Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.10.1996, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 11. OKTÓBER 1996 Spurningin Hvað er það besta viö helgarnar? Jón Smári Jónsson framkvæmda- stjóri: Ég er eiginlega að vinna all- ar helgar. Ingvar Óskar Sveinsson sálfræð- ingur: Afslöppun og smá djammerí. Nógur tími til að chilla. Ellý Kratsch, heimavinnandi: Ætli það sé ekki að eiga fri. Fannar Steindórsson nemi: Það eru skemmtanirnar og fríið frá skóla. Ólafur Þorvaldz nemi: Skemmt- analífið og fríið frá skólanum. Mað- ur fær að slappa af. Egill Bjömsson nemi: Fá að sofa út og fara í partí. Lesendur dv Hvar er sjálfstæði Vestfjarða? Viö viljum búa á þessum stööum og eigum nóg tækifæri til aö una hag okk- ar vel, segir Kolbrún. Kolbrún Pálsdóttir skrifar: Vegna þeirra stöðugu skrifa um afnám búsetu á Vestfjörðum og hins neikvæða tóns í garð Vestfirðinga, jafnvel orðalags eins að „loka kjálk- anum með keðju“ sem allra fyrst, er ekki hægt að sitja aðgerðalaus og bölva í hljóði. Mig langar til að vísa spurningu til einhverra fróðra manna: Geta Vestfiröingar ekki gerst aðskilnað- arsinnar og lýst yfir sjálfstæði? Ég held að ef við fengjum að veiða á okkar miðum, sem eru eins og al- þjóð veit ein fengsælustu mið ís- lands, þá værum við ekki sá „baggi“ á þjóðfélaginu sem svo margir fávís- ir þéttbýlisbúar láta ligga að. Fiskinum af okkar miðum á að skipta á milli allra landshluta en hvar er kvóti okkar i hitaveitu og raforku? Kannski hækkaði íbúðar- verð á Vestfjöröum ef smáhitaveitu- kvóti fylgdi hverri íbúö. Fróðlegt væri að sjá upplýsingar um hve stór hluti afla landsmanna kemur af Vestfjaröamiðum. Það hlýtur að vera auðvelt á þessum tölvutímum. Vestfirðingar hafa verið með hæstu meðaltekjur í áraraðir og ekki eru mörg ár síðan ég las í ein- hverju dagblaðanna að hver Vest- firöingur „bæri 19 Reykvíkinga á bakinu“ hvaö varðar útflutnings- verðmæti á mann. Þó að Vestfirðingar séu ekki nema 5% af þjóðinni þá hafa þeir lengst af aflað 20-25% af útflutnings- verðmætum þjóðarinnar. Ekki þarf að nefna kvótann. Allir vita hvern- ig sú skipting hefur verið. Ónefndir menn sem hafa hvað hæst í dag um K.H. skrifar: Nú er svo komið að ráðherrar og þingmenn eru hættir að bera virð- ingu fyrir fólkinu í landinu. Launin hér þau lægstu í Evrópu og þó er þjóðin með ríkustu þjóðum heims. Þingmenn og ráðherrar fá fúll laun í löngu og ótímabæru sumarleyfi, bíla, þóknun fyrir fundi, risnu og aukalaun ómæld. Á meðan þeir lægst launuðu fá aðeins hluta af launum sínum sem vart duga fyrir mat, leigu eða fatnaði. Mín skoðun er að þingmenn séu Bjami Guðmundsson skrifar: Eldgosið í Vatnajökli hefur nú tekið á sig þá mynd sem góðar upp- ákomur gera gjaman í lokin. Þeim lýkur og siöan ekki söguna meir. Nú er gamanið á Skeiðarársandi í rénun og litlar fréttir þaðan nema aulafréttir. Reyndar hafa allar frétt- irnar um gosið verið aulafréttir - þegar best lét gamanfréttir. Eins og þegar Stöð 2 tilkynnti um aövífandi hættu og bíll var hafður í gangi til að koma fréttamanni til hjálpar þegar Grímsvötn ryddu sig. Eins og þegar gamli maðurinn „eitt hundrað ára“ fannst og lét móðan mása fyrir alþjóð. Maðurinn var bara ekki hundrað ára. En þetta var mikið grín og gaman. Og allir sátt- ir. dugleysi annarra fengu hann á silf- urfati og skipta bróðurlega á milli sín og fjárfesta nú af hagnaðinum erlendis. Verst af öllu er að alltof mikið af duglegu fólki hefur flutst burt (sem ég vona að komi heim þegar betur árar). Ég held að við gætum veriö okkur næg, bæði til lands og sjávar, ef við fengjum að vera í friði með okkar. Við eigum eftir nóg af færu fólki sem gæti siglt okkar skútu heilli í höfn. Við eigum nóg af tækifærum til að geta unað hag okkar vel. Við vilj- ekki lengur fyrir fólkið í landinu heldur einungis fyrir sjálfa sig. - Eða hvað gerðu þeir ekki þegar fólk- iö mótmælti skerðingu ellilífeyris og örorkubóta? Þeir hækkuðu sín laun um 40 þúsund krónur sem eru rétt um mánaðarlaun atvinnuleys- ingja. Þeir hlustuðu ekki á fólkið og þeir breyttu engu. Biðu aðeins þar til látunum linnti. Hafa líklega hugsað sem svo: Tja, þetta er bóla sem hverfur brátt. Og sú varð líka raunin. Ég legg til að safnað verði undir- Nú skulum við reyna að hætta þessu fimbulfambi um gos og reyk- mekki. Þama er ekkert fréttnæmt. Þetta eru jú jökulruðningar sem hleypa upp hita og gufu eins og ávallt gerist þegar glufur opnast niður á talsvert dýpi. Hvort Gríms- vötn hlaupa eða hlaupa ekki skiptir um búa á þessum stöðum. Þótt hætta sé á snjóflóðum þá þurfum við ekki að óttast eldgos og jarð- skjálfta. Ekki má gleyma að jafn- vægi þarf að vera í byggð landsins eins og í öðm, eigi ekki illa að fara. Ég skora á alla Vestfirðinga að standa þétt saman í þeirri baráttu sem greinilega er framundan til að styrkja okkar tilverurétt. Munið að Vestfirðingar og Vestlendingar börðust hvað harðast með Jóni Sig- urðssyni í hans baráttu fyrir sjálf- stæði íslands. Hvar er sjálfstæði Vestfjarða í dag? skriftum í landinu öllu um að þess- ir menn segi af sér embættum þar sem þeir eru ekki færir um að stjóma á lýðræðislegum grundvelli. Hér á landi á jú að vera lýðræði, ekki satt? Þessir menn em þarna í þjónustustörfum til að þjóna fólkinu í landinu, og þannig á það að vera. - Ég er sammmála Pétri Sigurðs- syni, forseta Alþýðusambands Vest- fiarða, að sem lágmark eigi að tvö- falda laun þeirra lægst launuðu. Betra væri þó að þrefalda þau, það væri sanngjarnast. engu máli. Og hlaupi þau í norður er það bara gott fyrir auðnina. Fyrr en hlaupið hefst er ekki eft- ir neinu að slægjast úr því enginn vill leggja það á sig að útskýra fyrir þjóðinni hvemig á að koma fólki til bjargar þarna ef verulegar náttúru- hamfarir hefjast á annað borð. Líkamsárásir aukast - dæm- ið strax Kristinn Sigurðsson skrifar: Varla líður sá dagur að ekki fréttist af hrottalegri líkamsárás. Sorglegt er að þegar árásarmaður er handtekinn þá er hann í flest- um tilfellum látinn laus strax og hann játar. Slíka menn á að dæma samstundis eftir yfir- heyrslu og játningu. Þeim má ekki sleppa á götuna. Fyrir svo sem 10 árum voru líkamsárásir fátíðar, en þá var löggæsla líka mun betri en nú. - Reykjavíkur- borg og dómsmálayfirvöld þurfa að sinna skyldum sínum við borg- arana. Myndbirtingar og flýti- meðferð í dómum eru nærtæk úr- ræði á meðan löggæsla er ekki betri en nú. Vænti mikils af landsfundi Sjálf- stæðisflokks Magnús Sigm-ðsson hringdi: Ég er einn þeirra sem enn trúa því að réttlæti komi m.a. frá hin- um pólitískt kjömu fulltrúum okkar. Meira að segja allra flokka. Gjör rétt, þol ei órétt, var lengi eitt af slagorðum Sjálfstæð- isflokksins, og hampaði Bjami heitinn Benediktsson, formaður flokksins, þeim oft og iðulega. Nú er fram undan landsfundur Sjálf- stæðisflokksins. Ég vænti mikils af þessum fundi, og m.a. þess, að hann samþykki einróma að átak verði gert til að lækka skatta. Hann á auðvitað að halda sig við slagorðið: Afhám tekjuskatts i áfongum. Embættin og borgararnir B. Valdimarsson hringdi: Alþingi á að vera ábyrgt og skaðabótaskylt gagnvart lögum sem það setur. Kretja ber kjöma fulltrúa ríkis og sveitarfélaga mn réttláta framkomu embættanna gagnvart borgurunum, það eru jú þeir sem skipa í embættin og setja þeim reglur - ef enhverjar em. Fyrr en þetta verður lagfært verð- ur stöðugt verra og verra að búa á íslandi. Hvemig ætla stjórnvöld og hagsmunahópar að bæta kjör hinna velmegandi í þjóðfélaginu án þess að það skili sér aftur i eyðslu og síðan gengisfellingu og öðram kreppuráðstöfunum? Kvennafylgi forsetans Nanna hringdi: Samkvæmt skoðanakönnunum virðist forseti íslands hafa meiri tiltrú hjá konum en körlum. Þetta er skiljanlegt, því það era karlar sem ráða hér að mestu og þeir era ekki hrifnir af því að forsetinn skuli sýna af sér þá djörfung að vilja fylgjast með í þjóðmálum og ætla að setja mark sitt á fram- vinduna. Þetta er nýlunda hér því forsetar hafa hingað til verið mest til skrauts. En frumkvæði forset- ans er vel þegiö af landsmönnum, ekki bara konum, þótt þær sýni hug sinn til embættisins með því telja hann vera eins konar sverð og skjöld þjóðarinnar á nútima visu. Ósanngjörn skoðanakönnun Guðm. Þ. Ásgeirsson skrifar: Mér finnst ósanngjarnt af DV að vera með skoðanakönnun um vinsældir forseta þjóðarinnar og svo forsætisráðherra. Forsetinn hefur ekkert annað að gera en koma vel fram og segja fólki það sem það vill heyra, en hinn aðil- inn, forsætisráðherra, verður að taka misvinsælar ákvarðanir sem hljóta að bitna á honum og þannig á niðurstöðu könnunar- innar. Mér fannst þessi skoðana- könnun DV ekki vera hlutlaus. Laun, risna og þjónusta þingmanna Gosið í jölkinum - gaman I rénun „Fyrr en hlaupiö hefst er ekki eftir neinu að slægjast," segir bréfritari. - Á ferð yfir Skeiöarársand.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.