Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1997
Fréttir
Sameiginlegt átak DV, Bylgjunnar og World Class:
Betra líf með
hreyfingu og
bættu mataræði
V, Bylgjan og World Class, í sam-
vinnu viö Toppinn frá Vífílfelli,
Austurbakka (umboðsaðila Nike á
íslandi) og Útilíf standa næstu 6 vik-
urnar fyrir átaki í heilbrigðu og
skynsamlegu líferni. Munu þessir
aðilar m.a. fjalla um mikilvægi þess
að hreyfa sig, borða rétt og hugsa al-
mennt um heilsuna.
Ýmislegt verður gert til að hjálpa
fólki að taka skrefið í áttina að betra
lífi. Hópar, fyrirtæki og einstaklingar
geta skráð sig í léttan leik hjá Gulla
Helga á Bylgjunni og verðlaun verða
veitt fyrir bestan árangur. Popparar
verða fitumældir og settir í þrekpróf,
fréttamenn á Stöð 2 togaðir í megrun
og bekkpressu og Gulli Helga passar
upp á að allt fari eftir settum reglum.
Starfsfólk World Class mun einnig
krydda dagskrána með góðum ráðum
fyrir alla og líkamsræktarstöðin sel-
ur sérstök æfingakort í tilefni átaks-
ins sem felst í því að þriggja manna
fyrirtækjahópar fá 6 vikna kort á
sama verði og mánaðarkort eða kr.
4.990. -ingo
Ný líkamsræktaraðferð slær í gegn hér á landi:
Fjörug líkamsrækt þar sem
hver stjórnar álaginu
Tímarnir í spinning eru orðnir gífurlega vinsælir en World Class var með þeim fyrstu til að taka hjólin inn.
DV-mynd Hilmar Þór
„Þetta er það heitasta í dag. Spinn-
ing hentar öllum, þ.e. báðum kynjum
og öllum aldri, og eykur bæði hjarta-
lungna- og vöðvaúthald. Auk þess er
þetta mjög góð fitubrennsla og maður
svitnar mikið,“ sagði Björn Leifsson,
eigandi World Class. Spinning er
hópþjálfun á sérstökum þrekhjólum
þar sem hver og einn hefur sitt hjól
og púlsmæli til að fylgjast meö álag-
inu. Þetta er nýjung hér á landi sem
hefur að sögn Bjöms slegið í gegn.
Hver timi tekur 45 mínútur, hjól-
unum er raðað upp í stóran hring og
hjól kennarans er í miðjunni. Með
fjörugri tónlist og hvatningarorðum
stjómar hann svo tímanum sem bæði
er liflegur og skemmtilegur.
„Upphafsmaður spinning heitir
Johnny G. Hann er fyrrum vaxtar-
ræktarmaður, er með svarta beltið í
karate, stundaði muscle art og fór
svo að keppa í hjólreiðum, m.a. i
Tour De France. Þá fannst honum
vanta aðferð til að þjálfa hjólreiðar
og hannaði í framhaldi af því spinn-
ing-hjólið svo hægt væri að þjálfa sig
innandyra. Það hefur nú verið í þró-
un í nokkurn tíma og er hugsað fyr-
ir allan almenning," segir Bjöm.
Enginn pirringur
„Ef ég hleyp í 25 mínútur finn ég
fyrir svolitlum pirringi í fótunum
þegar ég leggst til svefns á kvöldin en
eftir tíma í Spinning verður maður
ekkert var við það,“ sagði Bjöm sem
sjálfur hefur hann prófað tímana. Að-
spurður hvort þetta væri ekki aðal-
lega þjálfun fyrir fæturna, sagöi
hann að gerðar væru æfingar með
hjólinu, t.d. léttar armbeygjur á gólfi,
og svo teygt vel á eftir. „En úthaldið
er aðalatriðið, þetta byggir upp út-
hald og er fín fitubrennsla."
Karlmenn eru mjög hrifnir af
spinning og segir Björn það vera
vegna þess að þar séu engin spor.
„Spinning-tímarnir em miklu ein-
faldari en eróbikktímamir. Strákam-
ir era e.t.v. stirðir og ekki taktvissir
svo þeir velja frekar spinning. En
tímarnir henta þó öllum, óháð því
hvort viðkomandi er grannur, feitur,
stirður eða lipur, taktviss eða ekki
taktviss. Það þarf enginn að óttast
það að verða að athlægi því það er
ómögulegt að sjá hvort viðkomandi
er með mikinn eða lítinn styrkleika.
Það er bara einn snúningshnappur á
hjólinu sem er notaður til að auka og
minnka álagið og þegar kennarinn
gefur fyrirskipun um að herða fylgist
enginn með því hvað þú gerir annar
en þú. Það keyrir því hver á sínu
álagi,“ sagði Bjöm. -ingo
Stelpurnar
keppa
Þær Guðrún Gunnarsdóttir
söngkona, sem sér um síðdeg-
isþáttinn Þjóðbrautina á
Bylgjunni, og samstarfskona
hennar, Margrét Blöndal í
morgunútvarpinu, ætla að
taka sig til og keppa næstu 6
vikumar um hvor þeirra nær
betri árangri í að koma sér í
betra form.
Keppnin hefst í World Class
kl. 13 í dag og felst m.a. í alls
kyns æfingum í tækjum,
bættu mataræði og því hvor
þeirra minnkar fitumagnið í
líkamanum meira samkvæmt
fitumælingu. í stuttu máli
sagt; sú sem kemur sér í betra
form á þessum 6 vikum vinn-
ur. Það verður því gaman að
fylgjast með þeim stöllum
sem eru víst í slæmu formi í
dag. -ingo
Ánægja með
hve fá börn
slösuðust
Samtökin Betri borg fyrir böm
og Slysavarnafélag íslands hafa
lýst yfir ánægju sinni með hve fá
slys urðu börnum vegna elds og
skotelda um áramótin.
Herdís L. Storgaard hjá Slysa-
varnafélaginu og Fjóla Guðjóns-
dóttir hjá Betri borg fyrir börn
segja að alvarlegum slysum af
völdum skotelda hafi fækkað mjög
á síðustu árum og telja þær að
skipulögð fræðsla um þessi mál sé
farin að skila árangri. -RR
Frosthörkur í Evrópu en hlýindaskeið hér:
Fylgjum frekar veöurfarinu á Græn-
landi en á meginlandi Evrópu
- sitjum í hlýrri hæð, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
„Það settist að háþrýstisvæði hérna við
ísland sem heldur lægðum frá Evrópu og
þar með vindum utan af Atlantshafi. Það
gerir það aö verkum að við sitjrnn í þess-
ari hlýju hæð sem hefur verið viðloðandi
frá þvi um miðjan desember. Evrópu-
menn hafa fengið austan- og norðaustan-
átt frá Rússlandi og Siberíu i staðinn,"
sagði Trausti Jónsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu íslands, aðspurður um skýr-
ingar á hlýindunum undanfama daga.
Hann sagði desember í ár þó hafa ver-
ið nálægt meðallagi hvað hitastig varð-
aði. „Það var kalt framan af mánuðinum
en hlýtt síðustu vikuna eða svo. Þetta
veðurfar er því ekki það óvenjulegt að
maður klóri sér í höfðinu yfir því. Við
höfum fengið svona góða kafla á þessum
árstíma áður og það hefúr jafnvel verið
hlýrra. Yfirleitt hefur þó vindur og rign-
ing fylgt hlýindunum svo það hefur verið
óvenju þurrt núna,“ sagði Trausti.
Hann sagði Evrópumenn hafa fengið
sjö hlýja vetur i röð á árunum ’89-’95, sem
hafi verið óvenjulegt, en svo hafi verið
frekar kalt hjá þeim í fyrra. „Hér var aft-
ur á móti mjög gott veður frá nóvember
og meira og minna allan veturinn í fyrra.
Við fylgjum frekar veðurfarinu á Græn-
landi en á meginlandi Evrópu.“ Trausti
sagði enga reglu á því að svona veður-
kaflar haldist næstu árin. Stundum væri
eitt, tvö ár góð en stundum jafnvel fimm
í röð með einu vondu ári á milli. Það
væri því allur gangur á þessu. -ingo
íslendingar leika við hvern sinn fingur í
hlýindakaflanum sem staðið hefur að
undanförnu. Ekki er þó hægt að bóka að
slíkt endurtaki sig á næstu árum segir
veðurfræðingur. Hér má sjá fólk að
trimma við tjörnina.
DV-mynd Hilmar Þór
5°
fÍ\\
1 / ?
0 '
-1 '
\ 11
\\l
Meðalhiti í
Reykjavík
- frá 1986 til 1996 -
ii
~yr
'
2'86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96
DV