Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Side 19
18
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
íþróttir
Þrír nýir til
Magdeburg
Þýska úrvalsdeildarliðið i
handknattleik, Magdeburg, hef-
ur á skömmum tíma fengið þrjá
nýja leikmenn í sínar raðir fyrir
baráttuna sem fram undan er í
vetur. Rússinn Atavin kom frá
spænska liðinu Granollers og
tveir franskir landsliðsmenn
komu frá Creitel, félaginu sem
sló Hauka út úr Evrópukeppn-
inni. Það eru þeir Gueriz
Kervadec og Joel Abati sem fór á
kostum í síðari leiknum gegn
Haukum í Strandgötunni fyrr í
vetur.
-GH
Gylfi tekur við
af Gunnari
DV, Akranesi:
Þann 15. janúar verður aðal-
fundur Knattspymufélags Akra-
ness og þá tekur ný stjóm við fé-
laginu. Gunnar Sigurðsson mun
láta af formennsku og við starfi
hans tekur Gylfí Þórðarson. Með
honum í stjóm verða Örn Gunn-
arsson varaformaður, Þorgeir
Jósepsson gjaldkeri og Ágúst Ás-
geirsson og Karl Alfreðsson með-
stjómendur.
Gunnar hefur setið í stjórn
Knattspymufélagsins með hlé-
um allar götur frá því árið 1971
og mörg ár sem formaður. Hann
hefur náð að byggja upp stór-
veldi í íslenskri knattpymu og
verður erfitt að feta í fórspor
hans. Gylfi er ekki ókunnugur
knattspyrnunni en hann eins og
Gunnar hefur setið í stjóm KSÍ
og tók fyrst sæti í stjóm Knatt-
spymufélags ÍA árið 1979.
-DVÓ
Birkir sat á
bekknum
Birkir Kristinsson var á vara-
mannabekk Birmingham þegar
liðið sigraði utandeildarliðið
Stevenage, 0-2, í ensku bikar-
keppninni um helgina.
Haraldur Ingólfsson var ekki í
leikmannahópi Aberdeen frekar
en í síðustu leikjum þegar Aber-
deen mátti þola tap á heimavelli
gegn Dunfermline í skosku úr-
valsdeildinni. -GH
Skaginn vann
Gróttumótið
Skagamenn sigmðu á hinu ár-
lega Gróttumóti í innanhúss-
knattspymu sem fram fór á Sel-
tjarnamesi um helgina. Þrjú lið
léku til úrslita, ÍA vann Breiða-
blik, 7-1, í fyrsta leiknum, síðan
geröu Leiftur og ÍA jafntefli, 4-4,
og leikur Leifturs og Breiðabliks
fór einnig 4-4. -VS
Jóhannes með ÍA
Jóhannes Harðarson, miðju-
maðurinn efnilegi, hefur skrifað
undir tveggja ára samning við ís-
landsmeistara ÍAí knattspym-
unni. Jóhannes hafði áður verið
orðaður við nýliða Skallagríms.
Ólafur til Reynis
Hópurinn hjá nýliðum Reynis
úr Sandgerði, sem leika í 2.
deildinni í knattspymu í sumar,
heldur áfram að styrkjast. Þeir
hafa nú fengið Ólaf ívar Jónsson,
einn öflugasta leikmanninn frá
nágrönnunum í Víði, til liðs við
sig.
Fleiri úr Garðinum
Víðir hefur misst fleiri menn
síðustu dagana þvi Steinar Ingi-
mundarson og Þorvaldur eru
farnir í Fjölni og Unnar Sigurðs-
son til Keflvíkinga.
-VS
Körfuknattleikur:
Buckingham
kominn á Krókinn
- Jeffrey Johnson var látinn fara
DV, Sauðárkróki:
Tindastólsmenn í körfuboltanum
létu bandaríska leikmanninn Jef-
frey Johnson róa þegar hann fór
vestur um haf yfir jólin. Nýr leik-
maður er kominn á Krókinn og heit-
ir sá Waync Buckingham. Halldór
Halldórsson, formaður körfuknatt-
leiksdeildar Tindastóls, sagði í sam-
tali við DV að menn gerðu sér von-
ir um aö þessi nýi leikmaður væri
betri en Johnson og myndi vonandi
leggja sig meira fram en hann gerði.
Óánægja sú sem var með
frammistöðu þessa annars ágæta
miðherja byggðist á því að mönnum
fannst hann ekki sýna það sem í
honum bjó.
Buckingham er 2,04 metrar á hæð
og mun leika sinn fyrsta leik á
fimmtudagskvöldið þegar nágrann-
amir úr Þór á Akureyri koma í
heimsókn. Vonast Tindastólsmenn
eftir fjölmörgum áhorfendum á leik-
inn, en þeim var farið að fækka
mjög í síðustu leikjum á liðnu ári.
Áhorfendafjöldinn í Síkinu var
kominn niður undir 200 manns, og
var helsta ástæðan fyrir því nefnd
óánægja með bandaríska leikmann-
inn Johnson. -ÞÁ
Júllus með átta mörk
Júlíus Jónasson skoraði 8 mörk
þegar lið hans, Suhr frá Sviss,
sigraði Róbert Sighvatsson og fé-
laga í þýska liðinu Schutterwald,
24-23, í úrslitaleik á alþjóðlegu
handknattleiksmóti sem fram fór í
Freiburg í Þýskalandi um helgina.
Perkovac var markahæstur hjá
Suhr með 11 mörk.
-DVÓ/VS
Lárus Orri
varð annar
Lárus Orri Sigurðsson varð annar í kjöri
eins af styrktaraðilum enska knattspymufé-
lagsins Stoke á leikmanni ársins 1996 sem birt
var um áramótin. Sóknarmaðurinn Mike
Sheron fékk 77 prósent atkvæða en Láms Orri
kom næstur með 12 prósent.
-DVÓ/VS
Birgir valinn á Akranesi
DV, Akranesi:
Birgir Leifur Hafþórsson, íslandsmeistari karla i golfi, var í gærkvöld
útnefhdur íþróttamaður ársins 1996 á Akranesi. Hann fékk 100 stig af 100
mögulegum. Alexander Högnason knattspymumaður kom næstur með
54 stig og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sundkona.varö þriðja með 45 stig.
-DVÓ
Greg Norman var vel fagnaö í mótslok. Eiginkona hans Laura stóöst ekki mátiö og
kyssti karlinn sinn rembingskoss. Þaö er ekki ónýtt aö fá 70 milljónir fyrir sigur á einu
golfmóti.
Stórmeistaramót í holukeppni:
Norman krækti
sér í 70 milljónir
Ástralski kylfingurinn Greg Norman
fór með sigur af hólmi á stórmeistara-
móti í holukeppni sem lauk í Scottsdale
í Arizona í fyrrinótt. Gífurlegar peninga-
upphæðir vom í verðlaun og gaf fyrsta
sætið um 70 milljónir króna. Stigahæstu
kylflngar i heiminum hafa rétt til þátt-
töku á móti sem þessu og mættu þeir
flestir til leiks í Arizona.
Norman og Scott Hoch frá Bandaríkj-
unum háðu æsispennandi keppni um
sigur í mótinu og mátti vart á milli sjá.
Það fór svo að Norman hafði betur þeg-
ar hann tryggði sér sigurinn á síðustu
holunni, tæpara gat það varla verið.
Norman var að að vonum alsæll með
fyrstu verðlaun og gat ekki annað viður-
kennt að hann var aö leika gott golf á
þessu móti.
„Ég lagði mig allan fram á flötunum
og það skipti sköpum. Þetta var
skemmtileg keppni við Hoch sem er
kylfmgur í fremstu röð. Auðvitað fylgir
sigri sem þessum einhver heppni," sagði
Norman eftir að hafa tekið við 70 millj-
ónum króna.
Hisayuki Sasaki frá Japan tók þriðju
verðlaunin eftir fjöruga keppni við Skot-
ann Sam Torrance.
Þess má geta að Greg Normann er sem
fyrr langefstur á styrkleikalistanum.
Tom Lehman frá Bandaríkjunum er í
öðru sæti og þriðja sætinu er Skotinn
Colin Montgomerie. -JKS
Patrekur Jóhannesson meiddur:
Læknir Essen ráðlegg-
ur hvíld í tvær vikur
- pressa frá félaginu að leika þrátt fyrir meiðslin
Patrekur Jóhannesson, landsliðs-
maður í handknattleik, varð fyrir
því óláni að meiðast á æfmgu hjá
Essen í síðustu viku. Læknir félags-
ins telur að Patrekur hafi slitið
vöðva í síðu og ekkert nema tíminn
einn mun lækna þessi meiðsl.
Vegna pressu frá félaginu lét
Patrekur til leiðast að leika gegn
Lemgo um síðustu helgi en fór út af
fyrir fullt og allt þegar eftir fyrstu
sóknina.
„Þetta gerðist nánast upp úr
þurru. Ég var síðan sprautaður fyr-
ir leikinn gegn Lemgo um helgina
en það dugði skammt því ég bað um
skiptingu strax eftir fyrstu sóknina.
Ég fór í læknisskoðun í gær og eftir
hana ráðleggur læknir liðsins mér
að taka hvíld í tvær vikur. Ég finn
hins vegar fyrir mikilli pressu frá
félaginu að leika. Það eru mikilvæg-
ir leikir fram undan, leikur í bikar-
keppninni annað kvöld og síðan
leikur í deildinni á laugardaginn
kemur. Félagið leggur ríka áherslu
á að ég taki þátt í þessum leik.
Skrokkurinn á mér verður bara
fyrst af öllu að vera í lagi. Það er
stundum varla spurt að því,“ sagði
Patrekur í samtalinu við DV.
„Það er ansi fúlt að þurfa að
lenda í þessum meiöslum núna því
ég var kominn í mjög gott leikform.
Ég næ mér af þessum meiðslum, en
það tekur bara tíma. Tíminn lækn-
ar öll sár.“
Patrekur var inntur eftir því
hvort ánægja ríkti með gengi liðsins
fram að þessu í deildinni.
Þokkalega sáttir meö
stööuna í deildinni
„Já, menn eru bara þokkalega
sáttir. Stefhan var sett á fimmta
sætið og við erum í kringum þær
slóðir í dag. Annars er deildin jafn-
ari núna en oft áður og því er stað-
an fljót að breytast. Tveir sigurleik-
ir í röð geta komið liðum í toppbar-
áttuna og enn fremur er stutt í
neðri hlutann. Það vantar
herslumuninn á það að Essen sé í
toppbaráttunni," sagði Patrekur Jó-
hannesson við DV í gærkvöld.
-JKS
Patrekur Jóhannesson fór af velli eftir fyrstu
sóknina gegn Lemgo.
Sigurður ráðinn til GS
DV, Suðurnesjum:
Sigurður Sigurðsson hefúr verið ráðinn golfkennari hjá Golfklúbbi Suður-
nesja en hann starfaði hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á liðnu ári. Hann tekur
við af Philip A. Hunter sem hefur verið kennari hjá GS undanfarin sjö ár en
sagði starfi sínu lausu fyrir skömmu og er farinn til Þýskalands. -ÆMK
Þjálfarar ársins útnefndir
Knattspymuþjálfarafélag Islands útnefiidi í gær þjálfara ársins 1996. I
karlaflokki urðu jafnir og efstir þeir Guðjón Þórðarson og Ólafur Jóhannes-
son. Undir stjóm Guðjóns varð ÍA íslands-, bikar- og deildabikarmeistari og
Ólafur kom Skallagrími óvænt upp í 1. deild. Vanda Sigurgeirsdóttir var val-
in í kvennaflokki en Breiðablik vann alla leiki og öll mót á árinu. Loks var
Sigurður Þorsteinsson, Fylki, valinn unglingaþjálfari ársins.
-VS
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
23
Breyttir tímar fram undan í fjármálum Handknattleikssambandsins:
„HSÍ verður komið
nálægt núllinu í vor“
- segir Guðmundur Á. Ingvarsson, formaður Handknattleikssambandsins
Breyttir tímar em fram undan
varðandi fjármálin hjá Handknatt-
leikssambandi íslands en sem
kunnugt er hefur sambandið verið
skuldum vafið árum saman og fjár-
skortur staðið því verulega fyrir
þrifum.
„Staðan kemur til með að lagast
mjög mikið hjá okkur á næstu vik-
um og mánuðum. Við stöndum
frammi fyrir því núna að við eig-
um þessar 14 milljónir sem við
fengum frá fjárlaganefnd Alþingis.
Síðan reiknum við fastlega með því
að fá Akureyrarpeningana en þar
erum viö að tala um 17 milljónir til
viðbótar. Þetta er það sem við höf-
um í dag og við verðum bara að
moða úr því. Það fleytir okkur
langt,“ sagði Guðmundur Á. Ingv-
arsson, formaður Handknattleiks-
sambands íslands, í samtali við DV
í gærkvöld.
FYrir nokkrum mánuðum var
HSÍ nánast gjaldþrota samband en
á síðustu mánuðum hefúr staðan
breyst verulega. Frammistaða ís-
lenska landsliðsins í undankeppni
HM og sú staðreynd að í dag eiga
íslendingar aftur landslið meðal
þeirra allra bestu í heiminum,
kemur til með að létta HSÍ róður-
inn.
En hvemig metur formaður HSÍ
stöðuna hjá sambandinu í dag:
„Á allra næstu dögum munum
við hjá HSÍ setjast vandlega yfir
það mál hvemig við getum nýtt
þessa peninga sem best og mest.
Það verður eitt af fyrstu verkefn-
unum að fá þá aðila sem við skuld-
um til aö lækka sínar kröfur veru-
lega. Þetta hefst ekki öðravísi. Það
er alveg ljóst að HSÍ hefur ekki efni
á því að skulda neinum eitt eða
neitt. Rekstur sambandsins verður
að vera á núllinu ef það á lifa. Þetta
er ekki flóknara mál en það.“
- Þú ert bjartsýnn á að rekstur
HSÍ verði kominn nálægt núllinu á
þessu ári?
„Ekki kannski á núllið en ég er
mjög bjartsýnn á að staða sam-
bandsins verði orðin þokkaleg í
vor. Það er bjart fram undan í
handboltanum og hjá HSÍ enda
helst þetta í hendur. Hvað hand-
bolta varðar stöndum við mjög vel
og fjárhagslega munum við standa
miklu betur í vor en mörg undan-
farin ár. Við verðum kaxmski ekki
alveg komnir fyrir vindinn en allt
að því.“
- Það er mun betra hljóð í for-
manni HSÍ í dag en fyrir nokkrum
vikum?
„Það gefiu- vel verið og ekkert
nema gott um það að segja. Eins og
ég segi þá höfum viö þessar 14
milljónir i höndunum í dag og telj-
um að 17 milljónir séu á leiðinni.“
- Eruð þið öruggir um að fá þess-
ar 17 milljónir frá Akureyrarbæ
eða aðeins vongóðir. Hvar stendur
það mál?
„Boltinn er hjá Akureyrarbæ.
Okkar lögfræðingur segir að þeim
beri að greiða þessa peninga og ég
reikna með að fá þá í þessum mán-
uði. Ég hef ekki heyrt neitt annað
frá þeim en að þeir ætli að greiða
okkur þessa peninga," sagði Guð-
mundur Ingvarsson.
-SK
Fer Curcic
til Leeds?
George Graham, stjóri Leeds,
hefur í hyggju aö bjóða Aston
Villa 3 miÚjónir punda i miðvall-
arleikmanninn Sasa Curcic.
Curic sem keyptur var til Villa
frá Bolton fyrir tímabilið hefur
ekki áð að tryggja sér sæti í byrj-
unarliðinu og er óánægður í her-
búðum Villa.
Toshack hættir
með Deportivo
Velski þjálfarinn John Tos-
hack lét hafa það eftir sér í gær
að hann myndi hætta sem þjálf-
ari spænska 1. deildarliðsins
Deportivo La Coruna eftir tíma-
bilið. „Hvort sem tekst að vinna
titilinn eða ekki mun ég fara frá
félaginu eftir tímabili," sagði
Toshack sem tók við liðinu í
fyrra eftir að hafa stjórnað mál-
um hjá Real Sociedad og Real
Madrid.
Arsenal í
vandræðum
Arsenal er í miklum vandræð-
um fyrir bikarleik sinn gegn
Sunderland í næstu viku. Lund-
únaliðið er framherjalaust fyrir
þann leik, John Hartson og Ian
Wright verða báðir í banni,
Dennis Bergkamp er meiddur,
Chris Kiwomya i láni hjá Le
Havre í Frakklandi og fimmti
sóknarmaðurinn, Paul Dickov,
hefur verið seldur til Manchest-
er City.
Tvær markspyrnur
og ein fyrirgjöf
David James, markvörður
Liverpool, segist aldrei hafa átt
eins rólegan dag og þegar lið
hans vann Bumley, 1-0, í ensku
bikarkeppninni í knattspymu á
laugardaginn. „Ég tók tvær
markspymur, hirti eina fyrirgjöf
og fékk ekkert skot á mig. Ég
vildi að ég hefði haft aðeins
meira að gera,“ sagði James.
Valsmenn höfnuðu
tilboði frá Roda
Valsmenn höfnuðu á dögunum tilboði
sem hollenska 1. deildar liðið Roda sendi
þeim en félagið vildi gera samning við
Gunnar Einarsson. Að sögn fomáðamanna
Vals var tilboðið frá Roda mjög lélegt og því
ekki um annað að ræða en neita þvi en
Gunnar er á samningi við Val út þetta ár.
Forráðamenn Roda hrifust mjög af Gunn-
ari, sem er 20 ára gamall vamarmaður, þeg-
ar hann æfði með félaginu i haust og lýstu
því yfir að þeir vildu gera samning við
hann. Ekki hafa komið nein viðbrögð frá
Roda vegna ákvörðunar Valsmanna en
Gunnar er þessa dagana með félaginu í æf-
ingaferð á Kanaríeyjum.
-GH
Gunnar Einarsson er í æfingaferð meö
Roda en óvíst er hvort um semst milli Vals
og hollenska félagsins.
KR sagði nei við
gríska félagið
- sem geröi KR-ingum tilboö í Ríkharð Daðason
Samkvæmt heimildum
DV gerði gríska félagið
Kalamata KR-ingum til-
boð í Ríkharð Daðason á
dögunum. Vesturbæjar-
liðið mun hafa hafhað
því í gær á þeim forsend-
um aö tilboðið þætti of
lágt. Ekki er talið ólík-
legt aö gríska liðið geri
KR-ingum annað tilboð
en áhugi innan herbúða
þess að fá Ríkharð er
mikill.
Það fara að verða síð-
ustu forvöð fyrir grísk fé-
lög að kaupa leikmenn
því markaðurinn lokast
um miðjan þennan mán-
uð.
DV hafði samband við
Ríkharð í gærkvöld og
sagðist hann ekkert hafa
heyrt frá liðum sem hafa
verið aö bera víumar í
hann. Hann taldi þau
mál í vissri biðstöðu.
„Ég vil skoða dæmið
hvað varðar gríska liðið
betur en við sjáum hvað
setur. Ég hef ekki heyrt
frá Malmö en æfingar
hjá þeim hefjast ekki
fýrr en eftir tíu daga,“
sagði Ríkharður Daða-
son.
Grfska liðið vill fá beitt-
an markaskorara en
þegar 14 umferðum er
lokið er liðið í 9. sæti af
18 liðum og hefúr skor-
að 16 mörk en fengið á
sig 20.
Kalamata er ungt félagð
en það var stofnað fyrir
30 árum. Liðið er á sínu
öðm ári í 1. deild en lék
þar áður í samfleytt 20
Mál Ríkharös Daöasonar er enn í biöstöðu en Ijóst er aö gríska ár í 2. deild.
félagiö Kalamata hefur áfram áhuga á honum. -JKS
Allt um NBAI nótt og fýrrinótt á bls. 25
Damon
Stoudamire
Toronto Raptors
íþróttir
Fæddur: 3. september 1973.
Hæð: 1,78 m.
Þyngd: 78 kg.
Staða: Bakvörður.
Númer á treyju: 20.
NBA-leikir: 100 með Toronto.
Meðalskor í NBA: 19,2 stig.
Flest stig í leik: 32.
Flest fráköst: 12.
Flestar stoðsendingar: 19.
Ferill: Valinn af Toronto í ný-
liðavalinu 1995.
Áhugamál: Ljósmyndun,
djass og rapptónlist.
Uppáhaldsleikmenn: Hak-
eem Olajuwon og gömlu stjörn-
urnar George Gervin og Nate
Archibald.
Ýmislegt: Valinn nýliði árs-
ins í NBA 1996, besti leikmaður-
inn í nýliðaleiknum á stjömuhá-
tíð NBA 1996 og nýliði nóvem-
ber- og janúarmánaða tímabilið
1995-96.
Fyrsti leikmaðurinn í sögu
Toronto til að ná þrennu þegar
hann skoraði 20 stig, tók 12 frá-
köst og átti 11 stoðsendingar í
leik gegn Seattle í vetur.
Lék næstmest af öllum leik-
mönnum NBA á síðasta tímabili,
40,9 mínútur aö meðaltali í leik.
Valinn í úrvalslið bandarísku
háskólanna og tilnefndur sem
háskólaleikmaður ársins þegar
hann lék með Arizona-háskólan-
um.
Fyrirliði bandaríska landsliös-
ins sem lék á Friðarleikunum í
Rússlandi 1994.
Hrafnkell var
markahæstur
Hrafnkell Halldórsson, fyrrum
leikmaður Breiðabliks, var
markahæsti leikmaður Herkules
með 6 mörk þegar liðið geröi
óvænt jafntefli, 23-23, við Sande-
fjord í norsku úi'valsdeildinni í
handknattleik á sunnudaginn.
Herkules hefur gengið vel að
undanförnu og er komið í 8. sæti
deildarinnar með 10 stig. Elver-
um, lið Gunnars Gunnarssonar,
er hins vegar sem fyrr í 11. og
næstneösta sæti með 3 stig.
-VS
Tjaldiö hjá
Brann rifnaði
Norska knattspymufélagið
Brann, sem Birkir Kristinsson
og Ágúst Gylfason leika með,
kom fyrir jólin upp tjaldi yfir
leikvang sinn. Brann á heima-
leik gegn Liverpool í Evrópu-
keppni bikarhafa í mars og tjald-
iö á að halda hita á vellinum
þannig að hann verði leikfær á
þeim tíma.
Um áramótin hvessti talsvert I
Bergen meö þeim afleiðingum að
tjaldið fauk til, auk þess sem það
rifnaði vegna ísingar. Viðgerð
stendur yfir. Leikurinn viö Liv-
erpool fer fram mánuði áður en
norska úrvalsdeildin hefst.
-VS