Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVHÍUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Spurningin Hvað telur þú vera skemmti- legasta aldursskeiöið? Ólafur Árnason húsvörður: Árin milli þrítugs og fertugs. Ari Freyr Hermannsson nemi: Rétt eftir að maður fæðist. Maður gerir ekkert nema borða og láta dekra við sig. Guðmundur Bergþórsson nemi: Árin milli 15 og 18 ára eru lang- skemmtilegust. Þá fær maður bíl- próf og getur notið lífsins. Margrét Sigurðardóttir, starfs- maður á garðyrkjustöð: Milli fer- tugs og fimmtugs. Það held ég að sé góður aldur. Pálína Sigurðardóttir garðyrkju- fræðingur: Ég er búin að lifa of stutt til að vita það. Úlfur Ragnarsson læknir: Árin eftir sextugt. Þá hefur maður náð jafnvægi og þekkir hin sönnu verð- mæti í lífinu. Lesendur_______________ „ Það gæti verið satt“ Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, skrifar: Kynningarfulltrúi Verslunar- ráðs, Helga Guðrún Jónasdóttir, kvaddi sér hljóðs í DV 27. desember um sölufyrirkomulag áfengis. Kenndi hún Jónasi frá Hriflu um tilurð Áfengisverslunarinnar. Segir hún Jónas hafa komið fyrirtækinu á fót „til að brjóta lævíst vald kaup- manna á bak aftur“ og væri ég, undirritaður, kominn í hans kompaní. Nú er það svo að ÁTVR var sett á laggimar í byijun febrúar 1922 eða fyrir 75 árum. Þá sat 2. ráðu- neyti Jóns Magnússonar og Jónas frá Hriflu fjarri þeirri ríkisstjóm enda enn ekki kominn á þing. Og forveri minn, Guðbrandur Magnús- son, sem kynningarfulltrúinn kall- ar til þessa leiks, var ekki fyrsti for- stjóri Áfengisverslunarinnar eins og fulltrúinn staðhæfír í grein sinni. Það er vægast sagt nöturlegt að hefja mál sitt fyrir almenning með rangfærslum um efni sem fletta má upp í staðreyndabókum. Em hin fleygu orð: „Það gæti verið satt“, hæf til sparibrúks hjá Versl- unarráðinu? Þegar lokið er umfjöllun um Jónas frá Hriflu, Guðbrand og sam- „Mér er sagt aö bankarnir hafi nú um 250 þúsund fermetra húsnæöi til sölu sem aörir en ríkissjóöur hafa fjórfest í og komist í vanskil viö þær stofnan- ir,“ segir f bréfinu. - Seölabankinn. særiskenninguna snýr kynningar- fulltrúinn sér aö rekstrarfræðum. Þar er að sjálfsögðu talað i takt við aðra talsmenn Verslunarráðsins. „Hætti ríkissjóður að selja áfengi og tóbak munu milljarðar losna úr fjárfestingu og rekstrarkostnaður upp á hundmð milljóna sparast á ári hveiju." Að því er hvergi vikið hver muni hýsa og dreifa áfengi og tóbaki fyrir ekkert. Vera má að ríkissjóður fjárfesti ekki allt af skynsemi. En því skyldu talsmenn hans einir kallaðir til tyftingar hjá Verslunarráðinu. Mér er sagt að bankamir hafi nú um 250 þúsund fermetra húsnæði til sölu sem aðrir en ríkissjóður hafa fjár- fest í og komist í vanskil við þær stofnanir. Ætli kynningarfúlltrúinn gæti ekki fundið einhvem umbjóð- anda sinn í þeirra röðum? Ósáttur við fasteignasöluna Fróði Oddsson skrifar: Mig langar til þess að segja að- eins frá viðskiptum mínum við Fasteignasöluna Holt á Akureyri. Þannig er mál með vexti að fast- eignasalinn, Tryggvi Pálsson, bað mig að undirrita kaupsamning að fasteign á Akureyri. Samningurinn lá undir hönd hans með bakhliðina upp og vildi ég lesa skjalið og tók það undan hendi hans eftir nokkurt þóf. Textinn var rangur og hafði Tryggvi enga skýringu á því og var heldur þögull. Leiörétti hann samn- inginn og bað mig þá að undirrita umboð til að millifæra greiðslur frá fyrri eign, sem hann seldi, og til seljanda nýju eignarinnar. Gerði ég sem hann bað og vildi sýna honum traust ef fyrri villa hefði verið mis- tök. Þess vegna las ég ekki meint umboð. Þegar ég bað um ljósrit af umboð- inu kvaðst Amar, sölmnaöur hjá Tryggva, ekki skyldugur til þess að Ijósrita eitt né neitt fyrir mig. Þetta ræddi ég síðar viö Þorstein Hjaltason, lögmann á Akureyri, og komst að ravrn um að ekki var um að ræða neitt umboð, af forminu að dæma, heldur kauptilboð sem ég hafði skrifað undir sem seljandi. Ég reyndi að afturkalla „umboðið“ og kærði til lögreglunnar á Akureyri og ríkissaksóknara eftir úrskurð hjá sýslumanni. Félag löggiltra fast- eignasala var nýstofnað og Tryggvi Pálsson var einn af stofnfélögum. Ekkert bar árangur. Það er eðlilegt að fólk viji fá að vita hvað er að gerast í þeirra við- skiptum og raimar hljóta allir að eiga rétt á því. Svar frá Fasteignasölunni Holti á Akureyri: Hef verið hreinsaður af áburðinum Tryggvi Pálsson fasteignasali: Þessi viðskipti em tveggja eða þriggja ára gömul og þau hafa öll ver- ið gerð upp, gengið hefur verið frá kaupsamningum, afsölum og öllu sliku. Fróði hefúr borið þetta undir tvo eða þijá lögmenn hér á Akureyri og þeir hafa sagt honum að þetta sé í eins góðu lagi og hægt er að hugsa sér. Hann hefur kært mig til lög- reglu, sýslumanns og meira að segja ríkissaksóknara og ég hef sent þess- um aðilum ijósrit af öllu því sem far- ið hefúr okkar á milli í þessum við- skiptum. Enginn hefúr fundið neitt athugavert við þetta. LH§lilDÆ\ þjónusta allan sima 5000 kl. 14 og 16 Á Akureyri deilir maöur viö fasteignasala og hefur hann kært viöskiptin án þess aö nokkuö hafi fundist athugavert. Þetta era ofsóknir af hendi þessa manns á mig og hann segir að ég hafl eitthvert umboð til þess að selja und- an honum eign hans. Það er ekki rétt og ég hef boðið honum að við færum saman til sýslumanns þar sem við myndum bara láta þinglýsa því að hafi slíkur samningur einhvem tíma verið gerður sé hann úr gildi fallinn. Þetta hefur Fróði ekki viljað. Ég á erfitt með aö veijast ásökun- um af þessu tagi en bendi á alla þá aöila sem komist hafa að þeirri nið- urstöðu að ekkert sé athugavert við viðskiptin. Aðrir kaupendur og selj- endur geta enn fremur borið því vitni að ekkert óhreint hefur verið I pokahominu. Samtök stríðs- barna? Sigríður hringdi: Fyrir tveimur árum hafði ég samband við Samtök stríðsbama á íslandi og bað þau að aðstoða mig við að reyna að hafa upp á foðurafa minum. Fyrir þetta greiddi ég fyrirfram og nú hef í í nokkum tíma reynt að ná til þessa fólks því mér er mikið í mun að þetta geti gengið eftir sem fyrst. Ég hef reynt að hringja í samtökin og skilið eftir skilaboð á símsvara en hef ekki fengið nein viðbrögð. Ef einhver gæti hjálpað mér við að ná til þess fólks sem að þessu starfaði þá yrði mér akkur í því. Ég þyrfti a.m.k. að fá aftur þær upp- lýsingar sem ég lét samtökunum í té. Hægt er að hringja til les- endaþjónustu DV og þaðan mun verða haft samband við Sigríði. Útrunnar vörur Svava hringdi: Mér finnst afskaplega hvim- leitt hversu oft vörur sem ég kaupi era komnar fast að eða yflr síðasta söludag. Vitaskuld á maður að fylgjast með þessu en mér finnst það lýsa einkennileg- um viðskiptaháttum að reyna að koma út útrunnu hangiáleggi, salati eða mjólkurvöram. Ég hef oftar en einu sinni lent í þessu í bakaríinu sem ég fer í um hverja helgi og þetta þýðir einfaldlega það að ég lít vart á kæliskápinn lengur. Síðan lenti ég í því að kaupa útrunnið skyr í stórmark- aði nú rétt eftir áramótin og mér flnnst að þetta þurfi að laga. Kennarar seinir að skila Háskólanemi hringdi: Mér finnst með öllu óþolandi hvað kennarar í Háskólanum era seinir að skila einkunnum eftir prófin. Vitaskuld á þetta ekki við allan hópinn en sumir eru mjög slæmir. Mér finnst að taka þurfi hart á þessum mönn- um því þetta er mikil vanvirða við nemendur. Þeir þurfa jú að taka sínar ákvarðanir um fram- hald skólagöngu eftir því hver árangurinn er. Ánægð með þáttinn Sigurveig hringdi: Mikiö hafði ég gaman af því að sjá Sigfús Halldórsson á sjón- varpsskjánum. Sigfús er nýlát- inn en með honum er gengið eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar. Mér finnst að vekja þurfi sér- staka athygli á lögunum hans Fúsa og koma þeim á framfæri við unga fólkið. Fúsi á mikið af fallegum sönglögum sem mikið hafa verið sungin en hann á líka stærri tónverk sem minna era flutt. Við þurfúm að bæta úr því. Þorramatur of snemma Guðmundur Steinsson hringdi: Nú er mér nóg boðið og ég spyr hvort ekkert eigi að fá að vera I friði. Markaðsmenn era langt komnir með að eyðileggja jólin fyrir fólki því það liggur við að byijað sé að auglýsa jóla- gjafimar á miðju hausti. Og síð- an kemur það að um liðna helgi sá ég í stórmarkaði að byijað er að selja bakka með þorramat. Ég vek athygli á því aö þorrinn byrjar föstudaginn 24. janúar. Þetta finnst mér vera hreint og klárt þjófstart og mælist ég til þess að við gætum að þessum þjóðlegu siðum okkar. Eyðileggj- um þá ekki með verslunar- mennskunnni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.