Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aóstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deiidir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., Helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Afstæð fátækt Af mörgum gölluðum mælitækjum fátæktar, sem menn nota til að sanna bjargfastar skoðanir sínar á fjölda fátæklinga, er sízt nothæfur sá, sem Félagsvísinda- stofnun notar. Hann mælir nefnilega ekki fátækt þjóðar- innar, heldur ákveðinn þátt tekjuskiptingar hennar. Það bætir ekki mælikvarðann að kalla þennan þátt tekjuskiptingarinnar fátæktarmörk. Mælikvarðinn sýn- ir afstætt, hversu stór hluti þjóðarinnar hefur minna en helming af meðaltekjum fólks í landinu, hverjar sem þær eru á hverjum tíma. Sem slíkur er hann gagnlegur. Samkvæmt honum voru 10% þjóðarinnar innan fá- tæktarmarka í fyrra, nákvæmlega sama hlutfall og ein- um áratug áður. í millitíðinni hafði þetta hlutfall lækk- að árin 1986-1989 úr 10% í 8%, síðan hækkað 1989-1995 úr 8% í 12% og lækkað aftur 1995-1996 úr 12% í 10%. Þessi lækkun milli ára endurspeglar ekki minnkandi fátækt, eins og hún mælist hjá aðilum á borð við Mæðra- styrksnefnd og þjóðkirkjuna, sem vinna að aðstoð við þá, sem ekki hafa ráð á að halda jól. Slíkar mælingar á raun- veruleikanum sýna stóraukna fátækt milli ára. Fátækt viðskiptavina hjálparstofnana getur verið að aukast á sama tíma og þeim fækkar, sem teljast innan fátæktarmarka samkvæmt mælikvarða Félagsvísinda- stofnunar. Sumir þeirra kunna til dæmis að vera búnir að nýta til fulls möguleika sína til skuldsetningar. Breytingar á almennu efnahagsástandi hafa oftast meiri áhrif á fátækt en breytt tekjuskipting á breytinga- tímanum. Og efnahagsbreytingar fyrri ára hafa áhrif á fátækt líðandi stundar. Þannig getur fátækt farið vax- andi í nokkur ár eftir að kreppa náði hámarki. Það liggur í eðli fátæktar, að sveiflur hennar fylgja í kjölfar breytinga á efnahagsástandi og koma því á eftir. Þegar kreppa er að byrja, hefur fólk ýmsa útvegi við að bjarga sér, sem það hefur ekki að áliðinni kreppu. Fólk getur til dæmis safnað skuldum í upphafi kreppu. Mælikvarði hjálparstofhana er líka að nokkru leyti af- stæður. Hann mælir tilfinningu fólks fyrir fátækt sinni. Verið getur, að fleiri en áður telji sig geta gengið hin þungu spor til hjálparstofnana, af því að fátækt sé ekki talin eins niðurlægjandi og áður var. Þannig er verið að deila um tvo mælikvarða, sem hvor um sig er afstæður á sinn hátt. Annar mælir tekjuskipt- ingu og hinn tilfmningu fólks fyrir eigin fátækt, en hvor- ugur mælir raunverulega fátækt. Hinn síðari er þó ekki eins afstæður og bókhaldslegur og hinn fyrri. Það segir mikla sögu um aukna fátækt í þjóðfélaginu milli áranna 1995 og 1996, að viðskiptavinum hjálpar- stofnana fjölgaði milli ára og að þeim viðskiptavinum fjölgaði, sem ekki eru fátækir af neinum sérstökum ástæðum öðrum en þeirri að vera á lágum launataxta. Það hentar hins vegar stjómvöldum í landinu að flagga tölum Félagsvísindastofhunar. Þær gera valdamönnum kleift að neita að taka mark á talsmönnum Mæðrastyrks- nefndar, félagsmálastofnana sveitarfélaga og þjóðkirkj- unnar og að halda áfram að hlúa að hinum ríku. í áramótaræðu sinni kaus forsætisráðherra að láta mælingar hjálparstofnana sem vind eða öllu heldur Qöl- miðlafár um eyru þjóta. Hann beindi máli sínu til eigin- hagsmuna þess íjölmenna meirihluta þjóðarinnar, sem hvorki er fátækur né undir neinum fátæktarmörkum. Fátæktin er einmitt erfið viðureignar fyrir þá sök, að fátæklingar eru eindreginn minnihlutahópur, sem er nánast ósýnilegur vel stæðum meirihluta þjóðarinnar. Jónas Kristjánsson „Það er nánast trúaratriði hjá frjálshyggjumönnum að fé því sem rennur tii hins opinbera sé illa varið...,“ segir Vésteinn í grein sinni meðal annars. Um íslenskan þekkíngarbúskap ekki að eigna þessum ágæta fræðimanni, þótt mér finnist ástæða til að gera þau að umtals- efni. Það er nánast trú- aratriði hjá frjáls- hyggjumönnum að fé því sem rennur til hins opinbera sé illa varið, og af því leiðir vita- skuld að þeir sem þiggja það í laun séu eins kon- ar sníkjudýr á þjóðar- líkamanum. Öðru máli gegni um þá sem vinni í atvinnulífinu. Það séu þeir sem skapi verð- Vésteinn Olason mætin. bókmenntafræðingur Þessi hugmyndafræði kom fram í skemmti- legri mynd hjá Danan- um Mogens Glistrup, sem taldi það hugsjóna- „Þaö olli honum áhyggjum hvað margir vinna við að eyða almanna- fé í hlutfalli við þá sem fara að afía fjár I atvinnulífínu. Ég er sam- mála honum um kjarna þessa máls.u Kjallarinn Hann sáði, hann sáði syngja börnin um Adam forfóður okkar um hátíðam- ar, og minnir á húsgang um þau hjónin, sem eitt sinn var vopn í stéttabaráttunni og gæti hljóðað svo á íslensku: Þegar Adam var að stinga upp og Eva að spinna, var ein- hver þá sem þurfti ekki að vinna? Þjóðfélagið var ein- falt: auk þeirra hjóna kom við sögu rödd ósýnilegs að- ila, sem sá um menntamál og rétt- arfar, og náungi í aðskornum fötum úr slönguskinni sem sá um afþrey- ingu og munað. Nú er öldin önnur. Nýlega birtist í Morgunblaðinu viðtal við félagsvís- indamann, sem hefur rannsakað hvaða störf fólk tekur sér fyrir hendur þegar það hefur lokið há- skólanámi. Það olli honum áhyggj- um hvað margir vinna við að eyða almannafé í hlutfalli við þá sem fara að afla fjár í atvinnulífmu. Vara við orðavali Ég er sammála honum um kjama þessa máls, en vara við orðavali sem er algengt og speglar eða ýtir undir viöhorf sem ég er starf að hjálpa fólki að komast hjá því að greiða skatta; því minna sem ríkið fengi, því hetra. Hann var reyndar sjálfum sér sam- kvæmari en margir frjálshyggju- menn og vildi leggja niður danska herinn og setja upp sjálfvirkan símsvara sem segði: við gefumst upp. Verðmætum eytt Getur það verið aö læknirinn sem gerir að bakverk bifvélavirkj- ans - og gerir honum þar með ekki aðeins kleift að halda áfram að gera við bíla heldur einnig að taka upp bömin sin og faðma eig- inkonuna - sé að eyða þeim verð- mætum, sem bifvélavirkinn skap- ar á verkstæðinu? Getur verið að sá sem kennir bókhald í opinber- um skóla sé að eyða þeim verð- mætum sem nemandinn skapar með því að stritast við að halda vonlausu fyrirtæki gangandi? Get- ur verið að dómarinn sem tekur úr umferð þann sem stelur og eyðileggur á nóttunni sé í raun að eyða verðmætunum sem hinn skapar þegar honum þóknast að koma í vinnuna? Þannig mætti lengi halda áfram, og allir sjá hve fráleitt það er að líta svo á að verð- mætasköpun í þjóðfélaginu fari öll fram í einkageiranum. Kynt undir viöhorfum Manni finnst þó stundum að kynt sé undir þessum viðhorfum af miklu fleirum en ofstækismönn- um og sérvitringum, t.d. af mönn- unum í Garðastrætinu sem á öllu hafa vit nema helst því hvernig á að reka fyrirtæki þannig að þau séu samkeppnishæf um gott vinnuafl við fyrirtæki í nálægiun löndum. Hitt er væntanlega öllum ljóst að við þurfum að framleiða og selja vörur og þjónustu með ábata, meðal annars til að standa straum af verðmætasköpun til al- mannaheilla á vegum hins opin- bera. Um hlut þekkingarinnar í því ferli ætla ég mér að fjalla í annarri grein. Vésteinn Ólason Skoðanir annarra Peningamenn i framboði „Kostnaðurinn keyrði auðvitað úr öllu hófi í for- setakosningunum. Ef þetta heldur áfram eins og hingað til þá verða það bara fáeinir peningamenn sem geta boðið sig fram. Frambjóðendur sitja oftast einir eftir með skuldimar, fólkið hverfur frá öllu saman, þegar kosningum lýkur, eins og dæmin sanna.... Við teljum að tryggja þurfi lýðræði í land- inu, og þá er það gert með því að takmarka umfang auglýsinga til að allir hafi jafna möguleika á að bjóða sig fram.“ Jóhanna Sigurðardóttir í Degi-Tímanum 4. jan. Vaskur út í hött „Það er algerlega út í hött að setja virðisaukaskatt á gistingu enda þekkist það ekki í nágrannalöndum okkar. Svíar reyndu það en bökkuðu með hann. Virðisaukaskatturinn var verulegt áfall því búið var að ákveða verð á gistingu fyrir sumarið á eftir og þá hækkar ekki verð á gistingu þegjandi og hljóðalaust um 14%.“ Páll Þór Jónsson í Mbl. 5. jan. Sameiginlega eignin seld „Hér hafði það gerzt, að afnotarétti af fiskimiðun- um, sem skv. lands lögum eru sameign þjóðarinnar, hafði verið úthlutað til fámenns hóps manna fyrir ekki neitt, en þennan afnotarétt gátu þeir síðan selt fyrir stórfé og gerðu það margir. Það er fyrst og fremst þetta grundvallaratriði, sem Morgunblaðið hefur gagnrýnt á þeirri forsendu, að það væri órétt- læti, að sameiginleg eign þjóðarinnar væri þannig afhent fámennum hópi þjóðfélagsþegna endurgjalds- laust. Morgunblaðið hefur krafizt þess réttlætis fyr- ir hönd þorra íslenzku þjóðarinnar, að þeir, sem vildu nýta fiskimiðin, greiddu eðlilegt gjald fyrir þau afnot í sameiginlegan sjóð.“ Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 5. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.