Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1996, Qupperneq 26
34
FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996
Afmæli
Árni Ólafur Lárusson
Ámi Ólafur Lárusson, fjármála-
stjóri Skeljungs hf., Gígjulundi 1,
Garðabæ, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp á Grímsstaðaholtinu og í
vesturbænum. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1967, viðskiptafræði-
prófi frá HÍ 1972 og hefur auk þess
sótt ýmis námskeið er tengjast
starfi hans.
Ólafur var upplýsingafulltrúi hjá
Umferðanráði 1968-71, stundakenn-
ari við Ármúlaskóla 1968-71, fram-
kvæmdastjóri LÍN 1972-74, deildar-
sfjóri hagdeildar Skeljungs hf.
1972- 78 og framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Skeljungs hf. frá 1978.
Ólafur sat í stjóm Vöku 1969 og
var formaður Vöku 1970, í stjóm
Stúdentaráðs HÍ 1970-72, ritstjóri
Stúdentablaðsins 1970, í stjóm LÍN
1970-72 og 1976-78, í stjórn
Heimdallar 1966-68, í stjórn SUS
1973- 77, í stjórn fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Garðabæ og
Bessastaðahreppi 1979-87 og vara-
formaður 1980-83, í stjóm Félags
viðskiptafræðinga og hagfræðinga
1973-75, í stjóm Plastprents hf. frá
1978, í stjóm Fiskeldis hf. frá 1980 og
formaður þar 1981-83, formaður um-
ferðamefndar Garðabæj-
ar 1978-82, í skipulags-
nefnd Garðabæjar
1982-90 og formaður
hennar 1982-86, í bæjar-
stjóm Garðabæjar
1982-86, í bæjarráði
1982-84, forseti bæjar-
stjómar 1984-85, í stjóm
Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu
1982- 86, í ffamkvæmda-
stjóm Skipulagsstofu
höfuðborgarsvæðisins
1983- 86, í stjóm Sjálf-
stæðisfélags Garðabæjar frá 1986,
varaformaður 1986-87 og formaður
1987-90, í reikningsskilaráði frá
1992, tilnefndur af Verslunarráði ís-
lands í yfirkjörstjóm Garðabæjar
frá 1992 og í stjóm Flutningsjöfnun-
arsjóðs olíuvara frá 1992.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 5.7.1969 Sólveigu
Hannam, f. 20.7. 1947, húsmóður.
Hún er dóttir Ralphs Thomas
Hannam, f. 27.4. 1915, verslunarfull-
trúa í breska sendiráðinu í Reykja-
vík, og k.h., Elínar Guðlaugsdóttur
Hannam, f. 3.1.1921, húsmóður.
Sonur Ólafs og Sólveigar er Ámi
Tómas, f. 10.10. 1984.
Alsystur Ólafs em Kirstín
Guðríður, f. 20.5. 1940,
sölustjóri í Reykjavík;
Valgerður, f. 6.7. 1944,
hjúkrunarfræðingur og
flugffeyja í Reykjavík.
Hálfsystur Ólafs, sam-
feðra, eru Guðrún Helga,
f. 29.8. 1933, útgerðarmað-
ur í Hafnarfirði; Ólafia
Lára, f. 17.4.1937, húsmóð-
ir og klínikdama í Kópa-
vogi.
Foreldrar Ólafs voru Lár-
us Sigurbjörnsson, f. 22.5.
1903, d. 5.8. 1974, skjala- og minja-
vörður Reykjavíkurborgar, og
s.k.h., Sigríður Ámadóttir, f. 20.7.
1911, d. 7.8. 1988, húsmóðir.
Ætt
Láras var bróðir Gísla, forstjóra
Elliheimilisins Grundar, og Frið-
riks stórkaupmanns. Lárus var son-
ur Sigurbjöms, prests í Ási í
Reykjavík, Gíslasonar, b. í Neðri-
Ási i Hjaltadal, Sigurðssonar. Móðir
Sigurbjöms var Kristín Bjömsdótt-
ir.
Móðir Lárusar var Guðrún, alþm.
í Reykjavík, Lárusdóttir, prests og
alþm. á Valþjófsstað, Halldórssonar,
alþm. á Hofi í Vopnafirði, Jónsson-
ar, bróður Guðrúnar, ömmu Sveins
Bjömssonar forseta og Sigurbjarg-
ar, langömmu Jóhanns Hafsteins
forsætisráðherra, foður Péturs
hæstaréttardómara. Móðir Guðrún-
ar alþm. var Kirstín Katrine, systir
Mörtu, móður Ingibjargar Thors.
Bróðir Kirstínar og Mörtu var Þórð-
ur, faðir Þóra, móður Jakobs Möll-
ers, fyrrverandi ráðuneytisstjóra.
Kirstín var dóttir Péturs, alþm. og
organista í Reykjavík, ættfoður
Guðjohnsenættarinnar. Móðir
Kirstínar Katrínar var Guðrún Sig-
ríður Knudsen, dóttir Lauritz
Michaels Knudsens, ættföður
Knudsenættarinnar.
Sigríður var dóttir Áma, b. í
Hlíðarendakoti í Fljótshlíð, Ólafs-
sonar, b. í Hlíðarendakoti, bróður
Erlings, föður Þorsteins skálds.
Ólafur var sonur Páls, b. á Kvoslæk,
Ólafssonar, b. á Kvoslæk, Ambjam-
arsonar b. á Kvoslæk, Eyjólfssonar,
ættföður Kvoslækjarættarinnar.
Móðir Sigríðar var Guðríður
Jónsdóttir b. á Hofakri í Hvamms-
sveit, Jónssonar og Sigríðar Gísla-
dóttur.
Ólafur og Sólveig hafa afmælis-
móttöku í Félagsheimili Rafveitu
Reykjavíkur í Elliðaárdal, í dag,
fimmtudaginn 12.12., milli kl. 17.00
og 20.00.
Árni Ólafur
Lárusson.
Stefán Jóhannsson
Stefán Jóhannsson, fyrrv. verk-
stjóri, Grandargötu 20, Siglufirði, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Stefán fæddist í Minni- Brekku í
Fljótum í Skagafjarðarsýslu. Hann
lauk barnaskólaprófi og var síðan
einn vetur í kvöldskóla hjá Sæ-
mundi Dúasyni frá Krakavöllum, en
kennt var í hinu svo kallaða þing-
húsi í Haganesvík. Að öðru leyti er
Stefán sjálfmenntaður.
Stefán ólst upp við öll almenn
sveitastörf en eftir að hann fékk ald-
ur til vann hann jöfnum höndum
bæði til sjós og lands.
Stefán fluttist til Reykjavíkur
1951 þar sem hann hóf störf hjá
byggingafélaginu Brú við Borgar-
tún. Þar starfaði hann í
átta ár, lengst af sem
flokksstjóri. Síðasta fyr-
irtækið sem Stefán starf-
aði hjá var Hlaðbær en
þar var hann verkstjóri
um árabil.
Stefán fluttist aftur til
Siglufjarðar 1982 og hef-
ur búið þar síðan.
Fjölskylda
Stefán stofnaði heimili
á Siglufirði 1947 með Sigríði Sóleyju
Sigurjónsdóttur, f. 7.5.1930, húsmóð-
ur. Þau giftu sig 1.6. 1950. Hún er
dóttir Siguijóns Gíslasonar og Ingi-
bjargar Þorgrímsdóttur, kennd við
Steinavelli í Flókadal. Stefán og Sig-
ríður Sóley skildu 1982.
Böm Stefáns og Sigríðar
Sóleyjar eru Inga Jóna, f.
1948, bóndi á Molastöðum
í Fljótahreppi, gift Kristni
Hermannssyni og eiga
þau fjögur böm; Jóhann
Sigurður, f. 1950, skóla-
stjóri á Hofsósi og á hann
eitt barn; Helga Kristín, f.
1951, húsmóðir í Reykja-
vík, gift Guðmundi Bald-
urssyni rafvirkjameistara
og eiga þau þrjú böm; Sæ-
mundur Jón, f. 1954, leigubílstjóri,
búsettur í Kópvogi, kvæntur Ást-
hildi Sigurjónsdóttur og eiga þau
þrjú böm; Þórður, f. 1958, garð-
yrkjumaður í Reykjavík; Linda
María, f. 1962, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, gift Valgarð Einarssyni
og eiga þau þrjú böm; Dóra Mjöll, f.
1965, garðyrkjufræðingur að Laugal-
andi á Flúðum, gift Rafni Emilssyni
og eiga þau þrjú börn.
Systkin Stefáns á lífi eru Ingi-
björg Sæunn, f. 1.6. 1918; Guðmund-
ur Jón, f.18.12. 1919; Björg Sigurrós,
f. 9.9. 1923; Andrés Stefán, f. 21.10.
1924; Ólafur Guðmundur, f. 17.10.
1927.
Hálfbróðir Stefáns er Sigurður
Þorsteinn, f. 29.11. 1945.
Foreldrar Stefáns voru Jóhann
Benediktsson, f. 14.6. 1889, d. 9.6.
1964, síðast bóndi á Minna-Grindli i
Fljótum, og Sigríður Jónsdóttir, f.
17.5. 1890, d. 14.10. 1939, húsfreyja.
Stefán verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
Stefán Jóhannsson.
Vilberg Skarphéðinsson
Vilberg Skarphéðinsson fram-
kvæmdastjóri, Steinagerði 4,
Reykjavík, varð sjötíu og fimm ára í
gær.
Starfsferill
Vilberg fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófi frá MR 1941 og viðskiptafræði-
prófi frá HÍ 1947.
Vilberg var framkvæmdastjóri
heildverslunarinnar Miðstöðvarinn-
ar hf., dótturfyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, 1947-74
en stofnaði þá eigið fyrirtæki, Vil-
berg Skarphéðinsson, umboðs- og
heildverslun, sem hann starfrækir
enn. Vilberg sat í stjóm
Knattspyrnufélagsins
Víkings í mörg ár, sat í
varastjórn KSÍ, sat í aga-
nefnd KSÍ í mörg ár og í
dómaranefnd KRR.
Fjölskylda
Vilberg kvæntist 9.3.
1946 Sveinsínu Krist-
björgu Guðmundsdóttur,
f. 21.8. 1918, d. 1.8. 1979,
matreiðslumanni. Hún
var dóttir Guðmundar
Jónssonar, sjómanns á Sæbóli í
Grundarfirði, og k.h., Dagbjartar
Jónsdóttur húsmóður.
Börn Vilbergs og Sveinsínu Krist-
bjargar eru Sigrún, f. 29.12. 1945,
kennari, búsett í Garðabæ, gift
Guðna Þ. Stefánssyni kennara og
eiga þau tvær dætur; Ema, f. 17.2.
1948, skrifstofumaður, búsett í Mos-
fellsbæ, gift Sverri Sæmundssyni,
vélstjóra hjá Hitaveitu Mosfellsbæj-
ar, og eiga þau fjögur böm; Valgerð-
ur, f. 7.10.1952, fóstra á Selfossi, gift
Erling Ingvasyni byggingatækni-
fræðingi og eiga þau þrjú böm.
Sambýliskona Vilbergs er Guð-
björg Jónsdóttir, f. 13.6. 1932, hús-
móðir.
Vilberg á eina systur. Sú er Sig-
rún Skarphéðinsdóttir, f. 23.7. 1914,
fyrrv. gjaldkeri, búsett í Reykjavík,
og á hún eina dóttur, Sig-
ríði Magneu Njálsdóttur
kennara, búsetta í
Reykjavík, gifta Björg-
vini Valdimarssyni,
söngstjóra og tónlistar-
kennara, og eiga Sigríður
Magnea og Björgvin tvær
dætur.
Foreldrar Vilbergs:
Skarphéðinn Ármann
Njálsson, f. 23.9. 1889, d.
14.7. 1974, verkamaður í
Reykjavík, og Valgerður
Sigurðardóttir, f. 20.8.
1876, d. 1.8. 1956, húsmóðir.
Ætt
Skarphéðinn var sonur Njáls
Símonarsonar, verkamanns í
Reykjavík, og Vilborgar Magnús-
dóttur.
Valgerður var dóttir Sigurðar, b.
í Reynisholti í Mýrdal, Sveinssonar,
b. á Efri-Ey og í Sandaseli, Sveins-
sonar, b. á Grímsstöðum, Erlends-
sonar. Móðir Sveins í Efri-Ey var
Ragnhildur Jónsdóttir. Móðir Sig-
urðar var Þorgerður Runólfsdóttir.
Móðir Valgerðar var Sesselja Árna-
dóttir, b. í Nýjabæ, Jónssonar og
Valgerðar Jónsdóttur.
Vilberg er að heiman.
'M.eð gleði í fíugcb fseri ég þakkir
alluni þeim &em &ý ndu mér jjöl&kyldw
ininni mnarhug^ d áttræði& afmæli mínu
þcmn 23. námmher &l.
Lifið fíeil
‘Margeir ‘Ján&&wi, %eflamk
Uppboð
Eftirtaldar bifreiðir verða boðnar upp aö Bjarnarbraut 2, Borgarnesi,
fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 13.30.
AX-128 E118 II-769 JÓ-041 KC-198 M1882
M3579 MC-123 P194 R3344 R4384 R8409
XX-300 Y6719 Z1476 Ö9629
Greiðsla við hamarshögg.
Sýslumaðurinn í Borgarnesi
Vilberg
Skarphéðinsson.
Til hamingju með afmælið 12. desember
85 ára
Guðrún Jónsdóttir, Fannborg 8, Kópavogi. Guðrún tekur á móti gestum í Gjábakka, Fannborg 8, í dag milli kl. 17.00 og 19.00.
80 ára
Páll Jónsson, Hátúni 10, Vík í Mýrdal.
75 ára
Rico Arthur Guidice, Kirkjuvegi 11, Keflavík.
70 ára
Hulda Guðmundsdóttir, Stórholti 47, Reykjavík. Loftur Jónsson, Markarflöt 7, Garðabæ. Hulda Bjamadóttir, Blómsturvöllum 8, Neskaupstað. Margrét Ámadóttir, Fögrabrekku 13, Kópavogi. Páll Guðjónsson, Vestmannabraut 55, Vestmannaeyjum.
60 ára
Friðfinnur Jósefsson, Háagerði 1, Húsavík. Haraldur Sigurðsson, Stífluseli 9, Reykjavík.
50 ára
Anna Bjarnadóttir, Fannafold 53, Reykjavík. Sambýlismaður hennar er Sverrir Sigmundsson. Þau taka á móti gestum að heimili sfnu fostu- daginn 13.12. eftir kl. 20.00. Ingibjörg Árnadóttir, Nesbakka 4, Neskaupstað. Matthias Hallgrímsson, Heiðargerði 7, Akranesi.
40 ára
Margrét Hólm Magnús- dóttir, Byggðavegi 111, Akureyri. Þorbergur Steinn Leifsson, Reykjafold 5, Reykjavík. Gunnar Karlsson, Kringlumýri 3, Akureyri. Lára Ingibjörg Ingvars- dóttir, Heiðarvegi 4, Reyðaríjarðar- hreppi. Ásgeir Gunnarsson, Hvassaleiti 30, Reykjavík. Guðrún Lára Sigurðar- dóttir, Borgarbraut 3, Grandarfirði. Erla Sigurveig Ingólfs- dóttir, Stapasíöu 13C, Akureyri. Jón Sigurðsson, Fögruhæð 2, Garðabæ. Vilborg Lofts, Fellsmúla 17, Reykjavik. Flosi Magnússon, Sigtúni 33, Patreksfiröi. Ásthildur Gunnlaugsdóttir, Hólabraut 20, Skagaströnd. Högni Rafnsson, Háaleitisbraut 28, Reykjavik.
Smáauglýsingar
550 5000