Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Neytendur > > Athugasemdir við verðkönnun á gleraugum Neytendasíöan hefur fengið hörð viðbrögð við greininni frá síðasta fóstudegi þar sem fjallað var um verðmun á gleraugum og sagt frá því að Sjónarhóll í Hafn- arfirði byði 30-60% ódýrari gler- augu en hinir. Eigendur annarra gleraugnaverslana, sem og neyt- endur, hafa mótmælí þessu og segja Sjónarhól oft á tíöum bjóða dýrari gler og/eða umgjarðir en aðrir. „Sams konar par af glerjum kostar t.d. 4.300 krónur hjá mér en 4.500 kr. í Sjónarhóli og ég sel tvískipt, hert plastgler með afspeglun á rúmar 19 þúsund krónur á meðan það kostar 22.500 krónur í Sjónarhóli." Annar verslunareigandi sagði Sjónarhól eingöngu vera með breskar spangir sem væru 20 árum á eftir í tísku og þar að auki væru þær i ódýrari kant- inum. „Ég á gamlar spangir í sama stil sem ég sel allt niður í 2.000 krónur stykkið," sagði hann. Enn einn eigandi gler- augnaverslunar sagðist sjálfur hafa verið með spangir frá sama framleiðanda og Sjónar- hóll, þ.e. Young Optical í Englandi, og að þær spangir seldi hann á enn lægra verði en Sjónarhóll. Flestir þeir sem til okkar hringdu og reka gler- augnaverslun fullyrtu að verð- listi þeirra hefði ekkert breyst undanfarin 3-4 ár sökum harörar samkeppni og því væri 30-60% verðmun ekki til að dreifa. Leiðbeiningastöð heimilanna ráðleggur varðandi sláturgerð: Sjónarhóll lítið ódýrari Miðaldra maður hafði enn fremur samband og sagðist nota tvískipt gleraugu með sýnilegum sjón- punkti og hertu plasti, m.ö.o. frekar dýr gler- augu. Hann kannaði verð á nokkrum stöðum til þess eins aö komast að því að Sjónarhóll væri með svipað verð og hinir, í mesta lagi 1-2 þúsund krónum lægra sem þá fælist í spöngun- um. „Þeir verða því að segja einhvern annan brandara í Hafnarfiröi," sagði maðurinn sem endaði á því að versla í sinni gömlu gleraugnabúð. Að sögn forsvarsmanna Sjónarhóls átti hins vegar að vera mestur verömunur á svona dýrum glerjum sem þá væru allt að 60% ódýrari hjá þeim. -ingo - kryddaður blóðmör nýtur vaxandi vinsælda Ef notaður er mikiö minni mör en uppskriftin seg- ir til um veröur slátriö ekki aö slátri. Þaö harönar og bragöiö veröur ekki þaö sama. Kryddað- ur blóðmör „Fólk vill e.t.v. sefia eitt- hvað út í blóð- mörinn sem gerir hann hollari, drýgir hann eða gefur annað bragð. Þá höfum við t.d. ráðlagt því að nota fjallagrös, sem eru Þær Steinunn V. Óskarsdóttir og Steinunn Ingimundardóttir ráöleggja les- endum varöandi sláturgerö. DV-mynd S „Það er mjög mikið hringt og spurt hvað hægt sé að nota í staðinn fyrir vambir í sláturgerð. Við höfum ráðlagt að nota sáragrisju sem fæst í apótekum, þ.e.a.s. í handleggsbreidd án teygju. Slátrið er sett í grisjuna og klemmt fyrir endann með poka- klemmu. Það er líka hægt að binda hnút en þá verður endinn svolítið leiðinlegur," sögðu þær Steinunn V. Óskarsdóttir og Steinunn Ingimund- ardóttir hjá Leiðbeiningastöð heimil- anna. „Það er líka hægt að nota frysti- poka eða gervivambir úr himnu af nautshúð. Mér fannst þó leiðinlegt að setja í gervivambirnar því þær eru bæði mjóar og gefa lítið eftir. Svo eru þær svo harðar að maður verður að leggja þær í bleyti til að mýkja þær. í báðum tilvikum er hægt að nota pokaklemmur til að loka keppnum. Ég mæli þó alltaf með upprunalegu vömbunum. Þær eru svo mjúkar og frnar og gefa svo vel eftir við suðu. Sums staðar er líka hægt að fá fullhreinsaða og saumaða vambarkeppi eins og t.d. á Akur- eyri,“ sagði Steinunn Ingimundar- dóttir. Viðkvæmur matur „Það skiptir mjög miklu að allt sé tilbúið áður en hráefninu er blandað saman, þ.e.a.s. blóðinu, mjölinu og mörnum. Geijun hefst mjög fljótt eft- ir að blóðinu og mjölinu er blandað saman og þá er hætta á að gæðin rýrni ef það er lát- ið bíða. Það er því líka mjög mikil- vægt að slátrið sé soðið eða fryst strax og búið er að ganga frá því vegna þess að slátur er mjög við- kvæmur matur,“ sagði Steinunn V. Hún sagði það ekkert síðra að sjóða slátrið áður en það er fryst. „Það gera það mjög margir. Þá er hægt að setja það frosið í pott og sjóða í Vr-1 klst. Að vísu tekur slátr- ið mun meira pláss í frystinum ef það er soðið áður,“ sagði Steimmn V. Hún sagði ekki nauðsynlegt að láta slátur þiðna í ísskáp áður en það er soðið en kjósi fólk það má það ekki vera í ísskápnum nema í nokkrar klukkustundir, mesta lagi einn dag. Má minnka mörinn? „Sumum finnst of mikill mör í uppskriftinni og spyrja hvort það sé í lagi að helminga hann. Það er ekki i lagi. Ef þú ert t.d. með lítra af blóði, u.þ.b. kíló af rúgmjöli og e.t.v. 300 g af heilhveiti og haframjöli þá er ekk- ert mikið að hafa u.þ.b. 1 kg af mör. Ef þú notar mikið minni mör verður slátrið ekki að slátri. Það harðnar og bragðið verður ekki það sama,“ sagði Steinunn V. Hún sagði að mörinn væri alltaf settur saman við slátrið jafnóðum og troðið væri í vambarkeppina, þ.e. að hann væri ekki hrærður saman við mjölblönduna. Ástæðan er sú að mörinn er fljótur að drekka í sig blóðið ef hann liggur í blöndunni og verður þá dekkri en ella þegar búið er að sjóða hann. Einnig jafnast mör- inn betur niður á keppina með þvi móti. Ef maður hins vegar hefur lítinn mör má maður minnka mjölið örlítið á móti. Steinunn Ingimundar- dóttir sagð- ist aldrei hafa slátrið þykkara en þykkan velling. mjög vítamínauðug. Það þarf að hreinsa þau, hella á þau sjóðandi vatni, þurrka þau og saxa niður og síðan er hægt blanda þeim í hræruna um leið og mjölinu. Að öðru leyti er blóðmörinn búinn til eins og venjulegur blóðmör, þetta er bara krydd. Það er líka hægt að nota negul eða allrahanda í blóðmörinn og stundum er notaður svolítill syk- ur,“ sagði Steinunn V. -ingo Fundið fé! ef þú greiðir áskriftina I r \ / með beingreiöslum o o o Þeir sem greiða áskriftina með beingreiðslum fá 5% afslátt af áskriftarverði miðað viö þá sem greiða með gíróseðli. Þú græðir því einn og hálfan sjónvarpsdag í hverjum mánuði og sparar þér auk þess ferð i bankann. Allar nánari upplýsingar um beingreióslu færóu hjá viðskiptabanka þinum eöa áskriftardeild Stöðvar 2, ( simi 51 5 6100 , - ( grænt númer 800 6161 ) Greiddu áskriftina meö beingreiðslum í beingreiðslu er áskriftargjaldiö millifært beint af reikningi þínum í banka/sparisjóöi. sm-2 FJOLVARP ysvn Hægt að nota grisjur í stað vamba

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.