við
hin. Við bjóðum upp á allt frá
skemmtiskokki til maraþons og all-
ir ættu því að geta tekið þátt,“ segir
Knútur.
Sjúkragæslan efld
Hlaupið verður hefðbundið en þó
hafa skipuleggjendur gert sitt hvað
til að breyta og bæta í ár.
„Við ætlum að reyna að hafa
meiri stemningu þetta árið. Tónlist
mun óma um svæðið og það ætti að
létta þrautina fyrir hlauparana. Svo
erum við líka búin að efla sjúkra-
gæsluna. Við höfum blessunarlega
verið laus við öll alvarleg óhöpp í
gegnum tíðina en það er betra að
vera við öllu búin.“
„Hlaupið verður reyndar ekki
eins og það hefur verið undanfarin
ár. Ástæðan fyrir því er að ég mun
ekki hlaupa maraþonið. Það hef ég
alltaf gert en núna er ég einfaldlega
ekki í nógu góðu formi. Mér finnst
þetta voðalegt en fólk er vonandi í
betra formi en ég og ég býst fastlega
við góðri þátttöku. í fyrra hlupu
3.200 manns þrátt fyrir grenjandi-
rigningu og við gerum okkur vonir
um að fjöldinn fari upp í 3.500
núna,“ segir formaðurinn.
Það geta allir tekið þátt í Reykja-
víkur maraþoninu sem vilja. AÍLs
kyns uppákomur verða eins og til
dæmis verðlaunaafhending fyrir
furðulegasta hlaupabúninginn. Svo
fá allir sem taka þátt verðlaunapen-
ing og dregið verður um íjölda
aukaverðlauna.
Það er örugglega hægt að gera
margt vitlausara én að hlaupa á
sunnudaginn og hrista af sér slenið.
-ilk
Eftírtaldir einstaldmgar hafa verið dfegnír úr
pottinum og hlotið efthfarandi verðlaun.
íþróttagalla 09 bol frá Mízuno Hljóta;
Berghildur Valdimarsdóttir, Stapasíðu 15C, 603 Akureyri
CuðbjörgM. Björnsdóttir, Asparfelli 4, 111 Reykjavík
Sigríður, Sunnufelli 10, 701 Egilsstaðir
i Likamsraektarkort frá likamsradkUrstöjMnni Martti hljóta:
María Sólveig Cunnarsdóttir, Meistaravöllum 9,107 Reykjavík
Ósk Elín Jóhannsdóttir, Unufelli 46,109 Reykjavík
Kassa af heílsudrykknum Aquaríus frá Vífílfclli hljóta:
Sveinn Birkir, Svalbarði 3, 220 Hafnarfjörður
Klara Hauksdóttir, Skipasundi 39,104 Reykjavík
Císli H. Jónsson, Básenda 14,108 Reykjavík
Ester Jónsdóttir, Miðengi 23, 800 Selfoss
Stella Sigvaldadóttir, Logafold 62,112 Reykjavík
Barilla-pastakörfu frá $$ hljóta:
Stígur Reynisson, Silfurbraut 31, 780 Höfn
Snjólaug S. Óskarsdóttir, Hrafnakletti 8, 310 Borgames
Harpa Kristinsdóttir, Starrahólum 15,111 Reykjavík
Védís Baldursdóttir, Stafholti 20, 603 Akureyri
Áslaug Baeringsdóttir, Reykjanesvegi 14, 260 Njarðvík
Pitsuvtislu fyrir 3 frá Pizza 67 hljóta:
Helga Björgólfsdóttir, Crenigrund 14, 300 Akranes
Jónína Loftsdóttir, Karfavogi 35,104 Reykjavík
Vinningshafar eru beðnir að saekja vinninga í Ráðhús
Reykjavíkur á morgun, laugardaginn 17. ágúst þar
sem nýskráning fer fram og afhending gagna.
L’
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt
kærlega fyrir þátttökuna og vonum
að sem flestir verði með okkur í
Reykjavíkurmaraþoninu
á sunnudag.
\J
4
)
List úr læðingi
w
- tattóveraðir Islendingar
Á morgun verður opnuð sýning á
Mokka þar sem sýndar verða ljós-
myndir af húðflúri eftir OFjölni
Bragason myndlistarmann. Mynd-
irnar tók Jón Páll Helgason ljós-
myndari.
Fjölnir er nemi i Myndlista- og
handiðaskólanum í Reykjavík en
hann byrjaði að tattóvera til að íjár-
magna nám í útlöndum og starfar á
Tattoo JP.
Fjölnir lærði að tattóvera hér á
íslandi en þetta er eflaust eitt elsta
listform sem maðurinn hefur stund-
að og örugglega það vandmeðfam-
asta. Maðurinn sjálfur er striginn
og listaverkið fylgir honum í gröf-
ina.
Tattóvering er I tísku og sýningin
ku vera einkar athyglisverð.
-ilk
Tattóveruö geirvarta meö eyrnalokk.
Síkvik veröld
Herra Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti íslands, ætlar að opna sýn-
ingu í Listasafni Kópavogs á morg-
un kl. 15.00. Sýningin, sem kölluð
er Síkvik veröld, er hingað komin
að frumkvæði Utagawa-félagsins í
Japan í samvinnu við Listasafn
Kópavogs. Þar verður hægt að sjá
fáein málverk og hátt á annað
hundrað tréþrykk frá 18. og 19.
öld.
Japönsk þrykklist er ein sú
merkasta fyrr og síðar og trúlega
hefur þessi listgrein sjaldan eða
aldrei náð jafnmikilli fullkomnun.
Óhætt er að fullyrða að aldrei hef-
ur íslendingum áður gefist viðlíka
tækifæri á að skyggnast inn í lit-
ríkan menningarheim Japans fyrr
á öldum.
Sýningin stendur til 29. septem-
ber en um riiitt sýningartímabilið
verður hluti myndanna tekinn nið-
ur og aðrar settar upp í staðinn.
Á sunnudaginn verður í tengsl-
um við sýninguna japönsk te-
drykkja kl. 14.00.
MESSUR
Árbæjarkirkja: Guðsþjón-
usta kl. 11 árdegis. Sr. Sigur-
jón Ámi Eyjólfsson annast
guðsþjónustuna.
Áskirkja: Vegna sumar-
I leyfa starfsfölks Áskirkju er
minnt á guðsþjónustu í
Laugameskirkju.
Breiðholtskirkja: Sam-
koma Ungs fólks með hlut-
verk kl. 20.
Bústaðakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Pálmi
Matthíasson.
Digraneskirkja: Messa
Íkl. 11. Altarisganga. Sóknar-
prestur.
Dómkirkjan: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Mar-
ía Ágústsdóttir.
Viðeyjarkirkja: Messa
kl. 14. Prestur sr. María
: Ágústsdóttir. Bátsferð úr
Sundahöfn kl. 13.30.
Elliheimilið Grund:
| Messa kl. 14. Prestur sr.
Fjalar Sigurjónsson. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
Fella- og Hólakirkja:
Helgistund í umsjá Ragnars
ISchram kl. 20.30. Prestamir.
Grensáskirkja: Messa kl.
11. Altarisganga. Prestur sr.
Halldór S. Gröndal.
Grafavogskirkja: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestamir.
Hafnarfjarðarkirkja:
Sumarferð til Þingvalla með
rútu kl. 15 frá safnaðar-
heimilinu. Guðsþjónusta í
Þingvallakirkju kl. 17. Tak-
ið nesti með. Sr. Þórhallur
Heimisson.
Hallgrímskirkja: Messa
kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lár-
usson. Orgeltónleikar kl.
20.30. Gunnar Idenstam,
konsertorgelleikari frá Sví-
| þjóö.
Hjallakirkja: Guðsþjón-
usta kl. 14. Ath. breyttan
tíma. Kristján Einar Þor-
| varðarson.
Kópavogskirkja: Helgi-
stund kl. 11 í umsjón sr.
IÞorbergs Kristjánssonar.
Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspitalinn: Messa kl.
10. Sr Ragnar Fjalar Láms-
son.
Háteigskirkja: Messa kl.
11. Forsöngvari Soffia Guð-
mundsdóttir. Sr. Helga Soff-
ía Konráðsdóttir.
Langholtskirkja, Kirkja
Guðbrands biskups: Engin
guðsþjónusta vegna sumar-
i leyfa starfsfólks. Minnt á
þjónustu í Bústaðarkirkju.
Laugarneskirkja: Messa
kl. 11. Félagar úr Kór Laug-
arneskirkju syngja. Guðs-
| þjónusta kl. 14 í Sjálfsbjarg-
arhúsinu, Hátúni 12. Ólafur
Jóhannsson.
Neskirkja: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr Halldór Reynisson.
Seljakirkja: Guðsþjón-
ustur falla niður í ágúst-
mánuði vegna sumarleyfa
H starfsfólks kirkjunnar.
1 Sóknarprestur.
Seltjamameskirkja:
| Messa kl. 11. Prestur sr.
1 Hildur Sigurðardóttir.
-ilk