Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Side 28
32
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1997
Sviðsljós
Hjónaband eng-
in trygging
Poppsöngkonan Madonna seg-
ist hreint ekki hafa í hyggju að
giftast barnsfóður sínum og leik-
fimikennara Carlos Leon enda
sé hjónabandið ekki trygging
fyrir dyggðugu lífi. „Ég þekkti
fuilt af giftu fólki sem er með
allt niður um sig i hjónalífinu,"
segir Madonna og bætir við að
fólk sé ákaflega dómhart í henn-
ar garð.
Anthony Quinn þarf ekki að hafa áhyggjur af eldsvoðum:
Dóttirin féll fyrir
slökkviliðsmanni
Pamela ekki aft-
ur í sundbol
Silíkonkrúttið Pamela Ander-
son ætlar ekki að fara aftur í
rauðan sundbol strandvarðanna
í Kaliforníu, í samnefndri sjón-
varpssyrpu. Hundrað prósent
pottþétt. „Mér fannst gaman að
vinna við þættina en ég ætla nú
að snúa mér að öðru,“ segir
Pamela í viðtali. Ekki er ljóst
hvort hún og Tommy Lee
trommari eru aftur tekin saman
en hann er að minnsta kosti í af-
vötnun og gengur víst vel.
Rod Stewart
Lokkarnir fallnir
Rod Stewart er stoltur yfir nýju
útliti sínu. „Rachel, konunni minni,
fannst kominn tími til að ég léti
klippa mig og því ekki það,“ segir
Rod.
Til hvers eru brunaliðskallar, til
að kveikja bál eða slökkva? Ætli það
fari nú ekki eftir eðli bálsins. Hús-
bálið slökkva þeir en öðru máli
gegnir um ástarbálið, þar taka þeir
öðrum mönnum fram í ikveikjum.
Svo finnst að minnsta kosti hinni
gullfailegu Valentinu Quinn.
Valentina, dóttir leikarans aldna
Anthonys Quinns, gekk sem sé í
hjónaband um daginn með slökkvi-
liðsmanni, Robert nokkrum Peters
frá New York.
Boðið var til glæsilegrar veislu
þar sem nánir ættingjar brúðhjón-
anna ungu komu og skemmtu sér og
vinnufélagar brúðgumans mættu
líka, bæði til að skemmta sér og til
að passa að hjónakomin fúðruðu
hreinlega ekki upp.
Hjónin era svo flutt til New York,
í eins konar loftíbúð sem svo mjög
eru í tísku meðal listræns ungs
fólks, enda Robert í slökkviliði borg-
arinnar. Það var líka eldurinn sem
kom þeim saman.
„Við hittumst fyrir tilstilli Mar-
ianne, góðrar vinkonu minnar frá
Los Angeles," segir Valentina. „Hún
missti nær allar eigur sínar þegar
eldur kom upp í íbúð hennar nærri
Central Park í New York. Slökkvi-
liðsmennimir vora svo alúðlegir
við hana að henni fannst hún
standa í þakkarskuld við þá, enda
þótt þeim tækist ekki að bjarga
neinu sem heitið gæti af eigum
hennar. Skömmu síðar bað hún mig
um að koma með sér til að færa
þessum mönnum gjöf. Og þama var
hann.“
Neistinn var kviknaður. Ást við
fyrstu sýn hjá báðum. Valentina
hugsaði með sér að gaman væri nú
að hitta þennan unga mann aftur og
einmitt um það leyti sem hún var
að kveðja rétti Robert henni bréf-
miða og sagði: „Héma er símanúm-
erið mitt. Hringdu endilega í mig ef
þú heyrir um einhverja eldsvoða."
Þar með var stúlkan unnin og nú
er bara að sjá hversu lengi bruna-
liðsmanninum tekst að viðhalda ást-
arbálinu því.
Fyrir þá sem vilja vita starfar Va-
lentina sem leikkona.
Valentina og pabbi gamli, Anthony Quinn.
Hagstœ> kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
afsláttur
af annarri auglýsingunni
atttmii lihimb
tfío
m&í,,;, ! £** .
Smáaugllsingar
550 5000
Forseti Tékklands, Vaclav Havel, kom þegnum sínum á óvart á laugardaginn
er hann kvæntist 44 ára gamalli leikkonu, Dagmar Veskrnova, í Prag. Hér
dregur brúðurin hring á fingur forsetanum við athöfnina sem var borgaraleg
og fór fram að morgni laugardagsins. Símamynd Reuter
Dóttir Camillu Bowles
óörugg í sviðsljósinu
Camilla Parker Bowles, ástkona
Karls Bretaprins, þótti fremur
Laura Parker Bowles.
afslöppuð á balli á Ritzhótelinu í
London ekki alls fyrir löngu. Ástæð-
an var sú að ljósmyndarar beindu
ekki vélum sínum að henni eins og
venjulega heldur dóttur hennar,
Lauru.
Laura Parker Bowles, sem hingað
til hefur verið í heimavistarskóla og
því utan við sviðsljósið, var hins
vegar svolítið taugaóstyrk. Hún
klæddist kínverskum kjól, sem hún
hafði keypt á Kings Road í Chelsea,
og töldu sumir ballgesta að hún
hefði verið óviss um hvort hún væri
í viðeigandi fatnaði.
En kjóllinn klæddi að minnsta
kosti ungfrúna og menn ræddu sín
á milli að ef Karl kvæntist einhvern
tíma Camillu fengi hann snotra
stjúpdóttur.
Tiggy Legge-Bourke, aðstoðarkona
Karls Bretaprins og barnsfóstra
drengjanna hans þegar það á við,
kemur hér til jólaboðs sem prinsinn
hélt starfsfólki sínu á glæsihóteli í
London.