Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
Fréttir
Skýrsla nefndar sem forsætisráöherra skipaði til að skoða framfærslukostnað:
Matvæli 48% hærri hér en
innan Evrópusambandsins
- og verölag einkaneyslunnar er 13 prósentum hærra en innan Evrópusambandsins
Samanburður sem gerður hefur
verið á verðlagi hér á landi og í öðr-
um Evrópulöndum leiðir í ljós að
verð á matar- og drykkjarvöru er 48
prósentum hærra hér á landi en að
meðaltali i löndum Evrópusam-
bandsins. Hins vegar er verðlag
einkaneyslunnar í heild ekki nema
13 prósentum hærra hér en að með-
altali i löndum Evrópusambandsins.
Hagstæðastur er samanburðurinn á
húsnæðis-, eldsneytis- og orkukostn-
aði því hann er 27 prósentum lægri
hér á landi en í Evrópulöndunum.
Þessar upplýsingar og fleiri koma
fram í skýrslu nefndar sem forsætis-
ráðherra skipaði fyrir ári til að
kanna og gera tillögur um leiðir til
að lækka framfærslukostnað heimil-
anna í landinu. Jafnframt kannaði
nefndin sérstaklega vöruverð á
landsbyggðinni. Nefndina skipuðu
Björn R. Guðmundsson frá Þjóðhags-
stofnun, formaður, Hansína Á. Stef-
ánsdóttir frá ASÍ og Guðni Níels Að-
alsteinsson frá VSÍ. Að sögn for-
manns nefndarinnar taldi hún ekki
ástæðu til að benda á leiðir til lækk-
unar á framfærslunni.
I skýrslunni kemur fram að
neysluvenjur íslendinga hafi breyst
afar mikið á síöustu áratugum. Sem
dæmi er nefnt að árin 1939 og 1940
var hlutfall matvöru á heildarút-
gjöldum heimilanna 42 prósent. Árið
1959 var hlutfallið komið niður fyrir
40 prósent og 1968 var það komið nið-
ur í 27 prósent. í dag er hlutfallið 22,2
prósent.
Á móti kemur að hlutfall drykkj-
ar- og tóbaksvöru hefur hækkað sem
og liðurinn ferðir og flutningar og
var oröið um fimmtungur af útgjöld-
um árið 1990. Vegur þar rekstur
einkabílsins hæst. Liður sem kallast
aðrar vörur og þjónusta, sem eru út-
gjöld vegna veitingahúsa, kostnaður
vegna ferða til útlanda og gjafir veg-
ur orðið mjög þungt í útgjöldunum
en hann er nú um 20 prósent.
Útgjöld vegna fatnaöar og skófatn-
aðar hafa minnkað samkvæmt
neyslukönnun og er skýringin sögð
að hluta innkaupaferðir íslendinga
til útlanda. -S.dór
Höfuðborgarsvæðið og landsbyggðin:
Munur á vöruverði fer minnkandi
- verðlag á Eyjafjarðarsvæðinu og höfuðborgarsvæðinu það sama
í skýrslu framfærslunefndarinn-
ar kemur fram að munur á vöru-
verði milli höfuðborgarsvæðisins
og landsbyggðarinnar hefur farið
mjög minnkandi undanfarin miss-
eri.
Nefndin skiptir matvöruverslun-
um í þrennt. í fyrsta lagi lágverðs-
verslanir eins og Bónus og KEA
Nettó á Akureyri. I öðru lagi stór-
markaðir eins og Hagkaup, Nóa-
tún, Fjarðarkaup og fleiri og í
þriðja lagi minni verslanir, kaup-
maðurinn á hominu.
Verð á matvælum er nánast það
sama á höfuðborgarsvæöinu og
Eyjafjarðarsvæðinu. Taka þarf
fram að lágverðsverslanir eru sið-
an komnar á ísafirði, Sauðárkróki
og Húsavík.
Þeir neytendur sem hvorki hafa
aðgang að lágverðsverslun né stór-
markaði búa við hæst verðlag. Þeir
þurfa að greiða 40 til 45 prósentum
hærra vöraverð en hinir.
Ef matvöruverð lágverðsversl-
ana á höfuðborgarsvæðinu er sett á
100 er það 105 á Eyjafjarðarsavæð-
inu. Stórmarkaðsverð á höfuðborg-
arsvæðinu verður 125 og það sama
á Eyjafjarðarsvæðinu en 130 á öðr-
um landsvæðum. Minni verslanir á
Grófl mat á verðmismun*
- í matvöruverslunum í árslok '96 -
160
140
120
100
80
60
40
20
Höfuöborgarsvæölð Eyjafjaröarsvæöiö Onnur landsvæöi
* Lágverðsverslanir á höfuðborgarsvæöinu = 100
Lágverðsverslanir
Stórmarkaðir
Minni verslanir
höfuðborgarsvæðinu og Eyjafjarð- öðrum landsvæðum.
arsvæðinu fara upp í 140 en 150 á
PVl
-S.dór
Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að kanna og gera tillögur um leiðir til
að lækka framfærslukostnað heimilanna skilaði af sér í gær. Hún kannaði
framfærslukostnaðinn en gerði engar tillögur til lækkunar hans. Björn R.
Guðmundsson var formaður nefndarinnar og er hann lengst til hægri á
myndinni, þá Guðni Níels Aðalsteinsson og Hansína Á. Stefánsdóttir.
Dagfari
Fátækt bænda gefur góða raun
Um þessar mundir fara fram
fróðlegar og gagnlegar umræður
um fátækt á íslandi. í raun og veru
snýst umræðan um það hvort fá-
tæktin sé til á íslandi, enda hafa
menn ýmist upplifað fátækt eða
séð fátækt á sama tíma og aðrir
málsmetandi aðilar í þjóðfélaginu
hafa ekki orðið varir við fátæktina
og kannast ekki við hana.
Svo er einnig spurt hvað sé fá-
tækt, enda afstætt hugtak og for-
sætisráðherra rifjaði það einmitt
upp í áramótaræðu sinni að íslend-
ingar hefðu hugsanlega verið fá-
tækir um síðustu aldamót og það
væri orðið svo langt síðan að það
man enginn eftir því.
Nú er enginn fátækur, segir ráð-
herra og vísar þá til þess saman-
burðar sem er nærtækastur. Ef
miðað er við síðustu aldamót og
væntanleg aldamót fyrirfinnst eng-
in fátækt á íslandi miðað við fá-
tæktina eins og hún var um síð-
ustu aldamót.
Svo eru aðrir sem segjast eiga
minna heldur en aðrir og þess
vegna vera fátækir og Félagsvís-
indastofnun Háskólans hefur fund-
ið það út að tiu þúsund íslendingar
séu neðan við fátæktarmörk. Þetta
hefur veriö fundið út með skoðana-
könnun þar sem hringt er í fólk og
spurt hvað það hafi mikið á milli
handanna og hvort það geti lifað af
laununum.
Nú hlýtur það auðvitað að vera
misjafnt hverju fólk svarar, enda
er það misjafnt hvað það hefur
milli handanna og eins er það mis-
jafnt hvað það telur sig þurfa að
hafa á milli handanna til að kom-
ast af. Að minnsta kosti ef miðað er
við síðustu aldamót má þetta fólk
þakka fyrir að hafa meira á milli
handanna heldur en forfeður
þeirra í upphafi aldarinnar en
svona er vanþakklætið komið á al-
varlegt stig að þetta fólk er enn að
kvarta af því að það hefur minna á
milli handanna heldur en aðrir
sem nú eru uppi og gleymir þá
þeim samanburði sem forsætisráð-
herra var efst í huga og tekur til
lífskjara íslendinga um síðustu
aldamót.
Það verður að teljast dæmalaus
tilætlunarsemi að fara að bera sig
saman við aðra samferðarmenn
sem eru fyrir ofan fátæktarmörk í
nútímanum þegar allir mega sjá að
kjörin eru margfalt betri ef þetta
fólk hefði verið uppi um síðustu
aldamót.
Sérstaklega er tekið eftir því að
bændur bera sig aumlega og könn-
un Félagsvísindastofnunar leiöir í
ljós að bændur eru taldir flestir
neðan fátæktarmarka samkvæmt
þeirra eigin upplýsingum. Hvað
höfðu bændur um síðustu aldamót
á milli handanna? Og ekki kvört-
uðu þeir. Og Dagfari veit ekki bet-
ur en að bændur hafi lifað aldamót-
in og fátæktina af. í það minnsta
þraukuðu þeir áfram og héldu líf-
inu í þjóðinni og enn er til afkom-
andi þessara bænda vestur í Dýra-
firði sem er fæddur skömmu eftir
aldamót og lagði aleigu sína í fiski-
skipið á Þingeyri með þeim ár-
angri að hann stendur uppi með 35
milljónir i arð!
Ekki var þessi vestfirski bóndi
að kvarta undan fátækt og ef fá-
tæktin fer svona með hina fátæku
þá vildi Dagfari gjarnan vera með í
þeim hópi. Enda er fátæktin ekki
til skiptanna fyrr en menn eru
búnir að leggja aleigu sína undir
og græða á henni og fátæktinni.
Þannig að það væri óskandi að
fleiri bændur fyndust í landinu
sem sjái sér hag í því að nýta sér
fátæktina til fiskiskipakaupa. Þá
hætta menn kannske að tala um fá-
tækt í landi sem engin er miðað
við ástar.dið eins og það var um
aldamótin síðustu þegar enginn gat
fjárfest í skipakaupum af því að
hann hafði ekki efni á því.
Nú er öldin önnur hjá fátækustu
stéttinni.
Dagfari