Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Qupperneq 10
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 JL#"V"
10
#enni'ng
Merkisdagar
Ein þeirra fræðibóka sem á
mánudaginn voru tilnefndar til
íslensku bókmenntaverðlaun-
anna er Merkisdagar á
mannsævinni eftir Áma
Bjömsson þjóöháttafræðing.
Þetta er mikið rit, tæpar 500
síöur með heimildaskrá og at-
riðisorðaskrá.
í bókinni lýsir Ámi persónu-
legum hátíðisdögum í lífi fólks,
allt frá getnaði til
útfarar. Einkum
er dvalist við
mannfagnað og
aðra mannfundi
af þessum fjöl-
breytilegu tilefn-
um, skímar-
veislur, afmæli,
fermingar, fest- _
ar og trúlofun,
brúðkaup og loks erfisdrykkjur.
Ámi gengur út frá tilveru okk-
ar hér á landi, en ber þó jafnan
saman við erlendar aðstæður
„hvar sem kostur er og einhver
vitglóra sýnist í“ eins og hann
segir í Inngangi. Hann freistar
þess einnig að rekja þróun ým-
issa siða frá öndveröu og fram
til samtímans.
Mál og menning gefur út.
Barni dýft í skírnarsá. Mynd fró
15. öld. Úr bók Árna.
í kvikum sjónum Guös
Friðrik Ágústsson hefur gef-
ið út ljóðabókina í kvikum sjón-
um Guðs, og er það önnur ljóða-
bók hans. Eins og nafnið bend-
ir til eru yrkisefni háleit í
mörgum ljóðunum, en jarð-
bundin ljóð era líka í bókinni
og ekki laust við kímni á stöku
stað:
Ég geng
inní herbergi mitt
loka dyranum
síðla kvölds
krýp við rúmstokkinn
legg saman
lófana
eilítið ávala
og biö
til fóðurins
sem sér i leynum
fyrir sjúkum
og þjáðum
og eilítið
fyrir sjálfum mér.
Höfundur gefur sjálfur út.
Gjafabréf Loftkastalans
Leikhúsið Loftkastalinn hef-
ur bryddað upp á þeirri nýjung
aö selja gjafabréf i leikhúsiö
sem tilbúinn jólapakka í bóka-
búðum, blómabúð-
um og hljómplötu-
verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
Nú standa yfir í
húsinu sýningam-
ar Á sama tíma
að ári, Sirkus
Skara Skrípó, Deleríum Búbón-
is og Áfram Latibær, en á næst-
unni verður framflutt nýtt leik-
verk eftir Þorvald Þorsteinsson,
Bein útsending, auk verka eftir
Harold Pinter og Noel Coward.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
Austur-Indíafélagið:
Vandað og dýrt
Ein bezta ástæða heimsóknar til London er að fá sér
snæðing á einu af indversku veitingahúsunum, sem þar
skipta hundraðum. Nokkru ódýrara er þó að skreppa á
Hverfisgötuna og fá sér að borða á Austur-Indíafélaginu.
Þar er vönduð matreiðsla, fremur skólabókarleg og nán-
ast kórrétt. En hún er ekki tilþrifamikil og einkum er
hún dýr. Hún mun þvi ekki leiða sparsemdarfólk inn í
leyndardóma indverskrar matreiðslu.
Hin fjölbreytta indverska matreiðsluhefð er með hin-
um merkari í heiminum, skemmtilegri en til dæmis kín-
versk. Frá fljótasvæðunum í norðri eru mongólsk áhrif
með lambakjöti, jógúrt og hveiti. Frá Dekan-skaga í
suðri koma sterkt kryddaðir grænmetisréttir, kókos og
hrísgijón. Frá fenjunum í austri eru svo til dæmis kota-
sæla og baunasúpur.
Við indverska matreiðslu, eins og raunar aðra mat-
reiðslu en fransk- vestræna og japanska, er sá galli, að
hráefnið sjálft fær ekki að njóta sin, heldur er það
kryddið, sem látið er gefa tóninn. Þetta getur oröið leiði-
gjarnt til lengdar. Og tilgangslítið er að nota dýrt hrá-
efni á borð við humar og nautalundir.
Indversku innréttingamar eru að mestu óbreyttar frá
tíð Taj Mahal, sem hér var áður, ógnarlangar breiður af
slæðum í lofti og indversk listaverk á veggjum. Heildar-
svipur er virðulegur, parkett gljáandi og tónlist ind-
versk. Þjónusta er afar indversk, sem sagt kurteis. Þrátt
fyrir hátt verðlag er ekki mikið lagt í lín. Borðplötur eru
glerlagðar og munnþurrkur úr efnisrýrum pappír. Og
básar era of þröngir á svona dýram stað.
Við fáum okkur Poppadum, grillaðar og stökkar
brauðflögur, meðan við skoðum matseðilinn. Þær eru
bornar fram með koríander-sultu og tveimur öðrum
kryddsultum. Með matnum borðum við Nan, mjúkar
flatkökur, steiktar í leirofni. Hrísgrjónin pöntum við
annaðhvort Pulao, kryddsoðin, eða Biryani, með kanil,
kardimommum, negul, anís og grænmeti.
Samósumar voru einna skemmtilegustu forréttirnir,
léttkryddaðar kjöt- eða grænmetisblöndur, vafðar í heil-
hveitiþríhyminga og djúpsteiktar. Pagórumar voru líka
góðar, smásaxaður laukur, djúptsteiktur í kjúklinga-
baunadeigi, með koríander-sultu.
Tandoori-réttirnir era einkennisréttur margra ind-
verskra veitingastaða, meðal annars þessa. Það er
Veitingahús
Jónas Kristjánsson
jógúrt- og kryddhúðað kjöt, sem steikt er í Tandoor-
leirofni. Skemmtilegi rétturinn af þessu tagi og oftast
meyr var hálfi kjúklingurinn, sem borinn er fram
snarkandi á pönnu.
Indversk framreiðsla veitinga hentar hópum, því að
réttirnir era ekki bornir fram á diskum, heldur fötum,
sem síðan er haldið volgum á kertakössum á miðju
borði. Allir geta smakkað á öllu og haldið uppi gáfuleg-
um samræðum um réttina og samanburð á þeim.
Einstaklega gott indverskt kaffi er á boðstólum, höf-
ugt og ilmríkt, en kostar því miður 250 krónur bollinn.
Búast má við, að þriggja rétta máltíð losi 3.000 krónur á
mann. Eftirréttir era ekki merkilegir, enda nota Ind-
verjar þá lítið. Eftir mat fá gestir heita andlitsdúka og
frískandi sælgætis-smákúlur með kryddfræjum.
Austur-lndíafélagiö: Viröulegur heildarsvipur.
Unglingar eru líka fólk
Persónurnar í nýrri skáldsögu
Þórðar Helgasonar, Geta englar
talað dönsku? standa á tímamót-
um. Þær era að kveðja bernskuna
en vita ekki hvað tekur við. Erna
og vinir hennar í 10. bekk C hafa
uppgötvað að það er miklu auð-
veldara að vera ellefu ára en
fimmtán. Aðstæður krakkanna
eru ólíkar en þeir eiga það allir
sameiginlegt að vera góðir í sér þó
sumum finnist þeir vera að missa
tökin á tilverunni.
Vitundarmiðja verksins er hjá
Emu. Mamma hennar er þung-
lynd og pabbinn flúinn á braut.
Heimilishaldið lendir því á herð-
um hennar og hún dregst aftur úr
í náminu.
Atburðarásin tekur óvænta
stefnu þegar krakkamir fá nýjan
Bókmenntir
Margrét Tryggvadóttir
kennara en meginátök sögunnar eru mun dýpri en svo
að þau felist í söguþræðinum einum saman. Þau felast í
togstreitu milli drauma og væntinga og blákalds raun-
veruleika sem virðist hafa yfirhöndina.
Efnistök höfundar eru til fyrirmyndar og hann skrif-
ar sögu sína af þekkingu og inn-
sæi í líf unglinga á þessum síðustu
og verstu tímum. Persónusköpun
er svo sannfærandi að flestir ættu
að kannast við einhvern í verk-
inu, jafnvel sjálfa sig. Myndin,
sem dregin er upp af heimilislífi
einstakra persóna, er einnig mjög
sannfærandi og þó að flestir eigi
við einhver vandamál að stríða
verða þau aldrei yfirþyrmandi.
Sagan er líka fyndin, því þó að
unglingsárin séu tími öryggisleys-
is og óvissu eru þau sem betur fer
einnig bráðskemmtileg. Þórður
forðast að mála persónur sínar of
sterkum litum. Allir hafa sina
kosti og galla en til þess að líflð
verði þess virði að lifa þvi þarf
fólk að hafa trú á sjálfu sér og láta
hendur standa fram úr ermum.
Áberandi er hve mikla virðingu
höfundur ber fyrir þeim aldurshópi sem hann í senn
skrifar fyrir og um. Unglingar eru hugsandi fólk og eiga
ekki skilið að litið sé á þá sem einsleitan hóp vandræða-
gemlinga. Unglingavandamálin svokölluðu spretta oftar
en ekki frá hinum fullorðnu sem standa sig misvel í
uppeldinu og sýna þeim sem yngri eru lítinn skilning.
Þetta má vel sjá í þessari skemmtilegu og vel skrifuðu
bók. Vonandi fá sem flestir að njóta hennar.
Geta englar talað dönsku?
Þórður Helgason
Mál og menning
Sól inni
í stofu
J Mozart er einstaklega
I skemmtilegur í skammdeginu.
i Tónlist hans er létt og samt svo
j innblásin að það er eins og sól-
Bin skíni inni í stofu þegar hann
er á fóninum. Hér er það Emer-
son strengjakvartettinn sem
flytur tvo frábæra kvartetta og
er flutningur þeirra í alla staði
í óaðflnnanlegur. Túlkun þeirra
I er lífleg og skemmtileg, hver
: nóta skýr og allar hendingar
J fallega mótaðar. Hljóðfærin eru
í fullkomnu jafnvægi og upp-
i; takan til fyrirmyndar.
Mozart: Jagd-Quartett & Dis-
sonanzen-Quartett (Veiðikvar-
tettinn og Ómstríði kvartett-
inn). Emerson strengjakvar-
tettinn.
Deutsche Grammophone
Átrúnaðargoð
píanósnillinga
Richter er einn mesti pianó-
i snillingur aldarinnar og átrún-
aöargoð margra annarra píanó-
j snillinga! Vladimir Ashkenazy
: hefur margoft látið hafa eftir
: sér aö hann dýrki Richter
I meira en alla aðra píanóleik-
; ara; hvers vegna er auðheyrt
í þegar þessi diskur er spilaður.
Upptökurnar eru frá 1987 þegar
i Richter hefur verið í kringum
| sjötugt - samt er spilamennsk-
i; an langt frá því að vera feyskin.
? Túlkunin er úthugsuð og það er
eins og Richter hafi gengið með
s þessi verk í maganum í hálfa
I öld. Krafturinn er gífurlegur og
S tæknin ótrúleg.
Haydn: Píanósónötur nr. 40,
41, 44, 48 og 52. Sviatoslav
Richter.
Decca
Samanbitinn
reiðisvipur
] Þessi diskur er hálfleiðinleg-
ur. Flutningurinn er eins og hjá
] leikara sem hefúr bara tvö svip-
Ibrigði; annaðhvort samanbit-
inn reiðisvipur eða ekkert! Sjálf
spilamennskan er svo sem fln
en það er bara ekki nóg. Alla
dýpt vantar í túlkunina, allan
innblástur. Það er eins og hljóð-
færaleikararnir séu í vondu
skapi megnið af tímanum. Beet-
hoven var reyndar skaphund-
ur, en hann var líka mikill hug-
suður og heimspekingur. Það á
að vera dálítil náttúrastemning
í þessum sónötum, og hana
vantar algerlega hér.
Beethoven: Sónötur fyrir fiðlu
og píanó nr. 7, 8 og 9. Olivier
Charlier, fiðla, Brigitte Enger-
er, píanó.
Harmonia Mundi
Himnesk
gleði
!■ Mozart er alltaf jafn yndisleg-
= ur; klarínettuleikurinn er frá-
; bær. Samhljómurinn lýtalaus
; ■ og túlkunin saklaus og hrein.
| Amadeus kvartettinn er einn
i frægasti strengjakvartett heims
og er hreinn unaður að hafa
( þennan disk á fóninum. Hljóð-
* færaleikaramir leika við hvem
I tón og í leiðinni við hvem sinn
I fíngur;. flutningurinn er fullur
af himneskri gleði.
Mozart: Klarinettkvintett K.
581 8c Strengjakvartett K.
516. Gervase de Peyer, klar-
ínetta, Amadeus kvartettinn.
Deutsche Grammophone
Hljómplötur
Jónas Sen