Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996 Utlönd Mladic, hers- höfðingi Bosníu- Serba, fellst á að fara frá Ratko Mladic, sem fór með yf- irstjórn hers Bosníu-Serba í átökunum í Bosníu frá 1992 til 1995, hefur fallist á að segja af sér og binda þar með enda á valdabaráttu við stjórnmálaleið- toga Serba, að sögn óháðrar júgóslavneskr- ar fréttastofu. Fréttastofan VIP skýrði frá því að Mladic hefði skrifað til borgara- legra yfir- valda Bosníu- Serba i höfuðborg þeirra Pale til að staðfesta að hann hefði afsal- að sér völdum í hendur aðstoð- armanns síns, Manojlos Milo- vanovics hershöfðingja. Eitt fyrsta verk Milovanovics verður síðan að afsala sér yfir- ráðum yfir hernum í hendur Peros Colics, sem nýtur stuðn- ings borgaralegra yfirvalda Bosníu-Serba. Ratko Mladic hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi vegna hlutverks síns í stríðinu í Bosn- íu. Reuter ## Verksmiöjum lokaö í Frakklandi og skortur á matvælum: Ongþveiti ríkir vegna verkfalls vörubílstjóra Öngþveiti ríkir nú í Frakklandi eftir að tilraunir til að binda enda á 11 daga langt verkfall vörubílstjóra fóru út um þúfur seint í gærkvöld. Vörubílstjórar kváðust ekki myndu fjarlægja vegatálma eftir að samn- ingamenn þeirra tilkynntu að slitn- að hefði upp úr viðræðunum við at- vinnurekendur og fulltrúa stjóm- valda. Vörubílstjórarnir kreíjast meðal annars hærri launa og styttri vinnutima. I gær vom vegatálmar á um 250 stöðum víðs vegar um Frakkland og eru aðgerðir vörubílstjóra famar að hafa veruleg áhrif á atvinnulíf. Vegna vegatálma við olíubirgða- stöðvar hefur þurft að loka um 2 þúsund af 18 þúsund bensinstöðv- um. Á sumum stöðum er bensín skammtað til þess að hægt sé að af- greiða sjúkrabila og slökkviliðsbíla. Kalla þurfti lögreglu til nokkurra bensínstöðva þar sem reiðir öku- menn höfðu reynt að koma í veg fyr- VIDEOSPÓLU- TILBOD Ný mynd kr. 300. Eldri myndir kr. 150. Barnaefni kr. 100. - ALLTAF NÝTILBOÐ- Kúlan Langholtsvegi 130 Sími 588-3320 UPPBOÐ Á nauðungarsölu sem haldin verður föstudaginn 6. desember 1996, kl. 16, við Bílaskemmu BG v/Flugvallarveg í Keflavík hefur, að kröfu ýmissa lögmanna og sýslumannsins í Keflavík, verið krafist sölu á eftirtöldum bifreiðum og ööru lausafé: A-4428 A-4856 AX-076 BD- 239 BF-436 DE-669 DP-952 FB-668 FF-553 FÞ-317 GD- 548 GE-739 GF-964 GH-133 GI-260 GM-220 GN- 825 GO-567 GP-104 GP-250 GS-909 GT-288 GU- 373 GU-509 GU-674 GX-605 GY-332 GÞ-745 HB-155 HG-707 HH-871 HO-749 HS-056 HT-417 HT- 629 HX-863 HZ-787 IA-552 IA-837 IC-918 ID-781 IF- 501 IG-380 IL-440 IP-059 IP-325 IP-394 IR- 307 IR-672 IX-984 IZ-681 IÞ-328 IÖ-400 IÖ- 701 1-119 J A-740 JB-784 JB-994 JJ-450 JJ- 897 JL-520 JP-448 JS-918 JT-258 JT-844 JÖ- 842 KA-082 KB-510 KD-863 KD-935 KE- 902 KS-759 KT-024 KU-891 LG-159 LH-150 LL- 666 MA-181 MA-654 MO-711 MS-409 NA-868 ND- 696 NE-345 OA-035 OD-233 OX-955 OZ-281 PA-151 PJ-559 R-1058 R-22810 R-42727 R-70747 R-9258 RY-085 SE-310 SI-255 SM-052 TF-959 VR-594 Y-1864 YA-496 Ö-2827 Ö-4011 Ö-541 Uppboöiö veröur síöan flutt aö Tjarnargötu 31 a, Keflavík, og veröa eftirfarandi tæki til flatkökugerðar seld: Weisert Losert, færi- band/fletjuvél, Excelsior-Mix, iðnaðarhrærivél, 40 lítra, og helluborð, 4 stk. með 26 hellum, allt staðsett að Tjarnargötu 31 a, Keflavík. Greiðsla áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Keflavík Franskir vörubílstjórar hlýja sér við eld við vegatálma við Fontainbleau, um 60 kílómetra sunnan viö París. Simamynd Reuter ir að neyðarbílar, þar á meðal læknabílar, fengju afgreiðslu á und- an öðrum. Verksmiðjum hefur ver- ið lokað vegna hráefnisskorts og skortur er á ýmsum matvælum. Verkfallið í Frakklandi, og hlið- stætt verkfall í Danmörku, hefur einnig skapað vandræði í öðrum evrópskum löndum. Þúsundir vöru- bílstjóra frá Bretlandi, Spáni, Þýskalandi og öðrum löndum eru innlyksa, matarlausir og félausir. Aukin spenna meðal þeirra hefur leitt til átáka við franska bílstjóra. í Þýskalandi ógnar verkfall fran- skra vörubílstjóra framleiðslunni hjá bílaframleiðandanum Volkswag- en AG. Jafnframt hefur verkfallið hindrað flutninga til Þýskalands á ferskum ávöxtum, grænmeti, fiski, áfengi og fleiru frá Frakklandi, Skandinavíu, Spáni og öðrum lönd- um. í Danmörku hafa um 1500 vörubíl- stjórar hindrað vöruflutninga við landamærin við Þýskaland frá því á mánudag. Þeir hafa einnig hindrað umferð um hafnir frá því á þriðjudag. Danska vörubílstjóra greinir á við stjómvöld um skattafrádrátt. Reuter Stjórnarandstæðingar í Serbíu herða róðurinn: Stuttar fréttir Krefjast forseta Stjórnarandstöðuleiðtogar í Serbíu segja að ekkert lát verði á mótmælaaðgerðum þeirra vegna ógildingar sveitarstjórnarkosninga og þeir krefjast þess nú að Slobod- an Milosevic forseti segi af sér. Vuk Draskovic, einn leiðtoga Za- jedno, samfylkingar stjórnarand- stæðinga, sagði mannfjölda í mið- borg Belgrad í gær að nú snerust mótmælin ekki lengur um það aö Milosevic neitaði að viðurkenna kosningasigur stjórnarandstöðunn- ar. „Þar til í gær börðumst við til að verja kosningasigur okkar. Nú er takmark uppreisnar okkar afsögn Slobodans Milosevics," sagði Dra- skovic. Stjórnarandstæðingar hafa stað- ið fyrir mótmælaaðgerðum í rúma afsagnar landsins viku, eða frá því yfirvöld ógiltu úr- slit bæjar- og sveitarstjómarkosn- inga þar sem flokkur forsetans fékk herfilega útreið. Talið er að milli fimmtiu og átta- tíu þúsund manns hafi verið á göt- um Belgrad í gær, í einhverri stærstu mótmælagöngunni til þessa. Fjölmenni hefur verið í svipuð- um göngum í iðnaðarborgunum Nis og Kragujevac þar sem Milos- evic hefur átt traustu fylgi að fagna. Forsetinn lét endurtaka kosning- amar í gær en stjórnarandstæðing- ar hvöttu fólk til að sitja heima. Ekki hafa birst neinar tölur inn kjörsókn en búist er við að úrslit verði kunn síðar í dag. Reuter Tuttugu og í flugslysi Tíu flugliðar og þrettán farþegar létu lífið er rússnesk vöruflutninga- vél af gerðinni Ilyushin IL- 76 fórst í Síberíu í gærkvöld. Flugvélin, sem var með 30 tonn af farmi, var á leið frá Abakan í suðurhluta Síberíu til Petropavlovsk-Kamchatsky á Kamtsjatkaskaga. Að sögn rússneskra yfirvalda rofnaði samband við flugvélina að- eins sjö mínútum eftir flugtak. Interfaxfréttastofan greindi frá því þrír létust í Síberíu að brak úr flugvélinni og nokkur lík hefðu fundist i 16 kílómetra fjar- lægð frá Abakan. Undanfarna mánuði hafa þó nokkrar flugvélar af þessari gerð farist. Þann 12. nóvember rakst Ilyushin-vél í eigu KazAir flugfé- lagsins á risafarþegaþotu yfir Ind- landi með þeim afleiðingum að á þriðja hundrað manns týndi lífi. Einnig fórust Ilyushin-vélar í apríl, júní og ágúst. Reuter Engin málamiðlun Bandarísk stjómvöld útiloka tilslakanir í andstöðu sinni gegn endurkjöri Boutrosar-Ghalis í starf framkvæmdastjóra SÞ. Banvænt námuslys Fjórir námumenn týndu lifi og 15 er saknað eftir aurskriðu í demantanámu í Suðúr-Afi-íku í gærkvöld. Ekki í NATO Paavo Lipponen, for- sætisráðherra Finnlands, it- rekaði eftir við- ræður við yfir- menn Atlants- hafsbandalags- ins í Brussel í gær að Finnar hefðu ekki í hyggju að sækja um aðild að NATO. Þingmenn reknir Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, bjó sig undir að reka andstæðinga sína út úr þing- húsinu og ætlaði að nota málara og rafvirkja til verksins en ekki lögréglu. Kosið í Alsír Alsírbúar biðu í röðum við opn- un kjörstaða í morgun til að kjósa um nýja stjómarskrá en bókstafs- trúarmenn og stjómarandstæð- ingar hvöttu kjósendur til að sitja heima eða segja nei. Glæpir í brennidepli írska þjóðin gengur að kjör- borðinu í dag til að ákveða hvort herða eigi reglur sem gilda um lausn meintra sakamanna gegn tryggingu. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.