Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Qupperneq 21
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
25
íþróttir
DV
Leikir í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og fyrrinótt:
Miklir yfirburðir hjá
Chicago gegn Utah
Þrír leikir voru í NBA í nótt og
urðu úrslitin þessi:
Chicago-Utah ................102-89
Portland-LA Lakers............88-84
Golden State-Charlotte .....109-101
Meistarar Chicago áttu ekki í
vandræðum með að vinna sigur á
Utah. Chicago hafði umtalsverða yf-
irburði og tölur eins og 20-8 og
52-26 segja meira en mörg orð.
Scottie Pippen skoraði 24 stig fyrir
Chicago, Michael Jordan 23 og
Dennis Rodman tók 16 fráköst. Karl
Malone var með 27 stig fyrir Utah
og John Stockton 18.
„Þeir hefðu getað unnið okkur
með 50 stiga mun í þessum leik ef
þeir hefðu viljað," sagði Jerry
Sloan, þjálfari Utah.
Þetta var 9. heimasigur meistar-
anna í röð en sjötta tap Utah í síð-
ustu 13 leikjum og liðið virðist vera
í einhverri lægð eftir góða byrjun.
Anderson tryggöi Portland
sigur á Lakers
Þriggja stiga karfa frá Kenny
Anderson innsiglaði sigur Portland
á LA Lakers. Arvydas Sabonis skor-
aði 24 stig fyrir Portland og Isaiah
Rider 17. Shaquille O’Neal var at-
kvæðamestur hjá Lakers að vanda
með 34 stig og hann tók 12 fráköst.
Shaq voru mislagðar hendur á víta-
línunni og skoraði aðeins úr 4 skot-
um af 14.
Glen Rice fór á kostum þegar
Charlotte bar sigur úr býtum á
Golden State. Rice skoraði 39 stig,
Anthony Mason 27 og Vlade Divac
18. Hjá Golden State var Latrell
Sprewell með 26 stig, Joe Smith 23
og Mar Price 22.
10. heimasigur New York í
röö
Úrslitin í fyrrinótt urðu þessi:
SA Spurs-LA Clippers ........84-93
Boston-Phoenix.............109-102
New York-Milwaukee...........97-92
Sacramento-Philadelphia....107-106
Vancouver-LA Lakers .........82-95
Patrick Ewing var í miklu stuði
og skoraði 32 stig fyrir New York
sem vann sinn 10. heimasigur í röð.
Ewing tók 11 fráköst og blokkaði
sex skot. Glenn Robinson var at-
kvæðamestur hjá Milwaukee með
25 en þetta var fímmti tapleikur
liðsins í röð.
Todd Day var með 25 stig fyrir
Boston sem vann sigur á Phoenix.
13 af stigum slnum skoraði Day í
flórða leikhluta. Davis Wesley skor-
aði 22 stig og Dana Barros 14 en
þetta var aðeins annar sigur Boston
í 14 leikjum. Bryant skoraði 24 stig
fyrir Phoenix og þeir Person og
Johnson 15 stig hvor.
Mitch Richmond tryggði Sacra-
mento sigur á Philadelphia þegar
hann skoraði sigurkörfu 4,5 sekúnd-
um fyrir leikslok. Richond skoraði
24 stig í leiknum en stigahæstur var
Mahmoud Abdul-Rauf með 25 stig.
Allen Iverson skoraði 16 stig fyrir
Philadelphia.
Lorenzen Wright skoraði 16 stig
fyrir Clippers, Malik Sealy 15 og
Loy Vaught 14 þegar liðið vann sig-
ur á SA Spurs. Vemon Maxwell var
stigahæstur í liði Spurs með 23 stig
og Sean Elliot gerði 17.
Shaquille O’Neal var í stuði þegar
LA Lakers sigraði Vancouver sem
státar af slakasta árangri alla liða í
deildinni, með sex sigra og 27 töp.
Shaq skoraði 31 stig og tók 12 frá-
köst. Eddie Jones var með 21 stig og
Kobe Bryant 16. Þá átti Nick Van
Exel mjög góðan leik og átti hvorki
meira né minna en 23 stoðsending-
ar. Peeler var stigahæstur hjá
Vancouver með 17 stig. -GH
m M U rJ
k ff l/rflli Hiwnni n f
Hakeem Olaiuwon. miðhorji Houston Rockots. or af mörgum tal-
inn besti miðherji NBA-deildarinnar í körfuknattleik.
Olajuwon, oft nofndur draumurinn. hofur fádæma fallogar
hreyflngar seni körfuknattleiksmaður og skila þær oft gkosilogri
körfum en geiigur og gerist meðal körfuknattloiksmanna. Ljóst
or að miðhorjar oins og til að mynda Shaquille O'Noal, eiga langt
í land moð að ná leikni Hakeems. sem ólíkt öðrum miðhorjum
doildarinnar fer langt á snorpu og snöggum hrevfingum i stað
stærðar og bolagangs.
Undanfariö hefur Olajuwon átt í orfiðleikum. Óreglulegur hjart-
sláttur hefur gort honum litið lcitt on vonandi veröur þossi
skommtilogi loikmaður sem lengst í NBA-deildinni.
Simamvnd Rotiter
-*«***?’**».. Sl
Sykora sigraði
í Slóveníu
Austurríkismaðurinn Thomas
Sykora sigraði i svigi á heimsbik-
armóti í Kranjska Gora í Slóven:
íu í gær.
Frakkinn Sebastien Amiez
varð annar og Thomas Stangass-
inger frá Austurríki, sem var
með foyrstu eftir fyrri ferðina,
varð þriðji. Heimsmeistarinn Al-
herto Tomba olli fjölmörgum að-
dáendum sínum vonbrigðum en
hann varð aðeins i 8. sæti eftir að
hafa verið í því þriðja eftir fyrri
umferðina.
Þá var keppt í skíðastökki á
heimsbikarmóti í Austurríki. Þar
sigraði Þjóöveijinn Dieter
Thoma. Pólveijinn Primoz
Malysz varð í öðru sæti og Sló-
veninn Primos Peterka varð í
þriðja sæti. -GH
Indónesar
neita Magic
Earvin Magic Johnson körfú-
boltakappi, sem gerði garðinn
frægan með LA Lakers, fær ekki
að leika með nokkrum stórstjöm-
um sýningarleik sem fram fer í
Indónesíu í febrúar. Indónesar
vilja ekki veita Magic vegabréfsá-
ritun vegna þess að hann sé með
HTV-veiruna í blóðinu. Indónesar
neituðu Johnson einnig um að
spila í landinu árið 1995. -GH
Horry grýtti
handklæöi í
þjálfarann
Allt bendir til þess að banda-
ríska körfúknattleiksfélagið Pho-
enix Suns selji framheijann Ro-
bert Horry innan skamms en
hann var einn þeirra leikmanna
sem félagið fékk frá Houston í
skiptum fyrir Charles Barkley.
Horry hefur ekki náð sér á
strik með Phoenix og upp úr sauð
í fyrrinótt þegar Horry grýtti
handklæði í andlitið á þjálfara
liðsins, Danny Ainge. „Ég ætla að
ráðgast við stjómendur félagsins
um hvað best sé að gera í mál-
inu,“ sagði Ainge i gær.
-VS
Penny í hópinn
Anfemee Hardaway kom á ný
inn í leikmannahóp Orlando
Magic í gær en hann hefur til
þessa aðeins spilað 5 af 28 leikj-
um liðsins í NBA-deildinni í vet-
ur vegna þrálátra meiðsla. Or-
lando hefur tapað 16 af þeim 23
leikjum sem „Penny“ hefúr misst
af en hins vegar unnið 4 af þeim
5 sem hann hefur spilað. Þá er
Nick Anderson byrjaður að æfa á
ný en hann hefúr misst af síðustu
15 leikjum Orlando vegna
meiðsla. -VS
Daníel bestur
íÓlafsfirði
DV, Ólaísfíröi:
Daníel Jakobsson skíðagöngu-
maður hefúr verið kjörinn
íþróttamaður Ólafsfjarðar fyrir
áriö 1996.
Fimm íþróttamenn voru út-
neöidir, einn frá hverju félagi
innan Ungmennafélags Ólafs-
fjarðar. Fyrir utan Daníel vora
þessir útnefiidir: Anton Kárason
skotmaöur, Ásgrimur Pálmason
hestamaður, Gunnar Oddsson
knattspymumaður og Sigmar
Ólijörð Kárason, körfuknattleiks-
maður.
Daníel náði mjög góðum ár-
angri á árinu. Meðal annars varö
hann fjórfaldur íslandsmeistari
og lenti í 16. sæti á sænska meist-
áramótinu. -HJ