Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
Stuttar fréttir
Forsetfnn með logum
Forseti Suður-Kóreu hefur lýst
yfir stuðningi sínum við nýja
vinnulöggjöf sem hefur leitt til
verkfalla um land allt og segir
hana nauðsynlega til að bæta
samkeppnisstööu landsins.
Major í vígahug
John Major, forsætisráðheiTa
Bretlands, ætlar að blása til
sóknar í dag
vegna komandi
kosningabar-
áttu með því að
boða til fyrsta
fréttamanna-
fundarins af
mörgum,
svona í anda
Clintons Bandaríkjaforseta.
Apar til jarðar
Tveir apar, sem Rússar sendu
út í geiminn um jólaleytið, hafa
snúið aftur til jarðar og verða
þeir nú rannsakaðir á næstunni.
Dýrkeypt flóð
Flóðin, sem urðu í Kalifomíu
um áramótin, ollu meira fjár-
hagstjóni en sambærilegar nátt-
úruhamfarir í gjörvallri sögu rík-
isins.
Olía að ströndinni
Olía úr rússnesku olíuskipi,
sem sökk í Japanshafi á fimmtu-
dag, hefur nú borist að norður-
ströndum Japans og ógnar þar
dýralífi.
Sprengjuvargur tekinn
Lögregla í Suður-Afríku hefur
handtekið einn af þremur hvít-
um hægriöfgamönnum sem grun-
aðir eru um sprengjutilræði sem
varð fjórum að bana á aðfanga-
dag.
Árás fordæmd
Stjórn Clintons Bandaríkjafor-
seta fordæmdi í gær sprengju-
árás írska lýð-
veldishersins á
dómshús í
Belfast í gær-
morgun og var-
aði við því að
slíkar aðgerðir
gætu spillt frið-
arviðræðum
sem eiga að fara fram síðar í
mánuöinum.
Óvissa um sjóara
Ekki verður ljóst fyrr en eftir
tvo daga hvort breskur kappsigl-
ingamaður er enn á lífi í skútu
sinni sem hvolfdi í suðurhöfum
en franskur sjómaður, sem
einnig var saknað um tíma, er
viö góða heilsu.
Þýskir til Bosníu
Á annað hundrað þýskra her-
manna kom til Sarajevo i gær til
að taka þátt í gæslustörfum und-
ir forustu NATO og er það í
fyrsta sinn frá striðslokum að
þýskir hermenn eru sendir til
landa þar sem hætta er á átök-
um.
18 myrtir í Alsír
Múslímskir skæruliðar myrtu
18 manns I árás á þorp i Alsir í
gær og 4 í höfuöborginni.
Bertil prins látinn
Sænski prinsinn Bertil, foður-
bróðir Karls Gústafs Svíakon-
ungs, lést í
svefniásunnu-
daginn. Bertil
prins var
kvæntur
breskri fráskil-
inni leikkonu,
Lilian Craig,
og gekk hann
að eiga hana eftir 33 ára ástar-
samband sem hann varð að halda
leyndu til að missa ekki prinstit-
ilinn. Bertil varð að halda titlin-
um þar til Karl Gústaf yröi kon-
ungur.
Neita aöild
íranar neita aö hafa átt hlut-
deild í morötilrauninni í síðasta
mánuði á syni Saddams Husseins
íraksforseta. Reuter
Utlönd
Skæruliöar í Perú neita að sleppa fleirum úr japanska sendiherrabústaönum:
Töfralæknar leita til
anda um lausn
Marxísku skæruliðamir sem
halda 74 gislum í bústað japanska
sendiherrans í Perú tilkynntu í gær
að þeir myndu ekki sleppa fleiri
mönnum úr prísundinni fyrr en
stjómvöld settust niður til aö ræða
kröfur þeirra.
„Við sleppum ekki fleimm á með-
an ríkisstjómin fellst ekki á póli-
tíska lausn,“ sagði Isaac Velazco, al-
þjóðlegur talsmaður uppreisnar-
mannanna úr hópi Tupac Amaru
byltingarhreyfmgarinnar, í síma-
viðtali frá Hamborg í Þýskalandi.
Hann sagði að „pólitísk lausn“
fælist í því að senda samningamann
sinn, Domingo Palermo, inn í sendi-
herrabústaðinn þar sem uppreisnar-
mennimir og gíslar þeirra hafa
haldið til í tuttugu daga og leyfa
skæruliðunum að hafa samband við
félaga sína sem sitja í fangelsum
landsins.
Uppreisnarmennimir hafa krafist
þess að um 400 félagar þeirra verði
látnir lausur úr fangelsi.
Engin viðbrögð hafa borist frá
stjómvöldum í Perú við þessum
yfirlýsingum skæruliða. Alberto
Fujimori forseti hitti Antonio
Aranibar, utanríkisráðherra
Bólivíu, í gær en sendiherra Bólivíu
er meðal gíslanna. Forsetinn lét
ekkert uppskátt eftir fundinn.
Fulltrúar Alþjóða Rauða krossins
fóru að vanda inn í sendiherrabú-
staðinn með mat og vatn handa
þeim sem þar eru innan dyra en
ekkert bólaði á Michel Minnig, hátt-
settum manni í Rauða krossi Perús
og helsta milligöngumanninum í
gíslamálinu.
Sjónarvottar sögðu að ljós hefði
sést í nokkrum gluggum, sennilega
frá lugtum eða kertum þar sem ekk-
gísla
ert rafmagn er á húsinu, en ekki var
annað lífsmark að sjá. Og ekki var
sungið hraustlega eins og gert var á
sunnudag.
Rómversk-kaþólski biskupinn Ju-
an Luis Cipriani, náinn vinur Fuji-
moris forseta, var heldur hvergi sjá-
anlegur í gær.
Hins vegar komu að sendiherra-
bústaðnum nokkrir hefðbundnir
töfralæknar ofan úr Andesfjöllum,
með hauskúpur og töfradrykki og
grátbændu andana um að fá skæru-
liðana tU að sleppa gíslum sinum.
Reuter
Töfralæknar ofan úr Andesfjöllum komu saman fyrir utan japanska sendiherrabústaöinn í Lima, höfuöborg Perú, í gær meö heföbundin töfratól sín eins og
hauskúpur og töfradrykki. Þeir reyndu aö fá andana til liös viö sig til aö frelsa gíslana 74 sem skæruliöar hafa á valdi sínu í sendiherrabústaönum en þeg-
ar síöast fréttist haföi þaö þó ekki gengiö eftir. Símamynd Reuter
Repúblikanar kjósa þingflokksformann:
Newt Gingrich
spáð endurkjöri
Newt Gingrich, forseti fuUtrúa-
deUdarinnar í bandaríska þinginu,
átti í gær fjögurra klukkustunda
fund með flokksbræðrum sínum í
Repúblikanaflokknum þar sem
ræddar voru játningar hans á brot-
um á siðareglum. Að loknum fund-
inum spáðu flokksleiðtogar því að
Gingrich myndi verða endurkjörinn
sem formaður þingflokks repúblik-
ana í dag.
Fundurinn í gær var sá fyrsti sem
Gingrich átti með flokksbræðrum
sínum á þingi eftir að hann viður-
kenndi þann 21. desember siðastlið-
inn að hafa brotiö siðareglur þings-
ins. Siöanefnd þingsins, sem rann-
sakað hefur ásakanir á hendur
Gingrich undanfarin tvö ár, kemur
saman á morgun til að ræða hvem-
ig refsa eigi þingmanninum. Hann
hefur játað að hafa ekki gert nóg til
að koma í veg fyrir að tekið væri á
móti fjárframlögum til flokksstarfs-
ins sem undanþegin eru skatti. í
þessu tilviki var um að ræða nám-
skeið sem Gingrich hélt. Hann við-
urkenndi einnig að hafa leitt þá sem
Newt Gingrich. Sfmamynd Reuter
rannsökuðu málið á villigötur.
Fjórir repúblikanar hafa tilkynnt
að þeir muni ekki kjósa Gingrich í
embætti formanns þingflokksins í
dag. Aðrir tilkynntu í gær að þeir
hefðu enn ekki ákveðið sig. Reuter
Belgrad:
Ný baráttuaðferð
stjórnarandstæðinga
Flokkur eiginkonu Slobodans
Milosevic Serbluforseta, Mirjönu,
lýsti því yfir í gær að sprengju
hefði verið varpað að aðalstöðv-
um flokksins i miðborg Belgrad.
Flokkurinn hefur hvatt til þess að
lögreglan beiti valdi gegn stjórn-
arandstæðingum sem í 50 daga
hafa efnt til mótmæla í höfuðborg-
inni. Leiðtogar stjómarandstöð-
unnar vísa því á bug að þeir hafi
átt þátt í sprengjutilræðinu. Einn
þeirra, Vuk Draskovic, fullyrti að
það hefði verið sett á svið.
í gær var jóladagur hjá rétt-
trúnaðarkirkjunni og söfnuðust
mörg hundmð þúsund manns í
Belgrad og lýstu yfir andstöðu
sinni við stjómvöld.
Svo viröist sem flótti sé brost-
inn á í stjórnarliðinu því borgar-
stjóri Belgrad, Nabojsa Covic, hef-
ur sagt upp starfi sínu.
Þrátt fyrir bann við fjöldagöng-
um lét lögreglan í Belgrad litið til
sín taka í gær. Innanríkisráð-
herra Serbíu, Zoran Sokolovic,
neitaði fyrr um daginn að aflétta
banninu er sendinefnd stúdenta
Yfirmaöur serbnesku rétttrúnaö-
arkirkunnar messar í Belgrad í
gær. Kirkjan hefur lýst yfir stuön-
ingi viö stjórnarandstæöinga.
Sfmamynd Reuter
gekk á hans fund.
Yfirmaður herráðs Júgóslavíu-
hers, Momcilo Perisic, tjáði hins
vegar stúdentum er gengu á hans
fund að hann væri hlynntur lýð-
ræðislegri lausn á kreppunni.
Stjórnarandstæðingar ætla að
grípa til nýrra ráða í baráttunni
gegn stjómvöldum með því að
hringja stöðugt í allar ríkisstofn-
anir. Reuter