Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1996, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 45 Anna Kristín Arngrímsdóttir leikur Maríu Callas í fslensku operunni. Master Class í kvöld verður þriðja sýning- in i íslensku óperunni á leikrit- inu Master Class, en verkið er byggt á kennslustundum þekkt- ustu óperusöngkonu aldarinnar, Maríu Callas, en hún kenndi við Julliard listaháskólann í New York á áttunda áratugnum. Callas lokkar, skelfir og gefur nemendum sinum, eða fóm- arlömbunum eins og hún kall- aði þá, innblástur. En Callas gleymir sér í minningunum frá La Scala, af hjónabandi sínu og Meneghini og ástarsambandi sínu við Aristoteles Onassis. Sýningar Höfundur Master Class er Terence McNally, en verkið vann nýlega til þrennra Tony- verðlauna, þar á meðal sem besta leikverkið á Broadway. í hlutverki Maríu Callas er Anna Kristín Amgrímsdóttir, en með önnur hlutverk fara Marta Hall- dórsdóttir, Ellen Freydís Mart- in, Stefán Stefánsson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson og Bjöm Karlsson. Leikstjóri er Bjami Haukur Þórsson. Jakob for- lagasinni og meistari hans í kvöld, kl. 20.30, heldur Frið- rik Rafnsson fyrirlestur um skáldsöguna Jakob forlagasinni og meistari hans eftir Denis Diderot, en íslensk þýðing er væntanleg. Fyrirlesturinn er á frönsku og veröur í Austur- stræti 3, húsnæði Alliance Francaise. Fríkirkjan - spila- kvöld Félagsvist verður spiluð í Safnaðarheimilinu að Laufás- vegi 13 kl. 20.30 i kvöld. ITC Melkorka Opinn fundur verður haldinn 1 Menningarmiðstööinni Gerðu- bergi í Breiðholti kl. 20 í kvöld. Samkomur Opið hús hjá Gigtarfé- laginu í tilefni þess aö Gigtarfélag ís- lands er tuttugu ára í dag verð- ur opið hús í Gigtarmiöstööinni að Ármúla 5, milli kl. 13 og 17. Starfsemin verður kynnt. Spoogie Boogy á Gauknum Hljómsveitin Spoogie Boogy leikur á Gauki á Stöng í kvöld. Hafnargönguhópurinn fer í göngu í kvöld á milli starfandi og horfinna kvik- myndahúsa í Reykjavík. Farið verður frá Hafnarhúsinu kl. 20. Allir em velkomnir. Hörður Torfa í Loftkastalanum: Kossinn Hörður Torfa er nú að heíja árlega tón- leikaferð um landið. í tilefni þess að ný plata frá honum, Kossinn, er að koma út hefur hann tónleikaferð sína á útgáfutón- leikum í Loftkastalanum í kvöld. Hörður mun að sjálfsögðu hefja tónleikana einn með nokkrum lögum en síðan stígur á sviðið hljómsveit hans, Allir yndislegu mennimir, og mun hún leika öÚ lögin af nýju plötunni auk hljómsveitarútgáfu af nokkrum eldri iaga Harðar. Það kom gest- um verulega á óvart og vakti ánægju á hausttónleikum Harðar nýlega þegar hann og hljómsveitin fluttu eitt af þekkt- ari lögum hans, Ég leitaði blárra blóma, i hljómsveitarútgáfú. Skemmtanir Hljómsveitina skipa, ásamt Herði, Hjörtur Howser, á hljómborö, Jens Hans- son, sem blæs í saxófón og fleira, Björgvin Gislason, á rafmagnsgítar, Friðrik Sturlu- son, á bassa, og Eysteinn Eysteinsson, leikur á trommur. Tónleikamir hefjast kl. 21.00. Höröur Torfason. Sumir hálendis- vegir ófærir Hálka hefur myndast víða á land- inu eftir veðrabreytingar og ættu bílstjórar að gæta að sér þegar keyrt er um Öxnadalsheiði á leiðinni Reykjavík-Akureyri. Ef farið er á Vestfirði þá er hálka á heiðum þar, leiðinni Súðavík-Ísafiörður og i Ós- hlíðinni. Á Norðurlandi er Lágheiði þungfær og Öxarfiarðarheiöi er fær í slóðum. Færð á vegum Nú eru vegir famir að spillast á hálendinu og nokkra leiðir orðnar ófærar, má þar nefna Kjalvegsleiðir, Sprengisandsleiðir, Kaldadal, Am- arvatnsheiði og Dyngjufiallaleið. Systir Tlnnu og Þorgeirs Myndarlega stúlkan á myndinni fæddist á fæð- ingardeild Landspítalans 5. október, kl. 13.20. Hún var við fæðingu 4150 Barn dagsins grömm að þyngd og 53 sentímetra löng. Foreldr- ar hennar em Halldóra Þorgeirsdóttir og Gunnar Þór Guðmundsson. Hún á tvö systkini, Tinnu Ýr, sem er átta ára, og Þor- geir Leó, fiögurra ára. Kurt Russell leikur Snake Pliss- ken, sem settur er til höfuö hættulegum glæpamanni í Los Angeles framtíöarinnar. Flóttinn frá L.A. Laugarásbíó hóf sýningar um síðustu helgi á framtíðarspennu- myndinni Flóttinn frá L.A. (Escape from L.A.). Myndin er óbeint framhald spennumyndar- innar Escape from New York sem John Carpenter gerði 1981. Carpenter er aftur við stjórnvöl- inn og Kurt Russell er mættur aftur til leiks í hlutverki Snake Plissken. En sögusviðið hefur verið fært til Los Angeles og ger- ist myndin eftir að „stóri jarð- skjálftinn" hefur breytt Los Ang- eles í eyju þar sem eingöngu em vistaðir afbrotamenn. Úr rústun- um rís óvígur her imdir stjóm suður-amerísks málaliða og ræð- ur her þessi öllu svæðinu. Þegar þjóðinni er hætta búin af þess- um flokki er Snake sendur inn á svæðið. Kvikmyndir Auk Kurt Russell leika í myndinni mikill fiöldi þekktra leikara. Má þar nefna Stacy Keach, Steve Buscemi, Peter Fonda, George Carraface og Cliff Robertson sem leikur forseta Bandaríkjanna. Nýjar myndir Háskólabíó: Innrásin Laugarásbíó: Flóttinn frá L.A. Saga-bíó: Það þarf tvo til Bióhöllin: Gulleyja Prúðuleikar- anna Bíóborgin: Fyrirbærið Regnboginn: Hæpið Stjörnubió: Djöflaeyjan Krossgátan r~ r~ n r r £ IO H itr H , i vr io V Lárétt: 1 kjöt, 5 mýri, 8 deilur, 9 borða, 10 fint, 11 þvottur, 12 tré, 13 reynsla, 15 gangur, 17 fúrða, 20 van- virðir, 21 snemma. Lóðrétt: 1 bringusepi, 2 maðka, 3 lánuðu, 4 atorkumikill, 5 bilun, 6 tré, 7 spil, 11 fyrirhöfh, 14 vesöl, 16 ferð, 18 komast, 19 stöng. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 hólk, 5 áss, 8 erindi, 9 man- ar, 10 gá, 11 örk, 12 penn, 13 laup, 15 pat, 17 gátan, 20 unnin, 21 úr. Lóðrétt: 1 hem, 2 órar, 3 linku, 4 knappt, 5 ádrepan, 6 signa, 7 skán, 11 öldu, 14 agn, 16 Týr, 18 án, 19 nú. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 222 09.10.1996 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollnenqi Dollar 66,990 67,330 66,380 Pund 104,660 105,190 103,350 Kan. dollar 49,460 49,760 48,600 Dönsk kr. 11,4320 11,4930 11,6090 Norsk kr 10,2990 10,3560 10,3430 Sænsk kr. 10,1860 10,2420 10,0220 Fi. mark 14,6660 14,7520 14,7810 Fra. franki 12,9630 13,0370 13,0980 Belg. franki 2,1257 2,1385 2,1795 Sviss. franki 53,4000 53,6900 55,4900 Holl. gyllini 39,0200 39,2500 40,0300 Þýskt mark 43,8100 44,0300 44,8700 it líra 0,04406 0,04434 0,04384 Aust. sch. 6,2230 6,2610 6,3790 Port escudo 0,4330 0,4356 0,4377 Spá. peseti 0,5205 0,5237 0,5308 Jap. yen 0,60080 0,60440 0,61270 írskt pund 107,190 107,860 107,600 SDR 96,10000 96,68000 96,83000 ECU 83,8100 84,3100 84,4200 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.