Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Side 17
ÞRIÐJUDACUR 7. JANÚAR 1997 17 Mannlýsingar í íslenskum bókmenntum: Bjugfættir, beinaberir, háls- digrir og herðamiklir Fátt er skemmtilegra en að hlusta á eða lesa magnaðar mannlýsingar. Margir andans menn, og konur, hafa fest á blað persónulýsingar á svo eftirminnilegcm hátt að þær munu seint eða jafnvel aldrei gleym- ast. Mörg þessara gullkoma er að finna í íslensku fombókmenntunum en einnig má finna ógleymanlega karaktera víða í nútímabókmennt- um. Beinaberir og liðasollnir Tilveran greip niður í nokkrar skemmtilegar lýsingar og sá að oft hafa menn ekki sparað stóru orðin. Lítum á hvernig nóbelsskáldið Hall- dór Laxness lýsir íslenskum karl- peningi í Gerplu: „í þann tíð vóru flestir karlmenn á Islandi lágir vexti og bjúgfættir, beinaberir og liðasollnir, knýttir og krepptir af kveisu, bláir í litarafti og skorpnir." Ekki virð- a s t þ e i r að- lað- andi en neikvæðu lýsingamar era fleiri. Ekki er Glámi sauða- __ manni t.d. fallega lýst í Grettis sögu: „Hann var ósöngvinn og trúlaus, stirfinn og viðskotaillur. Öllum var hann hvimleiður." Og ekki V£urð henni orða vant konunni sem beðin var um að lýsa tengdasyni sínum og svaraði að bragði: „Væri hann sokkur sem ég hefði prjónað mundi ég rekja hann upp.“ Úteygur og ennisbrattur íslenskir karlmenn eru mestu myndarmenn eins og allir vita og hár. Hann var opinmynntur og skögðu tvær tennur fram úr höfðinu og allt var hann að áliti sem hann væri krepptur og knýttur." Heldur Hvernig skyldi höfundur Njálu hafa kosið að lýsa Pamelu? telst trúlegt að þeir myndu gjaman vilja líkja sér við Gunnar á Hlíða- renda sem „var mikill maður vexti og sterkur,... bláeygur, snareygur og rjóður í kinnum." Ólíklegra er að nokkur kæri sig um að fá sömu lýs- ingu og Klaufi í Svarfdæla sögu en svo var honum lýst: „Hann var þverrar handar og fimm alna hár. Armleggi hafði hann bæði langa og digra, kinnur miklar og þreklegar greipar. Hann var úteygur og ennisbrattur, mjög munnljótur og neflítill, hálslangur og hökumik- ill, skolbrúnn og skarp- leitur, lágu hátt kinnar- beinin. Manna var hann svartastur, bæði á brýn og verður að teljast ólíklegt að maður sem svo er lýst hafi notið mikillar kvenhylli, svo ekki sé meira sagt. Hraustir, bláeygðir vík- ingar Ekki er eingöngu að finna frá- hrindandi og „Klaufalegar" lýs- ingar í islenskum bókmennt- um. Tómas Jónsson, sögu- hetja Guðbergs Bergsson- ar, var td. ekki í vafa um ágæti uppruna síns þegar hann sagði: „Ég er afkomandi hraustra, bláeygðra víkinga. Ég á ætt að telja til hirðskálda og sigur- sælla kommga. Ég er ís- s lendingur." En kvenfólkið hefur einnig fengið sinn skammt. Um Bergþóru Skarp- héðinsdóttur er sagt að hún hafi verið „kvenskörungur mikm og dreng- ur góður og nokkuð skaphörð". Þessi lýsing er skýr og blátt áfram en „Kvenlýsing" Davíðs Stefánsson- ar lýsir heldur vafasamari kven- manni en þar segir: „Þinn líkami er fagur sem laufguð björk, en sálin er ægileg eyðimörk. Mikilleitur, ennisbreiður og brúnamikill Vart er hægt að segja skilið við ís- lenskar mannlýsingar án þess að vitna í einhveija þá frægustu í ís- lenskum bókmenntum og er þá að sjálfsögðu verið að ræða um Egil Skallagrímsson en sá eftirminnilegi persónuleiki er þjóð- inni alltaf jafri kær. Honum var ekki orða vant, höfúnd- inum ókunna sem lýsti Agli karli á eft- irfarandi hátt: „Egill var mikil- leitur, ennisbreiður, brúnamik- m, nefið ekki langt en ákaflega digurt, granstæðið vítt og langt, hakan breið furðu- lega og svo allt um kjálk- ana, hálsdigur og herði- mikm, svo að það bar frá því sem aðrir menn vom, harð- leitur og grimmlegur þá er hann var reiður. Hann var vel í vexti og hverjum manni, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur. Tilvitnanir fengnar úr Stóm til- vitnanabókinni frá Vöku-Helgafelli -ggá Dekurdýr: Ekkert of gott fyrir Snata Allir sem eiga gæludýr kannast við að elska þau út af lífinu og vera handviss um að annar eins hundur eða köttur sé ekki til á yfirborði jarðar. Sumir ganga þó heldur lengra í aðdáun sinni á gæludýrum og má segja að þar slái fáir Banda- ríkjamönnum út. I Bandaríkjunum er fjöldi gæludýraeigenda 5% meiri en Qöldi foreldra og vilja félagsfræð- ingar halda fram að margir hveijir Ekki óalgeng sjón handan Atl- antsála. Hundabrúðkaup og brúð- urin að sjálfsögðu í hvítu. líti á dýrin sem eins konar „upp- bótabörn“ og láti því ekkert aftra sér frá að tryggja heilsu þeirra og hamingju. Sem dæmi um hrifningu Banda- ríkjamanna á gæiudýrum má nefna að Sokki, köttur Clintons forseta, fær fleiri aðdáendabréf en eigandinn og ævisaga Millie, tikur Georges Bush, fyrrver- andi forseta, seld- ist i fleiri eintök- um en ævisaga Ronalds Reagans. I Los Angeles er að finna fjölda veitingastaða fyr- ir hunda og ketti þar sem gælu- dýr ríka fólksins geta haft það gott yfir réttum Sé voffi stressaður má panta fyrir hann nudd þar sem vöðvabólgan líður úr með ilmolíunuddi. á borð við „Loppukæli" sem er ijómaís- réttur að hætti Snata. Þar má einnig fá tíma- ritið Pet’s Life sem inniheldur leiðbeiningar um hvemig má gera yndið sitt að kvikmynda- stjömu og ef sá sorgaratburður myndi gerast að eftirlætið týndist má kalla inn „Sherlock Bo- nes“ einka- spæjaraskrif- stofuna sem sérhæFn- sig í aö finna týnda voffa. Til gam- ans má geta þess að Jim Carrey, sem lék gæludýra- spæjarann Ace Ventura, Hundar hinna ríku og frægu eiga býsna náðugt líf, svo að ekki sé meira sagt. nýtti sér þjónustu hennar þegar hvolpurinn hans týndist. Herramað- ur að nafni Matthew Margolis lifir góðu lífi á að venja hunda og ketti hinna ríku og frægu á að gera stykki sín á réttum stöðum og hreykir sér af því að hafa vemdað gólfteppi ekki minni manna en Cher, Madonnu, Whoopi Goldberg og Liz Taylor. Og fyrir þá með stressaða hunda skal bent á Betty Ford meðferðarheimilið en þar fá þeir sálfræðimeðferð fyrir 1,4 millj- ónir króna. Ekkert hundalíf það! Hindurvitni um Flestir gleðjast mjög þegar fréttir berast af væntanlegum erfingja og viija þá oft hefjast miklar vangaveltur um hvers kyns bamið muni vera, hverj- um það muni líkjast og fleira í þeim dúr. Slíkar umræður eru engan vegin nýjar af nálinni og í gegnum tíðina hefur mikið orðið til af alls kyns hjátrú og hindurvitni. Hér má sjá nokkur af þeim húsráðum sem forfeður okkar töldu ráðlegast að fylgja á meðgöngu. - Ef þunguð kona borðar gómfyllu verður barnið hol- góma. Einkum eru tilnefnd svið af sauðum, nautum eða sel, enda ekki um mörg önnur dýr að ræða til matar á síðari öld- um. Svo langt getur varúðin gengið að konan megi yfirleitt ekki borða selsvið því þá verði selshöfuð eöa hreifar á baminu. - Ef ólétt kona borðar stein- bítsóþola (kviðugga steinbíts) verður bamið sem hún fæöir aldrei kyrrt. - Ef hún borðar ýsuroð á bamið að fá óslétta húð. - Ef vanfær kona boröar valslegna rjúpu eða annan fugl fær bamið valbrá en borði hún ijúpuegg verður barnið freknótt. - Ef hún boröar bijósk verð- ur brjósk en ekki bein í líkama bamsins. - Ef þunguð kona drekkur vatnsleifar jórturdýra þá jórtr- ar bamið. - Ef konan drekkur heita drykki verður bamið hárlaust. - Ef vanfær kona borðar með spæni eða skel sem skarð er í verður skarð í vör barnsins. - Ef vanfær kona hleypur mikið verður barnið lofthrætt eða því hættir við að sundla. Hið sama gerist ef hún horfír fram af háu. - Ef hún stígur yfir breima kött verður barnið annaðhvort viðrini eða vitfirringur. - Ef hún verður hrædd við eitthvað, t.d. rottur eða mýs, fær barnið bletti á líkamann, jafnvel loðna. - Ef konan borðar hrámeti um meðgöngutímann kemur of- vöxtur í fóstrið. - Ef hún borðar fisk mest matar á barnið að verða heimskt. - Ef hún klippir hár sitt um meðgöngutímann þá á bamið að verða sólgið í að borða rusl, t.d. ösku, kol og mold. - Talið er varasamt að van- fær kona sé úti um heiðbjarta nótt. Að minnsta kosti er sagt að horfi hún á norðurljós eða blikandi stjömur verði bamið annaðhvort rangeygt eða hafi flöktandi augnaráð, jafnvel höf- uðriðu. - Ef ólétt kona situr á móti tungli svo það skíni á brjóst eða kjöltu hennar þá verður fóstur hennar tunglsjúkt eöa floga- veikt. Hið sama gerist ef hún kastar af sér vatni í tunglsljósi. Byggt á bókinni Merkisdagar á mannsævinni eftir Áma Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.