Dagblaðið Vísir - DV - 07.01.1997, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1997
37
DV
Eiríkur Smith á vinnustofu sinni.
Milli tveggja
heima
í Listasafni Islands stendur
nú yfir sýning sem hefur yfir-
skriftina Milli tveggja heima. Á
sýningunni er úrval olíumál-
verka og vatnslitamynda Eiriks
Smiths frá afstrakt-expressjón-
íska tímabilinu. Er þessi sýning
sú fjórða í sýningarröð Lista-
safnsins þar sem vakin er at-
hygli á verkum starfandi lista-
manna af eldri kynslóð.
Eiríkur Smith er Hafnfirðing-
ur að uppruna og á að baki fjöl-
breyttan feril sem listamaður.
Sérstaða hans felst ekki síst í
því að hann hefur komið við
sögu helstu hræringa sem mót-
að hafa íslenska málaralist á ár-
unum 1950 til 1965.
Rætur Eiríks liggja kirfilega í
Sýningar
íslensku landslagsmálverki og
hlutlægum expressjónisma en
við upphaf sjöunda áratugarins
varð hann virkur þátttakandi í
hreyfingu strangflatarlista-
manna. Seint á sjötta áratugn-
um tók Eiríkur svo að gera
óhlutlægar myndir i opnum,
ljóðrænum stíl. Þær leiddu síð-
an af sér tímabil umbrotamik-
illa afstrakt-expressjónískra
málverka sem þó tóku nokkurt
mið af hrynjandi íslenskrar
náttúru. Þau eru af mörgum tal-
in meðal öndvegislistaverka ís-
lenskrar afstraktlistar.
I tilefhi sýningarinnar gefur
Listasafn íslands út veglega
skrá með fjölda litmynda og
upplýsingum um feril lista-
mannsins frá upphafi. í henni er
einnig ritgerð eftir Aðalstein
Ingólfsson um þróun hinnar af-
strakt-expressjónísku myndsýn-
ar í verkum Eiríks í ljósi
franskrar og bandarískrar
myndlistarhefðar. Sýningunni
lýkur 2. febrúar 1997.
Janúarnám-
skeið ÆSKR
Æskulýðssamband kirkjunn-
ar í Reykjavíkurprófastsdæm-
um heldur hið árlega janúar-
námskeið fyrir leiðtoga í æsku-
lýðsstarfi kirkjunnar í Skál-
holtsskóla helgina 10.-12. janú-
ar. ÆSKR leitast nú við að auka
metnað og kröfur til æskulýðs-
leiðtoga sem starfa á vegum
Samkomur
safnaðanna í prófastsdæmunum
og er því talið mjög brýnt að
söfiiuðir sendi leiðtoga á nám-
skeiðið. Gestafyrirlesari er Gra-
hame Knox frá Bretlandi. Lagt
verður af stað frá Hallgríms-
kirkju á fóstudag kl. 18.00.
Skráningu lýkur 9. janúar.
Slökkviliðskórinn
í tilefni þess að Slökkvilið-
skórinn er fimm ára verða
haldnir tónleikar í Ráöhúsi
Reykjavíkur í dag kl. 16.30. Allir
eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis.
Björgunarsveitir á Vestfjörðum
SVFI
Suðureyri
SVFI,
Flateyri
<. '
SVFÍ, Tálknafirði
Kópur, Bíldudal
hreppi
SVF!,
Rauðasandsí
SVFÍ, Patreksfirði
SVFI
Lómfell
C) SVFÍ,
Reykhólum
____________
i23S===
Djass á Sóloni
Sólon íslandus er vinsæll veitingastaður í
gamla bænum. Er hann til húsa þar sem áöur
var virt málningarvöruverslun. Allt frá því
Sólon íslandus hóf starfsemi sína fyrir
nokkrum árum hefur verið mikið lagt upp úr
lifandi tónlist. Þriðjudagskvöld eru yfirleitt
djasskvöld og á fyrsta djasskvöldi ársins er það
hin kunna söngkona, Edda Borg, sem skemmt-
ir gestum á Sóloni íslandusi.
Skemmtanir
Edda Borg er löngu þjóðkunn söngkona og
hefur bæði rekið sitt eigið djasstríó og einnig
danshljómsveit, þá hefur hún oft tekið lagið
með Stórsveit Reykjavikur. í kvöld kemur
fram með henni ungur píanóleikari frá Hafnar-
firði, Agnar Már Magnússon, en hann hefur
spilað með Eddu Borg um nokkurt skeið, lengi
vel í Leikhúskjallarabandinu og einnig djass-
sveitum. Þau eru með ýmsa djassstandarda og
blúsópusa á dagskrá sinni, lög sem flestir ættu
að kannast við. Edda Borg hefur söng sinn um
kl. 22.00.
Edda Borg syngur þekkt djass- og blúslög á Sóloni Islandusi
í kvöld.
Víða mikil
hálka
Allir helstu þjóðvegir eru færir,
en víða er nokkur hálka. Snjór er
einnig á vegum sem liggja hátt,
einkanlega á Norðaustur- og Aust-
urlandi. Einstaka leiðir í þessum
landshlutum eru ófærar vegna
Færð á vegum
snjóa, til að mynda Öxarfjarðar-
heiði, Hellisheiði eystri og Mjóa-
fjarðarheiði. Þá er Lágheiði á Norð-
urlandi einnig ófær. Fjarðarheiði er
fær en þónokkur snjór er þar og
sama er að segja um leiðina Fella-
bær-Hadlormsstaður.
Hálka og snjór
án fyrirstöðu
Lokaö
s Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir
m Þungfært © Fært fjallabílum
Sandra María
Litla stúlkan á mynd-
inni, sem hlotið hefur
nafnið Sandra María,
fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 28. nóvem-
ber, kl. 9.15. Hún var við
fæðingu 3394 grömm og
mældist 50 sentímetra
löng. Foreldrar Söndru
Maríu eru Kjartan Már
Þorvaldsson og Hildur
Ása Sævarsdóttir og er
hún fyrsta barn þeirra.
Barn dagsins
XagdStC
Laurence Fishburne og Stephen
Baldwin leika tvo fanga á flótta.
Flótti
Flótti (Fled) er ný spennu-
mynd sem Laugarásbíó hefur
hafið sýningar á. Segir þar af
tveimur föngum, sem Laurence
Fishburne og Stephen Baldwin
leika, og flótta þeirra í 72
klukkustundir. Einu kynnin sem
Piper og Dodge hafa haft hvor af
öðrum er að þeir hafa verið
handjárnaðir saman í þrælkvm-
arbúðum. Óvænt skothríð gerir
það að verkum að þeir sjá færi á
að flýja og nota tækifærið. Áður
en þeim er veitt eftirfór komast
þeir yfir stolna peninga og tölvu-
diskling sem geymir hættulegar
upplýsingar en því gera þeir sér
ekki grein fyrir í byrjun. Á flótt-
Kvikmyndir
anum lenda þeir í miklu varnar-
spili gegn glæpamönnum og lög-
reglumönnum en mesta þolraun-
in er þó fyrir þá að þola hvor
annan og læra að meta verðleik-
ana sem þeir búa yfir.
Auk þeirra Fishburns og Bald-
wins leika í myndinni Will
Patton, Robert Hooks, Robert
John Burke og mexíkóska
þokkagyðjan Salma Hayek.
Nýjar myndir
Háskólabíó:Slcepers
Laugarásbíó: Flótti
Kringlubíó: Lausnargjaldið
Saga-bíó: Saga af morðingja
Bíóhöllin: Jack
Bíóborgin: Hringjarinn í Notre Dame
Regnboginn: That Thing You Do
Krossgátan
Lárétt: 1 dökk, 6 samt, 8 óprýði, 9
renna, 10 fisk, 11 afturganga, 13
skekkir, 16 kemst, 17 sári, 18 dygg-
an, 20 hreyfing, 21 hrap, 22 fugl.
Lóðrétt: 1 ritfæri, 2 óværa, 3 dug-
leg, 4 skot, 5 bömin, 6 síðan, 7 ósi,
12 sterkir, 14 flytja, 15 skjálfti, 17
bungu, 19 sting.
Lausn á sfðustu krossgátu:
Lárétt: 1 storm, 6 vá, 8 pera, 9 eir,
10 rið, 11 kind, 12 endast, 15 knár.
Lóðrétt: 1 sat, 2, krógi, 3 aðlaga, 4
uggs, 5 teistan, 6 ár, 7 staðinn, 11
nit, 12 bera, 16 orð, 18 ól, 20 gó.
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 6
07.01.1997 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqenai
Dollar 66,940 67,280 67,130
Pund 113,430 114,010 113,420
Kan. dollar 49,040 49,340 49,080
Dönsk kr. 11,2220 11,2810 11,2880
Norsk kr 10,3530 10,4100 10,4110
Sænsk kr. 9,6200 9,6730 9,7740
Fi. mark 14,2740 14,3590 14,4550
Fra.franki 12,6740 12,7460 12,8020
Belg. franki 2,0787 2,0912 2,0958
Sviss. franki 49,4200 49,7000 49,6600
Holl. gyllini 38,1600 38,3900 38,4800
Þýskt mark 42,8500 43,0600 43,1800
ít. líra 0,04356 0,04384 0,04396
Aust. sch. 6,0870 6,1250 6,1380
Port. escudo 0,4272 0,4298 0,4292
Spá. peseti 0,5091 0,5123 0,5126
Jap. yen 0,57930 0,58280 0,57890
írskt pund 111,760 112,450 112,310
SDR 95,44000 96,01000 96,41000
ECU 83,1900 83,6900 83,2900
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270