Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Page 11
JjV ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 Það er stórviðburður að heyra Gunnar Guðbjömsson syngja. Á Ljóðatónleikum í Gerðubergi á sunnudaginn söng hann við pí- anómeðleik Jónasar Ingimundarsonar hið fallega ástarljóð Beethovens, Adelaide; Ástir skálds - eða Dichterliebe eftir Robert Schumann við ljóð eftir Heine; söngva úr flokknum Rjóðri á himni eftir Lili Boulanger og loks ítalska söngva eftir þekktustu söngvaskáld ftala á fyrsta hluta aldarinnar. Þótt efni ljóðanna væri að mestum hluta ást og tregi voru myndir þessara kennda marg- víslegar og birtust okkur á afar ólíkan máta eftir skáldum. „Að syngja úr sér hrollinn“ með Adelaide hlýtur að vera til vitnis um að hér séu engir viðvaningar á ferð, lagið langt og erfitt og gerir miklar kröfur til píanóleikarans ekki síður en söngvarans. Gunnar og Jónas fluttu lagið af djúpu listfengi, og þar með var hátíð- in hafm. Tónlist Bergþóra Jónsdóttir Söngvasveigurinn Dichterliebe er einn af máttarstólpum rómantíkurinnar. Viðfangs- efnið, ljóð Heines um Ástir skáldsins, er ofur- rómantískt og úrvinnsla Schumanns sömu- leiðis. í flutningi þessara sextán Ijóða sýndu þeir Gunnar og Jónas hversu miklir lista- menn þeir eru. „Mennimir elska, missa, gráta og sakna“, segir í Ijóði Jóhanns Sigur- jónssonar. Til þess að túlka þessar kenndir er ekki nóg að hafa eina fegurstu söngrödd sem ómar á íslandi í dag. Það þarf mikið innsæi, þroska, einbeitingu og líkamlega færni til að geta skilað þeim til áheyrenda þannig að þeir sitji sem stjarfir af hluttekningu í músíkal- skri upplifun. Gunnar Guðbjömsson hefur allt þetta til að bera. Honum er mikið gefið, og hann kann að nota það. Rödd hans hefur enn þroskast og vaxið frá því hann söng hér síðast. Ljóðræn mýkt hefur alltaf einkennt þessa fallegu rödd; en nú býr hún yfir meiri krafti og dramatík - því sem söngvarar kalla „spinto“ - án þess að hafa glatað nokkru af þokkafullri mýkt- inni. Dichterliebe var afar vel flutt. Hápunkt- ar voru þriðja ljóðið: Die Rose, die Lilie, die Taube, die Sonne; sjötta ljóðið: Im Rhein, im heiligen Strome, sjöunda ljóðið: Ich grolle nicht, þar sem Jónas túlkaði sérstaklega vel angist og biturleika í eftirspili; ellefta ljóðið: Ein Júngling liebt ein Madchen, þar sem Jónas lék eftirspilið einnig eftirminni- lega. „Gömul saga alltaf ný“ segir í ljóðinu og Schumann undir- strikar það með klisjulegri kadensu í lokin; þrett- ánda ljóðið: Ich hab im Traum geweinet var hreint magnað í flutn- ingi þeirra Gunnars og Jónasar og í fjórtánda ljóðinu, Allnachtlich im Traume, sýndu þeir fal- lega listræna úrvinnslu, þar sem ljóðmælandi hverf- ur úr draumi og vaknar til biturs veruleikans. Lokaljóð- inu lauk á björtum vonartóni í löngu eftirspili sem Jónas lék ákaflega fallega. Það hefði verið allt í lagi að ljúka tónleikunum þama. Lög Lili Boulanger voru snotur; ákaflega frönsk; fMegur stíll og gegnsær, minnti um margt á Poulenc, Ravel og jafnvel Fauré. Þessi lög voru vel flutt þó mér þyki alltaf truflandi að sjá söngv- ara syngja með nótur fyrir framan sig. Rúsínan í pylsuendanum vora fimm ítölsk lög, og þar nutu þeir sín báðir afar vel, Gunnar og Jónas. Rödd Gunn- ars í dag er sem sniðin fyrir þessi lög. Hann féll ekki í þá gryfju að syngja þau sem hverja aðra slagara eins og sumum hættir til, heldur sem fáguð og þokkafull sönglög, eins og þau eru. Það var still yfir þessum flutningi. Tónleikagestir klöppuðu ákaft í tónleika- lok og fengu í staðinn aukalög; - frumflutn- ing á lagi Jóns Þórarinssonar við nýort jóla- ljóð Davíðs Oddssonar og fjögur að auki, þar á meðal Tonema eftir Sjöberg sem var hreint ekki siðra hjá Gunnari en Jussa forðum. Til marks um áhuga landans á söngjistinni þurftu fjölmargir frá að hverfa, en þeirra huggun er að Gunnar og Jónas flytja prógrammið aft- ur í þessu musteri ljóðasöngsins, Gerðubergi, á mið- vikudagskvöld. Gunnar Guð- björnsson: hefur allt til að bera. DV-mynd S Mannauðsvandi Það er alltaf gaman að lesa'dag- blöðin þessa mótunardaga nýja ársins. Sumum ritstjórum þótti löngu kominn tími á liðna árið, það hefði bæði verið leiðinlegt ár og tilbreytingarlaust, öðrum þótti liðna árið sérdeilis skemmtilegt og fjölbreytt. Efnahagsvandi og at- vinnuleysi sama sem úr sögunni og kaupmenn tjáðu blöðunum að fólk hefði keypt mikið inn fyrir jól- in sem segði manni ýmislegt um okkur. Viða og oft sést orðið mannauð- ur í blöðunum á nýja árinu. Þetta er nýyrði sem fyrirmenn notuðu töluvert í ræðum sínum og grein- um um áramótin. Orðið vafðist dá- lítið fyrir mér því ég minnist þess Fjölmiðlar Sigríður Halldórsdóttir ekki að hafa heyrt það notað jafn eðlilega í málinu áður. Mér heyrist að þetta þýði efnis- og hæfíleika- fólk, eða eitthvað í þá áttina. Svo er töluvert talað um atgervisflótta sem þýðir víst það þegar efnis-, hæfileika- og menntafólk flytur úr landi og starfar á hærri launum í öðrum löndum því ekki vill það vera undir fátæktarmörkum hér alla ævi. Nýjustu fréttir eru svo þær að fjörutíu pró- sent bænda eru undir fátæktarmörkum og má því búast við heilmiklum bændaflótta á árinu. Og fleira æsandi er í aðsigi á þessu glænýja ári. Það stendur til að hefja hvalveið- ar og gá hvort ekki verður hægt að gera Am- Verður atgervisflótti meðal bænda úr landi á nýju ári? eríkana snarbandvitlausa, Þjóðverja líka, en þeir eru pínulítið umburðarlyndari viö okk- ur, út af hverju sem það er, og mig langar að vita hvers vegna. Kjósverjar mótmæla nýja álverinu fullum hálsi og segja að sveitin þeirra sé nátt- úruparadís, útivistarsvæði í uppgangi og Hvalfjörður með fegurstu perlum jarðar. Ekki skrökva Kjós- verjar, löngu kominn tími til þess að þeir létu til sín taka, þóttu alltaf frægir fyrir að segja ekki neitt með grasið í gúmmískón- um. Meðan ég man þá tek ég eftir að ritstjór- ar hægri blaðanna nota allir setu í skrif- um sínum, ég hélt aö hún hefði verið lögð niður fyrir nokkrum áratugum og ætti því að flokkast undir staf- setningarvillu. Kannski væri ráð að taka aftur upp þéring- ar, svona til þess að halda fólkinu á fátækt- armörkunum og bændum I hæfUegri fjarlægð frá þreyttum og útkeyrðum póli- tíkusum. Svo var völvuspá í vikunni og töluvert vitnað í hana. Hún spáði kólnandi um miðjan þennan mánuð en að öðru leyti yrði þetta ágætt og lítið um vandræði og náttúru- hamfarir. Samt les maður milli línanna hjá forsvarsmönnum þjóðarinnar að einhver uggur sé í þeim um þjóðina, þeir eru hálfsmeykir um að nú vilji hún fá eitthvað fyrir sinn snúð, búin að rétta efhahagslífíð við og eiga svo ekki annað í vændum en skattahækkanir og svona. Meira vesenið alltaf hreint. x ★ * . *: (menning 11 Hrafn kveður Hrafh Jökulsson er á förum frá Alþýöublað- inu eftir að hafa ritstýrt skemmtilegasta menningarblaði á íslandi í rösk tvö ár. Að honum og Hallgrími Helgasyni pistla- höfundi, sem hættir á blaðinu um leið, er mikill missir. Auðvitað varð al- mennm- lesandi þess oft fyrir vonbrigðum þegar auglýsingar tóku kannski aðra hveija af ( hinum fáu síðum, en alltaf hlakkaði maður til að fletta því. Tók það fram yfír önnur blöð. Það sem maður minnist eru menningar- fréttir á forsíðu, viðtöl sem oft voru bráðgóð, skemmtilegar úttektir á og úr bókum - og ekki síst smælkið. Orð dagsins, slúðrið, vísa dagsins, afmælisbam dagsins, smámunir sem oft voru feiknavel unnir og hugsaðir. En ef til vill verður merkjum haldið uppi áfram. Hver veit. Hver gæti elskað þessa Emmu? Fyrir nokkrum mánuðum var frá því sagt á menningarsíðu DV að ekki aðeins væru Bandaríkjamenn að gera kvikmynd eftir skáldsögu Jane Austen um Emmu (sem nú hefur verið sýnd hér við allgóðan fógnuð) | heldur væru Bretar einnig að gera sjónvarps- mynd eftir henni. Það var sama gengið sem hana gerði og hina gullfallegu sjánvarps- myndaröð eftir Hroka og hleypidómum, sem við fengum að sjá síðastliðið haust. Sjónvarpsmyndin um Emmu var frumsýnd í Bretlandi skömmu fyrir jól, og gagnrýnandi Times var ekki að skafa utan af því: „Myndin var... fyrirsjáanleg eins og guðsþjónusta: jóla- kortahestvagnarnir, ílöngu skotin ... það eina sem kom á óvart var lýsingin. Hér var allt lýst upp eins og Wembley-leikvöllurinn! ... Mér tókst að lafa til hinna beisku sakkai-ín- endaloka með því að ímynda mér ítarlegar og flóknar pyntingaraðgerðir á hverjum einasta leikara í myndinni.“ Og eins og þetta sé ekki nóg hefur myndin lika kveikt í honum löngun til aö breyta mannkynssögunni: „Ég hef alltaf verið feginn að við skyldum vinna Napóleonsstríðin. Nú er ég ekki viss. Reyndar vildi ég helst að Mongólar hefðu ekki verið stöðvaðir við hlið Vínarborgar forðum daga heldur fengið að æða yfir Evrópu og gereyða Bath, Cirencester og Swindon..." Öllum fínu stöðunum þcr sem sögulegar kvikmyndir Breta eru teknar þessi misserin! *m ™ -S7 Sjónvarpsstjarna selur bækur Tímaritið Time segir frá því nýlega hvaða áhrif sjónvarpsþáttastjórnandinn Oprah Win- frey hefur á bóksölu í Bandaríkjunum. Oprah stýrir spjallþætti og er nýbúin að stofna „bókaklúbb" í honum sem þýðir að hún segir sínum 20 milljón áhorfendum frá einhverri bók einu sinni í mánuði. Það þýðir svo aftur á móti að salan á _______ viðkomandi bók fýkur upp í milljón á fá- einum vikum - jafnvel þótt höfundur- inn sé óþekktur. I Önnur bókin, sem Oprah valdi í klúbbinn sinn, var tuttugu ára gömul skáldsaga eft- ir Toni Morrison, Söngur Salómons. Oprah bauð Toni til sín til að ræða bókina og sam- dægurs seldust af henni sextán þúsund ein- tök! Hún nálgast milljónina núna og Time segir að þessi dagstund með Oprah hafi haft meiri áhrif á sölu bóka eftir Toni Morrison en nóbelsverðlaunin sem hún hlaut 1993. Fram að þessu hafa útgefendur í Bandaríkj- unum reynt að reikna út með miklum tilfær- ingum hvaða höfúndur ætti að koma fram hvar og með hverjum. Nú spyrja þeir bara: Hvemig getum við fengið Oprah til að mæla með bók frá okkur? En það þýðir ekkert að reyna að hafa áhrif á konuna, hún velur bæk- umar sjálf í klúbbinn sinn. Hún segist alltaf hafa elskað bækur, þær voru eini munaður- inn sem hún naut í uppvextinum. Henni finnst fólk vera hætt að lesa og vill hvetja þaö til að taka upp þann sið að nýju. Sjónvarpið okkar ætti kannski aö fá Hemma Gunn til að stofna bókaklúbb. Umsjón Silja Aðalsteinsddttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.