Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1996, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1996
íþróttir
Stefan Iversen
kröfuharður
Norðmaðurinn Stefan Iversen
ætlar ekki að gefa sitt eftir en
fyrir helgina komust norska lið-
ið Rosenborg og Tottenham að
samkomulagi um kaup á þessum
snjalla leikmanni. Nú er orðið
óvíst hvort nokkuð verði af söl-
unni því nú hefur Iversen krafist
að fá 25% af söluverðinu sem
nemur um 270 milljónum. Sam-
kvæmt reglum norska knatt-
spymusambandsins þá mega
leikmenn ekki fá nema 10% af
kaupverðinu en það fellst Iver-
sen ekki á.
Met sett á Ítalíu
Met var sett í ítölsku 1. deild-
inni hvað aðsókn snertir um
síðustu helgi. Á leik Inter og Mil-
an greiddu yfir 80 þúsund manns
aðgangseyri en fyrra metið var á
leik Milan og Juventus 1995.
ÍR-ingar ósáttir viö niðurröðun dómaranefndar HSÍ:
Fáum óreynda dóm
ara oftar en aðrir
- segir Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR-inga
m
NBA-DEIIDÍK
Aleksandar Djordjevic, júgó-
slavneski landsliðsmaöurinn sem
vakti mikla athygli á Ólympiuleikun-
um I sumar, byrjaði loksins aö spila
með Portland í nótt. Djordjevic
meiddist I siðasta æfingaleik Port-
land fyrir tímabilið og hefur mátt
horfa á 14 fyrstu leiki liðsins í NBA-
deildinni.
Marcus Camby, nýliðinn efailegi
hjá Toronto, féll iUa í upphitun fyrir
leik liðsins gegn Sacramento í fyrri-
nótt. Hann var fluttur á sjúkraiiús,
máttlítiU neðan mittis en rannsókn
leiddi í ljós að ekki væri um alvarleg
meiösli að ræða og Camby gæti byrj-
að að spUa fljótlega á ný.
Orlando Magic hefur samið við
Dell Demps, 26 ára bakvörð, en hann
var með lausan samning.' Demps lék
með San Antonio í fyrra og hafði
áður leikið smávegis Golden State.
Dick Motta tók viö þjálfarastöð-
unni hjá Denver í fyrradag þegar
Bernie Bickerstaff ákvað aö draga sig
í hlé og einbeita sér að stjórnunar-
störfum hjá félaginu. Motta er 65 ára
og einn reyndasti þjáifari deUdarinn-
ar en hann þjálfaði DaUas í fyrra. Að-
eins tveir þjálfarar í sögu NBA eiga
Ueiri sigurleiki að baki en Motta sem
hrósaði sigri á fyrsta degi þegar Den-
ver vann Phoenix.
ÍR-ingar eru mjög ósáttir við niö-
urröðun dómara á leiki í 1. deild
karla í handknattleik í vetur og
telja sig hafa borið skarðan hlut frá
borði.
„Okkur fannst ekki einleikið hve
oft við fengum óreynda dómara á
leiki okkar og gerðum því úttekt á
því hvernig dómurum væri raðað
niður á leikina í fyrri hluta íslands-
mótsins. Útkoman er sláandi því
þar fáum við aðeins tvívegis al-
þjóðadómara á okkar leiki á meðan
Haukar fá þá 8 sinnum og KAog
Valur 7 sinnum. Síðan fáum við oft-
ast nýliða á okkar leiki, 5 sinnum, á
meðan önnur lið fá þá yflrleitt ekki
nema einu sinni eða tvisvar," sagði
Matthías Matthíasson, þjálfari ÍR, í
samtali við DV í gær.
Þrjú pör af alþjóðlegum dómurum
dæma i 1. deildinni og ÍR er eina fé-
lagið sem ekki fær Stefán Amalds-
son og Rögnvald Erlingsson, hæst
skrifaða parið, á sína leiki.
„Við erum ósáttir við dómara-
nefndina og viljum veita henni að-
hald eftir að hafa skoðað þessar töl-
ur. Það er eins og spáin í haust hafi
ráðið miklu um niðurröðunina,
okkur var spáð falli og þar með eru
lægra skrifaðir dómarar settir á
okkar leiki. Ég er ekki að segja að
þetta hafi bitnað sérstaklega á okk-
ur hvað varðar sjálfa dómgæsluna
en það gefur þó augaleið að gæðin
eru ekki þau sömu hjá nýliðum og
alþjóðadómurum og við sættum
okkur ekki við þetta,“ sagði Matthí-
as.
Setjum ekki yngri dómarana
á leiki milli toppliöanna
„Málið er einfalt og það höfum
við sagt við ÍR-inga og einnig
Gróttumenn sem hafa líka kvartað.
Við erum aðeins með 8 pör sem
dæma í 1. deild karla og 17 pör sem
dæma í deildunum þremur í karla-
og kvennaflokki á íslandsmótinu.
Það gefur augaleið að við getum
ekki sett yngri dómarana á leiki þar
sem toppliðin mætast, eins og Hauk-
ar og Afturelding, og verðum frekar
að nota þá í leikjum þar sem efri lið-
in mæta þeim neðri. Staðan i deild-
inni er eina viðmiðunin sem hægt
er að nota eins og staðan er í dag. Ef
félögin væru duglegri að útvega
dómara og við hefðum úr fleirmn að
velja væri staðan allt önnur.
Draumastaðan væri auðvitað að
eiga tvö pör tilbúin fyrir hvem leik
en því er ekki að heilsa,“ sagði Ólaf-
ur H. Steingrímsson, forsvarsmaður
dómaranefndar HSÍ, við DV.
„Félögin verða að lifa við þetta til
áramóta en þá era málin skoðuð
upp á nýtt. Dómararnir fara í þrek-
próf, frammistaða þeirra metin, og
eftir það geta forsendumar breyst,“
sagði Ólafur. -VS
Winterburn og
Wright mæta
fýrir dómstól
Tveir af leikmönnum Arsenal eiga að mæta fyrir
dómstól enska knattspyrnusambandsins þann 6. j&-
desember í Lundúnum fyrir ósæmilegan munn- »
söfhuð á knattspymuvellinum. Leikmennimir
sem hér um ræðir eru Ian Wright og Nigel
Winterbum.
Ian Wright mun ekki hafa farið fögrum
orðum um David Pleat þegar Arsenal lék
við Sheffield Wednesday. Wright á að hafa
kallað Pleat homma.
Winterbum á einnig í sama leik að
hafa látið fjúka ófögur orð til aðdá-
enda Sheffield Wednesday. Enska
knattspymusambandið tekur orðið hart
á uppákomum sem þessum. -JKS
Hagstœö kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni
o'tt milf/ himinx
V/.
$CD)
Smáauglýsingar
PVl
660 6000
lan Wright þarf þann 6. desember
aö mæta fyrir dómstól enska
knattspyrnusambandsins ásamt
félaga sínum, Nigel Winterburn í
Arsenal.
Englendingar styrkja
Moldava um 2 milljónir
Leikmenn enska landsliðsins og
stjóm enska knattspymusambands-
ins ákváðu í gær að styrkja bág-
stadda í Moldavíu um 2 milljónir ís-
lenskra króna. Enska landsliðið lék
gegn Moldövum í riðlakeppni
heimsmeistaramótsins í september
og sáu þá leikmenn þar með eigin
augum hvaö ástandið er alvarlegt í
landinu sem var fyrram lýðveldi
gömlu Sovétrikjanna. Peningamir
sem Englendingar létu af hendi
rakna era ætlaðir munaðarleysingj-
um og öðram þeim sem eiga um
sárt að binda, en efnahagsástandið
er mjög bágt í Moldavíu og hefur
verið svo um langt skeið.
Ensku landsliðsmönnum þótti
nóg um að sjá ástandið og vora
ákveðnir í því þegar heim var kom-
ið að styrkja Moldava með
einhverju móti. Talið er að yfir 30
börn hafi látist úr kulda í Moldavíu
í fyrravetur.
-JKS
Mikið sundefni á ferðinni:
Gunnar hefur sett
18 sveinamet á árinu
A meta- og lágmarksmóti Sundfé-
lags Hafnarfjarðar sem haldiö var í
Sundhöll Hafnarfjarðar í fyrradag
setti Gunnar Steinþórsson úr Sund-
deild Aftureldingar í Mosfellsbæ
sveinamet í 200 metra fjórsundi.
Gunnar synti vegalengdina á 2:31,44
mínútum og sló þannig sitt eigið frá
AMÍ á Egilsstöðum í sumar sem
leið. Þar synti Gunnar á 2:39,99 mín-
útum og bætti því metið um sex sek-
úndur sem verður að teljast frábær
bæting.
Þetta er 18. sveinametiö sem
Gunnar setur á árinu og er árangur
þessa 12 ára stráks sérlega glæsileg-
ur.
í bikarkeppninni um síðustu
helgi lét Gunnar þónokkuð að sér
kveða en þar setti hann þrjú sveina-
met.
-JKS
DV
Garðar fer ekki
Garðar Newman, lykilmaður i
vöm Skallagríms í 2. deildinni i
knattspymu í sumar, spilar
áfram með Borgnesingum í 1.
deildinni á næsta ári. Hann
hafði verið sterklega orðaður við
lið Keflvikinga.
Dómaranámskeið
KKÍ heldur dómaranámskeið í
Reykjavík dagana 29. nóvem-
berl. desember. Námskeiðið
verður haldið í íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal. Þátttökugjald
er krónur 5000 og er innifalið í
því leikreglubókin. Tilkynna
þarf þátttöku á námskeiðið til
skrifstofú KKÍ í síma 568-5949
milli 13 og 16 alla virka daga.
Ráðstefna Óí
Ólympiunefnd íslands og
Ólympíuakademía Óí efna til
ráðstefnu í Háskóla íslands, Lög-
bergi, laugardaginn 30. nóvem-
ber klukkan 16.-17.30. Tilefni
ráðstefnunnar er raunar þrí-
þætt. í fyrsta lagi var Ólympíu-
nefnd íslands 75 ára fyrir
nokkim. I öðra lagi eru á þessu
ári rétt 100 ár frá því að fyrstu
sumarólympíuleikarnir vora
haldnir I Aþenu. í þriðja lagi era
40 ár síðan Vilhjálmur Einars-
son vann til silfurverðlauna í
Melbourne. Þrjú erindi verða
haldin á ráðstefniinni. Aðgangur
er öllum opinn.
Samways til Spánar
Vinny Samways er líklega á
föram til spænska liðsins Las
Palmas á Kanaríeyjum. Sam-
ways hefur átt erfitt uppdráttar
hjá Everton og vill fara frá félag-
inu. Samways var í tvær vikur
hjá Las Palmas og var mjög
ánægður með veruna þar. Joe
Rolye, stjóri Everton, segist ekki
ætla að standa í vegi fýrir því að
Samways fari.
Southgate úr leik
Gareth Southgate vamarmað-
urinn sterki hjá Aston Villa
verður úr leik fram í janúar
vegna meiðsla sem hann hlaut á
ökkla í leiknum gegn
Wimbledon í vikunni. Meiðslin
gætu komið í veg fyrir þátttöku
hans í hinum mikilvæga leik
gegn ítölum i HM í febrúar.
Leikið í Mónakó
Alþjóða knattspymusamband-
ið hefur ákveðið að leikur Eista
og Skota í riðlakeppni heims-
meistaramótins verði í Mónakó
11. febrúar. Skocar höfðu áður
mótmælt því að leika á Kýpur.
Klúður kom upp í Tallinn þar
sem þjóðimar áttu að leika í
september. Skotar vildu leika í
dagsbirtu en Eistar í flóðljósum
og var því leikurinn flautaður af.
-JKS/VS
KilLA~
1. deild karla:
(Leikir á þriðjudag:)
ET-PLS ........................0-8
KR a-Úlfamir ..................8-0
Lærlingar-Keilulandssveitin ... 6-2
Þröstur-Keilugarpar ...........6-2
Keflavik a-KR b................8-0
'Hæsti leikur: Bjöm Baldursson,
Þröstum, 253.
Hæsta sería: Ingiber Óskarsson,
Keflavík a, 646.
Hæsti leikur liðs: Keflavík a, 835.
1. deild kvenna:
(Leikir á þriðjudag:)
Tryggðatröll-Bomburnar........0-8
Flakkarar-Keiluálfar..........8-0
Afturgöngumar-Keilusystur ... 6-2
Hæsti leikur: Dagmar Róbertsdóttir,
Keilusystrum, 208.
Hæsta sería: Jóna Gunnarsdóttir,
Afturgöngum, 564.
Hæsti leikur: Keilusystur, 730.