Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Fréttir
^ Rjúpnaskytta kærði meinta skotárás á sig til lögreglu:
Eg fann alft í einu
þyt vid höfuðið
- og öskraði hvort hann væri brjálaður, segir Guðjón Björnsson
„Ég var að klöngrast upp í
brekkuna og klifra þama í haftinu
þegar ég fann allt í einu þyt við
höfuð mér. Ég sneri mér við og leit
um öxl og sá þá mann í jeppa á
veginum um 150 metra frá mér. Ég
hugsaði með mér í skelfingu hvort
það gæti verið að hann væri að
skjóta á mig,“ segir Guðjón
Bjömsson rjúpnaskytta sem hefur
óskað eftir því við lögreglu að hún
kanni atferli manns nokkurs sem
Guðjón segir að hafi skotið í átt að
sér. Atburðurinn varð fyrir
skömmu í svokölluðum Almenn-
ingi í landi Hrauns í Fljótum um,
24 kílómetra frá Siglufirði. Guðjón
og félagi hans höfðu farið til
rjúpnaveiða og vom á leið upp í
Úíðina þegar atburður sá sem
Guðjón lýsir gerðist.
„Hann ók í burtu þegar hann sá
að ég veitti honum eftirtekt. Síðan
sneri hann við og þrusaði tveimur
eða þremur haglaskotum. Þar með
vissi ég að hann var að fæla okkur
úr fjallinu. Ég var alveg skít-
hræddur og öskraði á hann hvort
hann væri orðinn brjálaður. Síðan
skaut ég með minni byssu upp í
Guðjón Björnsson rjúpnaskytta hefur tilkynnt lögreglu um atburð sem
átti sér stað þegar hann var að rjúpnaveiðum í svokölluðum Almenningi
í Fljótum fyrir skömmu. Hann fann þyt við höfuð sér og maður, sem var
í 150 metra fjariægð frá honum, skaut þremur haglaskotum, að því er
honum virtist til að reka hann úr fjallinu.
DV-mynd ÞÖK
hríðina þar sem honum var mjög
brugðið.
„Ég skalf og nötraði eftir þessa
lífsreynslu og við fórum heim. Ég
lagði mig og vaknaði með martröð,
kófsveittur. Svo fór ég á lögreglu-
stöðina og gaf skýrslu um atburð-
inn, segir hann.
Byssumaðurinn er ekki landeig-
andi á umræddu svæði. Hann hef-
ur þó veitt talsvert þar, samkvæmt
heimildum DV, og þá með leyfi
landeigenda. Guðjón segist vilja fá
botn í málið og telrn- sig ekki eiga
neitt sökótt við manninn sem
skaut.
„Spumingin er hvort hann
skaut úr riíili fyrst eða hvort mér
misheyrðist. Það liggur fyrir að
hann skaut haglaskotunum og ég
hirti skothylkin af veginum. Ég vil
ekkert segja um sekt hans en
krafa mín er sú að málið verði
rannsakað," segir hann.
„Ég ætla ekki að halda því fram
að ég hafi haft leyfi til að veiða
þama. Það er heldur ekki málið og
það sem ég vil er að rannsakað
verði hvað manninum gekk til.
Það er óþolandi að eiga yfir höfði
sér slíka atburði. Ég hef enn ekki
fengið botn í það hvað manninum
gekk til,“ segir Guðjón.
Umrætt mál er til rannsóknar
hjá lögreglunni á Siglufirði en
rannsókninni mun ekki vera lok-
ið. Samkvæmt upplýsingum frá
sýslumannsembættinu á Siglufirði
hafa yfirheyrslur farið ffam og
neitar sá kærði öllum sakargift-
um. Hann hefur reyndar lagt ffam
gagnkæra á hendur Guðjóni.
-rt
bergið og þá var eins og
hann rankaði við sér
og að því búnu fór
hann í burtu," seg-
ir hann.
Guðjón segist
hafa lent í þeirri
lífsreynslu sem
bam að það var
skotið að honum
og félaga hans og
þeir kúrðu á bak
við stein meðan
maður með riffil
skaut beggja
vegna
steins-
ins.
,Ég hef verið rnn 9 ára þeg-
ar sá atburður varð. Sá
sem átti í hlut hélt okkur
bak við steininn í 5 mín-
útur á meðan hann
skaut báðum megin við
hann. Þessi atburður
hefur alltaf staðið mér
ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum og það sem ég þarf
síst af öllu er að lenda í
sambærilegri lífsreynslu,"
segir Guðjón.
Hann segist hafa
farið heim
fljótlega
eftir
skot-
Friörik Sophusson um lífeyrismálin:
Eðlilegt að launþeg-
ar sæki aukinn rétt
- kostnaðurinn mælist eins hvort sem hann er laun eða iðgjald
Stuttar fréttir
Aðgerð gekk vel
Kínverskur taugaskurðlæknir
skar Hrafnhildi Thoroddsen
öðra sinni upp í gær en hún lam-
aðist í bílslysi fyrir sjö árum.
Aðgerðin gekk vel en allt að ár
kann að líða áður en árangurinn
kemur í Ijós.
Einkafjármögnun
Samgönguráðherra hefur
kynnt nýja leið við opinberar
framkvæmdir sem færir verk-
efni í auknum mæli úr höndum
ríkis yfir til einkaaðila.
Nýtt kortatímabil
Nýtt kortatímabil hefst í dag,
nokkram dögum fyrr en venju-
lega. Búist er við að jólainnkaup-
in fari nú af stað fyrir alvöra.
Verðhjöðnun
Undanfama þrjá mánuði hef-
ur neysluvísitalan lækkað um
0,3% sem jafngildir 1,3% verð-
hjöðnun á ári. Vísitalan er nú
177,8 stig.
Árekstrarvarar
Flugleiðir hafa ákveðið að
setja árekstrarvara í allar sínar
þotur, þriðja félagið í Evrópu
sem tekur slíka ákvörðun.
„Ef við lítum á kröfur ASÍ
varðandi auknar lífeyrisiðgjalda-
greiðslur verður að rifja það upp
að 10 prósent greiðslan á al-‘
menna markaðnum era lág-
marksréttindi samkvæmt sarnn-
ingi á milli ASÍ og VSÍ. Hins veg-
ar hafa einstök félög innan ASÍ
samið um betri réttindi. Þess
vegna þykir mér ekkert óeðlilegt
að í komandi kjarasamningum
sæki launþegahreyfingin um
betri lífeyrisrétt. Þá verðiu- líka
að hafa það í huga að kostnaður
launagreiðandans er mældur al-
veg eins hvort sem hann fer beint
í launaumslagið eða sem lífeyris-
iðgjald," sagði Friðrik Sophusson
fjármálaráöherra í samtali við
DV um þá kröfu ASÍ að fá 5,5%
hækkun lífeyrisiðgjalda eins og
opinberir starfsmenn.
Fjármálaráðherra sagði að það
sém skipti meginmáli varðandi
breytingar á lífeyrisréttindum op-
inberra starfsmanna væri að
kostnaður launagreiðandans, sem
er ríkið, væri sá sami fyrir og eftir
breytinguna á lífeyrisréttindum
opinberra starfsmanna. Sá kostn-
aður leiddi til jafnverðmætra rétt-
inda og tryggingastærðffæðingar
hefðu reiknað. Það hefðu enda ver-
ið forsenda breytinganna að rétt-
indin yrðu jafhgóð í þessum tveim-
ur kerfum.
„Það eina sem hefur gerst er að
nú greiðir ríkið samtímis inn í
sjóðinn en áður söfhuðust skuld-
bindingar upp og ríkið þurfti að
greiða þær síðar. Þess vegna hefur
engin sú breyting orðið á ffamlagi
ríkisins til lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins sem skapar öðrum
aukinn rétt. Hvorki á hendur rík-
inu né öðram aðilum," sagði Friö-
rik.
Hann sagði að öllum hefði verið
ljóst um langt skeið að lífeyrisrétt-
indi opinberra starfsmanna væru
mun betri en á almenna vinnu-
markaðnum.
„Það eina sem nú gerist er að
það er staðfest með þessum út-
reikningum vegna þess að nú þarf
ríkið að greiða jafnóðum í sjóðinn
en safnaði áður upp skuldbinding-
um,“ sagði Friðrik Sophusson flár-
málaráðherra.
-S.dór
Stuttar fréttir
Indriði í nefrid
Forseti íslands hefur skipað
Indriöa G. Þorsteinsson rithöf-
und í orðunefnd í stað Jónasar
Kristjánssonar. Ásgeir Péturs-
son verður formaður nefndar-
innar.
Deilt um líkjör
Félag stórkaupmanna hefur
fyrir hönd víninnflytjanda skor-
að á forráðamenn ÁTVR að end-
m-skoða neitim á viðtöku á 100
kössum af líkjörsflöskum með
lítilli gjöf utan á. Að öðrum kosti
verði leitað til samkeppnisyfir-
valda.
Vitinn á netinu
Félagsmiðstöðin Vitinn í
Hafnarfirði hefur opnað útibú á
spjallrásum Intemetsins þar sem
unglingar geta ræðst við eða létt
á hjarta sínu við starfsmenn.
Þetta kom fram í RÚV.
Hlutabréf ijúka upp
Frá því hlutabréf Hraðfrysti-
stöðvar Þórshafnar fóru á Opna
tilboðsmarkaðinn sl. fóstudag
hafa þau hækkað i veröi um 128
prósent. Gengið byrjaði í 1,86 en
var í gær 4,25. -bjb
y rödd
Þú getur svaraö þessari spurningu með því að hringja í síma 9041600. 39,90 kr. mínútan Ji fl; Nel 2
FOLKSINS 904 1600
Á að leggja niður beingreiðslur ríkisins til bænda?
Fox tryggði Boston sigurinn
Sjö leikir voru í NBA í nótt og
urðu úrslitin þessi:
Boston-Toronto...........115-113
Fox 24, Wesley 20 - Stoudamire 31.
Charlotte-Denver..........101-97
Mason 25, Rice 16.
New Jersey-Seattle......110-101
Gill 24.
Washington-Cleveland . . . 106-95
Howard 25, Webber 23 - Brandon 28,
Mills 21.
Philadelphia-Miami........79-84
- Hardaway 21, Mouming 20.
Chicago-Minnesota.......103-86
Jordan 27, Pippen 26.
LA Lakers-Indiana.........79-76
Shaq 33 - Miller 14.
Úrslit í leik Boston og Toronto
réðust ekki fyrr en í þriðju ffarn-
lengingu og þar var Rick Fox sem
tryggði Boston sigurinn með
þriggja stiga körfu.
Minnesota leiddi með einu stigi
i hálfleik gegn Chicago en í byrjun
seinni hálfleiks settu meistaramir
á fulla ferð og sigu fram úr.
Shaquille O’Neal náði sínu
4.000. frákasti í NBA með því að
hirða tólf slík gegn Indiana. Shaq
átti finan leik, skoraði 33 stig, tók
10 fráköst og varði 5 skot.
-GH