Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1997, Blaðsíða 32
iHg Vlnnlngstölur mlðvlkudaglnn 8.1.97 pÉSh ,16X42X45 Vlnnlngar Fjðldl vinninga Vinningsupphæó l.icft , 4 10.683.000 l.Saft htoW 0 1.756.917 3. S af t 2 118.770 4.taft 182 2.070 S. 3 af t '■vl*TS7 210 Helldorvlnningsupphxd 45.262.167 Vinningstölur 8.1/97 OOOO QOO Á Islandl 2.530.167 KÍN ' FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 Ma&urinn slapp vel en var samt fluttur á slysadeild. DV-mynd S Varð fyrir bíl Maflff Vcirð fyrir bíl á Suður- landsbraut, á móts við Glæsibæ, rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöld. Maðurinn var dökkklæddur og hljóp út á götuna í veg fyrir bílinn. Hann var fluttur á slysadeild en slapp með mar og skrámur að sögn lögreglu. Ökumanninum varð mikið um það að keyra á manninn og var í miklu sjokki eftir atburðinn. Hann mun einnig hafa farið á slysadeild til þess að leita sér hjálpar. -sv Olvaður í áflog- um við lögreglu Ölvaður maður réðst á annan mann á Langholtsvegi í gærkvöld og braut meðal annars gleraugu hans. Lögreglumaður á mótorhjóli kom þarna að og þurfti hann að slást við manninn sem lét ófriðlega. Flugust mennirnir á þegar fleiri lög- reglumenn komu á staðinn og að- stoðuðu kollega sinn. Honum mun hins vegar ekki hafa orðið meint af áflogunum. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar gat hinn ölvaði litlar ástæður gefið fyrir framferði sínu en eitthvað mun hann hafa jí'ausað um vél sem þama var i gangi. Mun honum hafa fundist of mikil mengun af henni. Maðurinn var að sjálfsögðu handtekinn. -sv VMSÍ hafnar til- lögum VSÍ Verkamannasambandið hefur hafnað nýjustu tillögmn Vinnuveit- endasambandsins um vinnustaða- samninga. Segja VMSÍ- menn að til- lögur vinnuveitenda miði að því að rjúfa tengsl verkalýðsfélaga við vinnustaðina og því hafni verka- lýðshreyfmgin. Verkamannasam- bandiö hefur lagt fram sínar tillög- I •ar í þessu máli og eru þær mjög frá- brugðnar tiilögum VSÍ. -S.dór 16 ára ákærð- ur fýrir tilraun til manndráps Piltur sem réðst með hnífí til at- Stórfelld sala og dreifing á smygluðu vodka: Sex ungir menn handteknir á Akureyri - vegna rannsóknar málsins og tveir í gæslu í Reykjavík Lögreglan á Akureyri hefur komið upp um stórfellda sölu á nokkur hundruð flöskum af vodka noröan heiða. Lögreglan hefur handtekið sex unga menn, sem all- ir eru búsettir á Akureyri, vegna rannsóknar málsins. Daníel Snorrason, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á Akureyri, staðfesti þetta við DV í gærkvöld. Daníel sagði að menn- imir hefðu allir verið yfirheyrðir í gær og yfirheyrslur mundu halda áfram í dag. Að sögn Daní- els tengist máliö hinu stórfellda smyglmáli sem Rannsóknarlög- regla rikisins rannsakar en þar er um að ræða allt að sex þúsund flöskur af vodka sem smyglað var tO landsins í vörugámi frá Banda- ríkjunum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá RLR, var áfenginu smyglað til landsins i desember sL og fór það í dreifmgu án þess að vera tollafgreitt. Hörð- ur staðfesti jafnframt að tveir menn hefðu verið handteknir í Reykjavík vegna rannsóknar málsins og hafa þeir setið í gæslu- varðhaldi síðan á laugardag. Þá hafa fjölmargir verið yfirheyrðir vegna málsins á höfuðborgarsvæð- inu. Við yfirheyrslur sexmenning- anna á Akureyri vegna smygl- málsins komu einnig fram upplýs- ingar vegna nokkurra innbrota sem framin hafa verið þar í bæ. Daniel Snorrason staðfesti það við DV og sagöi að nokkur innbrots- mál hefðu verið upplýst í tengsl- um við þessar yfirheyrslur. Daníel sagði að þau mál yrðu rannsökuð nánar í dag. -RR lögu við 22 ára karlmann á tjald- stæðinu á Akureyri um verslunar- mannahelgina hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann var þá 16 ára. Lokuð réttarhöld hafa farið fram í málinu þar sem fjölskip- aður dómur fjallaði um málið. Árásarpilturinn, sem nú er orð- inn 17 ára, er frá Egilsstööum. At- burðurinn átti sér stað á laugar- dagsmorgni. Ósætti kom upp á tjald- stæðinu sem bæði hann og fómar- lambið, sem er frá Kópavogi, áttu þátt í. Þeir þekktust ekki. Yngri pilturinn taldi sig hafa orð- ið fyrir áreiti og hlaut hann áverka i slagsmálum eftir högg í andlit. Eft- ir það mun hann hafa lagt til Kópa- vogsbúans með vasahníf. Hann var fluttur í skyndi á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Hnífslagið kom neðarlega í brjóst- hol en ekki var talið að um lífshættu- legan áverka hefði verið að ræða. Árásarmaðurinn var handtekinn og sat hann inni í nokkra daga áður en málið taldist að mestu upplýst og honum var sfeppt. Pilturinn mun hafa neitað að hafa ætlað að bana manninum. Búist er við að dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra gangi um komandi mánaðamót. -Ótt j. m Margrét Þórhildur Danadrottning bauö til hátíöarkvöldveröar í gærkvöld í tilefni af því aö 25 ár voru liðin frá því hún tók við krúnunni aö fööur sínum látn- um. Frá vinstri má sjá Sonju Noregsdrottningu, Henrik prins, eiginmann Margrétar, Evu Ahtisaari, eiginkonu Finnlandsforseta, Harald Noregskonung, Mar- gréti Þórhildi drottningu, Maartti Ahtisaari Finnlandsforseta, Ingirí&i drottningarmóöur og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta íslands. Símamynd Retuer 'er ólafur kominn^ FAST FÆÐI HJÁ MÖGGU? Veðrið á morgun: Skil norður yfir landið Á morgun munu skil fara norður yfir landið. Á undan þeim verður austan hvassviðri eða stormur, en rok eða 10 vindstig á Vestfjörðum. Víða verður snjókoma eða slydda, en handan skilanna er mun hlýrra veður, minni veðurhæð og rign- ing eða súld. Veðrið í dag er á bls. 28 ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN mnm BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 21.834,- ýbýlavegi 28 Sími 554 4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.