Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Rftstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON . Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Einfalt og dýrt Nýlegur formaður Neytendasamtakanna og stjóm- málamaður helzta kerfisflokksins kvartaði hér í blaðinu yfir því í fyrradag, að landbúnaðarkerfið væri flókið og ógegnsætt og sagði starfsbræður sína skulda þjóðinni skýringu á tilgangi hinna miklu opinbem framlaga. Samt hefur keríið áratugum saman verið augljóst og hveijum manni læsilegt í lögum og reglum. Það eina, sem hefur gerzt á aldarfjórðungi kerfisis, er, að niður- greiðslur og uppbætur hafa breytzt í beingreiðslur til bænda og að innflutningsbann hefur breytzt í ofurtolla. Sá hluti kerfisins, sem áður fólst í niðurgreiðslum og uppbótum og nú felst í beingreiðslum, kemur á hverju ári fram í fjárlögum og ríkisreikningi. Á næsta ári mun þessi upphæð nema rúmlega fimm milljörðum króna, sem jafngildir 143.000 krónum á hvem meðalbónda. Þann aldarfjórðung, sem þetta kerfi hefur verið notað, að undirlagi allra stjómmálaflokka, hafa upphæðirnar verið þessu líkar, oftast nokkru hærri en þær em nú. Búvörukerfið hefur á aldarfjórðungi brennt að minnsta kosti 150 milljörðum króna á þennan hátt einan sér. Þetta em meiri útgjöld en felast í fjárlögum ríkisins á næsta ári. Það er því ekki von, að ríkið hafi ráð á að ljúka vegaframkvæmdum við Ártúnshöfða eða tvöfalda Reykjanesbraut. Það er því ekki von, að ríkið hafi efhi á að reka skóla og sjúkrahús á sómasamlegan hátt. Beingreiðslur til meðalbónda verða á næsta ári fjór- föld uppbæð bóta til meðal-atvinnuleysingja. Þetta er því afar dýr aðferð við að halda uppi dulbúnu atvinnuleysi í landbúnaði og stafar af miklum tilkostnaði í greininni, það er að segja neikvæðri framleiðni hennar. Það nægir ekki, að ríkið greiði hverjum bónda beint sem svarar að meðaltali launum háttsettra embættis- manna, heldur þarf ríkið þar á ofan að halda uppi verði á landbúnaðarvörum með því að ofurtolla innflutta sam- keppnisvöm. Slík er öfúgframleiðni greinarinnar. Um þetta hefur endalaust verið rætt og ritað í aldar- fjórðung. Því miður hefúr meirihluti þjóðarinnar hvorki viljað heyra né sjá. Skoðanakannanir sýna, að rúmlega helmingur þjóðarinnar er sáttur við þessa stefiiu, sem nýtur í reynd stuðnings allra stjómmálaflokkanna. Það er ekki rétt hjá nýlegum formanni Neytendasam- takanna, að þetta sé flókið eða ógegnsætt kerfi. Þvert á móti hefúr það verið einfalt og gegnsætt í heilan aldar- fjórðung. Hins vegar hefur heymarlaus stjómmálamað- ur snögglega breytzt í undrandi neytendaformann. í aldarfiórðung hefur ríkið ekki litið á landbúnað sem atvinnuveg, heldur sem félagsmálastofiiun. Jafnframt hefur ríkið notað óþarflega dýrt bótakerfi. Einfaldara og margfalt ódýrara væri, að ríkið hætti afskiptum af land- búnaði og setti alla bændur á atvinnuleysisbætur. Kerfið er rekið á kostnað skattgreiðenda annars vegar og neytenda hins vegar. Skattgreiðendur borga þá upp- hæð, sem er í fjárlögum hvers árs, rúmlega fimm millj- arða á næsta ári. Neytendur borga hins vegar muninn á uppsprengdu verði og heimsmarkaðsverði á búvöm. Enginn stjómmálaflokkur hefúr í reynd viljað gæta hagsmuna skattgreiðenda og neytenda, hvorki í þessu máli né öðrum. Það stafar af, að skattgreiðendur og neyt- endur hafa ekki bein í nefinu til að gerast þrýstihópur til jafns við þá, sem sitja að kjötkötlunum. Hvorki skattgreiðendur né neytendur geta falið eymd sína að baki fullyrðinga um, að flokkamir hafi gabbað þá með flóknu og ógegnsæju rekstrarkerfi landbúnaðar. Jónas Kristjánsson Með því að nýta fyrirliggjandi mannvirki á fjallatoppum er hægt að koma upp búnaði fyrir FM-útvarpssending- ar er ná til helmings miðanna í kringum landið. Eiga sjómenn ekki að njóta útvarps- og sjónvarpssendinga? Það er til mikill- ar vansæmdar hversu sjónvarps og útvarpsútsend- ingar ná illa út á hafsvæðið í kring- um landið. Þar er þó starfsvettvang- ur þúsunda íslend- inga, þeirra sjó- manna sem vinna undirstöðustörf fyrir íslenskt þjóð- arbú. Fyrir liggur samþykkt Alþing- is, að frumkvæði Guðjóns Guð- mundssonar al- þingismanns, um að gerð skuli kostnaðar- og framkvæmdaáætlun um útsend- ingar hljóðvarps og sjónvarps. í svari sem Bjöm Bjamason menntamálaráðherra veitti við fyrirspum minni um þetta eíhi á Alþingi á dögunum kom fram aö þessi mál em til athugunar, meöal annars hjá Ríkisútvarpinu og fram undan em vissulega þýðing- armiklar endur- bætur sem þakkar- verðar era. Sérstök út- varpsrás Eins og kunnugt er hefur verið unn- ið að endumýjun langbylgjukerfis Ríkisútvarpsins bæði á Gufuskál- um á Snæfellsnesi og á Austur- landi. Þegar þeirri framkvæmd lýkur snemma á næsta ári er búið að tryggja eina útvarpsrás með góðum hlustunarskilyrðum, sem nái til hafsvæðisins í kringum landið. Á vegum Ríkisútvarpsins er einnig unnið að gerð sérstakrar dagskrár sem send verður út á þessari rás, þar sem um verður að ræða blandað efhi af rás 1 og 2. Þetta er vissulega til bóta. Þó er ástæða til að hvetja til þess að undir- búningurinn verði unn- inn með þarfír starfandi sjómanna í huga. Það mætti til dæmis gera með viðhorfs- og hlust- unarkönnun á meðal sjó- manna, til þess að leiða í ljós óskir þeirra um gerð útvarpsefhisins. Það er og ljóst að útvarpssend- ingamar þurfa að vera allan sólarhringinn og dagskráin fjölbreytt, til þess að mæta þörfum sjómanna sem vinna á vöktum, í mörgum til- vikum allan sólcu-hringinn. Hægt að ná mikilvægum áföngum strax Þó þetta sé vissulega ágætt framtak er alveg ljóst að það næg- ir ekki. Mönnum hefur vaxið i augum að koma upp útvarps- og sjónvarpssendingum út á fiskimið- in, vegna mikils kostnaðar. Vissu- lega er það rétt að það kostar tals- vert fé, þó öragglega sé það minna en talið var fyrir tuttugu áram og núgildandi áætlanir byggjast á. Samt mega menn ekki láta það vaxa sér í augum og draga úr sér kjarkinn. Kjallarinn Einar K. Guð- finnsson alþingismaður „Til þess að ná með sjónvarps- sendingar til um 30-40% haf- svæðisins verður kostnaðurinn um 310 milljónir. Sjónvarpssend- ingar í dag ná einvörðungu til um 3-4% sjómanna.u Það er til dæmis borðliggjandi að unnt er að ná mjög verulegum áföngum fyrir ótrúlega lítið verð. í greinargerð Ríkisútvarpsins, sem menntamálaráðherra vitnaði til, kemur fram að með þvi að nýta fyrirliggjandi mannvirki á fjallatoppum er hægt að koma upp búnaði til FM útvarpssendinga er ná til helmings miðanna i kring- um landið fyrir skitnar 64 milljón- ir króna. í dag ná útvarpssending- ar einungis til 10% hafsvæðisins. Til þess að ná með sjónvarpssend- ingar til um 30-40% hafsvæðisins verður kostnaðurinn um 310 millj- ónir. Sjónvarpssendingar í dag ná einvörðungu til um 3-4% mið- anna. Hugum að fleiri möguleik- um Vitaskuld eigum við að ráðast í það að setja upp slíkan búnað. Eðlilegast er að það sé gert á grundvelli heildstæðrar áætlunar, sem hægt sé aö hrinda í fram- kvæmd smám saman þannig að hver áfangi hafi í för með sér úr- bætur í hlustunar- og sjónvarps- skilyrðum. Siðan verðum við að vera opin fyrir öðram kostum sem ört batn- andi tækni veitir okkur. í því sam- bandi er vert að vekja athygli á möguleikum sem sífellt eru að aukast með gervihnattaútsending- um. Þá má minna á að Ríkisútvarp- ið er að gera tilraunir með að nota alnetið í þágu útvarpssendinga sem lofa góöu. Fjarskiptamál eru í mikilli þró- un. Möguleikamir til þess að nýta þá tækni vaxa mjög. Við þurfum því að vera mjög vel vakandi fyrir því að nýta alla þá kosti sem bjóð- ast á þessum sviðum til þess að bæta aðstöðu sjómanna. Ekki bara til þess að njóta þjónustu ríkisút- varpsins, þó það sé gott og blessað, heldur einnig annarra aðila sem stunda útvarps og sjónvarpsrekstur I landinu. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Biðlaunarétti afsalað? „Við litum svo á að biðlaunarétturinn væri til staðar, spumingin væri einungis um útfærsluna. Málsaðilar urðu ásáttir um að nálgast málið þannig að starfsmenn hefðu sjálfdæmi um hvort starfið hjá hlutafélaginu væri sambærilegt við sama starf hjá ríkisfyrirtækinu eða ekki. Mönnum stóð þannig til boða að hætta og fá biðlaun. En sá sem þekktist það að halda áfram í sínu fyrra starfi samþykkti að um sambærilegt starf væri að ræöa og afsalaði sér þar með biðlaunarétti.“ Steingrímur Ari Arason í Degi-Tímanum Gjafir í forsetahöndum „Auðvitað hljóta gjafir til forseta í flestum tilvik- um að vera gjafir til íslensku þjóðarinnar... Hingað til hefur sú kvöð verið lögð á fráfarandi forseta hverju sinni að hann sjálfur leggi mat á það hverjar af þeim gjöfiun sem hann hefur veitt viðtöku á emb- ættisferli sínum skuli teljast opinber eign og hverjar persónuleg eign. Með þessu fyrirkomulagi er fráfar- andi forseti settur í óþolandi aðstöðu, eins og allir sjá.“ Úr forystugrein Mbl. 11. des. Ábyrgðin hjá uppalendum „Alþýðublaðið hefur áður vakið athygli á þeim af- leiðingum sem það hefur þegar ungmenni á villigöt- um eru vistuð innan um síbrotamenn... Þeir sem um þessar mundir hneykslast á vaxandi ofheldi meðal ungmenna, aukinni vímuefnaneyslu og lélegum námsárangri ættu ekki að beina spjótum sínum að unga fólkinu. Ábyrgðin liggur annars staðar; hjá uppalendum, þeim sem móta líf æskunnar og þeim sem ættu að vera ungu fólki fýrirmynd." Úr forystugrein Alþbl. 11. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.