Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 Spurningin Áttu eitthvert leikfang frá bernskuárunum? Guðbjörg Pálsdóttir tækniteikn- ari: Já, ég á dúkku. Sigríður Signarsdóttir læknir: Já, ég á bangsa og dúkkur. Snorri Snorrason verkamaður: Það held ég bara ekki. Birna Kjartansdóttir sjúkraliði: Já, ég á mörg leikíong. Jens Bogason vélvirki: Já, helling af dóti. Friðbjörg Joensen kennari: Já, ég á dúkkur, dúkkurúm og dúkkukom- móðu. Lesendur Allt of mikið af umferðarljósum Með tilkomu Ijósa á mótum Snorrabrautar og Miklubrautar fór umferöin aö versna, segir bréfritari og segir umferöarljós í borginni allt of mörg. Hann vill frekar hringtorg. Þorsteinn Baldursson skrifar: Þegar horft er opnum augum á umferöina í Reykjavík verður manni það á að vorkenna umferð- aryfirvöldum og reyndar sérstak- lega þeim aumingja ökumönnum sem það þurfa að þræða á hverjum degi. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þar er það tregðulögmálið sem er allsráðandi, umferðaryfirvöld hafa skapað leiðindamóral, tii- litssleysi er algert og afleiðingin er sú að ökumenn eru margir hverjir (þar á meðal ég) ókurteisir og til- litslausir. Alvarlegasta vandamálið eru allt of mörg umferðarljós, þeim er skellt upp á ólíklegustu og alger- lega óþörfum stöðum. Tökum Snorrabrautina sem dæmi. Þar eru ljós við Egilsgötu og síðan 50 metra frá, við Flókagötu. Þar ofan á bæt- ist sú mikla vitleysa þegar hringur- inn á mótum Snorrahrautar og Miklubrautar var lagður niður með æmum kostnaði og ljós sett upp í staðinn. Við þetta breyttist umferðin, áður óku menn á hægri ferð inn í hringinn og út úr honum aftur en nú koma menn með allt í botni til að ná ljósunum og ef það kemur gult þá gefa allir í botn til að ná næstu ljósum. Þetta gerir ökumenn arga og óþolinmóða, þessi sífellda bið um allan bæ, e.t.v. á auðum götum. Þetta orsakar margfalda hljóð- mengun miðað við það sem áður var. Þetta stóreykur bensíneyðslu og þar með koltvísýringsmengun. Gatnakerfið verður langtum af- kastaminna við að flytja umferðina þegar þúsundir bíla bíða á ljósum sem engum tilgangi þjóna. Umferðarljós, uppsetning og við- hald kostar stórfé á hverju ári. Þeg- ar maður þekkir erlendar borgir á stærð við Reykjavík, þar sem eru þriðjungi færri ljós, kemst maður ekki hjá því að spyrja sig að því hver hagnist á þessu bruðli. Það er eftirtektarvert að Hafnarfjörður hefur komið auga á augljósa kosti hringtorga í stað ljósa, enda gengur umferðin þar ljúflega og greitt og Hafnfirðingar eru hinir ánægðustu með fyrirkomulagið. Póstur og sími hf.: Breyting út í hött Skarphéðinn Einarsson hringdi: Mér finnst breytingin á Pósti og síma í Póst og síma hf. alveg út í hött. Á sama tíma og önnur lönd, t.d. Bret- land, hafa gert símaþjónustufyrir- tæki að hlutafélagi i einkaeign eru fs- lendingar að breyta um nafn og blekkja almenning. Setja með öðrum orðum gamalt vín á nýja belgi. Síðan eru birtar auglýsingar í fjölmiðlum í anda Göbbels, áróöursmeistara Hitlers, sem sagði að eftir því sem lygin væri stærri, þeim mun auö- veldara væri að fá fólk til þess að trúa henni. Ég held að gefa ætti þetta algerlega fijálst eins og Bretar hafa gert. í kjölfar samkeppni þar í landi hafa simagjöld lækkað um 30 pró- sent. Enn fremur hefur þjónustan aukist, símaklefar eru fleiri og neyt- endur hafa notið góðs af. Ég er ósáttur við að hér sé bara skipt um nafn til þess að koma til móts við óskir erlendra viðskipta- bandalaga. Póstur og sími hf. á að vera hlutafélag en í eigu almennings. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessi tilraun ríkisins á eftir að gefast illa og að neytendur muni síður en svo hagnast á þessu brölti. Þurfum umræður um ofbeldi og glæpi Bréfritari vill meiri umræöu í þjóöfélagið um ofbeldi og glæpi. Jóhann Guðmundsson skrifar: Ég reyni alltaf að fylgjast með því þegar leiðtogar þjóðarinnar mæta til áramótauppgjörs Stöðvar 2 á gaml- ársdag og hef jafnan gaman af. Þama er farið vítt og breitt yfir mál ársins og menn spurðir álits á hinu og öðru sem ofarlega hefur verið á baugi á ár- inu. Eitt málefni fannst mér kannski sýnu athyglisverðast í umræðunum þetta árið og það var umræðan um breytt þjóðfélag, ofbeldi og glæpi. Fólk hefur vitaskuld ólíkar skoðanir á því hvemig ástandið sé og hvað sé tii ráða. Ég veit ekki hvort nokkur hefur skýringu á reiðum höndum á því hvað sé að gerast í íslensku samfé- lagi en eitt er ljóst og það er að þró- unin hefur verið niður á við um nokkurt skeið. Unga fólkið lemur og ber hvað annað og það fullorðna gengur svoleiðis í skrokk hvað á öðra að stórsér á og menn mega þakka fyrir að enginn lætur lífið. Því miður er það reyndar orðið að ís- lenskum veruleika að menn láti lífið eftir rifrildi sem gekk of langt. Ég hef enga skýringu á reiðum höndum en fróðlegt væri að setjast yfir meinið af alvöm og kanna hvort ekki finnist skynsamleg svör. Við eigum mikið af vel menntuðu fólki sem eflaust hefur skoðun á því hveiju sé um að kenna, ef einhveiju. Hvernig væri að þaö léti í sér heyra. Er hugsanlegt að ofbeldismyndir í sjónvarpi eigi hér einhvem þátt? eiga menn að horfa á það að stór hóp- ur fólks býr við versnandi kjör? hvar liggur hundurinn grafinn? Einhvers staðar liggur fiskur undir steini og mér finnst endilega að einhver um- ræða þurfi að fara fram um það hvað sé til ráða. Ég trúi því ekki að menn geti endalaust sagt að ástandið sé ekki svona slæmt. Það séu bara fjöl- miðlamir sem séu famir að fjalla um þetta á svo opinskáan hátt. Ég á erfitt með að sætta mig við slíka kenningu endalaust og held enda að hún hljóti að vera röng. Samstaða launafólks Rúnar hringdi: Enn einu sinni stendur launa- fólk frammi fýrir því aö þurfa að berjast fyrir bættum launum. Ekkert virðist hafa miðað í samningum hingað til og menn ræða það sín á milli og í fjölmiðl- um hvort búast megi við hörðum átökum á vinnumarkaðnum eða ekki. Sumir segja að verkfoll skili ekki neinu en ég er á öðru máli. Verkamenn lifa ekki af launum sínum, það er staðreynd og nú finnst mér að láta eigi að sverfa til stáls. Byggjum yfir skautasvellið B.J. hringdi: Ég er ein þeirra fullorðinna sem hafa afskaplega mikið yndi af því að fara á skauta. Vanda- málið við skautaíþróttina er að- stöðuleysið. Boltaíþróttamenn þurfa ekki annað en að lyfta litla putta og þá era byggðir vellir hingað og þangað og íþróttahall- ir rísa í öllum byggðarlögum. Nú myndi ég vilja sjá veg skautaí- þróttarinnar meiri og fyrsta skrefið í þá átt væri t.d. að byggja yfir skautasvellið og hugsanleg stækka það líka. Skoðum hvað hægt er að gera í því. Bókaþjóð hvað? Bókaunnandi hringdi: Það er vissulega ánægjulegt að heyra bóksala tala um að jólin í ár geti með sanni kallast bókajól því svo mikið hafi selst af bók- um þetta árið. Menn þurfa samt að gera sér grein fyrir því að ís- lensk þjóð verður ekki bókaþjóð á því að gefa bækur. Það sem skiptir máli er að hún lesi það sem í þeim stendur. Sjónvarpið tekur Edlan tíma fólks og þaö les of lítið. Svona hefur þetta verið að þróast undanfarin ár og þetta er slæm þróun. Hvar býr Davíð? Steinar Guðmundsson hringdi: Kirkjunnar menn, verkalýðs- foringjar, forstöðumenn félags- mála sveitarfélaga, hjálparstofn- anir og líknarfélög hafa lokiö upp einum munni um að ástand margra fjölskyldna sé slæmt og bágborið á íslandi. Þetta er það sem flestir vilja kalla ískaldan íslenskan veruleika. Það sem ég skil ekki er hvemig forsætisráð- herra þjóðarinnar getur því sagt í áramótaávarpi að svona sé þetta alls ekki og að fjölmiðlar hafi verið að búa til svarta mynd af ástandi sem alls ekki sé svo slæmt, þvert á móti. Ég spyr bara; hvar býr Davíð? Frjálsíþróttir í sókn Frjálsíþróttamaður skrifar: Þeir frjálsíþróttamenn sem fylgdust með kjöri íþróttamanns ársins geta glaðst yfir árangri fólks úr sínum röðum. Þrir af fjórum efstu mönnum komu úr röðum fijálsíþróttamanna og þar af tveir efstu. Og allh- eru vel að því komnir að hljóta þær útnefn- ingar sem raun ber vitni. Við eram á réttri braut i frjálsíþrótt- unum og það er gleðilegt að sjá hvernig fyrirtæki og bæjarfélög hafa styrkt þessa frábæru iþróttamenn, já og íþóttahreyf- ingin. Jón Amar er vel að titlin- um kominn og ég hlakka til að sjá hvað hann og aðrir frjáls- íþróttamenn í fremstu röð gera á næsta ári. Höldum áfram uppi öflugu starfi frjálsíþrótta, þrátt fyrir allt of litla umfjöllun í fjöl- miðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.