Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1997, Qupperneq 7
+ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 1997 Fagra veröld í Borgarleikhúsinu: Orðsnilld og margþætt skírskotun Á morgun, laugardaginn 11. janúar, veröur nýr íslenskur söngleikur frumsýndur. Hér er um að ræða verkið Fagra veröld eftir Karl Ágúst Úlfsson við tónlist eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Eins og tit- illinn gefur til kynna er verkið byggt á Ijóðum hins ástsæla skálds Söngleikurmn Fagra Tómasar Guðmunds- veröld er gerður eftir sonar en að ýmsu samnefndri leyti hefur hann Ijoðabok Tomasar sérstöðu á meðal Guömundssonar íslenskra skálda. en vinsældir hennar voru slíkar aö enn er í manna minnum. Spenna, rómantík og fjör Ljóðabók Tómasar, Fagra veröld, naut ótrú- legra vinsælda, reyndar svo mikilla að það er umhugsunarvert enn í dag. Orðsnilld hans, margþætt skírskotun sem ljóð hans höfðu og makalaus frum- leiki í meðferð málsins hitti íslend- inga í hjartastað. Og á meðan önnur skáld og talsverð- ur hluti þjóðar- innar lýstu af bölmóði og vandlætingu siðspillingunni í höfuðborg landsins og hörmuðu fólksflóttann úr blómlegum og óspilltum sveitunum gerði Tómas hina undarlegu „stórborg" Reykjavík spennandi, róman- tíska og fjörmikla, gerði hana að borg æsku og ásta. Það sem aðr- ir fundu borginni til lasts verð- ur hjá Tómasi að hástemmdu lofí í bland við fjörlega og ein- staka glettni. Karl Agúst Ulfsson hef- ur veriö afkastamikill aö undanförnu. Fagra veröld er nýjasta verk hans. Sýning á úrvali úr flóru íslensk list- handverks eftir 24 listamenn verður opnuð i dag kl. 16.00 í Ráðhúsi Reykja- víkur. Sýningin, sem er samstarf Handverks, reynsluverkefnis á veg- um forsætisráðuneytisins, og Happ- drættis SÍBS til kynningar á ís- lensku listverki, mun standa yfir til 14. janúar. Guðni Franzson klarínettuleikari spilar á opnun- inni. Skartgripir, klæði, leikföng, hús- munir og hattar eru meðal þess sem til sýnis verður. Sýningar- gripirnir eru unnir úr leir, leðri, ull og silki, gulli og kopar, gleri og tré. Munirnir á sýning- unni eru valdir af Handverki og eru á vinningaskrá Happ- drættis SÍBS 1997. Þennan skemmtilega grip er aö finna á sýningu á íslensku handverki í Ráöhúsinu. Sigrún Sól leikur öll hlut- verk í verki Megasar, „Gefin fyrir drama þess dama.“ Höfðaleikhúsið: Dramadaman aftur í gang A morgun, laugardaginn 11. janúar, hefj- ast aftur sýningar á leikritinu „Gefín fyrir drama þessi dama og öllum stendur svo innilega á sama“ eftir Megas. Áformað er að sýna þétt í janúar en að því loknu verð- ur að hætta sýningum. Sýningar hófust í september á síðasta ári og var sýnt sleitulaust til jóla, alls 26 sýningar. Leikritið, sem hefur hlotið mjög góðar viðtökur, jafnt hjá gagnrýnendum sem öðrum leikhúsgestum, ijallar um ólíkar manneskjur úr ýmsum af- kimum þjóðfélagsins. Verkið er fullt af kímni, sorg, drama, hæðni og mik- illi meðaumkun og þykir texti Megasar einstakur og notkun hans á málinu slík snilld að mikla eftirtekt vekur. Sigrún Sól leikkona leikur öll hlutverkin og Hörður Bragason organisti hannaði hljóðmynd jafnframt því sem hann tekur þátt í sýningunni og spil- ar á fjölda hljóðfæra. Leikstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, leikmynd og lýs- ingu hannaði Egill Ingibergsson og búninga Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Spessi á Mokka Hetjur lands og þjóðar Ljósmyndarinn Spessi hefur nú sett upp myndaröð sína, „Hetjur", á Mokka-kaffi við Skólavörðustíg. Hún var áður til sýnis í Tjöruhúsinu á ísafirði á síðasta ári við mikinn áhuga bæjarbúa, enda heimkynni þessara afreksmanna. „Hetjur“ Spessa eiga lítið skylt við hormónatröll hvíta tjaldsins, hvað þá ofurfyrirsætur glanstímaritanna. Við okkur blasa rosknir og vörpulegir sjóarar, uppá- klæddir í sínu fínasta pússi. Þetta eru karlar í krapinu, rún- um ristir vinnu- þjarkar sem stritað hafa frá blautu bams- beini við að færa þjóðinni björg í bú. í and- litsdráttum þeirra virðist mega lesa veður- far landsins undanfarna öld. Jafhvel efha- hagslínurit þjóð- arinnar. Sýning Spessa á Mokka-kaffi Hetjur Spessa eru ólíkar kraftajötnum kvikmynd- „ , , . anna en engu minm, nema siöur se. 6. februar. Ráðhús Reykjavíkur: íslenskt handverk =*» helgina 21 ★ SÝNINGAR Deiglan. Snorri Ásmundsson. „Lát sæng þína ganga“. 30% af ágóða sýn- ingarinnar fara í fikniefnaforvamir. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 16. Bandaríska listakonan Lulu Yee sýn- ir kraftaverkamyndir. Opið alla daga til 22. janúar. Gatlerí Sýnirými. Þijár sýningar. í Galleríi Sýniboxi: Haraldur Jónsson. í Galleríi Barmi: Róbert Róbertsson og Ragnheiður Ágústsdóttir. f Galler- íi Hlust: G.R. Lúðvíksson. Listacafé, Listhúsi, Laugardal. Magdalena Margrét Kjartansdóttir sýnir verk sín. Listasafn Islands. Sýning á verkum Edvards Munch stendur til 19. jan. Myndlist Eiríks Smith 1963-68 til 2. febrúar 1997. Opið frá 11-17 alla daga nema mánud. Listasafn Siguijóns Olafssonar, Laugarnesi. Sýning 91 á völdum verkum hans. Opið laugard. og sunnud. milli kl. 14 og 17. Listhús 39, Strandgötu 39, Hafn- arfírði. Laugardaginn 11. janúar kl. 16 verður opnuð sýningin „Af tvenn- um toga“, samsýning Önnu Guðjóns- dóttur og Erlu Sólveigar Óskarsdótt- ur. Opið virka daga frá 10-18, laug- ard. kl. 12-18 og sunnud. kl. 14-18 til 26. janúar. Listhúsið í Laugardal, Engjateigi 17. Verk eftir Sjöfn Har. Opið virka daga kl. 13-18 og lau. kl. 11-14. Listþjónustan, Hverfísgötu 105. Hafsteinn Austmaim sýnir akvarell- ur frá ýmsum tímum til 2. febrúar. Opið alla daga nema mánud. kl. 12-18, laugard. og sunnud. kl. 14-18. Menntamálaráðuneytið, Sölv- hólsgötu. Daði Guðbjömsson sýnir olíumálverk. Mokka, Skólavörðustíg 3a. Ljós- myndarinn Spessi hefur sett upp myndaröð sína „Hetjur". Sýningin stendur tii 6. febrúar. Norræna húsið. 11. janúar opna „ myndlistarmennirnir Gerhard Ro- land Zeller og Þór Ludwig Stiefel málverkasýningu. Opið daglega frá kl. 12-18 til 26. janúar. Sýning á veggspjöldum, sem gerð vora af skólabömum í tengslum við norrænu lestrarkeppnina Mími, stendur yfir í anddyri hússins til 29. janúar. Ráðhús Reykjavíkur. Anna Leós með myndlistarsýningu. Sýningin íslenskt handverk, úrval muna eftir 24 listamenn, stendur til 14. janúar. Opið virka daga frá 8-19 en um helgar frá 12-18. Sjónarhóll, Hverfísgötu 12. Sýn- ing Bjama Sigurbjömssonar. Opið fimmtud.-sunnud. kl. 14-18 til 27. janúar. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14. Sýning á verkum Vignis Jóhannssonar til 8. apríl. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, Reylqavík. 11. janúar verður opnuð sýning á olíumálverkum Sigurðar Hauks Lúðvíkssonar. Opið alla daga nema mánud. kl. 14-18 til 28. janú- ar. Undir Pari, Smiðjustíg 3. Til 25. jan. stendur yfir sýning Frakks sem ber yfirskriftina Undur og hljóð- merki. Opið fimmtudaga til laugar- daga kl. 20-23. Áskrifendur aukaafslátt af smáauglýsingum DV t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.