Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
Fréttir
Jósafat Arngrlmsson segir Sigurð bróður sinn niðurbrotinn eftir varðhaldið:
Skaðabótamál í undir
búningi gegn írum
- Jósafat fullyrðir að ákæra á hendur honum verði felld niður
„Það er nú þegar í undirbúningi
skaðabótamál gegn írska ríkinu.
Þetta voru rangar handtökur, sak-
argiftir og vistun í gæsluvarð-
haldi,“ sagði Jósafat Arngríms-
son, athafnamaður á írlandi, í
samtali við DV um vistun Sigurð-
ar bróöur sins og skipstjóra á
flutningaskipinu Tia, í tæplega
mánaðarlöngu gæsluvarðhaldi
vegna gruns írsku lögreglunnar
um meinta tilraun til innflutnings
á fíkniefnum.
Jósafat sagði að Sigurður væri
niðurbrotinn eftir gæsluvarðhald-
ið. Hann hefði verið vistaður í
klefa þar sem nánast einungis
væri bekkur með teppi - aðstæður
hefðu verið í hæsta máta mann-
skemmandi.
„Sigurður skilur ekki hvað hef-
ur verið að gerast," sagði Jósafat.
Sigurði var sleppt gegn tryggingu á
þriðjudag. Jósafat sagði það eins-
dæmi með hvaða hætti ákæruvald-
ið á írlandi hefði staðið að málatil-
búnaði gagnvart bróður sínum.
Engar sannanir væru fyrir hendi.
Dómstóll ákvað á þriðjudag að
málinu yrði frestað til 17. janúar.
„Þetta mál verður hvorki rekið
né flutt í janúar. Ef ekki verður
búið að fella ákæruna niður fyrir
þann tíma mun það verða gert í
janúar. Lögfræðingur Sigurðar
fullyrti þetta við mig. Það er
ákært fyrir samsæri og enginn
annar er ákærður. Með hverjum
gerði hann samsæri?" sagði Jósa-
fat.
Hann sagðist jafnframt telja að
það hefði ekki þekkst í írskri rétt-
arsögu að mönnum væri sleppt
gegn tryggingu án þess i raun að
sakborningar hefðu neina fasta
búsetu í landinu. Slíkt hefði verið
gert í tilfelli Sigurðar bróður síns.
„Þetta þýðir að þeir telja sig
ekki hafa neitt mál en vilja ekki
viðurkenna það. Það verður ekk-
ert mál höfðað," sagði Jósafat
Arngrímsson. Eins og fram hef-
ur komið í DV hefur lögreglan á
írlandi alfarið neitað að tjá sig
um á hverju ákæran á hendur
Sigurði var byggð. Ekki náðist í
Sigurð Arngrímsson á írlandi í
gær.
-Ótt
Almennur fundur í Seljakirkju um ofbeldi barna og unglinga:
Barnaverndarlögin rýr til að
taka á málum afbrotabarna
- afbrotabörn ekki sjálfstætt viðfangsefni laganna, segir forstjóri Barnaverndarstofu
Núgildandi barnaverndarlög
fjalla fyrst og fremst um börn sem
þolendur misréttis af margvíslegu
tagi, en að mjög litlu leyti um börn
sem gerendur og ákvæði þeirra um
viöbrögð við afbrotum bama, t.d.
líkamsárásum, eru mjög ófullkomin
og heimildir bamavemdarnefnda
og samfélagsins til að grípa til aö-
gerða og stööva feril síbrotaung-
linga em rýrar.
Þetta koma fram í máli Braga
Guöbrandssonar, forstjóra Barna-
vemdarstofu, á fundi í Seljakirkju í
gærkvöld, sem foreldrafélög
öldusels- og Seljaskóla, Seljakirkja,
SAivlFOK og samtökin Heimili og
skóli stóðu fyrir.
Bragi sagöi að afbrot bama væru
einfaldlega ekki sjálfstætt viðfangs-
efni laganna en einungis minnst á
þau i einstökum greinum laganna í
framhjáhlaupi, einkanlega þó í 22.
grein þeirra. Mjög brýnt væri að
bæta úr þessu þar sem þau skilaboð
sem afbrotaunglingar og raunar allt
samfélagið læsi úr afleiöingum
hinnar máttvana löggjafar væru
vart viöunandi.
Alvarlegustu gallar bamavemd-
arlaganna felast að sögn Braga í því
að afbrotaböm em ekki sjálfstætt
viðfangsefni laganna og ekki sé gert
ráð fyrir tilteknum aðgerðum í mál-
efnum afbrotabama og -unglinga og
réttarstaöa þeirra óJjós og lítt skil-
greind. Samkvæmt lögunum teljast
þeir böm sem ekki hafa náð 18 ára
aldri, en það hins vegar stangast á
við lögbundiö sjálfræði fólks sem
hefst við 16 ára aldur á íslandi, ólíkt
því sem er i nágrannalöndunum.
Bragi sagði aö mjög brýnt væri aö
breyta þessu og hækka sjálfræðis-
aldurinn í 18 ár, þar sem 16 ára
sjálfræðisaldur væri úr takti við
þjóðfélagiö eins og það er nú á tím-
um og á við það sem gerist í þeim
löndum sem við höfum mest sam-
skipti við og bemm okkur saman
við.
Bragi gerði fúndarmönnum skýra
grein fyrir því hvílík brotalöm er í
barnavemdarlögunum að þessu
leyti og benti á sem dæmi um það
frétt DV nýlega af afbrotaunglingi
sem staöinn hefur verið 11 sinnum
að því að beita aðra grófú ofbeldi og
ógnunum, en lagaleg úrræði séu svo
ófullkomin að þau hreinlega duga
ekki til aö stöðva ógæfuferil þessa
unga manns. Lagaheimildir skortir
til að bamavemdaryfirvöld geti tek-
ið hann úr umferö og endurhæft.
Lagaheimildir skortir til að beina
honum af þeirri ógæfubraut, bæði
fyrir sjálfan hann og samfélagið,
sem hann er á.
Auk þess að réttarstaða afbrota-
barna sé mjög óljós í lögunum sagði
Bragi heimildir bamavemdar-
nefnda og annarra yfirvalda mjög
óljósar og rýrar til þess að grípa til
aðgerða eins og vistimar í því skyni
að stöðva ógæfúferil viökomandi
bama og hefja endurhæfíngu.
Hann sagði að heimildarákvæöi
væra þó um að bamavemdamefnd-
ir geti vistaö afbrotabörn í allt að
fjórar vikur í neyöartilvikum, en á
þessari heimild sé alvarleg brota-
löm: Til þess að hægt sé að vista
barnið verði barnaverndarnefnd
eða fulltrúar hennar að fá heimild
foreldra eða foreldris, sem sjaldnast
hafi aöstæður eða þekkingu til að
meta alvarleika mála rétt.
Þetta ákvörðunarvald foreldra sé
í raun yfirsterkara rannsóknahags-
munum, hagsmimum fómarlam-
banna, hagsmunum samfélagsins og
hagsmunum vandræðabarnsins
sjálfs. Ef foreldrar neita að afbrota-
barn sé vistað, þá séu einfaldlega
ekki lagaheimildir til þess að rísa
gegn þeim vilja foreldranna, svo
ekki sé talaö um vilja bamsins
sjálfs, sé það orðið 16 ára og orðið
sjálfráða.
Bragi gat þess að bamaverndar-
lögin væru nú í endurskoðun í fé-
lagsmálaráðuneytinu og hann vænti
þess að á þeim yrði gerð bragarbót
á yfirstandandi þingi. -SÁ
Fundur um ofbeldi í Seljakirkju. DV-mynd ÞÖK
Formaður FFSÍ:
Dómsmála-
ráðherra
höfði mál
DV, Akureyri:
Guðjón A. Kristjánsson, for-
maður Farmanna- og fiskimanna-
sambands íslands, fór ekki mild-
um orðum um kvótakerfið í sjáv-
arútveginum við setningu for-
mannaráðstefnu FFSÍ á Akureyri
í gær. „Kerfið sem stýrikerfi
mengar bæði menn og haf og eyð-
ir og spillir því meir sem afla-
heimildir eru minni, einkum þeg-
ar aflakvótinn er ekki í neinu
samræmi við aflabrögð og fisk-
gengd,“ sagði Guðjón.
Guðjón segir kröfuna um ávöxt-
un kvótans ganga niður eftir
valdastiganum, alveg niður til há-
setans sem , jafnvel án hvatningar
hækkar sinn aflahlut úr fáum
kvótatonnum skipsins með úr-
kastsaðferðinni“.
Guðjón sagði að sjávarútvegs-
ráðherra væri það ljóst að verið
væri að brjóta lög á sjómönnum
með kvótabraskinu og það hefði
viðgengist í nokkur ár. „Væri
ekki rétt að ráðherrann, sem jafn-
framt er dómsmálaráðherra, bæði
um upplýsingar og höfðaði nokk-
ur opinber sakamál vegna lög-
brota?“ sagði Guðjón. -gk
Stuttar fréttir
3,7 prósent án vinnu
Samkvæmt nýrri vinnumarkaðs-
könnun Hagstofunnar voru 3,7%
vinnufærra manna án atvinnu um
miðjan nóvember sL miðað við
3,9% i sama mánuði í fyrra.
Alþjóðleg bókun
Alþjóðleg bókunarskrifstofa
hefur verið opnuð hér á landi á
vegum bílaleigunnar Avis. Að-
gangur fæst að 6 þúsund stöðvum
í 163 löndum.
Árnesbréf uppseld
Hlutafjárútboði Ámess upp á
130 milijónir króna lauk á for-
kaupsréttartímabilinu. Bréfin
seldust á genginu 1,25.
161 umsókn
Alls barst 161 umsókn um styrk
úr Kvikmyndasjóði en umsóknar-
frestur rann út 18. nóvember sl.
Upphæð styrkja sem óskað er eft-
ir nálgast 1 milijarð króna.
Öryggi ógnaö
Að mati Slysavamafélags ís-
lands ógnar það öryggi sjómanna
að fækka strandstöðvum Pósts og
síma. Samkvæmt RÚV geti nútíma-
fiarskipti ekki komið í stað þekk-
ingar starfsmanna stöðvanna á
staðháttum þegar eitthvað bjátar á.
Dýr flutningur
Kostnaður ríkisins af flutningi
Landmælinga til Akraness er tal-
inn á bilinu 16-20 milljónir króna.
Samkvæmt RÚV er þá ótalinn
kostnaður vegna búferlaflutninga
starfsmanna.
Engir tollar
Engir tollar hafa verið á nokkrum
tegundum af innfluttu grænmeti frá
1. nóvember. Samkvæmt RÚV hefur
verð á sumum þeirra lækkað um
meira en helming. -bjb
Þú getur svaraft þessari
spurningu meö því að
hringja í stma 9041800.
39,90 kr. mtnútan
Ji t|, Nel %
j rödd
FOLKSINS
904 1600
Var rétt að semja við Dani
um líffæraflutninga?
Langþráður sigur Phoenix
Phoenix vann loks leik í NBA-
deildinni í körfuknattleik í nótt
þegar liðið lagði New Jersey.
Phoenix hafði tapað 13 fyrstu leikj-
um sínum á tímabilinu.
Úrslitin í nótt:
Toronto-Charlotte............92-88
Williams 23, Wright 16 - Rice 29.
Detroit-Vancouver............87-78
Hunter 24, Thorpe 17 - Anthony 24.
Orlando-Atlanta .............79-75
Seikaly 16, Anderson 14 - Mutombo 20.
Boston-LA Lakers ..........110-94
Rajja 19, Walker 19 - Shaq 22.
Minnesota-Seattle .........98-106
Gugliotta 22 - Schrempf 27, Hawkins 24.
Milwaukee-Cleveland ........92-75
Baker 22, Robinson 22 - Hill 16.
San Antonio-Portland .... 109-120
Wilkins 33 - Anderson 25, Sabonis 23.
Phoenix-New Jersey .........99-77
Person 22, Finley 18 - Gill 18.
Utah-Denver ...........107-103
Malone 31, Homacek 29 - Stith 31.
LA Clippers-Miami........82-98
Martin 18 - Majerle 26, Mourning 19.
Boston átti frábæran lokakafla
gegn Lakers og skoraði 14 stig gegn
einu á síðustu 3 mínútunum.
Nick Anderson tryggði Orlando
sigur á Atlanta með þremur
þriggja stiga körfum undir lokin.
-VS