Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1996, Qupperneq 11
i FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996
_____________________________ myndbönd
Jumanji:
Jumanji er ekkert venjulegt borðspil. Það
er nokkurs konar náttúruafl. Þ"ð kallar til
fólks sem á við vandamál að stríða með dul-
arfullum trumbuslætti og tælir það til að
hefja leik. Þegar einhver hefur kastað
teningunum birtast gátur og það
sem segir í gátunni verður raun
verulegt. Fáir spila Jumanji oft-
ar en einu sinni því ef þú klár-
ar ekki leikinn mun spilið
umturna lífi þínu. Robin
Williams leikur í Jumanji
Alan Parrish sem tólf ára
gamall hóf leik í Jumanji
árið 1969 ásamt Söru
vinkonu sinni. Eftir að
hann fékk upp ákveðn-
ar tölur á teningana
sogaðist hann inn í
Jumanj i-frumskóginn.
Sara var of skelfd til
að halda leiknum
áfram og því hefur
Alan setið fastur í
frumskóginum i 26 ár
þegar tveir munaðar
lausir krakkar, Judy og
Peter, finna spilið uppi á
háaloftinu í húsinu sem
þau eru nýflutt í. Börnin
ákveða að prófa spilið og þeg-
ar upp kemur rétta talan i ten-
ingakasti hjá þeim er Alan
Parrish frelsaður og birtist hjá
þeim, 38 ára gamall síðskeggjaður
karl í tötrum. Til að geta klárað leikinn
hefla þau leit að Söru og brátt verður hús-
ið þeirra vettvangur mikils ævintýris þar sem
ljón, filar, nashymingar, veiðimenn, apar,
köngulær, krókódílar, framskógargróður og
reiðinnar ósköp af vatni koma við sögu.
teiknuðu risaeðlunum í Jurassic Park. Þeir
sáu einnig um tölvuteikningar i Ju-
manji en þar var verkefnið enn erf-
iðara því að í staðinn fyrir
hreistrið á risaeðlunum kem-
ur loðfeldur og hár á dýrum
sem ailir vita hvemig líta
út. ADI var fengið til að
hanna og stýra vél-
rænum dýraherm-
um og til að sjá um
forðunarbrellur
en ADI hefur
meðal annars
unnið að brell-
um við mynd-
imar Death
Becomes Her
og Wolf. Það
tók þá háift ár
að hanna og
smíða sum
dýrin og þurfti
oft fleiri en
eina vél fyrir
hvert dýr. Eitt
ljón var gert fyr-
ir nærmyndir,
með hreyfanlegt
andlit sem gat opn-
að og
lokað
Konungur grínsins
Brellur á brellur ofan
Tæknibrellur leika stórt hlutverk i töfra-
heimi Jumanji þar sem allt getur gerst. Fólk
sekkur ofan í gólfið og breytist í bavíana,
frumskógardýr leika lausum hala á götum úti
og
innviðir húsa
breytast smám saman í innanhússfrumskóg.
Tvö fyrirtæki komu þar mikið við sögu,
Industrial Light & Magic (ILM) og Amal-
gamated Dynamics, Inc. (ADI). ILM hefur
komið að gerð mynda eins og Star Wars og
Raiders of the Lost Ark og ber ábyrgð á tölvu-
augunum
og hreyft
munnvikin, og
annað var gert og
notað fyrst og fremst í at-
riði þar sem sjónarhom-
ið var yfir öxl ljónsins.
Sömuleiðis vom tveir
krókódílar notaðir, einn
til að synda og annar til
að brjótast um og skella
skoltum.
Eins og í flestum Robin Williams myndum
er hann aðalstjarnan og aðrir leikarar hálf-
gerð uppfylling. Þó könnumst við við Bebe
Neuwirth, sem leikur forráðamann harn-
anna, sem ísklumpinn dr. Lilith Sternin í
Staupasteini og Adam Hann-Byrd, sem leikur
Alan Parrish sem dreng, vakti athygli í
myndinni Little Man Tate. Kirsten Dunst er
frægust leikara í myndinni (utan Robin Willi-
ams) en eftir hlutverk í Interview with the
Vampire, Little Women og nú Jumanji má
fara að líta á hana sem barnastjörnu. Robin
Williams er einhver vinsælasti gamanleikar-
inn um þessar mundir og frægur fyrir að
koma meðleikurum sínum stöðugt í vandræði
með því að spinna eitthvað nýtt. Good Morn-
ing Vietnam, Mrs. Doubtfire og The Birdcage
em m.a. til vitnis um gamanleik hans en
hann hefur einnig leikið í alvarlegri myndum
og má þar benda á The World According to
Garp, Dead Poets Society og Awakenings.
Hann byrjaði eins og svo margir amerískir
gamanleikarar í uppistandi og sló í gegn.
Hann fékk fljótlega hlutverk i sjónvarpsþátt-
um og í framhaldi af því komst hann í kvik-
myndirnar þar sem hann er nú ókrýndur
konungur grínsins.
-PJ
Brellur eru vel útfæröar í Jumanji.
UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT
Örn Árnason
Ég á erfitt með að gera
upp á milli góðra mynda.
Ég horfi mjög mikið á myndbönd
og vinn þar að auki við að talsetja
sum þeirra. Ég er alæta á þessa
hluti og horfi á allt sem ég kemst
í, a, b, c, d, og e myndir ef þær eru
þá til. Ég verð reyndar að
viðurkenna að ég varð fyrir
ákveðinni hugljómun þeg-
ar ég sá Star Wars.
Tæknibrellumar í þeirri
mynd heilluðu mig al-
veg upp úr skónum.
Það sama á við um Ju-
rassic Park, brellumar
þar eru æðislegar. Það
er alltaf þessi strákur í
mér sem tæknibrell-
urnar heilla. Svo
finnst mér hann
Arnold
Schwarzenegger al-
veg æðislegur, sérstaklega í
Terminator. Hann er ákaflega lé-
legur leikari, karlanginn, en hann
er flottur töffari. Ætli það sé ekki
draumurinn aö horfa á svona
mann eins og maður vildi
kannski sjálfur vera.
Svona íturvaxinn á
öðrum stöðum en
maður er sjálfur.
Hann er vöðva-
tröll og kann út í
ystu æsar að
haga sér sem slík-
ur á skjánum.
Myndir með góð-
um tæknibrellum
erú greinilega það
sem heillar mig og
alla þá sem eru ung-
ir í anda. Guð hjálpi
þeim sem verða fúll-
orðnir.
-ilk
Now and then
Now and then eða Vinkonurnar
eins og hún nefnist á íslensku er
hugljúf kvikmynd um vináttu sem
varir að eilífu.
Fjórar æsku-
vinkonur hitt-
ast á ný og rifja
upp atburði úr
lífi sínu þegar
þær voru ung-
lingar. Á sumr-
in höfðu þær
eytt tíma sín-
um í að leika
við drengi en
nú eru þær að
breytast,
ókunnar tilfinningar fara að ráða
ferðinni og hlutir, sem áður þóttu
sjálfsagðir, verða vandræðalegir.
Átta leikkonur fara með aðalhlut-
verkin, tvær kynslóðir, í hlutverk-
um vinkvennanna þegar þær eru
orðnar fullorðnar eru Melanie
Griffith, Demi Moore, Rosie
O’Donnell og Rita Wilson en sem
unglingar eru þær leiknar af Christ-
ina Ricci, Thora Birch, Gaby Hoff-
mann og Ashleigh Aston Moore.
Það má segja með sanni að Now and
then sé að öllu leyti gerð af konum.
Auk þess sem öll helstu hlutverkin
eru í höndum kvenna er Demi
Moore framleiðandi myndarinnar,
leikstjóri er Lesli Linka Glatter og I.
Marlene King skrifar handritið.
Myndform gefúr út Now and then
22. ágúst og er hún leyfð öllum ald-
urshópum.
Clockers
Annie
Clockers kemur úr smiðju Spike
Lee og sem fyrr er hann reiður út I
þjóöfélagið og beitir vopni sínu,
kvikmyndavél-
inni, gegn
óréttlæti og
spillingu. En
Clockers er
einnig spenn-
andi sakamála-
mynd þar sem|
margt kemur á|
clock®rs
Fyrir mörgum árum var gerð
söng- og dansmynd um hina vin-
sælu teiknimyndapersónu, Annie,
sem býr hjá hin-
um ríka War-
buck og varð
myndin mjög
vinsæl. Nú hef-
ur Annie 2 litið
dagsins ljós. I
byrjun myndar-
innar býður
k óvart. I mynd-‘ | inni er það 1 heimur ungra Warbuck Annie og vinkonum sínum með til
óT eiturlyfjaneyt- London þar sem
enda og sölu-
manna sem er viðfangsefni Lees.
Strike er duglegur að selja eiturlyf
ungu fólki á sama aldri og hann er
en þegar myndin hefst hefur hann
ætlað sér um of og þegar hann fer
að selja fyrir og sjást í fylgd með
þekktum eiturlyijasala fer lögreglan
að hafa gætur á honum, sérstaklega
eftir að einn keppinautur hans
finnst myrtur.
Með aðalhlutverkið fer ungur
óþekktur leikari, Mekhi Phifer, lög-
reglumennirnir eru leiknir af Harv-
ey Keitel og John Turturro. Delroy
Lindo leikur eiturlyfjakónginn.
Framleiðandi myndarinnar er
Martin Scorsese og hafði hann sjálf-
ur ætlað að leikstýra henni en
vegna anna við önnur verkefni
mátti hann ekki vera að því og fékk
Spike Lee til að taka að sér verkið.
ClC-myndbönd gefur út Clockers
21. ágúst og er hún bönnuð innan 16
ára.
hann á að taka
við aðalsnafnbót úr hendi drottning-
ar. Ekki gengur það átakalaust þar
sem hin illræmda lafði Hogbottom
situr á svikráðum og hefur í hyggju
að ræna Buckingham- höll, þar sem
afhendingin á að fara fram, og
steypa drottningunni af stóli. Eins
og ætíð er Annie með nefíð niðri í
öllu og kemst brátt að hinum illu
áformum lafðinnar.
Það er ung leikkona, Ashley Jo-
hnson, sem leikur Annie, Warbuck
er leikinn af George Kearns og hin
þekkta breska leikkona Joan Coll-
ins leikur hina illu lafði. Leikstjóri
er Ian Toynton.
Skífan gefur Annie 2 út 21. ágúst
og er hún leyfð öllum aldurshópum.