Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Síða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996
Sandkorn
Fréttir
Umsjón: Gyifi Kristjánsson.
BILAINNFLUTNINGUR
ÞESSISÝNISHORN
ERU í SflLNUM:
Grand Wagoneer
1993
Verö kr. 2.780 þús.
Cherokee Laredo
1993
Verö kr. 2.480 þús.
Jaguar XJ6 1990
Verö kr. 2.500 þús.
UTVEGUM BÍLALÁN
GMC Astro 1990
Verö kr. 1.450 þús.
Cherokee Limited
1990
Verö kr. 1.380 þús.
ATHUGIÐ BREYTT
HEIMILISFANG OG SÍMANÚMER
E.V V BÍLAUMBOÐIÐ eh f. S í M i: 5 i 5 4 - 5 0 i 0 0 1
E G I L L VILHJÁLMSSOI N s M I Ð J I U V E ; ( a I i I
Starfsbræðurnir
Jóhannes Sigfus-
son, Vikurblaðs-
ritstjóri á Húsa-
vík, hefur fengið
ávítur frá STEF,
sem er samband
tónskálda og eig-
enda flutnings-
réttar. Ástæðan
er aö Jóhannes
samdi íSlenskan
texta við lag
Rolling Stones,
„Ruby Tuesday". STEF segir Jóhann-
es ekki hafa fengið leyfi til að þýða
textann og því fái hann engin STEF-
gjöld vegna ftutnings lagsins (og text-
ans) í sjónvarpi á sinum tíma og Jó-
hannes var í bréfinu frá STEF beð-
inn að „virða höfundarrétt erlendra
starfsbræðra". Jóhannes segir hins
vegar aö hann hafi reynt að ná sam-
bandi við starfsbróður sinn, Mick
Jagger, og fá leyfi til að þýða textann
en „helvítiö hafi ekki verið heima".
Jóhannes leiðir einnig líkur aö því
að hann hafi meiri þörf fyrir að fá
STEF-gjöld fyrir flutning á texta sin-
um en Mick Jagger. Það skyldi þó
aldrei vera.
Beint á ská
Farþegar með
Samvinnuferö-
um-Landsýn í
beint flug frá Ak-
ureyri til Dublin
í siðustu viku
máttu sætta sig
við það að ekki
var hægt að
fljúga frá Akur-
eyri eins og fyr-
irhugað var.
Vegna gossins i
Vatnajökli og hugsanlegrar gosösku
á flugleiðinni varð aö flytja farþeg-
ana með bifreiðum til Keflavíkur en
svo var hægt að fljúga beint til
Dublin. Þetta minnir á fyrsta „beina"
flugið til útlanda frá Akureyri fyrir
um áratug eða svo. Þá setti veðurspá
það strik í reikninginn að ákveðið
var að senda farþegana með rútiun
til Keflavíkur. Nokkuö erfiðlega gekk
að komast yfir Öxnadalsheiðina
vegna snjókomu, en þegar komið var
í Varmahlíð í Skagafirði og allar fyr-
irstöður að baki voru forráðamenn
ferðarinnar svo kátir að þeir veittu
kampavin á báða bóga. Af Dublinar-
fórum nú er það hins vegar að segja
að þegar þeir komu heim varð að
lenda í Keflavík, gista í höfuðborg-
inni og aka síðan norður daginn eft-
ir. Svona ganga þau fyrir sig „beinu
flugin" þessa dagana.
Váááá...
Ejölmiðlamenn á
söndunum sunn-
anlands hafa
reynt hvað þeir
geta til að ná at-
hygli lands-
manna, því ein-
hvern veginn
hefur orðið að
drepa tímann þar
tfl Skeiðarár-
hlaup hefst. En
ég held það sé
sama upp á hverju verður fundið úr
þessu, ekkert mun slá út „frétf'
Stöövar 2 á mánudagskvöldið. Þar
stillti fréttamaðurinn sér upp ein-
hveija hundruð metra frá jökulsporð-
inum og sagðist ekki þora lengra því
vatnið gæti sprautast ffarn þá og þeg-
ar. Lýsti hann hugsanlegri flóttaleið
sinni síðan fjálglega, hlaupiö yrði
inn í jeppabifreiðina sem var höfð
opin og með vélina í gangi og síðan
yrði ekið í loftköstum undan vatns-
flaumnum. Ég segi nú bara, vááá
maöur, dj.... er hann kaldur.
Á faraldsfæti
Eldgosið í Vatnajökli:
Ný vötn viröast myndast
norðan við gosketilinn
- eldvirknin sýnist teygja sig lengra norður, segir Ragnar Stefánsson
Þá eru hafin ár-
viss ferðalög er-
lendra
körfuknattleiks-
manna til og frá
landinu. Öll fé-
lögin í úrvals-
deildinni eru
með erlenda leik-
menn i sínum
röðum, smn með
einn, sum með
tvo og einhver þeirra með þrjá slíka.
Ekki viröist yfirhöfúð vera vel vand-
að til vals á þessum mönnum, enda
er þegar farið að senda leikmenn
sem eru nýkomnir tfl landsins tíl
síns heima aftur sem ónothæfa í
hinni stórkostlegu úrvalsdeOd hér á
landi. Það nýjasta er að Grindvíking-
ar telja sig ekki geta notað banda-
rískan leOunann sem hóf mótið með
þeim og sagt er að á Akranesi sé
Rússi einn svo lélegur að honum hafi
verið sagt að taka ekki upp úr ferða-
töskunum, hann myndi stoppa stutt
við hér á landi.
DV bárust í gær nýjustu mynd-
imar sem teknar hafa verið af gos-
stöðvunum í Vatnajökli - radar-
myndir sem teknar voru sl. sunnu-
dag úr gervitungli. Ragnar Stefáns-
son, jarðeðlisfræðingur á Veðurstof-
unni, telur mega ráða af þeim að
landsig og eldvirkni teygi sig
nokkru lengra til norðurs en talið
hefur verið þótt áfram gjósi á sama
stað. Þá sýnist af myndinni að vatn
sé tekið að safnast saman norðan
við gosketOinn undir jöklinum og
að ný vötn séu að myndast þar sem
síðan muni hlaupa úr til norðurs.
Ragnar telm’ jafnframt sennilegt
að vatnasvið Grímsvatna sé að
breiðast út tO norðurs og að ekki
hækki eins hratt í þeim núna og
gerði áður. Þetta séu þó getgátur
þar sem menn hafi ekkert komist í
námunda við vötnin undanfarið og
því séu hlutimir heldur óljósir sem
stendur.
Varðandi gosið sjálft segir Ragn-
ar að þar virðist af mælum sem eng-
ar breytingar séu að gerast og
áfram sjóði í katlinum og upp-
streymisraufin sé sæmOega greið.
„Það er ómögulegt að sjá hvort gos-
ið fer minnkandi eða vaxandi. Af
þvi sem sést á yfirborðinu á radar-
myndinni virðist það fara minnk-
andi en það kann að stafa af því að
miklu meiri ís hefur hráðnað og
meira vatn liggur yfir gosstöðv-
unum en áður og þær eins og suðu-
pottur."
PáO Einarsson, jarðeðlisfræðing-
ur á Raunvísindastofhun, segir í
samtali við DV að erfitt sé að spá
fyrir um hvenær Grímsvötn taki að
hlaupa. „Það er alveg víst að hlaup-
ið kemur. Á því er enginn vafi. Það
koma aOtaf hlaup, hvort sem gýs
eða ekki, á fimm ára fresti og vatns-
magn í vötnunum er komið yfir þau
mörk sem venjulega hleypur við. En
nú eru aðrar aðstæður og vatnið
hefur ekki haft sama tíma og venju-
lega tO að komast í gegnum jökul-
inn,“ segir PáO.
Vegna þess hve aðstæður nú séu
frábrugðnar þeim sem eru við hin
venjulegu hlaup sé jafnvel ekki að
vænta hlaups nú fyrr en vatns-
magnið í Grímsvötnum er orðið svo
mikið að það lyfti jöklinum upp og
vatnið nái þá að smjúga undir hann,
en um leið og slíkt rennsli byrji sé
flaumurinn fljótur að ryðja sér tO
rúms og rennslið vaxi hratt eftir að
það einu sinni er komið af stað.
„Hvort þetta á eftir að gerast strax,
eftir nokkra daga eða jafnvel viku
eða vikur er ómögulegt að segja. Ef
gosið heldur áfram eins og núna og
bræðsluvatn heldur áfram að renna
í Grímsvötn þá verður þetta þeim
mun fyrr,“ segir PáO Einarsson.
-SÁ
Nýjasta myndin sem náöst hefur af gosstöövunum í Vatnajökli er radar-
mynd, tekin úr gervihnetti sl. sunnudag. Fyrir miöri myndinni er Báröar-
bunga og viö rætur hennar sést gossprungan sem liggur frá suöri til norö-
urs. Dökki bletturinn viö norðurenda sprungunnar er aska úr goskatlinum
en af myndinni viröist sem eldvirknin teygi sig mun lengra til norð-noröaust-
urs, meö fram Bárðarbungu, og aö mikil bráönun eigi sér staö undir ísnum
og þar sé mikiö vatnshólf að myndast. Þaö vatnshólf er noröan viö vatnaskil
þannig aö ef úr því hleypur er líklegast aö þaö yröi til noröurs.
Langholtskirkja:
Sr. Pétur og Helga Soffía
meðal umsækjenda
- um stöðu sóknarprests
„Það er lítið um málið að segja á
þessu stigi. Þegar umsóknarfrestur
er liðinn tekur sóknamefnd tO at-
hugunar þá sem hafa sótt um og vel-
ur síðan einn af þeim. Ef einhver óá-
nægja er í sókninni með þann sem
hefur verið valinn eða aðferðina
getur fjórðungur sóknarbama farið
fram á kosningu," segir Guðmundur
Ágústsson, í sóknamefnd Langholts-
kirkju við DV, aðspurður um stöðu
mála vegna ráðningar í stöðu sókn-
arprests við kirkjuna.
Biskup auglýsti stöðuna 30. sept-
ember sl. og fá umsækjendur mán-
aðar frest tO að skOa inn umsóknum
sínum.
Samkvæmt heimOdum DV hafa
margir umsækjendur sótt um og er
vitað að sr. Pétur Maack og sr.
Helga Soffia Konráðsdóttir em þar á
meðal. Sr. Tómas Guðmundsson
starfar sem afleysingaprestur við
sóknina á meðan. -RR